Vísir


Vísir - 19.01.1955, Qupperneq 3

Vísir - 19.01.1955, Qupperneq 3
Miðvikudaginn 19. janúar 1955 VlSIR '3 FRAMFARIR OG TÆKNI Veriur S.-Afríka eitt mesta fisk- útflutningslamf heims ? Þar er risiitn fiskiðnaður og veiðar Itafnar, srm valilið hafa gerbreyt- ingu á lifuaðarliáttuin folks. A ströndum Suður-Afriku vestamverðri hefur risið upp stórmerkilegur fiskiðnaður, en fyrir Iandi eru að sögn ein- Iievrjar mestu fiskislóðir heims. Þessi fiskiðnaður hefur risið tipp eftir síðari heimsstyrjöld- ina og valdið gerbreytingu í lifnaðarháttum landsins, m. a. valdið því, að Suður-Afríku- menn eru sjálfum sér nógir um fiskafurðir, en áður voru þær að mestu fluttar inn. Á sex árum, sem liðin eru frá því að iðnaður þessi hófst, hafa Suður-Afríkumenn spar- að sér mjlljónir dollarar, fengið góðan ágóða en auk þess séð íbúunum fyrir hollri og nægri fæðu. Sagt er, að Suður- Afríkumenn hafi kynnt sér ný- tízku veiðiaðferðir Norðmanna og Bandaríkjamanna og byggt .á reynslu þeirra. ' Fróðir menn telja, að ef vel tekst um að nýta fiskimiðin, líjði ekki á löngu þar til Suður- Afríka verði með mestu fisk- útflutningslöndum heims. Þá hafa þessi breyttu atvinnuhætt- ir í för með sér, að unnt er að sjá milljónum manna fyrir ó- dýrri fæðu. Miklum fjárhæðum hefur verið varið til hafrannsókna. 'Þó hefur þótt ástæða til þess að takmarka veiði síldartegund ar einnar, sem fiskiðnaður þessi einkum byggist á, en síld- •artegund þessi nefnist pilchard. Síldartegund þessi virðist haga sér líkt og síld sú, -> er Evrópumenn þekkja. Stundum birtist hún í geysimiklum torf- um, en stundum er .mjög lítið af henni. Meðan ekki þykja fullkannaðir lifnaðarhættir þessa fisks, hefur það ráð verið tekið að takmarka fiskvinnslu- stöðvar og veiði hans er al- gerlega bönnuð tvo mánuði á ári. Suður-Afríkustjórn hefur beitt sér fyrir smíði stærsta og fullkomnasta hafrannsókna- skips heims, en aðalviðfangs- efni þess verður að rannsaka göngur þessarar sildartegund- ar. Sérstök nefnd fjallar um þessi mál, og hefur hún mikið fjár- magn til umráða. Árið 1951 nam veiði þessarar síldarteg- undar 250.000 lestum. Hinn nýi fiskiðnaður landsins sér því fyrir öllu fiskimjöli og lýsi, en búizt er vð miklum útflutningi. Ógagnsæ nær- föt úr næloni. Du Pont-verksmiðjurnar í Bandaríkjunum framleiða nær „allt milli liimins og jarðar“. Þær eru nú teknar að búa til nælon-efni í nærfatnað kvenna, skyrtur og stuttbuxur karla, sem er að því leyti frábrugðið fyrri nælonefnum, að það er ekki gagnsætt, og þykir sumum þetta mikill kostur. Deilur um jarðgöng undir Mont iianc. Myndi stytta stórlega leiðina milli Parísar og Rómaborgar. Sagt er, að verkfærið á myndinni sé minnsti diesel-hreyfill heimsins. Hann er 1—2ja hestafla við 1000—1500 snúninga á mínútu. Hann hefur verið til sýnis í London, og vakið mikla athygli. Langt er síðan menn fói'u að ráðgei-a jarðgöng undir Mont Blanc, liæsta fjall Evrópu, á landamærum Frakklands, Ítalíu og Sviss. Ýmsar orsakir hafa þó valdið, að ráðizt var fyrr í önnur jarð- göng gegnum Alpafjoll. Gott- hard-göngin voru gerð á árun- um 1871—72, Simplon-göngin 1898—1905, og Lötschberg- göngin 1907—13. Eftir langar rekistefnu sett- ust fulltrúar ríkisstjórna Frakk lands og Ítalíu, svo og' Genfar- kantónunnar á rökstólá í Róm og undirrituðu samning um framkvæmd verksins hinn 14. marz 1953. Ráðgert er, að göngin verði 12.800 metra löng. Frakklands- megin verður opið á þeim 1200 m. yfir sjávarmál, en Ítalíu- megin 1380 m. yfir sjávarmáli. Akbrautin í göngunum verður 6 metra breið og 4.35 m. á hæð. Með göngum þessum vinnst það, að vegarlengdin eftir þjóð- veginum milli Parísar og Róm- ar og Frankfurt-Róm, styttist um 40 km. að sumarlagi, en um 440 km. að vetrarlagi, þegar vegir um Alpafjöll teppast vegna snjóa. í Varlega hefir verið áætlað, að kostnaður við jarðgöngin nemi um 80 millj. svissneskra franka (um 300 millj. ísl. króna). Munu franska og ítalska ríkið, svo og Genfar-kantónan, greiða kostnaðinn að mestu í sameiningu, en auk þess mun einstaklingum gefinn kostur á að leggja fram fé til fram- kvæmdanna. Þó er ekki víst, hvernig fer um þessi áform, þar eð öflugar raddir hafa heyrzt, sem telja þau fjandsamleg ýmsum hagsmunum. Er m. a. á það bent, að árlega muni um 600 þúsund Frakkar streyma um göngin til þess að njóta sum- arleyfis á Ítalíu og þar með skaða franska veitingamenn og hóteleigendur, og að ekki verði komizt að göngunum á vetrum vegna snjóa. Hins vegar segja þeir, sem vilja framgang málsins, að ef einhverjum aðilum frönskum takist að spilla málinu, sé ör- uggt, að ítalir og Svisslending- ar muni á eigin spítur gera göng undir St. Bernhadsskarð, og muni Frakkar vissulega ekki græða á því. Máimbknda, sem þolir 760 stiga hita. Bandaríkjamenn hafa fundið upp nýja málmblöndu úr stáli og kóbalti, sem bolir ofsalegri hita en aðrar, sem kunnar eru. Fullyrt er, að flugvél, sem smíðuð væri úr þessari blöndu, gæti flogið með 11.200 km. hraða á klukkustund, en sá hraði myndi hafa það í för með sér, að venjulegar flug- vélar úr alúmíníum myndu bráðna þegar í stað. Það eru tæknifræðingar Douglas-f lugvélasmið j anna, sem hafa fundið upp blöndu þessa. Þeir segja, að á flugvél, sem færi með 11.200 km. hraða á klst. í 64 km. hæð, myndu vængirnir hitna upp í 760 gráð- ur í Celsíus-mæli. Hin nýja blanda myndi þola þenna hita, segja þeir. Ekkert bendir þó til, að menn séu að reyna að smíða flugvél, sem farið gæti með þessúm hraða. Stntt (ramhaMssaga: itli bróðir sneri aftur. Frh. munaði ekki um að missa nokk- ur þúsund dali af tolltekjum til eða frá. En á þessum tveim árum hafði Mario lært að elska Ameríku. Hann hafði unnið sér inn meiri peninga þar en hann hefði getað eignazt alla sína ævi heima. En lyf og svik — Nei. „Ég býst að þú hafir rétt fyrir þér,“ sagði Mario, sem fann að hér hafði vei’ið næfur- þunnur ís undir fæti. Þetta var í síðasta sinn sem þessir gömlu vinir ræddust við. Tveim njóttum síðar var Auquiste á för með Rocco í hinum hraðskreiða fiskibát. Báturinn brunaði um úfinn sjó og valt mjög. Missti þá Auquste fótanna og datt út- byrðis. Rocco var við stjórn og lét það aflskiptalaust. Mario frétti þetta um morguninn, sagði ekki neitt en herti ásetn- ig sinn um að skilja við félags- skap, sem metti mannslífin að engu. Viku síðar var Mario í New York og gerði nú áætlun með gætni. í skriflabúð keypti hann sér belti til að geyma í pen- inga og hafa mátti næst sér. Því næst tók hann allt fé sitt út úr bankanum í 100 og 50 dala seðlum. Bankarólfið í Miami hafði hann þegar tæmt. Honum hafði orðið ljóst smám saman, að honum myndi ekki leyfast að fara úr smygl- araflokknum, þegar honum byði svo við að horfa. Hann gat ekki sagt upp. Ef Stórlaxinn og þjónar hans fengi eitthvert veður af því, sem honum var í hug, væri hann dauðadæmdur. Þá um kvöldið sátu þeir í húsi Stórlaxins við Hudson- fljótið og tefldi Mario með líf sitt að veði. Stórlaxinn var í- skyggilega næmur fyrir áhrif- um og skynjaði því oft hættur, áður en þær urðu augljósar. Mario hratt frá öllu því upp- námi, sem barðist um í huga hans og beindi athygli sínu enn sterkar en endranær að taflinu. Þrátt fyrir það varð Stórlax- inn var við eitthvað. „Hvað er að þér Mario?“ sagði hann, er hann hafði unnið 2 skákir af þrem. „Eg hef tannpínu," svaraði Mario. „Eg er dauðhræddur við tannlækna, en eg verð þó að fara til tannlæknis á morg- un.“ „Já, Mario,“ sagði hinn roskni maður með óræðu brosi. „Farðu til tannlæknis á morg- un. í, þessu. lífi þurfa menn bæði öflugar klær og tennur.“ Síðdegis daginn eftir kom Mario út úr leigubifreið við fisKmarkaðinn í Fultonstræti og bar hann í hendi sér litla ferða- tösku. Átti hann þarna stefnu- mót við vörubílstjórann, sem fyrrum hafði ekið honum norð- ur á bóginn. „Eg fer eftir 10 mínútur,“ sagði bílstjórinn. Mario kom tösku sinni: fyrir í bifreiðinni og fór í sjálfsala- talsíma. Hönd hans titraði af skelfingu er hann valdi einkanúmer Stóiiaxins. „Þetta er Mario“, sagði hann, er hin hraustlega rödd svaraði. „Ég er að fara í burtu. Og ég kem ekki aftur.“ „Hversvegna ertu að segja mér þetta?“ sagði hinn. „Ég veit hvaða ólyfjan er í bögglunum,“ sagði Mario. „Og eg vil ekkert hafa meira með þá að sýsla. En ég vil að þú vitir að eg er ekki svikari. Eg ætla ekki að svíkja ykkur.“ „Þetta er um seinan, Mario. Þú veizt of mikið. Og flón varstu að láta það uppi. Eg er handleggjalangur og hvert, sem þú ferð get eg fundið þig.“ „Það held eg ekki,“ sagði Mario. Rödd Stórlaxins varð nú mjög hlý, en það hafði Mario aldrei fyrr orðið var vjð. ,—■’ „Hegðaðu þér ekki svona heimskulega, Mario. Neyddu mig ekki til að drepa þig. Eg þarfnast þín.“ „Þetta var hótun.“ sagði, Mario. ,,Nú ætla ég að skrifa niður allt, sem eg veit og koma því í geymslu á öruggum stað. Það verður þá betra að láta mig halda lífi. Við teflum marga góða skák saman, en nú ertu patt. Vertu sæll!“ „Er lögreglan á hælum þér?“ sagði vörubílstjórinn. Hann hafði tekið eftir því að Mario hafði breitt yfir andlitið á sér

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.