Vísir - 27.12.1954, Síða 4
4
Mánudaginn 27. desember 1954,
III iiiuiaagaror d:
Jon L Bergsveinsson
erindreki.
f. 27. 6, 1879 — d. 17. 12. 1954.
Jón E. Bergsveinssoii, aðal
’nvatamaðurinn aS stofnun
Slysavarnafélags íslands, and-;
aðist að Landakotsspítala 17. j
þ.m., eftir stutta legu. Með
honum er 'í valinn fallinn einn
af brautryðjendunum í athafna
og menningarlífi þjóðarinnar.
Hann fæddist að Hv'allátrum á
Breiðafirði skömmu eftir 1000
ára afmæli íslands byggðar,
þegar vonir tóku aftur að
glæðast í brjósti þjóðarinnar
eftir margra alda áþján og
hörmungar.
Á fyrstu bernskuárum Jóns
var þó enn mikið um þreng-
ingar hjá fólki er stafaði af
óáran og hafísum, Við marg-
víslega örðugleika var að
stríða en tilfinnaplegast var
þó getuleysið og hinn ónógi
útbúnaður til að bjarga sér til
lands og sjávar. Þjóðin öll
hálfsvalt . en margir flúðu
landið. Hinir sem eftir sátu
og lifðu það af, hertust við
hverja raun og urðu sá stofn
sem hið nýja og mikla fram-
faraskeið þjóðarinnar hefur
hingað til hvílt á.
Eyjarnar á Breiðafirði hafa
þó lengstum verið hið mikla
matforðabúr nærliggjandi
sveita, og þar var margt að sjá
og heyra til uppörvimar imgu
æskufólki. Sjórinn var þá eins
og nú og ætíð fyrr, hin mikla
blessun er hvatti til dáða og
hélt lífinu i fólkinu, og þangað
lá vegur unga og framsækinna
manna. Jón E. Bergsveinsson
gerðist sjósóknari og sjávarins
maður strax í bernsku og liúgs-
aði sér til frama á þeirri braut,
og lauk prófi frá stýrimanna-
skólanum í Reykjavík 1902.
Ævi Jóns má skipta í tvö
glögglega aðgreind tímabil.
Hann byrjar manndómsár
sín sem brautryðjandi í
athafnalífi þjóðarinnar en end-
ar æviskeiðið með því að gerast
leiðtogi í slysavörnum, því
mannúðarmálinu sem þjóðinni
var mest áríðandi að fá leyst
á viðunandi hátt, en í sjóslys-
unum hefur þjóðin alltaf goldið
hið hræðilegasta afhroð frá
fyrstu tíð.
í atvinnulífinu er það síldin,
síldveiðar og síldarverkun er
fyrst hrífur hinnunga athafna-
mann. Hann sá í síldinni hið
mikla stökkbretti þjóðarinnar
til stórstígra fraipfara. Fyrstu
síld veiddi Jón með lítilli
ádráttarnót inni á Patreksfirði
aldamótasumarið. Tókst hon-
um þá með þessum hætti að
veiða rúmlega 600 tunnur
síldar, og fannst honum þá
síldveiðar vera glæsilegt fyrir-
tæki.
Tveim árum seinna, sumarið
1903, þegar hann var stýri-
maður á „Keflavík“, kutter
sem Duusverzlunin , Reykja-
vík átti, leituðu þeir einu sinni
lægis inni á Hornvík ásamt
norskum síldveiðibát er stund-
aði reknetaveiðar út af Vest-
fjörðum, og var bátur þessi
með hálffult þilfar af silfur-
gljáandi, spriklandi síld. Varð
Jón eins og numinn af þessari
sýn og fylltist löngun til ajð
læra þessa veiðiaðferð af Tíorð-
mönnum.
Varð þetta til þess að Jón’
afréð það sjálfur, ótilkvaddur
og án þess að vera styrktur til
þess, að fara utan til Noregs til
að kynna sér veiðiaðferðir
þeirra. ;
Sumarið eftir var Jón ráðinn
sem skipstjóri á kutter „Ing-
var“ sem Duusverzlunin átti
og hélt hann honum út hluta
úr sumrinu til síldveiða yið
Norðurland og aflaði alls 856
tunnur, sem hann verkaði og
saltaði um borð í skipinu. Eng-
inn af skipverjunum hafðd áður
verið með, eða séð til slíkra
vinnubragða, og þeir voru ekki
margir á þeim árum er komu
síld inn fyrir sínar varir.
Jón E. Bergsveinsson vildi
læra meira um síldina. Sumar-
ið 1905 afréð hann að fara til
Hollands til að leita sér meiri
fræðslu. Skipstjóra- og stýri-
mannafélagið „Aldan“ veitti
honum 500 króna styrk til
þeirrar ferðar. Gékk Jóni mjög
erfiðlega að komast á hollenzkt
síldarskip, en tókst svo að lok-
um að komast á eitt þeirra sem
matvinningur. Sagði Jón svo
frá veru sinni þar, að hann,
sem búinn var að vera við
síldveiðar hjá Norðmönnum og
sjálfur skipstjóri og verkstjóri
við' síldveiðar, hefði nú komist
að því að hann kynni bókstaf-
lega ekkert í þessari grein.
í þessari Hollandsferð teltu'
Jón sig fyrst hafa lært full-
komnar veiðiaðferðir og síldar-
verkun. Um leið kynnti hann
sér einnig netagerð, uppsetn-
ingu og viðhald þeirra veiðar-
færa. Við heimkomuna var
hann fullur áhuga að miðlá
löndum sínuna af þekkingu
sinni, en enginn virtist þá hafa
þörf fyrir reynslu hans og
þjónustu. En fjórum árum
seinna þegar fyrstu síldarmats-
mennirnir voru skipaðir var
Jón skipaður yfirsíldarmats-
maður í Eyjafii'ði, en annar
yfirsíldarmatsmaður var skip-
aður á Siglufirði.
Yfirsíldarmatsstarfinu gegndi
Jón lengi, eða þar til. hann
flutti hingað suður um 1925.
Jafnframt rak hann á Akuryri
veiðarfæragerð og veiðarfæra-
verzlun. Síldarmatið olli Jóni
að mörgu leyti vonbrigðum.
Engum bar skylda til að láta
meta síld sína á þeim áruni og
■mörg ljón urðu á vegum mats-
mannanna í . mynd skamm-
sýnna síldveiðimanna og síld-
arsaltenda, og vöntunar á. lög-
gjöf um raunhæft síldarmat.
Þeir komu þvi aldrei á þeirri
skipan sem þpir óskuðu í síld-
arverkun.
Eftir að Jón flutti hing'að
suður snéri hann sér aðallega
að björgunarmálunum og réðist
hann sem björgunarerindreki
til Fiskifélags íslands. Eftir
Halaveðrið . mikla,. þegar fveir
togarar fórusf í rúmsjó með
.allri áhöfn, y.ar- mikið rætt um
slysavarnir .og hvað hægf væri
aðgera ti! að fyrirbyggja að
slíkar hörmungar atburðir
endurtækju sig. — En þannig
hafði og verið rætt og ráð-
slagað við hvert það stórslys,
sem borið hafði að höndum, en
minna aðhafst, þangað til Jón
E. Bergsveinsson bar fram eft-
irfarandi tillögu á aðalfundi
Fiskifélagsins 14. marz 1927:
„Fundurinn telur mjög
æskilegt, að stofnað vei'ði
sem fyrst Björgunarfélag
íslands, sem . helzt nái yfir
allt landið eða hafi deildir
í öllum landsfjórðungum,
og telur rétt að erindreka
Fisltifélagsins í björgunar-
málum verði falið að vinna
að félagsstofnuninni og
koma henni á fót.“
Gekk nú Jón að þessum mál-
um með oddi og egg, en áður
; hafði hann kynnt sér starfs-
| aðferðir slíkra slysavarnafé-
1 laga erlendis. Hann fékk til
liðs við sig hina mætustu
| menn úr sjómannastétt og öðr-
j um stéttum og undir forustu
Guðmundar heitins Björnson-
ar landlæknis, var Slysavarna-
félag íslands formlega stofnað
29. Janúar 1828, en Jón E.
Bergsveinsson var síðan ráð-
inn aðalstarfsmaður félagsins
og framkvæmdastjóri. Hann
varð því aðal driffjöðurin í
stofnun félagsins og útbreiðslu
þess. Fyrstu 10 árin var hann
eini starfsmaður félagsins og
erindreki þess út um land, en
því starfi gegndi hann þangað
til han lét af störfum fyrir
fimm árum fyrir aldurs sakir,
en þá var Slysavarnafélag ís-
lands orðin mestu og beztu
félagasamtök hér á landi, sem
hafa haldið áfram að vaxa svo
allt fram á þennan dag að
meira en 6. hver íslendingur er
í félaginu.
Jón E. Bergsveinsson var
mikill atorkumaður, sem gekk
með frábærum dugnaði og alúð
að hverju vérki og undi sér
lítt hvíldar. Hann hefur og
lokið miklu og góðu dagsverki,
Óteljandi eru þær andvöku-
nætur sem hann og kona hans
frú Ástríður Eggertsdóttir,
Framliald á 9. síðu.
karpa við mig um eitthvað og
komst í mikinn æsing, og þótt
eg samsinnti öllu sem hann
sagði, varð hann svo ofstopa-
fullUr í framkomu, að eg'
neyddist til að hreyfa mig til
skiptis út í bæði borð á víxl,
til að halda jafnvægi á bátn-
um, og skipaði honum að halda
áfram að róa.
Leitað á
náðir bónda.
Við lentum samt að síðustu
heilu og höldnu. Eg greiddi
mönnunum ferjutollinn, klifr-
aði upp brattan fljótsbakkann
og litaðist lengi um.
Þarna var kvíðvænlegt um-
horfs. Eg var staddur á sér-
staklega einmanalegum stað á
fljótsbakkanum, * himininn
þungbúinn, nóttin að skella á
og napur vindsveljandi, sem
nísti mig inn að beini. Ber-
sýnilega hafði mig borið að
landi á afskekktum stað, þar
sem mannabústaðir voru fáir
og strjálir. Eftir talsverða leit
og stjákl tókst mér samt að
finna afskekkt bændabýli og
fá bóndann fyrir ríflega borgun
til að spenna hest fyrir vagn
og aka mér út að vatnsgeym-
inum, þar sem eg næði í lest-
ina.
Náunginn ók eins og vitlaus
maður. Hjólförin á veginum
voru djúp og hryggirnir á milli
þeirra harðir eins og grjót af
frostinu, svo að eg og hand-
töskurnar mínar köstuðust til
í hotninum á fjaðralausum
vagninum eins og þurrar baun-
ir. Það var tilgangslaust að
reyna að koma af stað sam-
ræðum. Eg hafði aldrei komið
þarna áður og vildi gjarna fá
að vita eitthvað um verustað
meðan eg þyrfti að bíða, því
að eg vissi að það yrði margar
klukkustundir; áður en far-
þegalestin kæmi þarna. En
allt og sumt sem eg fékk að
vita hjá fylgdarmanni mínum,
meðan við skröngluðust eftir
frosnum veginum var, að hann
„gerði ráð fyrir“ að eg myndi
ekki þurfa að frjósa í hel með-
an eg biði eftir lestinni, —
einhverntíma eftir miðnætti.
Þetta var óþægileg og kaldsöm
ferð, seih tók þó að síðustu
enda, mér til mikils léttis. —
Ökumaðurinn setti mig út á
miðjum veginum nærri vatns-
geyminum, tók við borgun
sinni og hvarf út í dimmuna á
jafnmiklum harðaspretíi og
við höfðum komið.
Stefnt á ljósið.
Eg stóð þarna aleinn í
myrkrinu. Eg heyrði lengi í
fjarska til vagnsins, hoppandi
á frosnum veginum. Til vinstri
handar sá eg hrauklaga vatns-
geyminn óskýrt, gnæfandi á
háum trönum. En til hægri.
um tvö hundruð skref frá
járnbrautinni, sá eg hilla undir
langa, lága byggingu með
slútandi þaki, er eg komst'
síðar að, að var gömul sögun-
armylla. Húsið var eyðilegt og
líktist helzt standandi hræi
af fornaldar forynju. Hið ein-
asta merki um mannabústaði
þarna var dauft ljós er skein
í glugga á tvílyftum húshjalli
einum, er var skilinn frá sög-
unarmyllunni af mjóu húsa-
sundi, sem norðanvindurinn
hafði hálffylt af lausamjöll. —
Við eina hlið þessa húss hafði
sagi verið mokað upp í háan
skafl, eins og til skjóls fyrir
veðrið og vindum.
Birtan frá snjónum og 'dauf
ofanglæta frá lágum skýjunum
hafði gert mér mögulegt að
veita þessum smáatriðum eftir-
tekt. Eg var þarna staddur í
eyðilegu og afskekktu héraði,
þar sem engar menjar manna-
verka sáust aSrar en beina-
grindarlegar sktiggamyndir af
sög'unarmyllunni og húshjall-
inum við hana. Auk vatns-'
geymisins við járnbrautiná,
sást þarna ekkert annaö merki
um mennska menn á snævi-
drifinni og ej'ðiíegri flatneskj-
unni.
Eg gekk að húsinu með Ijós-
inu í gluggáaum.* Það síaðist
gegnum glugga, sem var næst-
um því ógag'iisær af ryki og
óhreininduni. Eg fann dyrnar
og knúði þær alíharkaiega. —
Það varð nokkur bið. Eg heyrði
talað í lágum Ijóðum, gíðan
algera þögn, er endaði með því
að dyrnar voru opnaðar.
Boðið £
óvistlegt hús.
Eg stóð auglits til auglits við
stórskorna konu, er starði á
mig með illa duldri tortrygg'ni,
og virtist fyrst í stað mótfallin
því að hleypa mér inn. Eg
skýrði henni með fáum orðuni
frá vandræðum mínum. —
„Myndi frúin vera fáanleg til
að selja mér kvöldverð og leyfa
mér að njóta gestrisni á heim-
ili hennar þang'að til járn-
brautarlestin kæml?“ spurði
eg. Án frekari' málalenginga
vísaði konan mér nú inn í
rúmgott en óþrifalegt herbergi,
þar sem hálf' tylft ruddalegra
karlmanna, er litu út eins og
verkamenn, sátu kringum borð
og voru að néyta íkvöldverðar.
Allt umhyérfið þarna kom
mér mjög ömurlega fyrir sjón-
ir. Herbergið var dimmt og
skuggalegt og án alls nema
nauðsynlegustu húsgagna. Stór
kolaofn-gaf frá sér ákafan hita
og á stöð út úr veggnum hékk
ósandi isteinölíulampi, er lýsti
upp herbergið daufu ijósi. Stór
vatnskælir var öðru megin í
herberginu bg í' horni, nærri
glugganum, sem eg • hafði séð
ljósið í, stóð borð.
(Frh.)