Vísir - 24.11.1954, Síða 4

Vísir - 24.11.1954, Síða 4
vísm Miðvikudaginn 24. nóvember 1954 f jöllin ög kuldaleg en þó verp- úr skammdegissólin roða á þau, Á flugvellinum í Grímsey. leg lognbára. Fjallahringur norðurstrandar landsins blasir iv vestán frá Skaga og austur að Rauðanúp á Sléttu. Hvít eru Flugfélag íslands sýndi Laugardagsblaðinu þá vinsemd að bjóða í ferðina Árna Bjarn- Gamal rætist. draumur Grímsey verður landiöst. Loftbrú ntiHi eyjar 09 tands meb ftugvétum FL, er hófu þangaó áætiunarflug 10. þ. m. Miðvikudaginn 10. þ.m. var farín fyrsta óætlunarflugferðin til Grímseyjar, frá flugvellimun á Melgerði. Fjórir Grímseyingar tóku sér far til eyjarinnar, en 6 til baka. Ffugið tók aðeins 30 mínúiur hvora léið. Grímsey er sem kunnugt er nyrzta byggð á íslandi. Heim- skautabaugurinn liggur um sunnanverða eyna, og er sagt að hann liggi um hjónarúmið í prestssetrinu í Miðgörðum, og mun slíkt fátítt á vorri jörð að hjónarúm liggi samtímis í tveimur jarðarbeltum. Höfuðmein Grímseyjar hefur verið einangrunin. Fyrrum tók það þá heila viku að fara í kaupstaðínn þegar sem bezt lét og veður voru blíðust um há- sumarið, en á haustum og vetrum legaðist þeim oft vikum saman í landi. Þótt breytingar- nar hafi farið á sjö mílna skóm yfir land vort, hafa sam- göngurnar við Grímsey staðið í stað áratugum saman. Ör- yggisleysi það og erfiðleikar, sem af einangruninni hafa stafað, hefur legið eins og farg á eyjarbúum, flæmt suma þeirra brott úr eýnni og tálmað hins vegar innflutningi til eyjarinnar. En ennþá gilda um hana orð Einars Þvéræings, að þar mætti fæða her manns, því að óft er aflasæít við eyna. En í dag var brotið blað í sögu eyjarinnar. Fyrsta farþega- flugvélin fór þangað í áætlun- arflug. En sá atburður átti sína forsögu, en hún var flugvallar- gerð, sem kalla má að lokið sé. Nýr flugvöllur. Bygging flugvallar hófst vor- ið 1953, og var, að mestu lokið við 1100 metra braut í haust. Flugráð.sá um farmkvæmdir, en ar útveguðu mestan hluta ins að láni, sém verður end- urgreitt þeim síðar. Nokkrum sinnum hafa flugvélar lent á vellinum, og þar á meðal ein Douglasflugvél áður, en þetta er fyrsta áætlunarflugið til eyjarinnar. Óvíst er þó, hvort um fleiri slíkar fastar ferðir verður að ræða á árinu, en G'rímseyingar vona fastlega, að með vorinu hefjist fastar ferðir til eyjar- innar, þar sem flugvallargerð- inni er nú svo að segja lokið. Þess má þó géta, að fjarlægja þarf lítið hús, sem stendvtr rétt sunnan við suðurhluta flug- brautarinnar, en það er bærinn Hátún. Standa nú yfir samn- ingar við eigandann Þorlák Sigurðsson, sem þar hefur búið í 25 ár, og er búizt við, að bærinn verði fluttur næsta vor. Miðvikudagurinn 10. október var heiður og bjartur eins og skammdegisdagur getur bjart- astur verið hér á Norðurlandi. Þann dag hafði Flugfélag ís- lands ákveðið fyrsta áætlun- arflugið til Grímseyjar. Fyrir nokkru hafði flugvöllurinn verið reyndur, svo að öruggt var talið að hefja flugið. Til ferðarinnar var valin Douglas-flugvélin „Gunnfaxi“. Áhöfn vélarinnar var Gunnar Fredriksen flugstjóri, Ólafur Indriðason aðstoðarflugmaður og Hólmfríður Gunnlaugsdótt- ir flugfreyja. Farþegar til Grímseyjar voru Magnús Símonarson hrepp- stjóri, Signý Óladóttir, Pétur Eggert og Haraldur Jóhannes- sori Ö11 n-rimspvinftnr arsyni bókaútgefanda og Gísla Ólafssyni lögregluþjóni og slóst Steindór Steindórsson rriennta- skólakennari í för með þeim. Lagt var af stað frá flug- vellinum á Melgerðismelum kl. 12.20. Véður var hið fegursta, heiður himinn, hægur sunnan- blær en nokkurt frost. Vélin hækkaði flugið og brátt blasti Eyjafjörður allur við sjnóum. Óhætt er að fullyrðá, áð allir voru fullir eftirvæntingar um hversu ferðin gengi, ekki vegna þess að menn óttuðust nokkra hættu, heldur hins, að þeir fundu áð þeir voru þátt- snemma' takendur í merkisatburði, setn lengi verður minnst. Áður en varir eruxn við komin út í fjarðarmynnið og Gjögrar eru á hægri hönd. Til vinstri eru Ólafsfjörður, Hvanndalir og Héðinsfjörður, alþaktir fönn en kölsvört skuggaleg björgin skera mjög af við hvíta fannbreiðuna. Þegar norður fyrir Gjögra kemur opnast brátt sýn inn ív Keflavík, og viti menn þar er snjólaust að kalla má. Veðrið var hið fegursta. j Naumast ský á himni og skyggni ágætt. Aðeins lengst til norðurs leggur dálítinn þoku- [ bakka upp úr íshafinu, kyrrlát áminning um að kalt kunni að rj blása úr þeirri átt. Grímseyj- ' arsundið er spegilslétt að kalla má og við tanga og fcreinar lyfti sér einungís meinleysis Við nálgumst Grímsey óð- fluga. Ég spyr Magnús Símon- arson hreppstjóra hversu hon- um líki flugferðin. Hann hefur naumast orð til að lýsa ánægju j sinni. „Þetta er draumur, sem nú er að rætast, draumur, sem S okkur hefur að vísu dreymt engi, en varla þorað að láta okkur koma til hugar að rætt- j st nokkurn tíma.“ Ég spyrst nokkru nánar fyrir : um samgöngurnar við land. „Jú ,Drangur“ kemur hálfsmán- aðarlega á sumrin, en á þriggja vikna fresti á veturna.“ „Og hvað eruð þið lengi með „Drang“ til Akureyrar?“ „Tólf tíma þegar bezt lætur og farið er béint, en annars á hann stundum eftir að fara til Sauð- árkróks og þá tekur ferðin heilan sólarhring, og svo verð- um við að bíða í þrjár vikur á Akureyri eftir næstu ferð. Það má því segja að maður gerir það ekki að gamni sínu að fara í land.“ En eru þó ekki Drangsferð- irnar beztu samgöngur, sem eyjan hefur nokkru sinni haft? „Að vísu mun svo vera en þær hafa verið líkar síðustu 20 árín, hver sem báturinn hefur verið. í landi hefur gerzt bylt- ing í samgöngumálum, meðan við Grlmseyingar stóðum í stað. En flugið í dag er ein- stakur atburður í sögu eyjar- innar, sem þar verður lengi minnst.“ Eg ætla að spyrja fleira, en þá segir Magnús: „Líttu nú á við erum komnir.“ Eg halla mér út í gluggann. Jú, þarna er Grímsey snjólaus að kalla, að- eins smáskaflar í dældum og lautum. Brimlaust er með öllu og sólin glitrar í gluggum og gefur eynni hlýlegan blæ. Við fljúgum skammt fyrir ofan björgin. Hvarvetna í þeim blasa við dökkgrænar gróðurtorfur. Það er skarfakálið, sem enn hefur ekki látið ásjá, þótt hauststormar og vetrarhríðar hafa á því mætt. Skarfakálið var Grímseyingum fyrrum mikilvæg heilsujurt. Á veturna, þegar ekkert var til bjargar nema geymdur og gamall mat- ur, mjólk engin, því að engar voru kýrnar, þá herjaði skyr- bjúgurinn á eyjarskeggja en þá hafði reynslan kennt þeim að hagnýta sér skarfakálið, löngu fyrr en nokkurn dreymdi um vitamín og náttúrulækningar. En sem betur fer eru þeir raunatímar löngu liðnir, en skarfakálið prýðir kuldaleg bjrögin og gefur þeim mildari svip en ella mundi. Vélin lækkar flugið, og fyrr en varir snerta hjól hennar flugvöllinn. Fyrsta farþega- flugan er komin til Grímseyjar, 30 mínútum eftir að hún hóf sig á flug á Melgerðismelum. Vélin nemur staðar syðst á flugvell- íinum. Lendingin hafði gengið jafn greiðlega og við værum að koma til einhvers þess flug- vallar, sem liggur í miðri þjóð- braut heimsflugferðanna, en ekki í afskekktustu byggð ís- lands, fyrir norðan heimskauts- baug. StæBsta ævintýrið í sögu eyjarínnar. Við stígum út úr vélinni. — Okkur er tilkynnt að viðstaðati verði stútt. Við megum ekki einu sinni skjótast til bæja og njótá gestrisni Grímseyinga. Dálítill hópur manna er saman kominn við flugvöllinn, bæði til að taka á móti farþegum og fylgja öðrum, og svö af ein- skærri forvitni eins og verá ber. Það þarf ekki að tala lengi við þá, sem þarna eru komnir, til að finna fögnuðinn, sem hefur gagntekið þá. Fögnuðinn Framhald á 9. síðu. Hótel Borg Félög þau, er jólatrésskemmtanir halda og æskja að vera að Hótel Borg, vinsamlegast tali okkur sem fyrst. Hótel Til skattgreiðeflda í Reykjavik Skattgreiðendur í Reykjavík, athugið, að veruleg van- skil eru orðin á greiðslu allra skatta frá árinu 1954, sem enn eru ógreiddir. Lögtök eru hafin til tryggingar skött- unum, og er skorað a menn að greiða þá hið fyrsta. Atvinnurekendur bera ábyrgð á, að haldið sé eftir að kaupi starfsmanna upp í skatta við hverja útborgun, einnig í desember. 19. nóvbr. 1954. T oHst jórastotfstof an, Þessi bær, Hátún, verður að víkja fyrir flugvellinum.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.