Vísir - 27.12.1954, Side 10
VISIR
Mánudaginn 27. desember 1954.
10
■en hann gat hugsað í samhengi. Þegar hann áttaði sig, varð
hann að snúa sér undan meðan hann lagaði frakkann sinn,
svo að ræðararnir "sæju ekki, að hnén á honum skulfu. Ljón-
ynjan hafði misst bráð sína, en klær hennar höfðu skilið eftir
sár í sál hans.
Hann var feginn, þegar hann var kominn heim í Rose og
gat lokað sig inni. Hann sendi Otterbridge skilaboð um það,
hvernig heimsókninni hafði lyktað og varaði hann við að fara
á fund drottningarinnar í sömu erindagerðum. Sendimaðurinn,
sem fór með skilaboðin, átti líka að reyna að ná tali af Ren-
ard og spyrja, hvenær hann gæti ná tali af honum, því að hann
langaði til að þakka honum fyrir. Dickson, höfuðsmanni líf-
-varðarsveitar jarlsins, var fenginn fljótasti hesturinn, sem völ
•var á, og hann sendur í flýti til herra Blacketts í Canterbury
:með bréf, þar sem frá því var skýrt, að náðunarbeiðninni hefði
■verið synjað, og að allt ylti á því að dómstóllinn sýknaði hann.
Jarlinn vissi, að Blackett mundi lesa milli línanna og að hann
rnundi gera allt, sem hann gæti til að koma orðum til Francis
og Anthony, svo að þeir gætu haft allan undirbúning undir
björgunina. Þetta voru síðustu skilaboðin, sem hann gat sent
frá sér og síðan urðu örlögin að ráða, hvernig til tækist um
björgunina. En á meðan gat hann ekkert gert nema beðið. Ráðið
hafði skipað honum að vera kyrr í London, þangað til öðruvísi
yrði ákveðið og lagði þar við þunga refsing, ef út af yrði brugð-
ið. Hann vissi vel, hver sú refsing yrði, ef hann óhlýðnaðist.
Kvöldið leið og það komu engir gestir og engar fréttir. Lá-
-varðurinn sendi eftir ritföngum og úthellti hjarta sínu í bréfi til
Önnu. Jafnvel í því bréfi varð hann að gæta allrar varúðár,
því að verið gat, að sendimaðurinn félli í hendur njósnara Ráðs-
ins. Hann skýrði henni í stuttu máli frá ferðalagi sínu, sagði
henni, að'Roger yrði færður fyrir rétt í Canterbury og að sér
'Jhefði ekki tekizt að fá hann náðaðan. Hann þorði ekki að skrifa
meira, nema það, að hann mundi fyrst um sinn vera kyrr, þar
sem hann væri niður kominn. Hann ætlaðist líka til þess, að
hún læsi milli línanna.
Hann gekk út að glugganum og opnaði hann. Það var orðið
dimmt úti, og veðrið var að breytast. Það var kominn kulda-
næðingur úti. Hann beit á vör og var dálítið óþolinmóður. Ef
ihann hvessti, eins og allar líkur voru á, mundi það tefja Dickon.
iÞá varð honum hugsað til Francis og Anthony. Ef Roger yrði
dæmdur og þeir gerðu árás á fangelsið, án þess að bíða eftir
fyrirskipun frá honum, þá mundi vont veður gera þeim verkið
rmiklu auðveldara. Hann tók að brjóta heilann um líkurnar
fyrir því, að þeim mundi heppnast þetta. Aðeiiis Kastalans, rík-
isfangelsisins var vel gætt, en fangelsis í smáborg úti á landi
yar ekki eins vel gætt. Þar voru aldrei meira en þrír varðmenn.
■Og það 'varð að koma þeim á óvart. Regnið dundi á andliti hans,
en hami -fór ekki frá opnum glugganum. Þessi stormur mundi
•tefja fyrir þeim á leiðinni til Gillingham Reack, en þeir mundu
losna við eftirför.....
Hann hrökk við. Það var drepið á dyr og Ambrose kallaði,
?,lávarðúr minn“. Hann lokaði gluggunum og svaraði og Am-
brose hleypti inn lífvarðarforingjanum, sem hann hafði sent
til hallarinnar. Hann kom bæði með munnleg skilaboð og
bréfleg. Hin munnlegu voru frá Otterbridge lávarði. Hann lét
í ljós samúð sína ásamt þeirri von, að Roger yrði sýknaður.
Hann hafði beðið um áheyrn hjá drottningunni, en ekki fengið
hana og samkvæmt ósk jarlsins ætlaði hann að hætta við að
tala við drottninguna. Þegar sendimaðurinn hafði skilað þessu,
dró hann upp bréfið. Það var undinskrifað „R“ og jarlinn sá þeg-
ar, að það var frá Renard. Það var stutt og laggott og á ágætri
ensku:
„Eg hef greitt skuld húsbónda míns við yður. Gerið ekki fleiri
tilraunir, en missið ekki vonina.“
Hann sneri blaðinu við, en þar stóð ekkert. „Vonina!“ hugs-
aði hann. Hvaða von? Vonina um Roger eða um sjálfan sig.
Hann velti þessari gátu fyrir sér, þegar hann var búinn að
senda buríu sendimanninn, en hann komst ekki að neinni nið-
urstöðu.
Hann klæddi sig úr og steinsofnaði og rrunskaði ekki, enda
þótt ofviðrið dyndi á húsinu.
Morguninn eftir var stormur. Það var hætt að snjóa, en
regnið streymdi úr loftinu og rann í lækjum fram með vegun-
um. í dag átti Roger að mæta fyrir dómstólinum, en það var
aðeins formsatriði. Sekt hans var augljós. Um leið og dauða-
dómurinn yrði undirskrifaður, mundu hamarsöggin dynja og
gálginn yrði reistur. Á morgun átti Roger að deyja. Hann
myndi ekki einu sinni fá að vera viðstaddur til að veita honum
þá huggun, sem hægt væri á dauðastundinni.
Menn hans voru hugsunarsamir. Þeir þjónuðu honum þegj-
andi og sáu úm, að hann væri ekki ónáðaður. Honum þó'tti
vænt um, að það var ekkert sólskin, en hann vissi, að það
var komið fram yfir nón, þegar Ambrose kom og spurði, hvort
hann vildi ekki borða. Hann hafði énga matarlyst, en til þess
að’þóknast Ambrose drakk hann vín og borðaði kex. Þegar hann
var búinn að borða, sat hann fyrir framan eldinn og reyndi að
snúa huganum frá því, sem var að gerast. Honum var ljóst,
að það yrði að minnsta kosti tveir dagar þangað til hann frétti,
hvort flóttinn hefði heppnazt eða ekki.
Herra William kom hljóðlega inn með fangið fullt af brenni
og bað um leyfi til að mega bæta brenni á eldinn. John stóð á
fætur til að lofa honum að komast að. í sama bili heyðist fóta-
tak í stiganum. Ambrose kom þjótandi inn og gat varla kom-
ið upp orði fyrir æsingi.
— Það er kominn sendimaðu frá drottnngunni. Hún sendir
eftir yður!
Herra William tók viðbragð með fangið fullt af brenni og
John varð undrandi. Það hafði komið sendimaður frá drottn-
Á kvöldvökunni.
Paulette Goddard, kvik-
myndaleikkonan heimsfræga,
missti nýlega föður sinn, sem
j var háttsettur í kvikmyndafé-
laginu Warner Brothers. Þegar
erfðaskrá hans var opnuð, kom
í ljós, að hann hafði ánafnað
dóttur sinni nákvæmlega 1 —
einn — dollara, og með því skil-
yrði, að hún yrði af honum, ef
hún gerði einhverjar athuga-
semdir við erfðaskrána.
Martine Carol, franska leik-
konan, er ekki aðeins falleg og
vel sköpuð, heldur óvenju skyn-
söm stúlka. Einu sinni var hún
j spurð að því, hvort hún hefði
: aldrei komið til skyggnrar
konu.
„Jú,“ anzaði Martifte. „Eg
I fór til spákonu um daginn og
barði að dyrum. Hún hrópaði:
Hver er þar? Mér fannst sem
svo, að ef hún gæti ekki einu
sinni vitað, hver berði að dyr-
um, væri ekki mikið varið í
skygni- eða spásagnargáfu
hennar, svo að eg fór mína
leið.“
Húsbóndinn hafði veikzt, og
læknir sóttur. Þegar hann hafði
skoðað sjúklinginn, kallaði
hann á frúna út á gang og sagði
við hana:
„Eg verð að segja eins og er.
Mér lízt ekki á manninn yðar.“
„Ekki mér heldur," sagði
eiginkonan, „en hann er svo
góður við börnin“.
ingunni með skilaboð .um, að jarlinn kæmi á fund hennar svo
fljótt sem hann gæti. Hann vissi ekki, hvað um væri að vera,
en það var hvíslað um náðun í biðsalnum.
John bjó sig í flýti og snaraði sér á bak. Ambrose kom þeys-
andi á eftir honum og reið berbakt. — Við verðum fljótari á
bát, æpti hann og þeir hleyptu niður að fljótinu. Feræringur
var bundinn við bryggjuna og í hann hljóp John og sendi-
maðurinn. Ambrose varð eftir með hestana og kallaði á eftir
þeim, en ræðararnir lögðust á árar.
Þeir voru kófsveittir þegar þeir hlupu upp stigann í Wliitehall
og eftir göngunum, þangað til varðmenn stöðvuðu hann. Cul-
pepper beið eftir hohum. — Það er ekki drottningin, sem vill
finna yður, heldur spænski sendiherrann. Hann hefur beðið
um, að sér yrði gert aðvart um það þegar þér kæmuð. Néi, lá-
varður minn, þér megið eklci fara inn.
í sama bili kom Renard og Arundel út úr hei'berginu. — Það
er fengið, sagði Spánverjinn fljótmæltur. — Hér er náðun til
handa bróður yðar, hvort sem búið verður að dæma hann eða
ekki. Lávarðurinn af Arundel er með það og við sendum með
yður sendiboða frá drottningunni, svo að þér getið fengið alla
hugsanlega fyrirgreiðslu. Rennið augum yfir það, ef þér viljið.
Hann tók plaggið úr höndum Arundel og rétti John það, en
hann renndi augum yfir það í flýti. Það var eins og Renard
hafði sagt. Það var fullkomin náðun til handa Roger Aumarle
fyrir allt, sem hann hafði brotið af sér gegn drottningunni og
Wright byggingameistari var
að því spurður, er hann var 83
ára, hvert af verkum sínum
hann teldi meistaraverk sitt.
„Næsta verk mitt!“ svaraði
hann.
•
Ungi málarinn varð svo
hrifinn af stúlkunni, sem hann
var að mála mynd af, að hann
lagði frá sér pensilinn og þrýsti
brennandi kossi á varir hennar.
„Ó,“ stundi hann, ,þér eruð
dásamleg.“
Hún leit tortryggnisaugum á
hann. •
„Þetta segið þér náttúrlega
við allar fyrirmyndir yðar.“
„Þér eruð sú fyrsta,“ mælti
hann rátíðlega.
„En hvað hafa fyrirmyndirn-
ar verið margar á undan mér?“
„Fjórar. Rós, laukur, banani
og olíuflaska."
C & SuwwfkA:
- TARZAW
1715
Allt í einu fann Tarzan að sterk-
legir armar hófu hann á loft.
Og hinn óði api ætlaði að reyna að
slengja honum af miklu afli á jörð-
ina.
Apinn rak upp vein af sársauka
undan hinu þunga höggi, sem
Tarzan rétti honum.
Æstur og ruglaður réðist nú apa-
konungurinn að Tarzan af mikilli
heift.
Ccpr !•»!. Wir«i Ri«-Oi|.rrnui*TM, (ar -Tm Rrc 0 H Put Ott. _ . / •
DLstr. by United Fenture Syndicute. Inc.