Vísir - 28.09.1954, Blaðsíða 7

Vísir - 28.09.1954, Blaðsíða 7
Þriðjudaginn 28. september 1954 VÍSIR S WVWWWWWWWWWWWWWWWftWWWtfWWWWVh Esifawidi - - - damöur €(Uf P Potter 3Z kemur maður á slétta flöt. Hann leit á klukkuna. — í dögun, eftir svo sem fimm og hálfan tíma, lendir ameríkönsk her flugvél á þessari flöt. Þegar hún léttir verða María, Millie og Teensy um borð. Eg vona að umslag Mareel Blayes verði þar líka. Það er hugsanlegt að Walter, þér og eg verðum dauðir þá. Hiram kallaði á Waltes og sýndi honum á uppdrættinum hvar J.ozefvaros-brautarstöðin var. Hún lá meðfram khkjugarðinum á löngu svæði. Þar voru sex brautarspor samhliða, og stéttir á milli. Og við stöðina var stórhýsi: herbúðir Budapest-varðliðsins. — En það sést ekki á uppdrættinum að hár múrgarður er kring um alla stöðvalóðina, sagði Hiram. Það er aðeins hægt að komast innfyrir með því að rekja járnbrautarsporín. Eg fór upp á loft til að kyeðja Maríu. Hún svaraði ekki þegai- eg drap á dyrnar. Eg fór inn. María var sofandi. Eg laut niður að henni og kyssti hana á ennið. Svo tók eg verndargrip Ilonku upp úr vasa mínum og lagði hann á koddann hjá henni. 21. KAP. Bifreiðin, sem hafði elt okkur áður, veitti okkur enn eftirför er við yfirgáfum húsið í síðasta sinn. Okkur hafði komið saman um að skilja til þess.að losna við hana. Fyrst var eg láti.nn fara út, skammt frá aðalstrætinu, en Hiram ætlaði svo að aka með Walter til Buda og snúa svo við til Pest og skilja bifreiðina eftir þar. Svo bundum við fastmælum að hittast klukkan þrjú nálægt vöruflutningastöð járnbrautar- ínnar. Hiram hafði sagt að einn okkar yrði að hafa einhver ráð með að komast burt frá járnbrautarstöðinni á eftir. Skyldi bifreið verða viðbúin í sundi við Asztales Sandon-ut nr. 188. Sá sem kæmist í þá bifreið skyldi aka til bráðabirgðaflugvallarins. Eg komst að raun um, að þrátt fyrir meiðslin á höndunum gæti eg notað skammbyssuna, þó með erfiðismunum væri. Eftir að eg var kominn úr bifreiðinni var eg staddur gangandi einn á götu í miðhverfi Budapest, í fyrsta skipti í níu ár. Eg var stadd- ur fyrir utan gömlu virkin. Fyrir handan torgið hefði Hangli- garðurinn verið einu sinni; nú stóð þar rússneskt minnismerki og staðurinn hafði verið skírður Molotovs-torg. Eg gekk fram Vaci-utca, sem hafði verið mikil verzlunargata fyrir stríð. Verzlanirnar héldu enn gömlu nöfnunum, en nær allstaðar stóð orðið „þjóðnýtt.“ og sýningargluggarnir voru tómir. Myndir af Stalin voru þar á hverju strái. Eg gekk fram hjá Belvarosi-kaffihúsinu. Eg heyrði óminn af sigaunahljóm- sveit þaðan. , Það væri synd að segja að eg væri rólegur. Mér fannst annar- hver maður og kona, sem eg mætti, vera MVD-njósnari. Og eins var í stætisvagninum: Hver einasti nýr farþegi, sem kom ihn, kom mér fyrir sjónir eins og njósnari. Eg settist aftast í vagninn. Þar sat burðamikill náungi, sem eg þóttist viss um að hafa séð í lestinni til Budapest. Hann f ór úr vagninum um leið og eg og eg heyrði þunglamalegt fótatak á eftir mér og þóttist viss um að mér væri veitt eftirför. Eg stillti mig um að hlaupa. Hinsvegar sveigði eg inn í hlið- Málaskólinn Mímir Sólvallagötu 3. Kennsla hefst þ. 4. október í ENSKU ~ ÞÝZKU — FRÖNSKU Samtalsflokkar og skuggamyndakennsla sem áður. Innritun daglega frá kl. 5—8 í síma 1311. Fyrri nemendur, er óskað hafa eftir framhaldsnám- skeiðum hringi helzt milli kl. 7—8. EINAR PÁLSSON, HALLDÓR DUNGAL. Pússnm$asaitclur Fyrsta flokks pússninga- sandur, aðeins 10 krónur tunnan. Fljót og góð af- greiðsla. Upplýsingar í síma 81034 og 10 B Vogum. Geymið auglýsinguna. i HRINGUIMUM | Dlíugeymir Til sölu er olíugeymir, er liggur á Grandagarði. Menn snúi sér til T. J. Júlinussonar, skipstjóra, á skrifstofu vorri, er gefur allar upplýsingar. — Tilboðum sé skilað á skrif- stofu vora eigi síðar en næstkomandi mánudag 4. október. Sjdvútryggingarfelacj Islunds h.t. Aukavirtna Við óskum eftir umboðs- manni til að selja mjög sam- keppnisfæ.rar ítalskar, jap- •anskar og franskar vörur. Tilboð sendlst AB Svenska Telegrambyrán, Hálsing- borg Sverige, merkt: „Fabri- . kantkollektion 63.“ Sjómannadagskabarettinn miðapantanir i sunum: 6056 og 6610 kl. 5—10,30. Sparið tímann — notið simann. Siómannadagskabaretlinn Bílskúr Stór og bjar.tur, upphitaður bílskúr til leigu 1. október. Upplýsingar í síma 82353. Eídhúshnífurinn „DESIRÉE“ fer sigurför um allan heim fyrir sína miklu kosti: Altaf beittur, ryðfrír og mjög þægilegur í notkun. „Geysir" h.f. V eiðarf æradeildin. Vfirbreiðslur yfir kjöt, fisk og alls konar vörur. úr vaxibornum dúki, hvít- um og grænum. Höfum fyr- irliggjandi margar stærðir. Saumum einnig allar stærðir eftir pöntunum. „Geysir" h.f. Veiðarfæradeildin. C & Sumufká ístrubelgurinn- Lazar hélt áfram með sinni smeðjulégu rödd. ,,Þú ert of bráður vinur minn.‘‘ Og síðan bætti hann við: „Kannske mun nokk-ura mánaða dvöl í fangelsi lægja í þér rostann.“ Því næst var Tarzan leiddur inn í miðja borgina, og komu þeir þar að sóðalegu fangelsi. Hannjárnin voru tekin af honum og honum varpað inn í lítinn, dimm- an klefa. Hvers vegna hafði hann verið handtekinn? Hver var þessi •feiti Lazar?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.