Vísir - 27.12.1954, Qupperneq 3
-Mánudaginn 27. desember 1954.
VÍSIR
3
Jónas .lóiiSMtn:
Skálholt rís úr rnstnm,
í margar aldir var Skálholt!
„hinn hæsti höfuðstaður“ and-
legs lífs á íslandi. Síðast á 18.'
öld bjuggu þar, hver fram af
öðrum óumdeildir forystumenni
í bókmenntum og kirkjustjórn.
Þá komu móðuharðindin með
þúsundfaldan hungurdauða.
Næst komu jarðhræringar sem
lögðu húsin á biskupssetrinu í
rústir. Útlendingar stýrðu land-
inu. Þeir fluttu biskup og skóla
til Reykjavíkur í hina ömur-
legustu aðstöðu. Biskupnum
lá við að komast á sveit, en
skólapiltar þoldu kulda kröm
og kvöl aumra húsakynna.
Jarðagóss Skálholts var selt og
andvirðið rann úr landi. Bóka-
kosturinn og lærdómurinn
hvarf af staðnum. Þaðan voru
flutt öll sýnileg og hreyfanleg
merki um forna frægð. I vor
sém leið, þegar Einar Jónsson
kom með frú sinni í Skálholt
til að velja á hæsta stað í tún-
inu undirstöðu fyrir minnis-
merki Hólafeðga var eymdin á
hæsta stigi. Presturinn var
hættur að messa að vetrarlagi
í hinum gamla timburskúr, sem
kölluð var kirkja. Inni í kór
þess húss var gamalt orgel stað-
arins enn, sem sneri baki með
tveim stórum götum að prest-
inum, þegar hann ávarpaði
söfnuðinn frá altarinu. Fyrir
fáum árum neitaði Snorjra-
nefndin hundrað norskum
gestum, sem heimsóttu Þing-
velli, Geysi og Gullfoss að
koma við í Skálholti. Þó var
gerð sú undantekning, að einn
af kennurum háskólans fór
þangað í kyrþey með þrjá
nqrska fræðimenn, sem vissu
nógu mikið um Skálholt og
sögu þess til að geta metið
minningarnar með allsleysi
líðandi stundar.
Síðan stofnaði sunnlenzkur
drengur, sem þá var orðinn
prófessor, Sigurbjöi’n Einars-
son, Skálholtsfélagið til að end-
urvekja trú þjóðarinnar á hinn
hæsta höfuðstað. Félagið hélt
vakningarfundi í Skálhoiti.
Ríkisstjórnin útvegaði félaginu
nokkurt starfsfé. Það var byrjað
að grafa í rústum hins gamla,
illa við haldna kirkjugarðs og
nú í sumar rak hver merkis-
fundurinn annan. Þar fundust
legsteinar margra hinna kunn-
ustu biskupa frá seinni öldum.
Þar markaði fyrir grunni hinn-
ar miklu kirkju Klængs bisk-
ups, sem hafði verið jafnstór
hinni tilvonandi landskirkju á
Skólavörðuhæð, sem kennd er
við Hallgrím Pétursson. Þar
fannst grunnur af miklu minni
kirkju, sem Brynjólfur Sveins-
son reisti með miklum stórhug
undir fargi einokunarinnar. Og
að lokum fannst steinkista Páls
biskups, seinasta Oddverjans.
Bein hans höfðu geymzt lítið
skemmd gegnum myrkur ald-
anna.
Tveir löngu liðnir biskupar,
Klængur og- Páll gerðu á einu
sumri mikið kraftaverk'. Þeir
vöktu þjóð, sem hafði gleymt
Skálholti, hvað það var og hvað
átti að verða. Eftir þetta hafa
hendur verið látnar standa
fram úr ermum. Stjórnin hafði
skipað þrjá áhugamenn í nefnd
til að undirbúa umbætur í Skál-
holti. Þar áttu sæti Hilmar
Stefánsson bankastjóri. Magn-
ús Már prófessor og sr. Svein-
björn Högnason. Þeir völdu sér
til aðstoðar við undirbúning
mannvirkjagerðar í Skálholti
hinn nýja húsameistara x-íkis-
ins, Hörð Bjarnason.
Nefndin hófst handa með
miklum áhuga og dugnaði.
Hún mælir með að leggja hita-
leiðslu frá Þoi’lákshver heim
að staðnum og raftaug frá
Sogsvirkjuninni. Hún lét kunn-
áttumenn finna gott vatnsból
og mælir með við landstjórn-
ina að reisa kirkju í miðalda-
stíl fyrir 250 kii’kjugesti í
gamla kii-kjugarðinum, stíl-
hreina, og á rústum hins gamla
biskupsseturs, einfalda smáhöll
handa nýjum andlegum leið-
togum á Skálholtsstað. Hörður
Bjarnason og Magnús Már
brugðu sér tii Noregs þar sem
þjóðarandinn hefir vei’ið vak-
andi um kirkjugerð síðan
snemma á 19. öld og unnið með
alþjóðarstuðningi, ekki aðeins
að endurreisn Þrándheims-
kii’kju, heldur að fjölmörgum
öðrum minni kirkjum. sem
ekki var hægt að sýna viðeig-
eigandi sæmd meðan erlend
þjóð stýrði málefnum Noregs.
Húsameistarinn fann fjölmarg-
ar fyrii’myndir í kirkjugerð •
Norðmanna frá blómatíma
páfakirkjunnar þar í landi. i
Honum bauðst ennfi’emur vin-
samleg aðstoð mikilla kunn-
áttumanna í Noregi við að 'reisa
í Skálholti kii’kju, sem samein-
ar, eftir því sem við rná koma,
hugsjónir Klængs og Páls Odda
vei’ja og annai’ra kirkjuhöfð-
ingja, sem gert hafa gai’ðinn
frægan viðhorfi Islendinga á
fyrstu árum hins endurreista
þjóðveldis. Allar líkur benda
til, að þetta muni takast. Þjóð-
in virðist fylkja sér nálega ein-
huga xun tillögur Skálholts-
nefndar og Harðar Bjarnason-
ar. Eina verulega undantekn-
ingin eru nokkrir ungir
reynslu- og þekkingai’litlir
menn með húsameistaraprófi.
Þeir fylgja stefnu Ágústs Páls-
sonar, sem staðið hefir fyrir
smíði Neskirkju. Þeir gáfu ó-
tæpt í skyn, að þeir vildu fá
atvinnu hjá þjóðfélaginu við
húsagerð í Skálholti, og þeir
fóru ekki dult með aðdáun sína
bæði á Neskirkju og húsi því
á staurum. sem mjög er rómað
í Kvisthaga. En þjóðin, Skál-
holtsnefnd, þingið og stjórnin
eru ekki líkleg til að sinna
þessari óframbæi’ilegu atvinnu-
bæn manna, sem eiga eftir að
nema stafi’óf hinna erfiðu
byggingai’fræða.
Nokkru meiri vandi er um
biskupssetrið. Skálholtsnefnd
vildi reisa á rústum biskups-
bæjarins vii’ðulegt sveitasetur
í þjóðlegum stíl. En þing og
stjóm hafa ekki ákveðið hvort
í Skálholti skyldi vei’a prests-
setur Biskupstungnamanna eða
biskupsheimili Sunnlendinga.
Hörður Bjarnason leysti vanda
landi og heimta fullar bætur
fyrir vanheillaverk þeirra er-
lendu stjórnarvalda, sem lögðu
með einu handtaki í rústir hin
fornu vix’ki þjóðmenningarinn-
ar á Þingvöllum, Hólum og í
Skálholti.
Skálholtsnefnd og húsa-
meistari ríkisins hafa unnið gott
augnabliksins með því að gera, I starf í þessu viðreisnarmáli.
vegna nefndarinnar, frum-
drætti að byggingu, hóflega
stórri, stílhreinni og einfaldri,
þar sem vel gæti farið um
sveitaprest, en mætti líka gera
að virðulegu heimili fyrir nú-
tíma kirkjuhöfðingja Sunn-
lendinga. Sigurgeir biskup Sig-
urðsson sagði við mig nokkru
Sama má segja um þá tvo
merku áhugamenn. Sigurbjörn
Einarsson prófessor og Þorstein
Sigurðsson bónda á Vatnsleysu.
Ef málin skipast ekki á þann
veg, að þeim verði bætt við
Skálholtsnefnd, sem vel mætti,
þá geta þeir gert málinu mikið
gagn eins og hingað til með því
fyrir dauða sinn, að hann vildi að vera í fararbroddi hinnar
vinna að því að endureisa ■ almennu landshreyfingar um
gömlu biskupsstólana með ( endurreisn Skálholts og í'for-
fornum ummerkjum, nema að svari bænda í Biskupstungum,
Reykjavíkurbiskup hefði yfir- sem ox’ðið hafa fyrir margföld-
sókn í Gullbringu- og Kjósar-
sýslu og í höfuðstaðnum. Sá
biskup hefði nóg starf við að
vinna með þeirn helmingi
landsfólksins, sem býr á þessu
svæði og hafa með höndum
skipti kirkjunnar við þing og
stjórn og út á við kynnin við
erlendar kirkjustofnanir. Hinn
nýi biskup, herra Ásmundur
Guðmundsson, hefir ekki enn
tekið opinberlega afstöðu í
um skaða og álitsspjöllum. í
sambandi við alla þá brigð-
mælgi, sem höfð hefir verið í
frammi við Tungnamenn og
alla þjóðina með því að virða
að engu gefin heit við stofnend-
ur Skálholtsstaðar á blómatíma
hins fyrra þjóðveldis.
Enn er fátt i-ætt um bújörð-
ina Skálholt. Úr henni má ekki
gera 20 nýbýli þó að landkostir
leyfi. Þar verður að vera stórt
málinu. Stundum vii’ðist hann! fyrirmyndarbú. Ekki mundu
hallast að því, að Skálholt
haldi áfram að vera prestsset-
ur. Hann mun þó að líkindum
sjá í hvaða átt straumur þjóð-
arviljans liggur. Biskup hélt
fund með Tungnamönnum um
málið. Foi’ingi Tungnamanna,
Þoi’steinn Sigui'ðsson bóndi á
Vatnsleysu bar fram skoi’in-
orða tillögu, sem allir bændur
fylgdu einhuga, þar sem lögð
var áhei’zla á að biskupsem-
bættið yrði snarlega endurreist
í Skálholti. Prestastefnur um
allt land hafa gert samþykktir
í sömu átt. Enginn vafi er á,
að flestir hugsandi menn í land-
inu standa saman um þá kröfu,
að á hinu fræga afmæli kirkj-
unnar 1954 verði vígður nýr
Skálholtsbiskup yfir hið forna
umdæmi biskupanna Klængs
og Páls, sem talað hafa úr
gröfurn sínum þrumumáli til
nútímakynslóðarinnar á ís-
biskupar kæra sig um þann
vanda að stýra því fyrirtæki í
nútíma fólksleysi. Þar er verk-
svið fyrir eitt mjög gagnlegt
stórbú. Fyrir möi’gum áruna
hefir Gunnar Bjarnason ráðu-
nautur sýnt fram á hversu
kynbæta mætti og fullrækta ís-
lenzka hestinn bæði til reiðar
og dráttar á góðri hestajörð,
sem liggur vel í fjölmennri
byggð. Skálholt hefir alla kosti
til að geta orðið framtíðar-
heimili fyrir þess konar starf-
semi. Hesturinn á mikið rúm
hjá allri þjóðinni.
Jóiias Jónsson frá Hriflu.
Sönn saga þótt ekki sé staðfesft af dómstólnm.
Leyndardómur afskekkta hússins,
Eftir Fréderick F. Schrader.
Við vorum fjórir farand-
•salar, er sátum kringum ofnirin
í litla sveitagistihúsinu hans
Pattersons og biðum eftir lest,
er hafði seinkað. Þetta var ó-
veðursnótt eina rétt fyrir .jól-
in, og við styttum okkur stund-
ir með því að segja hver öðr-
urri frá endurminningum okkar.
Allir höfðu frá einhverju
merkilegu að segja, og nú átti
Gepge W. Fanning, málningar-
vörusalinn, að segja sína sögu.
Allir vissum við, að hann hafði
fei'ðast mjög víða, þau fjórtán
ár, sem hann hafði stundað
atvinnuveg sinn; ferðast um
afskekktustu og strjálbýlustu
héruð og heimsótt nýbyggðar
gorkúluborgir vestursins, er
þotið höfðu upp svo að segja á
„einni nóttu“ og farið um
dýraslóðir og Indíánagötur í
léttivagni sínum með hand-
töskur sínar og sýnishorn. Á
þessu sífellda flakki sínu hafði
hann séð og lifað margt og
misjafnt, er hann hafði unun af
að segja vinum sírium frá, því
hann var söguniaöur!af lífi og
sál. Saga hans var svona:
. Það var aðfangadagur jóia,
fyrir um átta árum. Ég var þá
staddur í Missourifylkinu.
Dagana næstu á undan hafði
verið feiknarleg snjókoma. Á
eftir hafði farið að frysta, og
nú var komin hláka, sem
breytti öllu í ki’apaelg.
Hafði orðið
fyrir töfum.
Ég hafði verið önnum kafinn
að ljúka störfum mínum í lít-
illi botg við Missourifljótið og
ætlaði að fara yfir það um
nót’tina, til þess að komast á
stað einn ekki ýkjafjarri, þar
sem fái'þegalest stanzaði einni
eða tveim klukkustundum eft-
ir miðnætti, og á þann hátt
fá ■ skjóta ferð heim til mín,
svo að ég gæti verið heima hjá
börnum mínum og konu um
jólin. Þiðskiljið sjálsagt hvgrn-
ig. tilfinningar mínap, voru. Ég
hafði oi'ðið fyrir ýmsum töfum,
og ef mér tækist ekki að ná
lestinni, sem ég hafði í huga,
yrði ég að hafast við um jólin
í einhvemi sveitakrá, — en
það var óskemmtileg tilhugsun.
! Eftir að ég hafði lokið erind-
i
! um mmum í borginni og kom-
ið undir kvöld, gekk ég niður
að ferjustaðnum, vaðandi
krapaelginn upp í ökla. Þegar
ég kom þangað, hafði ferjan
hætt að ganga vegna mikils ís-
reks á fljótinu. Ég varð ákaf-
lega vonsvikinn, því ferju-
mennirnir harðneituðu að ferjá
mig yfir, þótt ég byði þeim
tvöfalda, þrefalda og jafnvel
fimmfaldan ferjutoll. Þeir
hristu aðeins höfuðin og sögðust
ekki vilja leggja í slíka svaðil-
för undir myrkrið; stórir ís-
flákar á flugferð niður ána og
frostið að hraðaukast. Þar sem
þetta var vonlaust, átti ég
ekkert annars úi’kosta en að
snúa aftur til borgarinnar, —
sem ég gerði í fúlasta skapi.
Ferja í boði.
Á leiðimxi til baka kom ég
við í krá einni, er kunningi
minn — talsvert skrítinn ná-
ungi átti. Eg hugsaði mér að
spyi'ja hann um hvort hann
vissi ekki um einhvern, er vildi
taka að sér að ferja mig yfir-
um og vinna sér inn aukaþókn-
un fyrir jólin. Tveir gestir, sem
sátu þarna að drykkju, gáfu
sig fram og buðu mér ferju
fyrir fimm dollara. *
Þótt menn þessir væru sýni-
lega allmikið við skál, ákvað
ég að taka boði þeirra þrátt
fyrir áhættuna. Við þrömm-
uðum því þrír saman niður á
fljótsbakkann, eftir að ég hafði
gefið þeim í staupinu.
Fleytan, sem. þeir ætluðu að
ferja mig á, var lítil flatbytna,
hálffull af snjó. Mennirnir töfðu
sig ekki á þvi að hreinsa snjó-
inn úr bátnum, heldur sögðu
mér þegar að setjast upp í. Ég
var varla búinn að hreinsa
snjóinn af sætinu og setja fré
mér handtöskurnar í botninn á
bátnum, áður en þeir höfðu ýtt
frá bakkanum og út í straum-
inn. Ég greip um borðstokkinn
sitt hvoru megin til að detta
ekki útbyrðis:
Eg ætla ekki eyða mörgum
oi’ðum í að- lýsa ferðalagi okk-
ar yfir fljótið, nema að segja,
að' við höfðum ekki fyrr lagt.
frá landi en mér varð ljóst,
að eg hafði miklu minni ástæðu
til að óttast iður og ísrek
fljótsins, þótt válegt væri, en
drukkna delann, sem sat undir
árum. Maðui'inn virtist ekki
hafa snefil af viti til að skynja
hættu þá, er við vorum í. Hann
byrjaði með því að fara að