Vísir - 28.09.1954, Blaðsíða 4

Vísir - 28.09.1954, Blaðsíða 4
4 VfSIR Þriðjudaginn 28. september 1964 WfiSIH D A G B L A Ð Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Frá IVámsflokkum Reykjavíkur: T ungumálakennsla með kvik- myndum og segulbandstækium. Kennsla tekin upp í nokkurum greinum. seni ekki iiafa ádui* verið kenudar. Kjarnorkumálin á dagskrá. 'k undanförnum allsherjarþingum Sameinuðu þjóðanna hafa kjarnorkumálin verið einna efst á baugi, og er það ekki nema eðlilegt. Þessi mál verða enn til umræðu á þingi því, sem settist á rökstóla í vikunni sem leið, og er ekki sýnt, að neins verulegs árangurs sé að vænta að þessu sinni frekar en á fyrri þingum. Orðsendingar hafa hinsvegar farið milli Bandaríkjamanna og Rússa um þessi mál, hin síðasta frá Rússum í vikunni sem leið, og þær sýna, að ekki hefur dregið til samkomulags með þessum forustuþjóðum austurs og vesturs. Að áliti Banda- ríkjanna á fyrst að hefja samvinnuna á sviði kjarnorku til iðnaðar og í friðsamlegum tilgangi, en síðan á næsta skrefið að vera að banna kjarnorkuvopn, framleiðslu þeirra og notkun. Rússar vilja hafa aðra aðferð til að komast að markinu, þeir vilja byrja á því að banna öll kjarnorkuvopn, og síðan á að hefjast handa um að boita þessari orku í þágu friðsamlegrar starfsemi. Þarna stendur hnífurinn í kúnni, því að hvorugur aðili vill ihverfa frá sinni skoðun, og er því hætt við því, að kjarnorku- notin og hættan af kjarnorkustríði hvíli á mannkyninu sem :mara enn um hríð. En í umræðunum um þetta úti um heim, er það einkum eitt atriði, sem talsverð áherzla er lögð á, og það er eftirlitið, sem hafa þarf í þessu efni, hvor leiðin sem yrði farin xim síðir, hvort sem Bandaríkjamenn fallast á sjónarmið Rússa eða öfugt. ' Hvernig á að haga eftirlitinu? spyrja menn. Er nokkur trygging fyrir því, að unnt verði að framkvæma eftirlit eð því er Rússa snertir? Er nokkur vissa fyrir því, að eftirlitsnefnd, sem sett yrði á laggirnar, yrði frjáls ferða sinna í Rússlandi, svo hún gæti gengið úr skugga um, að ekki væri einhversstaðar ^nnið að kjarnorkuframleiðslu, sem yrði ekki í samræmi við þær alþjóasamþykktir, sem gerðar kynnu að vera um þetta? Og vitanlega eru þetta mjög mikilvægar spurningar, svo mikil- yægar, að allur árangurinn getur oltið á þeim. I Hingað til hafa Rússar ekki verið frjálsir ferða sinna innan lands síns og allir vita, hverjar hömlur hafa verið lagðar á ferðalög útlendinga þar, svo að jafnvel erlendir sendifulltrúar, sem njóta hvarvetna mikilla forréttinda, hafa verið að heita má réttlausir og ekki mátt hreyfa sig úr Moskvu nema með sérstöku leyfi. Á þessu mundi þurfa að verða mikil breyting, til þess að eftirlit yrði eitthvað annað en nafnið tómt, að því er Rússa snertir. Þegar á það er litið, hvernig um hnútana er búið í þessum efnum í Rússaveldi er ekki nema eðlilegt að menn beri nokkurn kvíðboga fyrir því, að samningar við Rússa um kjarnorkumálin yrðu næsta haldlitir, enda þótt fögur orð yrðu látin fylgja, eins og vera ber við hátíðleg tækifæri. En ef samvinnan yrði á þann veg, að framleiðsla kjarnorkuvopna yrði bönnuð og hægt að framfylgja banninu með öruggu eftiiiiti, yrðu það merkustu fréttir um langt skeið. Ver&lækkun á kaffi. Kaffi lækkaði aftur í verði í gær, og mun það vera hin mesta gleðifregn fyrir alla, því að svo gífurlega var hækkunin, sem kom til framkvæmda fyrir fúum vikumi; Er þetta gert vegna þess, að kaffi hefur aftur lækkað í verði á heims- tnarkaðnum, og það kaffi, sem keypt verður til landsins. næst, verður mun ódýrara ,í innkaupum en það, sem landsmenn hafa drukkið undanfarið. Eins og menn muna reis deila við hækkun kaffiverðsins síð- ast, einkum milli ríkisstjórnarinnar og rauðu flokkanna, en þeir héldu því fram, að ríkisstjórninni hefði borið skylda til að halda kaffiverðinu niðri samkvæmt desembersamkomulaginu 1952. Ríkisstjórnin mótmælti því, að gengið hefði verið á gerðasamninga, og bauðst til að leggja málið í gerð. Það vildi stjórn Dagsbrúnar ekki, þar sem hún taldi, að málið lægi í augum uppi. Menn hins góða málstaðar hefðu þó ekki átt að skorast undan því. Og vegna þess er það heldur óviðkunnan- legt, er Þjóðviljinn talar um það í gær, að ríkisstjórnin hafi verið kúguð í þessu máli. En annars er kannske ekki að vænta Úr þeirri átt. N ámsf lokkar Reyk j avíkur taka til starfa um mánaðamótin og er innritun þegar hafin. í fyrra var kennt í rúmlega 40 flokkum og voru nemendur þá 850 talsins, en það hafa þeir orðið flestir frá því er Náms- flokkarnir tóku til starfa. Eins og áður er kennt á kvÖldin kl. 7.45—10.20 og eru kenndar þar flestar eða allar þær námsgreinar, sem kenndar hafa verið undanfarin ár, svo sem tungumál, allskonar handavinna, bókmenntir, vél- ' ritun, bókfærsla, reikningur o. fl. Ágúst Sigurðsson forstöðu- maður Námsflokkanna hefur skýrt Vísi frá nokkurum ný-j ungum, sem teknar verða upp í vetur. Þar á meðal verður kennsla í föndri, þar sem kennt verður að búa til leik- föng úr ódýru efni fyrir krakka, jólatrésskraut o. fl. Þá hafa Námsflokkarnir fengið kvikmyndasýningarvél, til þess að sýna einfaldar mynd- ir með atburðaröð í sambandi við tungumálakennslu. Kenn- arinn skýrir myndirnar á er- lendu máli um leið og’ þær verða sýndar, en að því búnu verða myndirnar sýndar aftur og er þá ætlast til að nemend- urnir taki við af kennaranum i og skýri- myndirnar sjálfir, enda hafa þeir þá áður fengið samhengi milli orðs og myndár. Námsflokkarnir hafa segul- bandstæki til þess að láta tungumálanemendur tala inn á. En þegar þeir eru búnir að tala inn á bandið verður það spilað fyrir þá, svo þeir geti heyrt hvernig framburðurinn er og leiðrétt sig á því sem aflaga fer. Latína var kennd áður innan Námsflokkanna. en hefur legið niðri um tvö ár. Nú verður hún meðal námsgreina á komandi vetri. Þá verður tekin upp kennsla í norsku í vetur sem ekki hef- ur verið kennd áður. Nýr liður er einnig kennsla í erlendum bókmenntum. Verður henni hagað þannig að lesnir verða með þátttakend- um úrvalskaflar á ensku, þýzku og einhverju Norður- landamálanna, efnið síðan skýrt og farið lítilsháttar yfir þá bókmenntastefnu, sem ligg- ur til grundvallar hverju sinni. Athygli skal vakin á sálar- fræði, sem kennd verður innan Námsfiokkanna og sérstaklega er ætluð uppalendum. Kennd og kynnt verða helztu atriði sem þeim mega að gagni koma við uppeldi og unnt verður að skýra í stuttu máli. Sú breyting verður gerð á tilhögun í tungumálakennslu svokallaðra X-flokka, en það eru gagnfræðingar og aðrir með tilsvarandi menntun sem halda vilja áfram námi. að kennt verður tvisvar í viku (alls 3 klst.), í stað fjórum sinnum (4 klst.) áður. mMllHMM Málarar vinna framvegis aðeins eftir verðskrá. Það fvrirkomulag gildir írá 1. okf. Málarameistarafélag Reykja- víkur, hefir tilkynnt há breyt- ingu á reikningsaðferð fyrir vinnu, að frá 1. október verður öll málaravinna einungis fram- kvæmd samkvæmt verðskrá, eða eftir uppmælingu. Hingað til hefir verið unnið jöfnum höndum eftir verðskrá og tímavinnu, en nú verður tímavinnan alveg lögð niður. Þó að málárameistarar hafi unnið að einhverju leyti sam- kvæmt verðskrá hafa sveinar alltaf unnið hjá þeim í tíma- vinnu. Það komu því snemma fram raddir hjá sveinafélaginu, að sveinar létu semja sérstaka vinnuskrá fyrir sig. Ræddu fé- lögiri þetta síðan innþyrðis. I i ; ? . : t jl ttí' Timávinna hefir verið með ýmsum annmörRum, einkum síðari ár, vegna breytinga á efni og vinnuaðferðum og einnig vegna mikilla f jarlægða í bæn- um o. fl., og þá var ekki hægt að ákveða fyrirfram, hve mikið verkið kostar, eins og nú verður hægt með uppmælingum. Við samningu hinnar nýju verðskrár hefir aðallega verið stuðzt við verðskrá málara- iðnanna í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Mælingafulltrúi félaganna verður Ólafiu’ Pálsson. Formað ui’ Málarameistarafélags Rvík- ur er Jón Ágústsson en for- maður Málarafélags Reykjavík- ur er Kristján Guðlaugsson. 40 farast í V.-Afríku. Einkaskevtí frá AP. Fjörtíu manns fórust, er ferju livolfdi á fljóti cinu í FrönSku Kamerún-nýlend- unni í V.-Afríku í fyrradag. Ferjan var þéttskipuð far- þegum, er striaumur hreif hana og hvolfdi. Vitað er með vissú, að 40 nianns hafa drukknað, en óttazt, að enn fleiri hafi farizt í slýsinu. Þrir btlar steyp- ast í fljót Einkaskeyti frá AP. Narbonne, Frakkl., í gær. Þrír bílar steyptust í fljót- ið Aude í gær, og biðu öku- menn þeirra bana. Brúin, sem þeir ætluðu að aka yfir fljótið á, bilaði skyndilega með fyrrgreind- Það er að sumu leyti einkenni- legt eins og allt sumarið snýst um síld hjá okkur íslendingum, hve erfitt er að fá almenning til þess að neyta þessarar fæðu. Ekki er það vegna þess að ekki sé nægilegur áróður fyrir blessaðri síldinni, því margoft hefir verið, bæði i þessum dálki og i öðrum blöðum, rætt um það, að lands- menn ættu að borða meiri síld. En allt kemur fyrir ekki. Það þarf hvatningu. Það er greinilegt að það þarf ineira til. Hvernig væri að Hús- mæðrafélag Reykjavikur tæki sig nú til og hvetti húsmæður til þess að nota meira þessa góðu, holla og ódýra fæðu? Það segja inér kaupmenn, að ekki borgi sig að hafa síld á boðstólum, því lnin seljist tæplega. Það er í sjálfu sér einkennilegt að ekki skuli vera hægt að kenna mönnum hér á landi að nota þenna fisk, en öðrum þjóðum, sem kaupa sild- ina af okkur þykir hún mesta lostæti. Og ekki þyrfti liún að vera dýr hér innanlands. 'i í • Erum við matvandir? Er þetta vegna þess að við ís- lendingar erum matvandari en aðrar þjóðir? Varla verður því borið við, þvi ekki verður það með sanni sagt að við lifum á fjölbreyttara fæði en aðrar þjóð- ir. Það er mála sannast að síldin er mjög hollur matur og vafa- laust yrði þjóðinni fyrir beztu að hún neytti hennar meira en nú er gert. Auk þess sem má mat- reiða úr henni marga rétti og í því efni ætti Húsmæðrafélagið að ljá lið sitt. Það getur verið að ennþá^éu húsmæður, sem ekki kunna skil á því hve margbreyti- iega rétti má framleiða úr síld. Tin þessi ódýri og góði matur þyrfti að vera í ineiri hávégum lijá okkur Islendingum en iiann hefur verið til þessa. Götuljós í Hlíðahverfi. Hlíðarbúi skrifar: „Um það var rætt i Bergmáli fyrir skömniu að vandræði væru hve liverfið væri illa lýst. Nú er verið að ráða bót á þessu, því hafin er lagn- ing jarðstrengs, sem tengja á við götuljós er þar verða sett. Er full ástæða til þeSs að þakka forráða- mönnum Rafveitu Reykjavíkur fyrir live snögglega þeir brugð- ust við til þess að ráða bót á ástandinu í hverfínu. Munu marg ír Hlíðabúar lilakka til þess er kveikt verður þar á götiiljósum, því þegar vetur fer i hónd er ég h ræddur uni að mörgum þyki myrkt, er liann fer heim'til sín að kvöldi. Þakka ber, sem vel er gert. En vegna þess rita ég þessar linui’, að ég tel að þakka beri það sem vel er gert. Og viss er ég um það að aðrir Hlíðarbúar eru á sama máli og ég. Maður veit svo sem að Rafveitan liefur í inörg horn að líta, en það er lika á- iiægjulegt að finna að fram hjá nianiii ei’ ekki gengið. Með þökk fyrir góðar undirtektir. Hliða- búi.“ — Bérgmál þakkar bréfið og lýkur því í dag. — kr. um afleiðingum. Þetta var 30 ára gömul steinbrú, kennd við St. Marcel, og vita menn ekki, hvað olli því ab hún hrundi. Fallhæðin var um 10 metrar. „__;______: 8EZT AÐ AUGLYSAI VlSt

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.