Vísir - 23.02.1955, Blaðsíða 6

Vísir - 23.02.1955, Blaðsíða 6
vtsnt Miðvikudaginn 23. febrúar 1955. D&GBLAÐ Ritstjóri: Hersteiim Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstrœti 3, Algreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1860 (fimm linur). Otgefandi: BLAÐAtJTGÁFAN VÍSIR H.F. Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Vetrarkorkur á Norðnrlamfi. Saircifökgi&omSur, hasbonn, vatnsþtrrð, ffostbörkia*. Ný tógregítisted. Nú virðist hilla undir það, að ný lögreglustöð verði reist hér( í bænum, og munu menn, sem hafa hugleitt þetta mál, segja sem svo, að ekki hafi verið vanþörf á að hefjast handa í þessu efni. En hinu er heldur ekki að leyr.a, að í mörg horn hefur verið að líta á undanförnum árum, að því er fram- kvæmdir fyrir hið opinbera og almenning hefur snert, og af því a'ö lögreglan hefur ekki verið alveg á götunni, hefur ekki verið gengið að því með oddi og egg að koma upp yfir hana sómasamlegri byggingu. Staðarvalið hefur einnig valdið nokkr- um töfum, því að ekki er hægt að staðsetja lögreglustöðina hvar sem er, því að hún verður að vera á hentugum stað mið- svæðis, meðan ekki er horfiö að því ráði að hafa margar smærri víðsvegar um bæinn, en ao því kann auðvitað að reka, ef bær- inn heldur áfram að þenjast út eins gífurlega og ört, og hann hefur gert upp á síðkastið. I Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur skýrt Vísi svo frá, að ætlunin sé að reisa hina nýju lögreglustöð í áföngum. Virðist það fyrir marga hluta sakir heppilegast, að hægt sé að taka bygginguna í notkun smám sarr.an, en að reisa allt báknið í einu og verða að bíða hver veit hvað lengi eftir að unnt sé áð taka hana í notkun. í þessu efni verður það sjónarmið að ráða, að ekki er unnt að reisa bygginguna alla í einu, því að fé er ekki fyrir hendi, þegar jafnframt þaff a'ð hugsa fyrir ýmsum öðrurn mannvirkjum, sem er einnig aðkallandi að reisa. Þess hefur einnig verið getið, að í þeim hluta hinna vænt- anlegu lögreglustöðvar, sem fyrst verður ráðizt í að reisa, muni verða fullkomin fangageymsla, sem kemur þá í stað kjallarans undir núverandi lögreglustöð. Hefur það oft og margsinnis verið gagnrýnt, hvernig aðbúð þeirra manna er, sem lögreglan verður að hafa þar í haldi, og þar hafa einnig komið fyrir hörmuleg óhöpp, sem ástæðulaust er a'ð' rifja hér upp, en þau hafa jafnan vakið menn til umhugsunar um það, að bæta þarf geymslu þá, sem lögreglan hefur til skyndiafnota. Lögreglunni er vitanlega ljóst eins og öðrum, að gera þarf ufnbætur á þessu sviði, en ekki verið unnt úr a'ð bæta. Á hinn bóginn er lögreglunni nau'ðsyn að hafa eitthvert húsnæði til að geyma þá menn, sem ekki þykir rétt að hafa á almanna- færi um hríð af einhverjum ástæðum, og því var á sínum tíma gripið til þess ráðs að útbúa fangaklefa í kjallara lög- areglustöðvarinnar. Lögreglan hefur um langa hríð verið hornreka. að bví er fiúsnæði snertir, og var því tími til kominn, að úr yrði bætt. Þess er og að vænta, að hún verði á margan hátt færari um a& gegna þjónustu sinni í þágu öryggis bæjarbúa þegar hin nýja bygging verður tekin í notkun að einhverju leyti. Hún hefur mikil- vægu hlutverki að gegna, sem kosta verður kapps um að gera henni fært að inna sem bezt af hendi. Það tekst m. a. með þvi að bæta starfsskilyrði hennar með nýrri bækistöð. Styrkjra lasiía krossisn. TT'ins og mörg önnui1 mannúðarfélög hefur Rauði kross íslands helgað sér tiltekinn dag á ári hverju, þegar leitað er tii al- mehnings, og hann beðinn að hlaupa undir bagga með nokkru fjárframlagi. Rauði ki-ossimi starfar fyrir almenning, og þess vegna er það skylda almennings, að hann rétti félaginu hjálp- ar hönd. Það bendir mönnum á, að það óski hjálpar þeirrar í dag. Á morgun geti svo farið, að þéir hinir sórriu þurfi á hjálp Rauða krossins að halda. Frá fréttaritara Vísis. — Akureyri í gær. Um langt skeið hafa ríkt kuldar liér norðanlands <og snjór hefur sumstaðar váldið samgöngrutöfum, einkum í Þingeyjarsýslu. Nokkur bót í máli er þó að tveir snjóbílar hafa haldiS uppi stöðugum ferðum í nokkuru.m hluta Þingeyjarsýslu, þar sem öðrum bílum hefur ekki verið komið við, og þar með bætt ur brýnni þörf. Eins og áður hef- ur verið skýrt fr.á,. sendir Kaupfélag Þingeyinga snjóbí'i alltaf cðru hverju upp í Mý- vatnssveit til þess að sækja þanga'ð rjóma, en leiðin til Mývatnssveitar er ófær öll’um öðrum bílum en sjóbílum, Snjóbíll f'rá Kaupfélagi Þing- eyinga hefur einnig farið nokkurar ferðir yfir Reykja- heiði bæði með póst og farþega. en snjóbíll frá Akureyri haldið uppi ferðum yfir Vaðlaheiði einnig með póst og farþega, og stundum farið allt austur að Breiðamýri í Reykjadal, I Köldukinn í Þingeyjarsýslu er mjög erfitt um samgöngur um þessar mundir, vegna snjóalaga á vegum. Siðustu dagana hefur þjóðvegurinn verið ruddur til þess a5 bæta úr samgönguþörfinni, : og þá fyrst og fremst vegna mjólkur- flutninga um sveitina. Hafa bændur víða orðið að flyíja mjólkina á sleðum í veg fyrir mjólkurbílana. Milli Dalvíkur og Akuréyrar hefur v.erið illfært að undan- förnu. Hafði vegurinn verið ruddur fyrir nokkru og við það myndazt traðir víða, en síðan fennt í þær, svo vegurinn var illfær orðinn. Síðustu dágana hefur vegurinn verið rudduf að nýju. Fara bílar annan hvérn. dag með mjólk til Akureyrar og flytja 4—5 þús. lítra 1- hverri ferð. I Bárðardal í Þingeyjarsýslu hafa verið óvenju mikil frost eins og annars staðár norðan- lands og hafa þau m. a. orsakað að Skjálfandafljót hefur lágt alla leið frá Lundarbrekku og norður að Kálfborgará. Er það næsta óvenjulegt að Skjálf- andafljót leggi þannig nema í mjög hörðum vetrum. Hesta og sleðafæri er sæmilegt, og sækja bændur nú hey sín á sleðum austur á Fljótsheiði. En austur á Fljótsheiði heyja bændur úr Bárðardal flest sumur og g'eyma heyin þar fram á vetur. í Laxárdal í Þingeyjarsýslu hefur verið stirfin tíð um skeið, hríðað nokkuð og verið á hörku frost, alit upp í 27 stig. Snjóa- lög eru nú þannig að hörð skel veldur það hagleysu í dalnum. í Ólafsfirði er farið að bera á vatnsþurrð við rafstöð bæj- arins og veldur það rafmagns- skorti. Hefur orðið að taka rafmagnið af tvívegis á hverj- um sólarhring, annars vegar frá kl. 12 til 4 e.h. á daginn og hinsvegar frá kl. 12 á miðnætti til kl. 7 á morgnana. Þetta hef- ur þó ekki dugað til, því þurft hefur að taka hjálparstöð til liefur myndast á honum og aðsto&ar. Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika af völdum frosta norðanlands, er þó ekki svo með öllu illt að ekki fylgi nokkuð gott. — Þannig fagna Akureyringar skautasveliinu sem komið hef- ur verið. upp á íþróttavelli bæjarins. Var byrjað að veita vatni á 'völlinn um' áramótin óg síðan hefur því verið dælt yfir hann oðru hvoru. En sök- um va.tnsskorts í bænum hef- ur ekki verið unnt að halda svellinu eins. vel við og þyrfti. Hefur skautasvæðið verið mik- ið sótt af ungum sem gömlum, ' enda er skautaíþróttin eftir- lætisíþrótt Akureyringa. — Á kvöldin ef svæðið upplýst og utvarpað hljómlist gegnum hátalara, Skautafélág Akureyrar og íþróttabandalag Akureyrar sjá um rekstur og framkvæmdir, en auk þess veitir svo bæjar- stjórnán 5 þús. kr. til þess að veita vatrii á skautasvæðið. — Nokkurra tekna er aflað með því að selja aðgangseyri að vellinum og er daggjaldið 2 krónur fyrir fullorðna og 1 kr. fyrir börn. Bíógestur skrifar Bergmáli: „Það mun liafa veri'ð gert að umtalsefni í dálkum Bergmáls og cf til . vili víðar, að hegðun manna á samkomustöðum væri ekki slík sem skyldi i seinni ti'ð. Mér er ókunnugt um hegðun manna á danssamkomum, en iðuiega birta blö'ðin fregnir, sein bera með sér uð ýmsir hegða sér illa á slík- um stöðtim, og er á því auðfeng- in skýring, -þegar um ölvaða menn er að ræða. Af ölvuðu fólkí er gkki góðrar .hegðUnar að vierila. - ■" ’•■ ■ Á liitt má ef’ til vill benda, að hegðan manria í kvikmyndahús- um er stundum allmjög ábóta- vant, og verður þess einkum vart á síðdegissýningum,;. að ég hygg. Má- þar til nefna, að i hléi kemur |það eigi ósjaidan fyrir í sumum , kvikmyndahúsum, að menn leyfa sér að kveikja i sígarettum inni í sýningarsal, þótt slikt sé strang- lega bannað. Strangara eftirlit. Hér þarf augljóslcga strangara eftirlit, bæði vegna þess, að hér getur verið um eldhættu að ræða, að sætaáklæði sliemmist af neist- um eða glóð úr sigarettum, og vegna kvi k myndahúsgesta yfir- leitt, sem fellur illa að sitja í réykhafi á kvikinyndasýningum Banninu við reykingum ber vissu lega að framfylgja stranglega, og menn ættu sannarlega að geta sætt sig við, að fara fram í and- dyrið í liíéi, og reykja þar. Það gera vitanlega langflestir, en haldist inönnurii uppi að byrja þessu, mun þess skammt að bíða; að erfitt verði að girða fyrir þetta, Köll og læti. Þá hefur það þrívegis komið fyrir í seinni tíð, er ég hef verið á siðdegissýningu, að menn gátu ekki notið sýningar vegná þess, að imglihgar voru með köll og hróp, stilltu og vel siðuðu fólki tii mikiJs leiða. Það'*voru ung- lirigar (piltar), sem þannig hög- u'ðu sér, en aðrir reyndu að þagga niSitr í þeim, og fengu óþvegin svör. Ekki veit ég, livort y-in var í þiítuni þessum, og má vera, að svo liafi eigi verið, heldur að um óþroskaða pilta hafi verið að ræðá. seiri liafi ætlað að Vekja athygli á sér, en ekki athugað, að ménri hafa álmennt skömm á slíkri frarukomu. — Bíógestur." Bíogestur hefur þá lokið bréfi siriu. — kr. Landssmiðjan hefur smíði tveggja 40 iesta vélbáta. Asaiaar ffer tfil KJiápavíkiii*, IiJei n m SáSaváltJHr.' t Víða um hclm er Rauði krossinn sannkalíað 'stórveidi. Hann hefur innan-vébanda sinna mikinn fjöldá manna, sém vinna fyrir hann mikið og óeigingjarnt starf, og auk þess getur hann ævinlega tre-yst liðveizlu álls alménnings, þegar mikið liggur við. Ekkert skal um það fullyrt, hversu stór og öflugur Rauði krossinn hér á landi er í samanburði við sömu samtök með öðrum þjóðum, en íslendingar hafa þó oft sýnt í verki, að þeir kunna að meta störf hans og vilja veita honum stuðning, Og aðrar þjóðii- einnig fundið, að íslendingar vilja veg Rauða krossinn sem mestan. Við skulum sýna það enri í dag, að íslendingar vilja veita mannúðarsamtökum brautar- gengi nieð því áð .kaupa. m^rkl hai)^. C5g!iStyðja,l>anri,:aav Jeyti eftir föngum. Fyrir skemmstu hóf Lands- smiðjan smíði á tveim. vélbátúni og verður henni væníanléga loiúð seirit á þessu ári. Eins og Vísir héfir áður greint frá, hefir Landssmiðjan verið athaí’násöm um bátasmíðar I undanfai’ið, m. a. -smíðað. báta . fýrir Vestfirðinga, er hafa | reynzt mjög vel. Þetta eru 40 (lesta bátar, gerðir eftir teiicn- jingu Egils Þorfinnssonar 1 Keflavík. Er verið að reisa böridin í hinum nýju bátum, en eigendur þeirra eru Sigurður Pétursson, Djúpavík, og nýstofnað útgerð- arfélag í, Súðavík. 64-12;<maims vinna við smíðamar. Næsta verkefni Landssmiðj- unnar á sviði skipasmíða verður syo niðursetning véla í nýja varðbátiirii, sem verið er að smíða fyrir Norðlendinga, svo Og innréttingar í það skip,- eri það verður gert án þess að taka skipið á land. Þá má geta þess, ,skv. upp- lýsingum Jóhannésar Zoéga, förstjóra Landssmiðjunnar, að verið er að reisa stálskemmu mikla í fiskverkunarstöð Bæj- arútgerð . Reykjavíkur, og er það stærsta skemma, sem Landssmiðjan hefir - reist, : um 5110öViférmeíírar;;iSkemma:' þessi verður notuð sem fiskgeymsla. ix manita skyfcfo fórst N. York (AP). — Borgar- stjóri New York-borgar hefir bánnað notkun olíuvéla til hit- nnar í húsum í borginni. Er bánnið rökstutt með því, að undanfarið hafi nærri hálft hundrað bórgarbúa beðið bana af eldsvoðúm, ér kvikhuðU með þeini hætti, að olíuyélar sprungu. Ekki alls fyrir íöngu biðu til dæmis sex manns í sömu fjölskyldu — þar af þrjú börn —- bana, er slík oliuvél sprekk og íbúðin varð sam- stundis alelda. Handknattleiksmeistai-amót íslands í handknattleik heldur áfram í kvöld. Þá keppa í III. fl. K.R. og Þróttur., í meistara- flpkki Valur og Í.R. og* K.U. og Fram.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.