Vísir - 27.10.1954, Side 4

Vísir - 27.10.1954, Side 4
/ism Miðvikudaginn 27. október 1954 Raddir útvarpsins. Knattspyrnuþulur lýsir symfóníu- tónleik! Úti á landsbyggðinni, þar sem menn eru háðari útvarpinu ©n í höfuðborginni, verður fólki tíðrætt um þessa menningar- stofnun og hvernig hún leysi hlutverk sitt af hendi. Menn ræða um tónlistina, efnisvalið, ílutninginn, raddimar o. s. frv. <og sitt sýnist hverjum eins og jgengur. Fólk utan Reykjavík- ur mun yfirleitt vera þakklát- ara og sanngjamara í garð út- varpsins en Reykvíkingar a. m. k. ef dæma má eftir aðfinnsl- lanum í blöðunum. Það er alkunna að menn láta sig miklu skipta hið talaða orð, flutmng efnisins og rödd þess er flytur, enda harla hvimleitt jþegar góðu efni er spillt af lé- legum fyrirlesara eða þul. — Þegar um aðkomumenn eða jgesti í útvarpssal er að ræða, er að sjálfsögðu erfitt og vanda- samt að ráða fram úr vandan- nm, og hlýtur oft á tíðum að vera ógerlegt, svo allir séu á- inægðir, útvarpsráð, höfundur ©rindisins (sem er óánægður fái hann ekki að flytja sjálfur1) ©g hlustendur. En það er sann- arlega ekki nóg að erindið sé snjallt, þar sem það liggur í handriti á skrifstofu útvarps- ráðs. Flutningurinn getur spillt því gjörsamlega. í því sam- bandi má t. d. nefna afburða vel samið og snjallt erindi, sem einn af mestu gáfumönnum landsins, fyrrverandi bóndi á Austurlandi, flutti í fyrravetur. Gallaður flutningur gerði það að verkum að erindið fór gjör- samlega fyrir ofan garð og neð- an hjá hlustendum og hneyksl- aði jafnvel suma. Geta má og þess, að á þessu hausti las ung- uir menntaskólakennari á Ak- Uireyri upp úr óprentaðri skáld- sögu, sem hann á í fórum sín- um. Slíkur upplestur úr ó- prentuðum sögum er yfirleitt ekki talið eftirsóknarvert út- varpsefni, jafnvel þótt stór- skáldin eigi í hlut, en nú brá svo við að upplesturinn vakti mikla athygli. Eg efast ekki um að efnið hafi verðskuldað við- urkenningu en frábærlega góð- ur flutningur hefur hér án efa valdið miklu um. Á sínum eigin mönnum ber útvarpið að sjálfsögðu fyllstu ábyrgð, ekki aðeins á því sem þeir segja hverju sinni í útvarp, hvort sem um þuli eða aðra starfsmenn er að ræða, heldur og röddum þeirra og málflutn- ingi öllum. Það er varla hægt að lá hlustendum þótt þeim verði stundum á áð draga í efa, að þessi mikla menningarstofn- un geri sér ætíð ljóst hve mikil ábyrgð hvílir hér á herðum hennar. Menn deila oft um þulina. Aðalþulir útvarpsins munu hafa verið þrír undanfarin ár. Frá mínum bæjardyrum séð hafa þeir allir verið útvarpinu til sóma. Sama er að segja um flesta þuli fréttastofunnar við morgunfréttir og síðari frétta- flutning á kvöldin. — Aftur á móti hafa aukaþulir útvarpsins undanfama mánuði vakið furðu útvarpshlustenda, svo ekki sé meira sagt og þó hefur einn þeirra tekið öllum öðrum fram um það sem óprýðir slíka þjónustu. Þetta þarf ekki að orðlengja, svo kunnugt sem það er öllum almenningi og ekki síður þeim mönnum sem við útvarpið starfa, en hlustendur færa þetta á reikning Ríkisút- varpsins og stjórnenda þess en ekki einstaklinganna, sem hér eiga hlut að máli og sjáliV.agt ge.ra eins vel og efni-og ástæður leyfa. Eg fullyrði, að í ná- grannalöndunum hefð'i slíkum þulum ekki verið teflt fram mánuðum saman í fríum og forföllum aðalþula. Útvarps- stöðin t. d. í Oslo hefði hreint og beint ekki komist upp með það og því til sönnunar skal sagt frá atviki sem sá, er þetta ritar, var vitni að í Noregi fyrir allmörgum árum. Ingsröddin að lesa veðurfregn irnar frá Oslo og önnur við 'eldnari tók við. Styzta ræðar sem flutt hafði verið í Stór- þinginu hafði borið tilætlaðan árangur. Það var í Osló, á því herrans ári 1937, í júnímánuði. Hitinn var eins og hann getur mestur orðið þar í borg og fólkið kaus að ganga skugga megin á göt- unum. Upp í Stórþinginu við Karl Jóhanns-götu sátu þing- mennirnir kófsveittir og önn- um kafnir við að afgráiða fjár- lögin fyrir sumarfríið. Einu á- heyrendumir voru nokkrir blaðamenn sem hálfdottuðu í blaðamannastúkunni. Gestur frá íslandi tók eftir því að hér voru nokkuð aðrar venjur eh á Alþingi. Hér töluðu t. d. allir frá sama ræðustóli. Allir þing- menn voru með skrifaðar ræð- ur. Og hér var meiri háttvísi viðhöfð en á Alþingi um og eftir 1930. Þenna umrædda morgun var fjárveitingin til norska út- varpsins til umræðu. Bergsvík kennslumálaráðherra hélt framsöguræðu. Síðan töluðu nokkrir þingmenn og voru ekki á eitt sáttir um fjárveitinguna til „Kringkastninga“. — Þá var það að bóndinn frá Aulestad bað um orðið. Erlingur Bjöm- son gekk virðulegur ásýndum, þungum skrefum þvert yfir isalinn og upp í ræðustólinn. 'Hér kem eg, sonur þjóðskálds- ins, sagði svipur og látbragð. Hægt og virðulega lagði hann handritið á borðið fyrir framan sig. Menn bjuggust við langri og ýtarlegri ræðu. Síðan horfði hann arnfránum augum út und- an loðnum augnabrúnunum,. út yfir þingheim og mælti: „Hæst- virtur forseti, háttvirtu mennta málaráðherra og þingmenn. Eg læt mér í'Iéttu rúmi ligg.ia, hvort þið veitið 10 milljón krónunum meira eða minna til útvarpsins, en í guðanna bæn- um forðið okkur frá því að hlusta oftar á þessa hryllilegu rödd sem flytur veðurfregnirn- ar frá Osló.“ Síðan tók hann handritið af púltinu, braut það vandlega saman og gekk hátíð- legur og virðulegr til sætis. Menn litu fyrst hver á annan, enn þeir áttuðu sig loks á því að ræðan var ekki lengri, tók þingheimur þeim breytingum, að ekki verður með orðum lýst. Hlátrasköllin og lófatakið glumdu I þingsölunum. Bónd- anum frá Aulestad einum stökk ekki bros. Skömmu síðar hætti hrvll- Erlendar útvarpsstöðvar eru Ríkisútvarpinu okkar að sjálf- sögðu fyrirmyndir á ýmsa lund. i Einn dagskrárliður þess er þó næsta frumlegur og á sér á- reiðanlega enga hliðstæðu er- lendis, en það er „lýsing“ út-1 varpsins á sinfóníutónleikum þeim sem útvarpað er frá Þjóð- leikhúsinu. Aðrar útvarpsstöðv- ar leggja áherzlu á að trufla sem minnst slíka hljómleika, tefla fram sínum hlédrægustu og háttvísustu þulum og hlut- endr fá tækifæri til að njóta hljómlistarinnar í friði og ró án utanaðkomandi truflana. Allt málæði og skvaldur er bannfært. — Hér er annar hátt- ur á hafður. Fyrst voru það tónlistarsérfræðingar útvarps- ins sem kynntu og mátti margt gott um það segja. Síðan komu aðalþulirnir til skjalanna og var það sízt til bóta. Nú má segja, að keyri um þverbak, þegar knattspyrnuþulur út- varpsins er tekinn við og er látinn „lýsa leiknum“. Þvílíkt uppátæki, segja hlustendur, og er þeim það sízt láandi. „Fótbolta“þulnum er uppá- lagt að skvaldra fyrir og eftir lcikinn og í hléum eins og hann er maður til, en við vitum að hann á að vera hraðmælskastur allra þula. Aumingja hlustand- inn er orðinn svo ringlaður þegar þulurinn kallar: „Nú hefst leikurinn!“ að hann er með allan hugann „úti á velli“ en ekki við tónleika í Þjóðleik- húsinu. En því heldur maður- inn ekki áfram á lýsingunni éftir að Kjelland hefur takt- sprotann? í fyllstu alvöru. Það eru vin- samleg tilmæli, án efa all- flestra hlustenda til forráða- Frh. á 6. s. UR RIKI NATTURUNNAR : Áfengissjúklingar finnast jafnvel meðal maura. Þeir forna afkvæmunt sínum fyrir „tári5". Skordýrafræðingar eru ekki alveg á einu máli um maur- ana, dugnað þeirra, iðni og skipulagshæfileika. Sumir halda því fram, að maurarnir sé skynsamari og hafi betra skipulag á hlutunum en konungur tilverunnar, sjálf- ur maðurinn. Aðrir eru þeirrar skoðunar, að maurinn sé í rauninni letingi, heimskur, sjálfum sér ósamkvæmur og komist aðeins af vegna þess, að hann búi yfir fáeinum erfð- um eiginleikum. í þessum efn- um eru svo einstaka menn, sem synda á milli skers og báru, og í þeim hópi er enski skordýrafræðingurinn John Crompton, sem hefur nýlega skrifað skemmtilega bók um lifnaðarhætti maura. Segir hann, að maurar, sem búi í sambýli, sé gæddir tilfinning- um, aga og góðum gáfum, enda þótt einstaklingurinn kunni að vera heimskingi, samanborið við húsfluguna. sem er ein- staklingshyggjudýr. Er mikill fróðleikur saman kominn í bók Comptons, og skal hér drepið á nokkur atriði. Rækta sveppa til átu. Sumir maurar eru garð- yrkju„menn“. — í Suður- Ameríku eru þeir maurar fræg- ir, sem klippa lauf af trjánum — kalláðir „sólhlífar“maurar — og var löngum haldið, að þeir notuðu laufið aðeins til að þilja bústaði sína. Compton segir, að maurar þessir tyggi blöðin í mauk, sem þeir nöta til að rækta sveppi. Þegar sólhlífar- prinsessa flýgur að heiman til að leita sér maka, hefur hún heimamundinn í munninum — Gíraffinn „Fritz“, sém til þessa hefur verið á dýragarðinum í Kaupmannahöfn, hefur verið seldur til Gelsenkirchen í Þýzka- landi. Á myndinni hefur verið búið um „Fritz“ í kassa, sem hann verður fluttur í til hinna nýju heimkynna sinna. örlítinn sveppagróður til að byrja á garðinum, sem á að sjá afkvæmum hennar fyrir viður- væri. Her blóðmaura fór í hernað gegn nálægu „svertingabúi“, drap alla verjendurna og hélt heimleiðis með ránsfenginn, sem voru púpur (þrælar fram- tíðarinnar). En skömmu síðar ruddist allur blóðmauraskar- inn út úr búi sínu, og hafði þá ekki aðeins meðferðis púpurn- ar, sem teknar höfðu verið her- fangi, heldur einnig sínar eigin púpur, vistabirgðir sínar, egg og drottninguna. Var haldið rakleiðis til „svertingja“borg- arinnar, sem enn var auð, og búseta hafin þar. Crompton heldur því fram, að þegar her- inn sigursæli hafi komið heim, hafi hann séð að vistarverur „svertingpa“ voru miklu betri en þeirra eigin —- þeir hafi jafnvel séð það, meðan barizt var, og hafi þeir þá talið heimamenn á að flytja búferl- um. Sólin grandar kjötætum. í Afríku er til blind maura- tegund, kjötætur, sem ganga í skipulegum, endalausum fylk- ingum. en sitt til hvorrar hand- ar ganga „liðsforingjar", stærri maurar, sem stjórna’ göngunni. Njósnarar, sem fara á undan, athuga líkleg árásarmörk'og kemst enginn lífs af, sem maur- arnir ná tangarhaldi á. En þótt maurar þessir sé grimmir, verður sólin þeim að bana. Ef þeir neyðast til að fara um víðavang á sólbjörtum dégi, mynda þeir í flýti einskönar jarðgöng, svo að sólin verði þeim ekki að aldurtila. Sumir maurar vinna upp- skerustorf rétt eins og menn. Þær skilja kornið frá hisminu og gera meira að segja sex þumlunga breiðan veg gegnum gróður til að komast á akurinn. Flestir maurar af þessu tagi fara í hópum að heimán til að vinna við uppskerustörfin, en koma svo heim einn og einn með b.yrði sína. Sumir maurar, sem hafa ekki náð í korn, i skammast sín bersýnilega fyr- ; ir það, því að þær koma þá með eitthvað annað, sandkorn eða steinvölu, til að vera þó með eitthvað við heimkomuna. Maurar eru drykkfelldir. Til er maurategund, þar sem einstaklingarnir eru bókstaf- lega áfengissjúklingar. Vissar tegundir brezkra maura draga inn í bú sitt vissa tegund fiðrilda, þegar þau eru á gras- maðksstigi, en þegar maurarnir gæla við grasmaðkana, gefa þeir frá sér vökva, sem verk- ar eins og áfengi á maurana. Eru þeir svo þyrstir :í. þéssar veigar, að þær ala maðkana jafnvel á afkvæmum síhum óg eggjum, en þegar grasmaðkur- inn verður að fiðrildi, fær hann að fljúga leiðar sinnar :áreitni-» ilaust. , : ,-' J

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.