Vísir


Vísir - 06.12.1954, Qupperneq 12

Vísir - 06.12.1954, Qupperneq 12
| YÍSIR er ódýrasta blaðið og þó það fjöl- 'j breyttasta. — Hringið í síma 1860 og gerist áskrifendur. Þeir, sem gerast kaupendur VÍSIS eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis tii mánaðamóta. — Sími 1660. Mánudaginn 6. desember 1954. Frækileg björgim kinda úr sjálftelái, Kindur fundust lifandi eftir að hafa verið 5 vikur í fönn. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í gær. Frá því var skýrt á sínum 'tíma í haust, að fjórar kindur liafi sézt í sjálfheldu í Ógöngu- íjalli, en nokkuru fyrir mánaðaL mótin síðustu var þeim bjargað. Björgun kindanna þótti mjög frækileg og í frásögur færandi. Voru það feðgar frá bænum Björgum í Köldukinn, Sigur- björn bóndi og sonur hans Sig- urður, sem lögðu upp í þessa hættuför-26. nóv. s.l. Kindurn- ar voru fjórar talsins og hafa þær setið fastar í svokallaðri Litlufjörutorfu í utanverðu Ó- .göngufjalli. Leiðin þangað lá um svelh'unnar og flughálar skriður, um einstigu og á einum stað yfir klettabelti. Hafði Sigurbjörn bóndi, sem er þjóðhagasmiður, áður smíð- að þeim feðgum sérstaka gadda- skó til fararinnar, sem þeir gengu á yfir ófærurnar. Förin tókst giftusamlega og náðu feðgarnir kindunum heilu og höldnu úr ógöngunum. Alls tók ferðin 12 klukkustundir. Tvær kindur í sjálfheldu. Nýlega hafa sézt tvær kindur i sjálfheldu í norðanverðum Há- göngum, 1 svokallaðri Ófæru- torfu á mörkum f jallskilasvæða Kinnunga og Fnjóskdæla. En ekki hefur enn tekizt að ná þeim. Hyggja á eftirleit. Bárðdælir hafa ráðgert að halda inn til óbyggða í fjárleit, því enn vantar þá talsvert af kindum, sem ekki hafa heimtzt. Hafa Bárðdælir í hyggju að fara allt inn að Kiðagili og búast við að komast þangað á jeppum, ef .frost haldast og ekki snjóar að ráði. Fyrir skömmu fundust í Mý-' vatnssveit þrjár kindur lifandi, sem verið hafa í fönn um fimm vikna skeið, eða frá því í á- hlaupaveðrinu mikla í s.l. októ- bermánuði. Ein þessara kinda fannst skammt frá Baldurs- heimi, en hinar tvær við tún- fótinn í Reykjahlíð. Eins og að líkum lætur voru kindurnar orðnar mjög aðþrengdar þegar þær fundust. Sr. Halldórs á Reytth völlum miiinzt. f gær fór fram í Reyniválla- kirkju afhending brjóstlíkans af síra Halldóri heitnum Jónssyni á Reynivöllum. Bjarni Bjarnason form. Átthagafélags Kjósverja afhenti gjöfina. Einar lieitinn Jónsson mynd- höggyari gerði brjóstlíkan þetta og' keypti Attliagafélag Ivjós- verja þaS og lét steypa það í eir, og liefur því veriS komið fyrir í kirkjunni. Afhjúpunin fór fram við messugerð í kirkjunni í gær, sem að ofan getur, en þá var 81. afmælisdagur síra Hall- dórs. í lok seinustu viku kom út annað bindið af ritsáfni síra Halldórs, „Ljósmyndum". Hefur það að geyma ýmsar endurminn- ingar frá hálfrar aldar prest- skapartíma hans. Gaf hann sem kunnugt er Átthagafélaginu út- gáfuréttinn að safninu. „Ást við aðra sýn" í Hafnarfirði. Næstkomandi þriðjudags- kvöld verður frumsýnt í Hafn- arfirði leikritið ,.Ást við aðra sýn“, eftir Miles Malleson. Malleson er þekktur leikari, leikhúsmaður og leikritahöf- undur. Hefur hann skrifað sextán leikrit. Leikritið „Ást við aðra sýn“ hefur -verið sýnt víða erlendis. Inga Laxness hefur þýtt leik- inn á íslenzku og ér jafnframt leikstjóri. Leikendur eru: Sól- rún Ingvarsdóttr. Sólveig Jó- hannsdóttir, Margrét Guð- mundsdóttr. Sigurður Kristins- son, Friðleifur Guðmundsson og Finnbogi F. Arndal. Elzti núlifandi Húsvíkingur áttræður í dag. Það er Karl Einarsson úivegsbóndi Frá fréttarilara Vísis. Húsavík í gær. Karl Einarsson, útvegsbóndi í Húsavík, elzti núlifandi Húsvík- ingur, verður áttræður á morg- un. Karl hefur stundað sjóróðra frá því hann var 12 ára gamalí og allt fram til ársins 1953. Hann hefur löngum verið formaður og einn af fyrstu formönnum á mót- orbátum hér. Karl þótti fengsæll Jiákarlaformaður og góð scla- skytta, fjárbóndi var Karl og forðagæzlumaður um nokkurt skeið, og rækti það starf af trú- mennsku. Hann var kvæntur Önnu Maríu Árnadóttur, en hún andaðist 1928. þrjú börn áttu þau og dvelja þau öll i Húsavik. Karl a heima hjá dóttur sinni, Hansínu og manni hennar, Hann- esi Jakobssyni málarameistára, Iíetilbraut 17. Karl er vel látinn borgari, og munu margir senda honum hlýjar kveðjur á þessum merkisdegi. — Fréttaritari- Ingólfur Jónsson flugmálaráðherra flytur ræður við vígslu Akureyrarflugvallar. FjárlBagíSiáæiiltm 1955 : Framlöcg tíl íbúðarhiísab'/gginga hækkar um 2.5 Sanrii útsvarsstigi og hækka um Fjárhagsáætlun Reykjavíkur fyrir árið 1955 var lögð fram á bæjarstjómarifundi á föstudag. Gunnar Thoroddsen borgar- stjóri fylgdi henrú úr hlaði. Hefir frumvarpið verið rætt á tveim bæjarráðsfundum, en ætlazt er til að áætlunin verði afg'reidd á fundi, sem haldinn verður 16. þ. m. Heildarupphæð útsvara verð- ur á fjárhagsáætlunni 98.4 millj. kr. og er það 8 millj. krónum hærra en í ár. Hins vegar er útsvarsstiginn ó- breyttur, og framlög til íbúða- bygginga hafa verið hækkuð um 2% millj. króna. Stríðs- gróðaskattur einstaklinga hef- ir verið felldur niður. Undanfarin ár hefi'r útsvars- stiginn hér í bæ farið lækk- andi. Má geta þess, að meðal- laun verkamanna í ár eru á- ætluð rúml. 36.000 krónur, og er útsvar 825 krónur, en 1953 voru launin áætluð rúml. 32.000 krónur og útsvar þá 1670 kr. Kostnaður við stjórn bæjar- ins bfeytist lítið, nema hjá bæjarverkfræðingi, en þar hækkar um 400 þús. krónur í fyira, en útsvör 8 millj. vegna kauphækkunar verk- fræðinga. Hins vegar lækkar kostnaður við manntalsskrif- stofuna um 200 þús. lcrónur. Framlag til bæjarbókasafnsins hefir verið hækkað um 100 þús. krónur, nokkur hækkun hefir orðið til íþróttasvæða og skemmtigarða. Kostnaður við heilbrigðis- og hreinlætismál hækkar um 1.4 millj. krónur. Gjöld vegna almannatrygginga hækka um tæpa % millj. króna, enda lögákveðin gjöld. Framfærsla hækkar um 1.4 millj. króna. Að lökinni ræðu borgarstjóra tóku til máls þeir Þórður Björnsson og Ingi R. Helgason. Umræðum var svo lokið, og fjárhagsáætluriinni vísað til 2. umræðu. Sfarfsmenil MH cjeta fariH heint um JóSiir. Starfsmönnum Hamiltonfélags« ins hefur verið gert kleift að fara heim nm jólin. Metcalf-Hamilton verktaljafé- lagið á Keflavíkurflugvelli mun leggja niður nœr því alla vinnu kring um jólin við þau vet'k, er þeir cmi starfa að, og á tímabil- iíui 18. desember til 3. janúar 1955 mun Öllum slarfsmönnum félag'sins lieimilt að taka sér frt frá störfum. Er hér miðað við., að þeir fái nægan tíma til þess að ferðast lteim til sín og dvelja þar um jólaleytið. Nauðsynlegt nuin reynast a'ð nokkur liluti þeirra starfsmanna, sem annast ýniis þjónustustörf, vinni um jólaleytið, en í flest- iim tilfellum geta 'þeir einnigt fengið leyfi til heimfarar, með því að láta verkstjóra síria vita um þá fyrirætlan sína fyrir 11. desember. Gremja gegn Egyptum í Sýrlándi og Pakistan. Einkaskeyti frá AP. Kairo í gær. Byltingarráðið egypzka hefur breytt líflátsdóminum yfir Hode* bey, aðalleiðtoga Bræðralags Mó- hameðstrúarmanna, í ævilangt fangelsi. Tekið var fram, að þetta hefði verið gert sökum þess, að han væri niaður aldraður. Aðrir dóm- ar yfir Bræðralagsmönnum voru staðfestir. Aðfarirnar gegn Bræðralags- mönnum i Egyptalandi liafa vak- ið mikla andúð gegn stjórn E- gyptalands i Sýrlandi og Pakist- an. Margir sýrlenzkir þingmenn hafa skorað á stjórnina, að mót- mæla dómunum yfir Bræðralags- mönnum og banninu við starf- semi þess í Egyptalandi, sera Byltingarráðið hefur formlega staðfest. Tekið á ítölskum kommún- istum með festu. Vikið lir Irúiiaðarsíödiim. Útdauður fiskur næst li Einkaskeyti frá AP. París í fyrradag. Innan skamms mun fiskur, '&em sagður var útdauður fyr- ir milljón árum, en hefur síð- an fundizt nokkrum sinnum við Madagaskar, verða flutt- ur lifandi hingað til borgar- innar. Hefur einstaklingur af tegund þessari, sem er nefnd „coelacanth", náðst í fyrsta skipti lifandi við Madagaskar, og er ætlunin að flytja hann með mestu varúð til borgar- innar og reyna að framkvæma á honum ýmsar ramisóknir. Einkaskeyti frá AP. Rómaborg í gær. Ríkisstjórn ítalíu hefur tekið ákvarðanir um víðtækar ráð- stafanir til þess að víkja úr embættum og störfum hjá ríki, bæjar. og sveitarfélögum þeim kommúnistum, sem látnir voru sitja fyrir öðrum, að verðleika- lausu, af flokkspólitískum á- stæðum. Er hér um að ræða róttæk- ustu ráðstafanirnár, sem stjórn Scelba hefur ráðizt í til þessa, til þess að hnekkja gengi kommúnista. Ákvarðanirnar voru teknar á fundi á laugar- dagskvöld og stóð fundurinn fullar 9 klukkustundir. Þá voru og teknar ákvarðanir um, að svipta inn- og útflutn- ingsleyfi þau viðskiptafyrirtæki, sem nota aðstöðu sína til hags- bóta fyrir kommúnista og á hef_ ur sannazt að hlotið hafa margskonar fríðindi fram yíir önnur fyrir atbeina kommún- ista. Vekja fregnir um þetta mikla athygli í vestrænum löndum og er litið á þær sem upphaf mik- illar sóknar í baráttunni gegn kommúnistaspillingunni í lana- inu. í lok sl. viku skiluðu kínversk ir kommúnistar kanadiskuin flugforingja, sem þeir höfðu haft í haldi síðan 1952. — Var honum skilað á landamærum Kína og Hongkong. Mendes-France hefur boðað, að hann ætli að láta af utan- ríkisráðherraembættinu í jan- úar, að aflokinni ferð til Rómaborgar. Kveðst hann gera það til þess að geta sinnt innanríkismálum betur.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.