Vísir - 06.12.1954, Blaðsíða 10

Vísir - 06.12.1954, Blaðsíða 10
10 visir Mánudaginn 6. <iesember 19‘54\, SIÍIRÐ- [ hlœh ír 47 l • JERE WHEELWRICHT • j þá ekki getað farið svo, lávarður minn, að eg hefði uppgötvað, að eg hefði einnig ásakað yður? Það var eins og eldingu hefði slegið niður. Svo datt allt brátt í dúnalogn. Svo fóru lávarðai’nir í „spænska flokknum“ að kíma og Jo'hn þóttist þá viss um, að í þetta skipti væri hann sloppinn. Svik Courtenays voru' sönnuð og vinir hans hröðúðu sér hver um annan þvei’an að þvo hendur sínar af öllum skipt- um við hann. Hann hafði hitt þá á snöggan hlett. Það var að vísu mjög ólíklegt, að nokkur þeirra hefði verið þátttakandi í samsærinu, en enginn þeirra gat vitað hvað hann vissi, eða gæti „fundið upp á“, ef að honum væri kreppt. Honum hafði jafnvel tekist að kefla Shrewsbur-y. Gardiner, sá þrautreyndi stjórnmálamaður, skildi þetta allt manna bezt, og reyndi nú að synda milli skers og báru. Þetta var í rauninni útkljáð, að nokkrum formsatriðum undan- skildum. Hann var láinn fara út í ganginn, meðan þeir r.æddu mál hans, en var svo kvaddur inn í salinn aftur, og honum tjáð, að ráðið viðurkenndi, að hann hefið gert hreint fyrir sín- um dyrum, en honum var skipað, að leysa upp hersveitir sínar og bíða í Lundúnum frekari fyrirskipana ráðsins. Hann þakk- aði þeim auðmjúklega og hélt á brnut. Hinir vopnuðu verðir höfðu verið kvaddir burt úr forsalnum og’ dyravörðurinn var að leiða hann út í forsalinn, þegar Mi- chael kom og tilkynnti honum, að Otterbridge lávarður óskaði eftir að tala við hann. Hann sneri við þegar og, fór á fund hins blinda jarls, sem sat í skoti nálægt fundarsalnum. John ætlaði að fara að þakka honum með hjartnæmum orð- um, en hann greip fram í fyrir honum: „Það er enginn tími til þess,“ hvíslaði lávarðurinn. „Eg verð að segja yður dálítið. sem mun spilla gleði yðar. Roger barð- ist með upperistarmönnum á Wrohtam-heiði, særðist og var tekinnhöndum og er nú í háldi í Dover-kastala. í gær var undir- rituð heimild til að leiða hann fyrir rétt í Kantaraborg, og þeir munu hafa hraðan á, — þeir munu hafa mjög hraðan á, — og ekki vera með vangaveltur lengi, áður en þeir kveða upp dóm — yfir uppreistarmanni, sem sekt hafði sannast á, og í þokka- bót var tekinn höndum í bardaga. XVI. kafli. salinn aftur og — hrópaði John í hugar- — Eg fer inn sesingu. Otterbridge greip í ermi hans: — Skiljið þér ekki. að eg hefi gert allt sem í valdi dauðlegs manns stendur fyrir. yður? Verið ekki öruggur um of, drengur minn. Þér hafið vafið þeim um fingur yður í þetta skipti og‘ þar með hefir yður tekizt að koma í veg fyrir. að þér yrðuð sendir í turninn þegar í stað, en Renard krefst þess, að allir landráðamenn verði teknir af lífi umsvifalaust, til þess að gatan verði greið og allt öruggt, þegar herra hans kemur iál þess að verða. drottningarniaki. Eg sagði yður, að Roger væri glataður, þegar hann fór að taka þátt í brugginu, Gætið þess, að flækjast ekki í neitt. sem af gæti leitt, að þér týnduð lífinu, — Þá geng eg á fund drottningarinnar og bið hana að náða hann. — Drottningin er kona, sem hefir verið auðmýkt, og mun því enga miskunn sýna. Varð hún ekki að koma sendimönnum sjálfs Filips fyrir á skipsfjöl þeim til öryggis, meðan á upp- þotinu stóð? Hvernig verður skýrsla þeirra um drottninguna, sem getur ekki haft hemil á þegnum sínum, er þeir hefja óp í mótmælaskyni gegn þessum spænska ráðahag? Beygið yður meðan stormurinn ríður yfir, en reynið ekki að etanda upp- réttur. því að þá gæti farið fyrir yður sem tré, er 6kortir sveigj- anleik, og fárviðri rífur upp með rótum. — Er þá engin önnur leið? — Eg er smeykur um, að svo sé ekki. John var hugsi á svip. — Þér þekkið ráðið, lávarður minn, það veit eg vel, en eg mun samt hætta á hvað sem fyrir er. Roger mundi hafa gert hið sama í mínum sporum. — Þagnið, hvíslaði Otterbridge og sat eins og rígnegldur og í svip hans var ákefð og heyrnarnæmleiki hins blinda manns. John hafði eitt sinn fyrr séð hann þannig útlits. — Segið mér hvað þér sjáfð, hvíslaði Otterbridge. —■ Ekkert, það er enginn sjáanlegur nema Michael, þjónn yðar. —- Það var heppilegt fyrir okkur báða. Upprætið slíkt brjál- æði úr huga yðar. Ef þér gerðuð tilraun til að koma til bjargar landráðamanni, sem er fangi í opinberri vörzlu, yrði litið á yður sem hinn versta landráðamann, og eg géti ekki bjargað yður frá afleiðingunum. Roger verður að deyja og þér líka, ef þér höguðuð yður svo brjálæðislega. Michael! Hann varð að kalla aftur og hærra, til þess að þjónninn heyrði til hans. Svo leiddi þjónninn hann á braut. John horfði á eftir honum með aðdáun í augum. , •—• Jæja. guð blessi hann, sagði hann. — Hann er björgunar- maður minn, og eg má vera þakklátur fyrir, að hann aðvaraði mig, því að sannarlega var mér efst í huga, að fara til drottn- ingarinnar og Renards, hvað sem tautaði. Úti í forsalnum slóst hann í lag með Francis og riðu þeir saman til Charing Cross. Allt var undir því komið, að hafa nægan tíma til þess, er gera þyrfti, en hve mikinn tíma hafði hann til þess? Hann vissi að Francis þekkti hverjai leið í Kent og tók í taumana, og er hestarnir námu staðar í svip, spurði hann: -■—■ Hve nær gæti hraðboði drottningarinnar, sem fór af stað í gær, verið kominn til Dover? Francis athugaði vandlega hverju svara skyldi. •—• Vegurinn til Dover, sem er aðalleiðin til Frakklands, mun vera í betra ástandi en vegurinn, sem við nú förum, lávarður minn. En hætt er við, að hann hafi orðið fyrir töfum. Veður er slæmt og allsendis óvíst um fyrirgreiðslu á viðkomustöðum, þar sem allt er á ringulreið eftir uppreistina. Honum kann að reyn- ast erfitt að fá óþreytta hesta. Eg mundi segja, að hann yrði ekki kominn þángað fyrr en á mergun. John hugsaði hratt. Ef hraðboðinn kæmi til Dover á morgun mundi það ekki verða fyrr en daginn eftir, sem'’:hægt yrði að flytja Roger til Kantaraborgar. Þótt allt gengi eins hratt fyrir sig og frekast var hægt að gera sér vonir um mundi líða enn einn eða þriðji dagurinn, þar til réttarhöldunum lyki, og yrði dómur uppkveðinn á þriðja degi myndi aftakan þó ekki fara fram fyrr en á fjórða degi. En hvernig sem allt welktist gæti mjóu munað. Hann yrði að hafa hraðan ,á. Hann fól einum manna sinna stjórn liðsins og þakkaði þeim í nafni Ráðsins (og mundi það hafa vakið undrun þeirra háu herra í Ráðinu, ef þeir hefðu heyrt hann mæla þakkarorð í nafni þess). Hann greiddi og leigu fyrir þá í Westminster. Þeir gætu lagt af stað heimleiðis undif morgun, nema þeir vildu vera Iengur á eigin kostnað. Því næst lagði hann af stað með Erancis, Anthony, Ambrose, herra Vilhjálmi og nokkrum öðrum heimamönnum, sem honum voru handgengnastir. Þeir lögðu' leið sína til Rósu,, þar sem herra Blackett beið hans. Á kvöldvökunni. Hjón nokkur komu í heirn- sókn til dverg-furstadæmisina Liechtenstein og dvöldu þaf) nokkra daga. Með þeim var Iit-= ill sonur þeirra, sem hafði fjarska gaman af að fara. S hringekju. Dag nokkurn var hringekjan ekki í gangi, og; spurði snáðinn þá eftirlits- manninn: „Hvers vegna er hringekjar ekki í gangi í dag?“ „Það er vegna þess, að prinssi inn er veikur“. „Kann enginn á hringekjuna nema hann?“ spurði stráksi þá* Bandaríkjablaðið „Nev-? York Herald Tribune“, birti dálk, sem nefndur var „Ferða-* langar erlendis“, og er þar sag't frá því, sem fyrir augu banda- rískra ferðamanna ber erlend-* is. Bandarísk kona sagði með- al annars þetta í dálkinum: „Fegursta landslag, sem eg hefi séð á ferðum mínum, er danska smurða brauðið á skip- inu sem fer milli Harwiáh ofj Esbjerg". Hjónin höfðu hnakkrifizt og það hafði verið grátur og gnístran tanna. „Eg hefði átt að hlusta á hana mömmu, áður en eg asnaðist til að giftast þér,“ kjökraði konan. „Aðvaraði móðir þín þig viíl mér?“ spurði hann. „Já, það getur þú verið viss um að hún gerði.“ Þá brá hann hendinni á loft, eins og hann væri að sverja dýran eið: „Héðan í frá skal eg aldrei mæla styggðai’yrði um tengda- móður mína“. Joan Crawford, sem heyrii* nú til kynslóð hinna rosknu leikkvenna í Hollywood, þykir þó furðulega vel vaxin og létt á sér. Einu sinni var hún spm’ð að því, hvort hún stundaði ein- hverjar sérstakar líkamsæfing- ar til þess að halda sér ung- legri. Hún skellhló að þessu og mælt: „Ef þér kallið það líkams- æfingar að liggja á hnjánum á hverjum morgni og. skúra gólf, þá hefi eg fundið upp nýtt fimleikakerfi.“ C, Stwcuqlu: ' *vv; -, ]ÍMMl* kj j|i i' -1 rARZAM • 1708 í : . - • Dag nokkurn þegar Tarzan var staddur við uppsprettu eina-.og sval-» aði þorsta síiium; urðu hin nætóu skilningarvit hans vör við manna- WAKILY, THB APE-MAM ‘FOLLOWEP THE 5CENT- ferðir. ; .. Mennirnir virtus.t vera í talsverðri fjarlægð svo Tárzan hraðaði sér af stað í þá átt, sem lyktin kom úr. a rru>yvi inu i/c-isiaJC- iin ’A TREE. HE 5AW.A PANR OF NATIVE&''- RENEGAPÉS FR.ÖM VARIOUS TRIg£5. i-cMfr? by^Únitéd Feat-tire Syndicate,’ Inc. ANP mONCTUEM WAS ACAPTIVE WHITE Hann staðnæmdist skyndilega í stóru tré því hann kom auga á marga menn í laufþykkninu fyrir neðan. Þarna vora liðhlaupar »af margs- konar kynflokkum og á meðal. þeirra. kom hann auga á hvíta konu, sem þeir höfðu einhvernstaðar rænt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.