Vísir - 09.12.1954, Blaðsíða 4
4
▼tem
Fimmtudaginn 9. desember 1954
DAGBLAÐ
Ritstjóri: Hersteinn PáJsson.
Auglýsingastjóri: Kristján Jönsson.
Skriístoíur: Ingólísstræti S.
CJtgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN YtSIR H.J.
Lausasala 1 króna.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Leikfélag IIafii ari'jarðar
„Ást við aðra sýn.
Gamantefkttr í 3 (sátti
Fjárhagsáæthin bæjarins.
Ásíðasta bæjarstjórnarfundi, sem haldinn var undir lok
síðustu viku, var frumvarp um fjárhagsáætlun bæjarins
tekið tií fyrri umræðu, eins og sagt hefur verið frá í blöðum.
Eins og venjulega hefur almenningur skyggnzt fyrst og fremst
eftir því í fregnum blaðanna af áætluninni, hversu há útsvörin
verði í heild og einnig', hvernig þau muni koma niður á borg-
urum bæja^ins.
Það er skemmst af þessu að segja, að heildarupphæð útsvar-
anna hæklcar nokkuð á þessu ári, og mun vart vera til það
bæjarfélag á landinu — ef það er í örum vexti eins og Reykja-
vík — sem þarf ekki að krefja borgara sína um aukið fé til
margvíslegra framkvæmda. En þrátt fyrir þessa hækkun er
unnt að lækka útsvör einstaklinga þeirra, sem rýrastar
hafa tekjurnar, og er uað í samræmi við þá stefnu meiri hluta
bæjarstjórnarinnar og Sjálfstæðisflokksins yfirleitt, sem er að
reyna að draga úr byrðunum og þá fyrst og fremst á þeim,
sem hafa vart efni og ástæður til að vefja fjármunum sínum
til annars en nauðþurfta.
Kaup verkamanna er áætlað hærra á þessu ári en hinu síð-
asta, svo að nemur nokkrum þúsundum, en samt kemur það
ekki fram til hækkunar á útsvörum manna, því að þau lækka,
og munar margá um hverja krónuna í því efni. Þrátt fyrir þetta
verður ekki um það. að ræða, að framkvæmdir hjá bænum
dragist saman, því að miklar framkvæmdir eru í undirbúningí
éða byrjun á því sviði. Húsnæðismálin hafa um langt skeið
verið erfiðust viðfangs, vegna stórfelldrar fjölgunar íbúa bæj-
arins, og kemur þá mjög til kasta bæjarins a'ð hlaupa undir
bagga með þeim, sem hafa ekki bolmagn til að byggja yfir
sig einir og óstuddir.
Það er þetta, sem gert verður, og verður byggður svo mikill
fjöldi íbúða eða um tvö hundruð, a’ð það mun léysa vandræði
fjölmargra manna, þegar þessi íbúðafjöldi bætist við það, sem
einstaklingar ráðast í af eigin rammleik. Að sjálfsögðu er ógern-
ingur um það að segja á þessu stigi málsins, hvort. í þessu felst
úrlausn fyrir alla, er búa við óviðunandi húsakost, en væntan-
lega verður haldið áfram á sömu braut á næstu árum, ef stjórn
bæjarins verður í ’góðum höndum og fjárhagur hans traUstur
eins og hann er um þessar mundir. Það getur oft verið erfitt
að samræma sparnað og aðgæzlu í meðferð opinbers fjár annars
vegai’, en halda þó uppi miklúm framkvæmdum hinsvegar, en
Jjetta gerir bæjarstjórn Reykjavíkur öðrum bæjarfélögum
fremur, og þar af leiðandi er efnahags- og athafnalíf blómlegra
hér én annars staðar.
Safnast er saman kemur.
'\7'ísir skýrði írá því í 'gær, að.tvær stofíianir, er hafa mann-
’ úðarmál að markmiði, mundu á næstu dögum leita til
bæjarbua óg óéskjá"stuðnings þeirra vegna jólahátíðarinnar,
sem gengur í garð eftir röskan hálfan mánuð. Eru það Maeðra-
styrksnefnd og Vetrarhjálpin, en nefndin starfar allt árið og
Vetrarhjálpin síðustu vikurnar fyrir jól og síðan fram yfir
þau eftir þörfum.
í raun réttri ætti ekki að þurfa að mínna bæjarbúa á starf-
semi þessarra stofnana, því að menn vita, að þótt flestir hafi
nú mikið fé milli handa, eru þeir þó márgir í þessum bæ —
alitof margir —,sem. búa viíf’ákott'áð meira eða minna leyti
af-margvislegum ástæðum. Menn vita einnig, að Mæðrastyrks-
neínd og Vetrarhjálp munu knýja dyra hjá borgurum bæjarins
fyrir þessi jól eins og á mörgum undanfÖrrium árum og biðja
þá að leggja eitthvað af mörkum, sem aflögufæ'rir eru.
Þó mun ekki vanþörf á því að benda bæjarbúum á það sem
oftár, að þeir eiga að bregða við sem fyrst, koma gjöfum sín-
um sem fyrst á framfæri við þá, er munu síðan skipta þeim
meðal þeirra, sem eiga að fá þær sér til gleðivaka um jólin.
Því betur sem söfnun þessarra tveggja aðila sækist, því auð-
veldara mun starfið verða og léttara að gera sér grein fyrir
því, hversu mikið eigi að láta menn fá eftir þörfum. Og enginn
skyldi hika við að afhenda gjöf‘ sína, þótt hún sé ekki eins
mikil og hann hefði viljað, af því að einnig hann þarf að hugsa
um jól sín og sinna, því að safnast er saman kemur.
1
Leikfélag HafnarijarSar
hafði í fyrralivöld frumsýningu j
á „Ást við aðra sýn". gaman-
leik í 'þreni þáttum eftir Miles
Malleson undir stjórn Ingu
Laxness.
Þessi gamanleikur er „með
gamla Iaginu“, ýmiskonar mis-
skilningur og ruglingur , eins og
flestir gamanleikir ein byggðir,
en hann er ekki eins smellinn
og margir aðrir, og kann að
vera að meðferð leikenda eigi
þar nokkurn þátt. Þeir voru
engan veginn nógu öruggir yf-
irleitt, til þess að ná tökum á
áhorfendum. Eitt átriði í öðrum
þætti tókst þó mjög vel, þegar
Hugh Raine (Sigurður Krist-
ins) og Nanda MacDonald (Sól-
rún Yngvadóttir) afráða að
ganga í hjónaband á „skyn-
semigrundvelli“. En annars var
meðferðin heldur daiifleg.
Aðalhlutverkin leika þau
tvö, sem hér hefir verið getið.
Sigurður er ekki nægilega lið-
legur í hlutverki þessu, leikur
ekki nóg, og þess vegna er
hlutverkið of bragðlítið í hönd-
um hans. Sólrún er hinsvegar
mjög eðlileg, og hefir höfund-
urinn þó gert þar einkennilega
samsetta persónu, sem á að
vera „sakleysið úr sveitinni“,
en virðist þó nokkuð veraldar-
vön í aðra röndina.
Friðleifur Guðmundsson leik
ur John Nightingale, vin Hugs.
Friðleifur er miklu frjálslegri
á sviðinu en Sigurður, en hann
þarf að'fá meiri raddþjálfun,
þvi að þegar hann brý'nir raust-
ina, verða úr hálfgprð hröp.
Margrét Guðmundsdóttir
leikúr Angéle, franska leik-
konu, léttlynda og lausa á kóst-
unum. Tekst Margréti véi á
köflum að leika þetta fiðriidi.
Finnbogi F. Arndai leikur
þjón Hughs,” Coilins, lítið hLut-
eftir Mifes Maifeson
Laxness.
verk, en ,,typan“ er góð.
Loks er Sólveig Jóhannsdótt-
ir, sem leikur frú Lowecroft,
frænda Hughs. Er mjög um
hana talað, áður en hún kemur
fram á sviðið, og verður ekki
amiað skilið af því umtali, að
þar sé kona komin af léttasta
skeiði, en gerfið sýnir allt ann-
að og er það alveg út í hött.
. Frú Inga Laxnessl hefir
Stjóimað leiknum, eins og fyrr
segir, og þarf hún að lagfæra
ýmsa galla. Hún hefir einnig
þýtt leikritið.
Húsfylli var ekki á frumsýn-
ingunni, ef til vill af því að
svo nærri er komið jólum, en
öhorfendur klöppuðu leikur-
um og leikstjóra lof í lófa og
voru þeim færð blóm.
H. P.
Kven — kitlda-
stígvelin
svört og brún, komin aftur.
Skóverzfun
Peturs Andréssonar
Laugavegi. 17 og
Sími 7845.
Framnesvegi 2.
Sími 3962.
Fyrir lielgina birti ég í dálki
þessum pistli frá lesenda, sem
var að fárast út af þvi. að engin
klukka væri í anddyri Þjóðleik-
hússiiis. f pistlinum var og
jninnzt á að klukka; væri í and-
ttyri eins kvikmyndáhússins,
Nýja Bíó, en ékkert getið um
önniir kvikmyndahús., Þar sem
þeftaV getur valdið þeim mis-
skiningi að í engu öðru kvik-
mýndahúsi sé klukka fyrir gest-
ina, skal það tekið lrani hér nú
að tyær klukkur eru i Gamla Bióí
og héfúr mér verið bent á það
síðan. Er önnur forláta rafmagns
klukka, sem gestirnir geta örugg-
lega farið eftir, ef þeir hafa
gleymt úrunuin sínum heima, og
hinir sett úrin eftir.
Algent eftirtektarleysi.
Annars er það algengt að menn
taki ekki eftir því, sem er beint
fyrir augunum á þeim á stöðum,
sem, sem þeir koma oft. Og kann
ast flestir við það. Þótt mcnn
séu daglegir gestir á einhverjum
stað, vefst þeim oft tunga um
tönn, ef þeir eru beðnir að lýsa
staðnum. Reynið t. d., lesendur
góðir, að spyrja mann, sem vinn-
ur á annarri eða þriðjú hæð í
skrifstöfubyggingu, að segja ykk
ur hve margar tröþpur hann
þúrfi að ganga á hverjum degi.
Hann veit það ekki. Og þótt sá
hinn sami væri spurður að því
hve margar tr.öþpur hann þyrfti
að ganga til þess að komast inn
í íbúð sína, myndi hann ekki vita
það. En þetta breytir þó ekki
þeirri staðreynd, að klukku
vantar í anddyri Þjóðleiklnissins.
BankastrætL
Kaupmenn
Nú í frostunum er nauð-
synlegt að gluggarúðurn-
ar séu hreinar.
Við höfum viftur og
ruðuhitara. ■
VÉLA- OG RAF-
TÆKJAVERZLUNiN
Vöflujárnin
góðu, ódýru, þýzku eru
komin aftur. Verð 199
krónur með snúru.
Vélar og
raftækjaverzlunin
Sími 2852.
Margar góðar bækur.
Talsvert ætlar að vera á boð-
stóliun' af góðunv bókum í vetur,
og raeira en vant er. Það, sem
einkennir b'ókaútgáfuna nú er að
yfirleitt ■ eru aðeins eða hér uin
bil aSeins góðar bækur gefnar
út. Miklu er minna af reyfara-
rúslinu, en ofl hefur áður verið,
og sakna þess fáir. Bókunum erii
gerð s.kil á qðrúm vettvángi, svo
ég ætlii ckki að-telja þær mörgu
góðu bækiir, sem ég .hef rekist á
i bókaverzlunum. Þar cr eitt-
hvað fyrir 'alla, bæði iingá og
! gamla.
Vísnabók barna.
Litla, snotra barnabók rakst ég
á, sem mcr líkar vel, en það er
lagleg vísnabók ætluð börnum.
Bókin er með skemmtilegum
^ teikningum og góðum visum,
sem börnuni er holt að læra. En
sánnleikurinn er.sá, að bezti lær-
dómurinn fyrir börnin fyrst í
■stað eru g'óðar, vel kveðnar, ís-
lenzkar visur. Börnin una líka
vel við þær og flest Virðast hafa
gaman af því að læra vísur, eink-
um ef þær eru ekki um of tor-
skildar. Þannig barnabækur eru
góðar og þarfar. Og ekki skaðar
það, þegar verði er stilll í lióf, en
þessi vísnabók kostar aðeins 10
' krönur, og þótti mér það ódýrt,
eftir því seni nú gerist, þvi bók-
in er snyrtileg mjög með lit-
prentaðri kápu. — kr.
Cr&pnyloif
sokkar