Vísir - 23.11.1954, Síða 4

Vísir - 23.11.1954, Síða 4
4 ▼tsm Þriðjudaginn 23. nóvember 1S>54 DAGBL&Ð Ritstjóri: Hersteinn Páisson. Auglýsingastjóri: Kristján Jóassoa. Skrifstoíur: Ingólfsstræti 3. Otgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIB BJT. Lausasala 1 króna, Félagsprentsmiðjan h.f. Sumlrungartilfaun mistekst Fyrir rúmii viku veittist íslenzku ríkisstjórninni sá heiður að fá orðsendingu frá Ráðstjórnarríkjunum, þar sem talað var um nauðsyn þess, að skotið yr&i á ráðstefnu til þess að ræða friðar- og öryggismál Evrópu. Var á það lögð mikil áherzla, að ráðstefnu þessa yrði að halda' hið bráðasta, eða áður en til þess kæmi, að Parísarsáttmálinn svonefndi yrði endanlega fullgerður, en hann fjallar, svo sem kunnugt er, um samtök V.-Evrópu- þjóða um sameiginlegar landvarnir. Ríkisstjórn íslands var svo sem ekki eina ríkisstjórnin, sem fékk þessa orðsendingu rússnesku stjórnarinnar, því að hún var gerð í tugum eintaka og útbýtt meðal Evrópustjórna, bæði austan tjalds og vestan, svo og til þeirra, er hafa hingað til forðast beina afstöðu til deilumála austurs og vesturs, til dæmis Svíþjóðar og Svisslands. Má af þessu ætla, að Ráðstjórnarrikin hafi talið hér n mi.nlvægt mál að ræða, er hún sneri sér til svo margra ríkja. Hér var líka um það að ræða, að Rússar gerðu enn eina tilraun til að gera að engu þau samtök, sem Vestur-Evrópu- þjóðir ætla að gera með sér til að standa saman gegn hættunni, er stafar af hervaldi og yfirgangi kommúnistaríkjanna í álf- unni undir forustu Rússa. í rauninni hafa þeir og fimmta her- deild þeirra í öllum löndum Vestur-Evrópu unnið dyggilega að því um langt skeið að hindra slíka samvinnu á sviði landvarna, en nú virðist málið um það bil að komast í höfn, og þess vegna gera Rússar enn eina tilraun til að spilla framgangi þess. Rússar og kommúnistar yfirleitt telja, að stríðshættan færist miklu nær, ef lýðræðisþjóðirnar í Evrópu vestanverðri gera með sér bandalag, til að vera betur búin undir árás að austan. Þeir telja það hina mestu goðgá, að þessar þjóðir skuli ekki vilja láta innlima sig í kerfi kommúnismans, og telja það ógnun við friðinn, ef þær vilja ekki vera varnarlausar. En þau samtök, sem eru með kommúnstaþjóðunum austan járntjalds, eru vitan- lega engin ógnun við neinn. Þar er allur vígbúnáður fram- kvæmdur til þess að tryggja friðinn sem bezt. Stofnun samtaka þeirra, sem Rússar þykir nú svo nauðsyn- legt að koma fyrir kattamef, virðist mjög nauðsynleg, og eru viðbrögð kommúnista ein bezta sönnun þess. Ef samtökin gætu ekki gert kommúnistum erfiðara fyrir í framkvæmd áætlana þeirra um að beygja allar þjóðir til hlýðni við sig, mundu þeir varla reyna að hindra þau. Tilraunir þeirra í þá átt sýna, að hér er farin rétt leið til að koma í veg fyrir, að kommúnisminn flæði yfir fleiri lönd Evrópu en þegar er orðið, Hættan hefur verið mikil, og hún verður ekki upprætt með því einu, að sam- þykkt verði gerð um bandalagið, því að mest veltur á fram- kvæmdinni. En þetta er spor í rétta átt, og reiði kommúnista gefur í skyn, að þeim þyki sér óleikur gerður með þessu móti. Vonandi verður árangurinn, eining lýðræðisþjóðanna, þó enn meiri er fram líða stundir. Heimsfrægur píanóleikari staddur i Reykjavík. Kom hér á vegum Tonlfstarfélagsins. Hingað til lands er kominn heimsfrægur píanóleikari Shura Cherkassky á vegum Tónlistarfélagsins og mun halda hér tvenna sjálfstæða hljómleika og auk þess mun hann leika með Sinfóníuhljóm- sveitinni á hljómleikum sem hún heldur n.k. föstudag og verður þeim útvarpað. Listamaður þessi er fæddur í Rússlandi, en fluttist 11 ára gamall til Bándaríkjanna og hefur dvalið þar síðan. Fyrstu hljómleika sína hélt hann 9 ára gamall. Hann hefur ferðast um flest lönd Evrópu, Suður- i Afríku, Ameríku og víðar og hefur getið sér heimsfrægð fyrir leikni sína. Meðal annars má geta þess að Shura lék í síðastliðinni viku allar 27 Chopin-etudes inn á plötur fyr- ir „His Masters Voice“. Píanótónleikar Shura Cher- kasskys verða haldnir i Austur bæjarbíói þriðjudaginn 23. og miðvikudaginn 24. nóv. og hefjast þeir kl. 7 síðdegis. Efnisskráin verður mjög fjölbreytt og eru þar verk eftir Bach, Beethoven, Chopin, Rachmaninoff, Prokofieff, Slravinsky og Lizt. Þjoðlefkkusið fayrjar æfingar á éperunum. Þjóðleikhúsið hefir nú byrj- að æfingar á óperunum, sem sýndar verða um jólin. Kór- arnir hafa verið æfðir síðan í haust og Simon Edvardsen er kominn og faúinn að æfa. syngur aðalhlutverkið í Caval- Guðrun Á. Símonar, sem leria rusticana, er nú komin úr söngför sinni um Norðurlönd, eins og sagt er frá á öðrum stað hér í blaðinu og Þorsteinn Hannesson kemur í vikulokin. Aðalhlutverkið í Ba.iadso syng- ur sænsk söngkona, Stina Britta Melander. Sinfóníuhljómsveitin, en stjórnandi hennar er Róbert Abraham Ottósson, mun flytja m. a. Jupiter-synfóníuna eftir Mozart, verk eftir Debussy og Shura Cherkassky mun leika píanókonsert í b-moll eftir Tsaikowsky. Tónleikar þessir eru fyrir styrktarfélaga Tónlistarfélags- ins og eru 9. og jafnframt þéjrj næstsiðustU á þessu ári. fá sjónvarp 1956. Frá fréttaritara Vísis. Stokkhólmi, í nóv.br. Gert er ráð fyrir að sjónvarp verði hafið í júní 1956 í Sví- þjjóð. Haf a verið birtar áætlanir um þessi mál, og samkvæmt þeim eiga sjónvarpsstöðvarnar að verða 50 í landinu, en kostnað- ur við byggingu þeirra um 80 millj. s. kr. Kostnaður við hverja klukkustund, sem sjón- varpað er, verður um 12.700 s. kr. Talið er, að fyrsta árið verði seld um 1200 sjónvarpstæki. Árgjald verður 80 s. kr. Fyrst í stað verður sjónvarpað í 15 ^tundir á viku, og fer þetta hækkandi upp í 35 sundir á viku. Þegar sjónvarpskerfi lands- ins er komið í fast horf, er gert ráð fyrir, að sjónvarpsnotend- ur verði um 800.000 eða um það bil tíundi hver Svíi. Ákveðið hefir verið að leyfa ekki aug- lýsingastarfsemi í sjónvarps- tímum. Ekki hefir verið á- kveðið endanlega, hvort sjón- varpið verði rekið í sambandi yið venjulegt útvarp eða verði j sjálfstæði stofnun, en likur benda þó til, að reksturinn verði sameiginlegur. Brunnsjö. Ný logreglustöð. 'V/Tönnum hefur lengi verið ljós náúðsyn þéss, að hér verði •r*-®- komið upp nýrri lögreglustöð, því að lögreglan hefur um langt skeið orðið að búa við állsendis ófullnægjandi húsakost. Gamla símastöðin við, PósthúSstræti yar pægilegá; stór, þegar , Jögregþjn.ílutti-þangað emkif 'fyrir lohgu, en siðan hefur henni fjölgað svo með stækkun bæjarins, að húsnæðið er orðið allt of lítið, og hefur embættinu þó verið skipt, svo að nú er ékki nærri öll starfsemi lögreglunnar á þessum stað, þótt svo væri í byrjun. Aðbúnaður lögreglunnar sjálfrar er að mörgu leyti lélegur, en þó mun fangageymlunni vera enn meira ábótavant, enda þótt reynt hafi verið að búa hana eins vel úr garði og unnt var, eins og húsum er háttað. Það hörmulega atvik, sem kom þar fyrir ekki alls fyrir löngu, ætti einnig að færa mönnum heim sanninn um það, að nauðsynlegt er að endurbæta aðbúnað lögreglunnar, og þeirra manna, sem hún yerður af einhverjum ástæðum að hafa í umsjá sinni um hríð. Tiinglið afíiir á loíti. Þjóðleikhúsið byrjar að nýju sýningar á Silfurtunglinu á sunnudaginn kemur. Eins og kunnugt er hafa sýn- ingár legið niðri um tíma vegna méiðsla He'rdísar Þorvaldsdótt- ur. Héfir Silfurtungiið verið sýnt 14 sinnum. Saud konungur vill sparnað. Konungur hyggst taka stefnu. Fyrir nokkru gaf Saudi kon- ungur út fyrirmæli, sem einnig áttu að ná til fjölskyldu hans sjálfs, þar sem hann varar menn við að eyða fé í óhófi er- lendis. Saudi-Arabíu upp sparnaðar-i Brezkir fbkneytendur gramir vegna lömhmarbannsins. Undanfárna daga hafa borizí hingað fregnir úm, að nokkur hrfeyfing sé á ýmsum ' aðilum í j Bretlándi, sém vilja ekki láta sér lynda löndunrarbann brezkra togaraeigenda á ís- lenzkum fiski. Athyglisverðast I þessu er stofnun samtakanna „Cheap Food League“, sem vill beita sér fyrir ódýrari matvælum,' eins og nafnið bendir til. Þá hefur Frjálslyndi . flokkurinn brézki tékið a stefriuskrá sína að styðj a hin 'nýj u samtök, sem að öðru leyti eru óháð stjórnmálum. í blaðinu ..„Libeial News“ birtist fyrir skömmu grein um þetta, þar sem m. a. er viðtal við Oliver Smedley, formann samtaka þessara. Hann segir, að samtökin saki brezka togara- eigendur um að hindra heil- brigða samkeppni í fiskmark- aðimím og eitra samskipti Breta og íselndinga, en þar. með er og dregið úr útflutn- ingi Breta til íslands. - í blaði þessu er og birt við- Um miðja sl. viku var birt hér i þessum dálki bréf, er fjallaði uxu sjúkling, sem gerður var aftur- reka af Landsspitlanum. Út af þessu bréfi hefur dr. Sigurður Samúelsson, deildarlæknir, sent Bergmáli eftirfarandi bréf: „Hr. ritstjóri. Yegna greinar, sem birtist í blaði yðar miðyiku- dag þ. 17. þ. m., þar sem skýrt er frá að sjúklingur hafi verið sendur heim frá Landsspítalan- um „alveg meðvitundarlaus og ósjálfbjarga“, bið ég yður birt- ingar á eftirfarandi leiðrétting: Þurfti sjúkrahúsvist. Manni þeim, sem um getur í nefndri grein, var ekið í Lands- spítalann í fólksbifreið af vinnu- félögum hans að kveldi þ. 15. þ. m. Strax og hann kom þangað, var hann fluttur í sjúkravagni upp í slysastofuna, og skoðaður þar af lækni. Þar sem ekki var um slys að ræða, heldur hafði sjiikliþgur veikst á vinnustað, var til kvaddur læknir lyfja- deildarinnar. Þegar sá læknir kom til sjúklingsins sat hann uppi á sjúkravagninum, studdur tveim vinnufélögum sínum. — Skoðun leiddi í ljós að æskilegast væri, að sjúklingurinn yrði vist- aður í sjúkrahúsi. Ekkert rúm til. Kvöld þetta stóð svo á, að hvert sjúkrarúm lyflæknisdeild- arinnar var skipað, auk þess lá sjúklingur í dagstofu deildarinn- ar, og annar i litlu herbergi, sem eru geymd ýms áhöld, enda er það notað til ýmiskonar rann- sókna. Voru því engin tök á að koma sjúklingnum þar fyrir. Þegar slik vandræði steðja að, er venja að leita til annarra spítala i von um að þeir geti bjargað. Vildi fara heim. Læknirinn spurði þvínæst sjúklinginn hver væri sjúkra- samlagslæknir hans, sagði hann að það væri yfirlæknir Halídór Hansen. Vildi læknirinn þá hringja strax til hans, ef liægt væri að koma sjúklingnum fyr- ir í Landakotsspitalanum, en sjúklingurinn sagðist heldur vilja fara heim til sín, enda hefði hann aðstæður til þess að liggja þar. Bað læknirinn þá sjúkling' og vinnufélaga hans að hafa samband við heimilisilæknirinn strax og sjúklingurinn væri kom- inn heim. Vitni þessara samræðna voru vinnufélagar sjúklings og hjúkr- unarfólk. Meðan sjúklingurinn var til skoðunar í Landsspítal- anum var hann með ráði og ræn«, | Með þökk fyrir birtinguna. — Sigurður Samúelsson, deildar- læknir." Bergmál leggur hér ekkert til málanna, en þakkar deildárlækn- inum fyrir svarið. — kr. tal við Björn Björnsson, kaup- mann í London, sem greindi frá sjónarmiðum íslendinga, og skýrði frá því, að vegna ó- sanngjarnar afstöðu brezkra togaraeigenda hefðu- íslending- gr orðið að selja afurðir sínar til Rússlands í vaxandi mæli, þar sem brezkur markaður væri að verulegu leyti lokaður. Björn leggur á það áherzlu, að neytendur sjálfir verði að láta málið til sín taka,—‘stjóriiar- völdin geri ekkert í málinu. Er blað þetta „Liberal News“, mjög vinsamlegt á garð ; ís- lendinga og greint frá viðtalinu •við Bjorn a£ riiikillfe sániígi?ni. k:

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.