Vísir - 26.01.1955, Blaðsíða 10

Vísir - 26.01.1955, Blaðsíða 10
10 vncsm Miðvikudaginn 26. janúar 1955- IIIRÐ- ktœkir 75 JERE WHEELWRIGHT vegginn var Nethercot Hall. Mjög var hið fagra hús- farið að láta á sjá, því að það var nagað af tímans tönn, en á síðari árum hafði það við þætzt, að vegna fátæktar eigendanna hafði ekki verið unnt, að halda neinu við. Allt var í hinni megnustu niðurníðslu. Francis leit í kringum sig. — Við verðum að komast inn, lávarður minn, og tjóðra hestana. Ég er smeykur um, að við munum traðka á rósum Ann. en hjá því verður ekki komist. Svo skulum við fara að fram- hlið hússins, svo að við þurfum ekki að standa augliti til aug- lits nema við einn þjón. Það varð skyndilega eins og honum hefði orðið bylt við. — Herra minn, sjáið. Það er ekki vottur af reyk upp úr reykháfnum. Skyldi eldabuskan hafa sofið yfir sig — eða hvað? Fólkið hlýtur þó að vera komið á fætur? Francis dró korða sinn úr slíðrum og gekk gegnum hliðið | og John gerði slíkt hið sama og kom hægt á eftir. Hann hafði: tekið með sér korða lögreglumannsins, sem hann hafði barist við. John var svo kvíðinn orðinn, að við lá að hann klökknaði. Það lagðist í hann, að eitthvað illt hefði komið fyrir. — Lim- girðingarnar, sem einu sinni höfðu verið fagrar og vel hirtar, voru þó enn til skjóls, og læddust þeir nú -fram með einni þeirra. Á þeirri hlið hins mikla húss, sem að þeim sneri, voru, hlerar fyrir öllum gluggum og ekkert hljóð barst að eyrumi þeinra, né heyrðist hestur hneggja í hesthúsunum. Kvíði Johns óx með hverju andartakinu og hann æddi nú fram og hann gekk við hlið Francis, en hann kippti í.hann, og bað hann fara sér að engu óðslega. j — Hægan, hægan, lávarður minn. Er fyrir hornið kom sáu þeir einn mann á verði, annars var ekki lífsmark á neinu. Varðmaðurinn bar staf og sverð, I en það voru dyrnar, sem drógu að sér athygli hans — orðin | sem á hurðina höfðu verið letruð blóðrauðum stöfum í svo J miklu skyndi, að lekið hafði úr þeim niður eftir allri hurðinni,, og var líkast sem hún væri þar blóðdropum blettuð. Orðin voru þessi: „Drottinn miskunni sig yfir okkur“. i — Pestin, hvíslaði Francis titrandi röddu. : John varð það fyrst fyrir að slíðra sverðið. — Ég yerð að komast inn, sagði hann. — En það er pestin, hálfstamaði Francis, sem nú var ekki alveg viss um, að John hefði heyrt til hans. — Ég verð að komast inn til Ann, hvað svo sem það er. — Ég held, að þú gerir þér ekki grein fyrir hættunni. Ég hefi komið í hús í London og Exter, þar sem pestin herjaði. Húðin verður svört og blettótt og þrútin og líður miklar kvalir. Og ég hefi séð vagna, sem líkum pestasjúklinga var staflað á. Það er ógurlegt. Við skulum koma okkur af stað tafarlaust. — Francis minn góður. Ég hefi líka séð sitt af hverju og veit hvað hér er um að ræða. Ég hefi séð sjúklinga, sem höfðu háan blóðhita, og húðin orðin þurr og skorpin og þeir liðu líka miklar kvalir, en ég man ekki eftir neinum svörtum blettum. — Kannske pestarfjandinn lýsi sér ekki allt af með sama hætti, en hvað sem því líður vil ég hvergi nærri koma, þar sem pestin geisar. Francis var orðinn rólegur aftur og gekk í áttina til garðs- ins og hestanna. John kom á eftir honum, auðsveipur, að því er virtist. En allt í einu nam hann staðar og mælti: — Eg held, að eg geti opnað glugga að utanverður frá með rýting mínum. Geti ég það ekki mun ég berja hægt á glugg- ann, í von um, að þeir, sem inni eru, heyri til mín, en varð- mennimir ekki. Francis snerist á hæli. — Guð minn góður. Þú mátt ekki gera þetta. — Samt sem áður verð ég að gera það. Reyndu að finna eins góðan felustað og þú getur og komdu daglega þangað, sem ég get talað við þig. Það er ekkert verra að reyna að komast inn úr garðinum en annarsstaðar. Francis reyndi að stöðva hann, en hann gekk rólega upp að húsinu, valdi sér glugga, og stakk oddi rýtings síns í fúinn viðinn. — Rotinn, eins og ég bjóst við. Francis, ég er staðráðinn í að berjast við þig, ef þú reynir að aftra mér, Víktu til hliðar, ef þú vilt ekki koma með mér. — Lávarður minn — inn í pestarbæli get eg ekki fylgt yður. —: Vertu þá á verði úti fyrir, ef ég kynni að þurfa á hjálp þinni að halda. Aha, hann lætur undan. Og get losað um hann og skriðið inn. Það er stundum gott að vera í grannara lagi. Samt verðurðu að lyfta mér og ýta duglega á eftir mér. Einhvern veginn tókst þetta og nú stóð John í herbergi, sem var furðulega hreint og þokkalegt, en fátt var þarna hús- gagna. Hann reif stykki úr gluggatjaldi og batt fyrir vit sín, ef einhver vernd skyldi vei'a í slíkri grímu. Um leið tók hann eftir því að Francis hafði fært sig frá glugganum, til þess að forða sér undan pestaloftinu, sem út mundi streyma. Hann lokaði glugganum eins varlega og hann gat, en það marraði óþægilega í hjönmum. Svo læddist hann inn í herbergið grímu- klæddur, með rýting í hendi. Það brakaði í gólfinu, í hvert skipti sem hann steig á það, og fór þetta svo í taugarnar á honum, að hann taldi víst, að allir í húsinu myndu heyra til ferða hans og verðirnir úti líka. En svo fór hann að hugsa um Ann og hvort hið hvíta, fagra andlit hennar mundi nú allt með svörtum pestar blett- um. Áhyggjufullur þreif hann í hurðarhúninn og bjóst til að fara út í göngin, er kallað var styrkri kvenröddu: —Ég er vopnuð boga. Sleppið rýtingnum, eða ég sendi ör beint í brjóst yðar. — Ann, hrópaði hann himinlifandi, en í sömu svifum þaut ör fram hjá höfði hans og festist í hurðinni. Á næsta andar- taki lá Ann í örmum hans. — John, John, elsku John. Særði ég þig? Það greip mig fát, er þú kallaðir nafn mitt. — Ég er ósærður, sem betur fer, sagði hann fagnandi, greip um axlir hennar og virti hana fyrir sér áhyggjufullur, en það var sem birti yfir honuní öllum, er hann sá að andlit hennar var jafn fagurt og bjart og áður, og vottaði ekki fyrir neinum blettum, og augun hrein og skær. Hann ætlaði að kyssa hana, en hún bandaði honum frá sér. Tárin streyfndu niður kinnar henni, er hún sagði: — Ég hefði ekki átt að snerta þig, ég hefði ekki átt að snerta Þig- Og hún kveinaði þannig áfram, er hann aftur reyndi að faðma hana að sér. — Veslings faðir minn liggur að dauða kominn og sé um pestina að ræða, eins og við höfum gildar ástæður tl að ætla, hefi ég smitast og smitað þig líka. En ég gat ekki annað, ég hefi þráð þig svo í örvæntingu minn. Og þegar ég heyrði mál þitt, hjartans vinur minn — í fyrstu þekkti ég þig ékki með þennan klút fyrir ahdlitinu. Á kvöldvökunni. Sjónvarpið vinnur hvem sigurinn af öðrum í Bandaríkj- unum og útbreiðsla þess fer stöðugt vaxandi. Henry Beei% sem um 30 ár hefur starfað við hjónaskilnaðarréttinn, segir, nýlega að fram á síðustu tímaj hafi þrjú aðal þrætueplin milli hjóna í skilnaðarréttinum ver- ið þessi: 1. Hvert þeirra ætti að haldai börnunum? 2. Hvort þeirra fengi bif- reiðina? 3. Hvort þeirra ætti að hafai hundinn? En nú segir hami að þriðja' ágreir(ingsejfmðí sé breytt og| hljóð svo: Hvort á að halda sjónvarpstækinu?" Frú milljónamæringsinsi hafði boð fyrir nokkrar vin- konur sínar, og ein gat ekki á, sér setið og spurði: ,,Er maðurinn þinn raun- verulega svo rikur, sem sögtm fara af?“ „Hvort hann er, það er eng- um orðum aukið,“ svaraði fn't milljónamæringsins“. ,,En ertu viss um að allir þessh- peningar hafi gert hann hamingjusaman?“ spurði vin- konan. Frú milljónamæringsins hugsaði sig um, en svaraði svo: „Nei, það álít eg ekki — en. mig hafa þeir aftur á móti gert;: hamingjusama." • Maðurinn kom hlaupamóður- til leikhússins og spurði miða- sölustúlkuna hvort leikritið væri byrjað. „Byrjað?“ svaraði hún, „tjaldið er þegar fállið fyrir einn þátt“. ,,En vonandi ekki þann. fyrsta“. Verkstjóri námunnar hittii námamann á götu og var mað- urinn mjög drukkinn. „Hvað er þetta Tumi, ertu nú fullur aftur?“ „Ójá — það er eg.“ „En heldurðu ekki, Tumi mmn, að það væri hoUara fyrir þig að láta viskíið vera kyrt í flöskunni?“ „Nei, það held eg ekki, eg gæti þá dottið og brotið hana,“ sagði Tumi og reikaði heim- HUUWWVVVWVVWJWVVVWV'JVVWAÍVVWUV'/. leiðis. Copr. 195!. Eilnar Itírr nurrouph*. rntr—Tm. Rcc. u.s.Pat. Olf. pistr. by United Ftkttue,^yndicatp» Iuc. En með þeim var hvít kona, og það brann eldur lir augum hennar, er hún hljóp fram. Storb gat varla trúað sínum eigin augum. „Peggy“, hrópaði hann, „leystu okkur.“ C d. SuwcughAs TAHZAM 1737 Um Ieið ög fyrstu kyndlunuhi var Srarpað að fómarstólpunum, heyrðist reiðilegt urr. Það voru Zutag og hinir aparnir, sem voru komnir á vettvang að bjarga Tarzan.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.