Vísir - 20.01.1955, Page 8

Vísir - 20.01.1955, Page 8
VlSTK er ódýrasta blaðtS og |»ó J>a5 fjöl- breyttasta. — HringtJf í síma 1660 og gerist áskrifendur. IÞeir, sem gerast kaupendur VÍSIS eftir 10. hvers œánaðar, fá blaðið ókeypis tíl mánaðamóta. — Sími 1660. Fimmtudaginn 20. janúar 1955 rg slys og árekstrar ötum Reykjavíkur í gær. Maður verður bráðkvaddur á götu. f gær var allmikið um slys og árekstra hér í bænum og meðal annars var slökkvi- liðið í fjórum tilfellum beðið xim sjúkrabifreið til þess að flytja slasað fólk. Fyrsta slysið varð í gær- morgun um hálf ellefu leytið á Hverfisgötu, en þar ók bifreið á 6 ára gamlan dreng. Dreng- urinn var fluttur í sjúkrabif- reið í Landsspítalann, en meiðsli hans ekki talin mikil. Rétt fyrir kl. 5 í gærdag varð aldraður maður fyrir bifreið á mótum Klapparstígs og Skúlagötu. Maður þessi lilaut skurð á höfuð og hendi og var fluttur í Landsspítalann til aðgerðar, en heim til sín síðan, enda töldu læknar meiðsli hans ekki alvarleg. Kona varð fyrir bifreið á rmótum Lönguhlíðar og Miklu- ibrautar um átta leytið í gær- 'ÍKveldi. Hlaut hún sár á höfuð, en að öðru leyti eklii talin •alvarlega meidd. Hún var flutt i Landspítalann. Loks meiddist drengur, lík- Jega á skautum, fyrir framan -Slökkvistöðina. Mun drengm'- inn hafa snúist á fæti og var hann fluttur heim til sín. Mikil hálka var á götum ibæjarins fram eftir degi í gær, ~og orsakaði hún allmargá bif- reiðaárekstra, en ekki er talið -að þeir hafi orðið stórvægilegir. ".I einum árekstrinum lentu jprjár bifreiðir. Maður verður Vbráðkvaddur. Síðdegis í gær, eða laust eftir ikl. 6 var lögreglunni tilkynnt að aldraður maður hefði hnigið :niður á mótum Grettisgötu og Vegamótastígs og væri hann sýnilega aðframkominn. Þegar lögreglan kom að manninum virtist hann örendur og stað- festu læknar það, er komið var með manninn á Landspítalann. Maður þessi hét Magnús Þor- steinsson, til heimilis að Fjöln- isvegi 18 og var hann áttræður að aldri. Bíll brennur. Um hálffimmleytið í nótt komu tveir menn á lögréglu- stöðina og tjáðu logreglunni að þeir hafi þá skörainu áður verið á ferð uppi við Selás þar sem þeirf sáu bifreið standa í björtu báli. Þessi bifreið mun hafa gereyðilagzt í eldinum. Þrjóskaðist við kall lögreglunnar. í gær bar það til tíðinda að maður, sem kvaddur hafði ver- ið til yfirheyrzlu hjá fulltrúa Sakadómará, en þrjóskast við að mæta var handtekinn af götulögreglunni. Hafði um- ræddur maður ekki sinnt kvaðningu Sakadómarafull- trúans þrátt fyrir ítrekuð til- mæli. Var þá götulögreglan send eftir honum í gær, en hann þrjóskaðist enn og neitaði að fara. Kom þá til slíkra átaka að lögreglumennirnir urðu að setja manninn í handjárn og flytja hann í hegningarhúsið. Alþjóðalið til eftirlits. Einkaskeyti frá AP. — Washington í gaer. Eftirlitsnefnd Vesturálfuríkj- anna er komin til Managua í Nicaragua, eftir að Siafa dvalist við athuganir í Costa Rica frá ’því fimmtudag s.l. Á grundvelli skýrslu þeirrar, sem nefndin hefir samið að loknum athugunum sínum í | Nicaragua, verður alþjóða- ’ gæzlulið haft um sinn á landa- i mærum Costa Rica og Nicara- ■ gua. Var það samþykkt á fundi ráðs Vesturálfuríkjasamtak- 1 anna, en að þeim standa 21 lýðveldi, og var samþykktin gerð einróma. Ráðið samþykkti einnig að veita Costa Rica frekari hernaðarlega aðstoð, þar sem vamarlið þessa lands á enn í höggi við innrásarlið í norðurhluta landsins. Bandarísku flugmennirnir, sem flugu Mustang-orustu- flugvélunum 4 til Costa Rica, verða þar viku tíma, til þess að kenna flugmönnum Costa Rica meðferð þeirra. Hæsta aldursftokki fjölgar örast. London (AP). — íbúatala Eng- iands og Wales nálgast hægt og bítandi 45. milljónina. Áætlað er, að mannfjöldi hafi yaxið um 184 þús. fyrri helming síðasta árs, og hafi verið 44.480.- 000 fí. 30. júni. En aldursflokkur- inn, sem f jölgun varð mest í, var fólk yfir (55 ára að aldri. * Irak tekur ekki þátt í Kairoráðstefnunni. Pakistan fagnar samvinnu Tyrklands og Iraks. Einkaskeyti frá AP. ráðherrann tekur ekki þátt í London í morgun. j henni. Ekki hefur fengist stað- Fregnir frá Ankara herma, að festing á, að sendiherra Iralcs .Wlenderes forsætisráðherra hafi hafi farið fráin á, að ráðstefn- sagt, að Tyrkir óski ekki eftir að unni verði frestað. apifla samvinnu Arabaríkjanna á Bridgekeppni TBK. Fyrsta umíeúð í sveitakeppni í bridge hjá Tafl- og bridge- klúbb Reykjavíkur fór fram í gær. Uslit urðu þessi, og eru nöfn fyrirliðanna talin: Ámundi ísfeld vann Björn Benediktsson, Guðmundur Daníelsson vann Gísla Hafliða- son, Benóný Magnússon vann Þorvald Matthíasson, Jónas Jónasson vann Jón Magnússon, en jafntefli gerðu Ingólfur Ól- afsson og Sófus Guðmundsson. Næsta umferð verður í Breið- firðingabúð nk. mánudagskvöld klukkan átta. ookkurn hátt, og það sé ekki af óvild til Arababandalgasins, að Tyrkir hafi unnið að öryggissátt- mála milli Tyrklands og Iraks. 'Pólitískur lasleiki? Afstaða Pakistans í varnarmáliim er hin/ mikil- vægasta. og hafa Tyrkland og Pakistan treyst .samvirinuna sin :i milli með örvggissáttmála. •— Forsætisráðherra Pakistans. sem Forsætisráðherra (raks hefur ■ er á förum á samveldisráðstéfn- 'tilkynnt, að hann geti ekki sótt una i London, sagði í gærkveldí, Kairoráðstefnuna á laugardag, að haxin fagnaði samvinmi Tyx-k- vegna lasleika, en Nasser forsœt- lands og Iraks. Hann lét í Ijós isráðherra boðaði til þeirrar ráð- von um, að fá tækifæri til að -«tefnu einmitt vegna öryggissátt- roéða við Nasser forsætiaráðhérra mála Tyrklands og Traks, og vek- er hann kemur við í Kairo á leið- >"íjr það því athygli. að forsætisf inni til Lóndon. Skipverjar áttu aó greióa sekt- ina. Brezk blöð segja frá því, að togarasjómenn í Ostende í Belgíu hafx nýverið gert verkifall, sem stóð í átta daga, og voru tildrögin ó- venjuleg. Höfðu útgerðar- rnenn dregið af launum sjó- mannaiina til að greiða sekt, sem togari hafði verið dæmdur í hér við land, én þá gerðu samtals 80 sjómenn verkfhll, og lauk því ekki fyrr cn útgerðarmennirnir tilkynntu, að ekki mundi veiða dregið af launum þeirra framvegis. Vísitalan 161 st. Kaupgjaldsnefnd hefir reikn- að út vísitölu framfærslukostn- aðar í Reykjavík hinn 1. jan. sl., og reyndist hún verá 161 stig. (Frá viðskiptamálaráðuu.). Chiang gegn vopnahléi. Athyglisverð breyting á Kínastefnu Bandarikjastjórnar. Einkaskeyti frá AP. London í morgun. Fuiltrúi kínversku þjóðernis- sinnastjórnarinnar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær, að hún myndi aldrei fallast á til- lögur um vopnahlé, en Eisenhovv er Bandaríkjaforseti sagði í gær, að hann væ.ri hlynutur því að slík tilraun yrði gerð. Eru þessi ummæli talin benda til mikilvægrar stefnu- breytingar Bandaríkjastjórn- ar gagnvart Kína, og muni það ef til vill á einhvern hátt tengt tilraununum ti! að koma því til leiðar, að bandarísku föngunum verði sleppt, og að horfur geti batnað í Asíumál- um yfirleitt. Forsetínn sagði enn fremur, að ekki væri hægt að líta svo á, að ferð Hammarskjölds hefði eng- an árangur borið, þegar slikur maðiir teldi að miðað hefði í rétta átt á viðræðufundunum í Peking. í Moskvu hefur verið gefið í skyn, að á bak við tjöldin muni raett um aðild hins kommúnist- iska Kína að samtökum Samein- uðu þjóðanna á þessu ári, og muni ]>að mál hafa borið á góma, er þeir ræddust við i Peking Hammarskjöld og Chou En-Lai. Getur spillt horfunum. En 'þótt nienn telji samkomu- lagshorfur hafa batnað, að vissu leyti, veldur það jafnframt á- hyggjum, að átökin milli þjóð- ernissinna og kommúnista fara harðnandi. Kommúnistar hafa til- kynnt, að þeir muni taka Tachen- eyjar hverja af annarri, en For- mósastjórn hefur hafið miklar gagnárásir á sldp og land komin- únista, þar sem þeir draga að sér skip og lið til innrásar á fyrr- nefndar eyjar og Formósu sjálfa. Brezku skipi sökkt. 1700 lesta brezku flutninga- skipi var sökkt i einni slíkri árás í gær, en skipshöfnin slapp öineidd. Verkakontvr fá kauphækkun. Samningar hafa verið undir- ritaðir milli verkakvennafélag- anna í Reykjavík og Hafnarfirið® annarsvegar og vinnuveitenda hinsvegar. Kaup hækkar sam- kvæmt liinum nýju samningum. Samkvæmt kjarasamningum félaganna eru þeir ekki upp- segjanlegir fyrr en 1. maí, en þá er heimilt að segja þeim upp með mánaðar fyrirvara. Stjóm- ir félaganna óskuðu þess, að eiga viðræður við stjórn vinnu- veitendafélagsins, og var það auðsótt. Af samningunum leiðir kaup- hækkun í ýmsum greinum. Qll almenn vinna hækkar úr kr. 6.60 í 7 kr. eða kr. 10.49 upp x kr. 11.13. Tito, forseti Júgóslaviu, sem að undanfömu hefir ferðast um Asíulönd er nú lagður af stað hehnleiðis á skipi sínu. Margþætt starf Húsmæðra- félagsins sl. 20 ár. Efnt til afmælishófs á mánudagskvöld. f næstu viku, þriðjudaginn 25. | þ. m. verður Húsmæðrafélag Reykjavíkur 20 ára. Félag'ið var stofnað á þeim tíma, sem óánægja Reykvikinga náði hámarki út af mjólkurmál- ununi, en það var þegar Mjólkur- félag Reykjavíkur var la'gt niður og Mjólkursamsalan stofnsett. Reykviskar konur höfðu þá | forgöngu urn mjólkurverkfall og stóð það í 5 daga. En þær konur, seru stofnuðu til mjólkurverkfalls ins ákváðu að halda samtökum sínum áfram enda þótt starfssvið ið yrði á öðrum grundvelli. Skommu síðar gengust þessar konur fyrir því að fátæktun kon- tini og börntim gæfist kostur á að dvelja i sveit og hvíla sig frá önnum daglegs lífs og strits nokk urn tírna úr sumrinu. 1 þessu skyní tók félagið bæði hús á leigu og liyggði sitt eigið hús og hafði urn skeið þrjár byggingar utan Reykjavíkur til umráða. Dvöldu þar allmargar konur og fjöhnörg börn-.og gaf starfsemi þéssi hina beztu raun. Síðustu árin hefur starfsemi Húsmæðrafélags Reykjavíkur færst aðallega inn á það svið að efna til námskeiða fvrir ungar stúlkur og verðandi húsmæður bæði í matargerð og saumi. Uxn. nokkurra ára skeið, eða frá því ai-ið 1949 liefur félagið fengið rúmgott húsnæði til umráða í Rorgartúni 7 og þar hefur fé- lagið mjög fært út kvíarnar og rekið starfseminá með miklum. myndarbrag. Kennarar félagsins eru nú þær Hrönn Hilmarsdótt- ir í matargerð og Iielga Finns- dóttir og Fanney Friðriksdóttir i saúmi. Félagar eru 250 og er frú Jón- ína Guðmundsdóttir formaður,, en hún hefur verið í sfjórn fé- lagsins frá stofnun þess. Aðrar konur í stjórn eru þær Inga Andreassen, vSoffia Ólafsdóttirff Margrét Jónsdótir, Guðrí'm Ól- afsdóttir, Þórdís Andrésdóttir og Þóranna Símonardóttir. Húsmæðrafélag Reykjavíkur minnist afmælisins með hófi í Þjóðleikhússkjallarantiin n.k. mánudagskvöld kl. 7.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.