Vísir - 23.02.1955, Side 10

Vísir - 23.02.1955, Side 10
10 VTSIR .MiðvikudagLnn 23. febrúar 1555. ...W.l' *U-' "'í* * LEIKSDPPUH Eftir ROBIN MAUGHAM ii •«ftir. Hann hafðd ástæðu, sem gat veitt honum þá gleði að Iieyra rödd hennar þegar fyrir hádegi og segja henni í dags- Jjósi, að hann elskaði hana. Hann sofnaði, meðan hann var að hugsa um þetta. Gleðin og tilhlökkunin náðu aftur tökum á honum, þegar liann klæddist og meðan hann var á leiðinni til vinnu sinnar. Meðan á réttarhöldunum stóð, beið hann eiginlega aðeins éftir því, að hlé yrði á þeim um hádegisbilið. Klukkuna vantaði stundarfjórðung í ellefu, þegar dóms- /orsetinn reis úr sæti sínu og sagði, að réttinum væri frestað í klukkustund. John lokaði skjalatösku sinni og gekk röskum skrefum út í garðinn, þar sem símaklefi stóð úti í einu horninu. Það var dimmt i lofti þenna dag, en um leið og John opnaði simaklefann og fór inn í hann, laumaðist sólargeisli inn um einn gluggann á ganginum. Hann hafði mikinn hjartsláft, er hann bað um símanúmer liennar. Karlmannsrödd svaráði símanum. John hélt í fyrstu, að Íhann hefði fengið skakkt númer. „Er þetta Marsden 4256? „Já, við hvern óskið þér að tala?“ Röddin var hrjúf og •óaðlaðandi. „Get eg fengið að -tala við ungfrú Pat Ðoyne?“ „Eg held, að sú litla sé sofandi ennþá? Er það áríðandi?“ „Nei. ... “ John var svo þurr í kverkunum, að hann gat varla komið upp nokkru orði. „Get eg sagt henni, hver hafi hringt?“ „John Thompson.“ „Nú, það eruð þér. Pat hefur sag't mér frá yður.“ Hreimur hans var lítilátur og ágengur um leið. „Verið þér sælir,“. svaraði John þurrlega og hringdi af. Hann stóð drykklanga stund hreyfingarlaus í símaklefanum. Hún hafði skrökvað að honum! Ekki varð annað séð en að 'hún byggi með kárlmanni þeim, sem hann hafði einmitt verið að tala við. Þetta var þá ástæðan fyrir því, að hún hafði beðið hann um að hringja aldrei fyrir ellefu á morgnana, því að maðurinn hlaut að fara út í borgina klukkan ellefu. Hann sá Pat í anda fyrir sér. Honum flaug í hug, hvað hún .hafði verið feimin og að hún hafði sagt við hann alveg ákveðin, að hann skyldi ekki gera sér í hugarlund, að hann mundi hafa neitt gott af henni.... Og þó var það hverju orði sannara, að hún var gersamlega reynslulaus.... Mannsröddin, sem hafði svarað honum í símanum, hafði gert hann óðan af bræði. Én samt gat hann ekki gert sér grein fyrir því, að þessi feimna, óreynda stúlka byggi- með manni :með svoha hrjúfa rödd og léti hann jafnvel sjá fyrir sér. ... Það var einhver hrollur í honum' vegna þess, þegar hann fór úr dómhúsinu um klukkan tvö eftir hádegi. Þegar klukkan var að verða þrjú, hringdi síminn á skrif- borði hans. Hamr flýtti' sér að taka símatólið. „Get eg fengið að tala við herra Thompson?" Það var karl- mannsrödd, sem talaði, ákveðið og eins og um kaupsýslumann væri að ræða. Þegar John háfði sagt til sín, mælti maðurinn: ,,Það er einkaritari Sir Edmund Drewells, sem talar. Mér hefur verið sagt, að þér hafið kynnzt Sir Edmund í samkvæmi og svo hafi talazt til milli ykkar, að þið ræddust frekar við að Farland. Þetta er rétt, er ekki svo?“ „Jú, a& meira eða minna leyti;“ „Sir Edmund vildi gjarnan hitta yður í dag klukkan fimm að Farland.“ „Eg veit ekki almennilega, hvort eg get komizt í dag.“ „Þetta er eini dagurinn, sem harin er ékki úpptekinn alla þessa vikú. Hann flýgur á föstudaginn til New York. Eg er -viss um, að Sir Edmund mundi verða fyrir miklum vonbrigðum, ef þér gætuð ekki hitt hann fyrir brottförina.“ „Eg verð að vera kominn aftur til borgarinnar klukkan átta.“ „Eg get fullvissað yður um það, herra minn, að þér munuð verða kominn aftur löngu fyrir þann tíma. Sir Edmund þarf >að sitja ráðstefnu klukkan hálf sex. Farland er aðeins klukku- stundarferð frá borginni. Sir Edmund mun láta bifreið sína sækja yður klukkan fjögur.“ „Ágætt þá er allt í lagi.“ „Hvar viljið þér, að bifreiðin sæki yður?“ „í skrifstotú miria.“ „Bifreiðin mun verða komin til skrifstofu yðar klukkan fjögur. Og enn eitt.atriði, herra Thompson.... Sir Edmund ætlast til þess, að þér skýrið engum frá-fmidi yðar í dag, fyrr en þér hafið talað við hann. Þakka yður fyrir, verið þér sælir.“ Þegar klukkuna vantaði fimm mínútur í fimm staðnæmdistl skrautleg bifreið blaðakóngsins með John innan borðs frammi fyrir stóru sveitasetri, sem byggt var í viktorískum s.tíl. Hlið- vörðurinn leit sem shöggvast á ökumanninn, en síðan opnaði hann þungt járnhlið. Meðan bifreiðin rann síðasta spölinn milli grenitrjáa upp að sjálfu húsinu, hugsaði John um fundinn, sem hann átti í vændum með Ijóninu í gryfju þess. Löng, kuldaleg heimkejvsla, þurrlegur, óvinsamlegur ökumaðurinn, leyndardómsfull fram- koma einkaritara. Drewells, stórhýsið, sem var eins og fangelsi, þegar það birti'st honum — allt var þetta í stíl við manninn1 sjálfan, Drewell, sem enginn vissi, hvort mundi vera sá sami á morgun og hann var í dag. Ungur einkaritari tók vinsamlega ,á móti John og mælti: „Sir Edmund mun þegar taka á móti yður.“ Síðan var Jdhn fylgt til danssals, sem var hinn glæsilegasti og allur skreyttur 'fánum. Þar stóð blaðakóngurinn undir risavaxinni arinhillu og reykti vindil. Hann virtist lítill fyrir mann að sjá og feitur — og alveg eins og uppskafningur. . „Það gleður mig mjög að hitta yður, ungi maður,“ sagði hann. „Er ekki bezt að við snúum okkur strax að efninu?“ „Jú,“ svai’aði John, og vissi enda ekki, hvert erindi hans væri annars. „Gott og'vel, komið þér þá með mér.“ Blaðakóngurinn gekk út úr salnum, og fór John á eftir honum um langan gang, unz þeir komu að litlu ferhyrndu herbergi, sem skreytt var frönskum veggtjöldum. Drewell settist með gætni í stóí, er var hjá litlu símaborði. Hann gáf John merki um að setjast á legubekk andspænis sér. „Vindil?“ „Nei, þakka fyrir.“ „Gerið þá svo vel að fá yður vindling! Eg vona, að þér fyrirgefið, þótt eg segi yður án langs formála, hvers vegna eg hefi beðið yður um að koma.“ Blaðakóngurinn brosti svo sem augnablik en svo hélt hann áfram, og þá var rödd hans ósköp smeðjuleg: „Því rniður er eg mjög tímabundinn. . . . Eg mundi í rauninni kjósa að geta rætt þetta i betra næði og á lengri tíma. ... Eins og yður er vafalaust kunnugt á eg nokkur blöð. Eg get ekki borið á. móti því, að það véldur því, að eg hefi talsverð áhrif' á atburði í heimsveldi okkar. Þrátt fyrir þetta hefi eg þó aldrei haft áhuga fyrir að gefa mig að stjórnmálum. Hann þagnaði til að draga andann, og John greip þá tæki- færið til að segja: „Þér viljið sennilega heldur starfa að tjalda- baki og beita áhrifum yðar á þann hátt?“ „Stendur heima!“ mælti blað-akóngurinn. „Nú er það svo, að það er alveg út í hött að tilkynna, að við séum orðnir þjóð aumra þræla skriffinnskunnar, að við gefum nýlendur okkar á báða bóga, að álit okkar fari þverrandi um heim allan og þar fram eftir götunum.... þegar við eigum ekki unga, þrótt- mikla leiðtog'a, sem þjóðin ber traust til....“ Hvíti símirin við hlið hans fór allt í einu að hringja. Blaða- kóngurinn var óþolinmóður ásýndum, þegar hann tók heyrnar- tólið. „Já, hafið þetta bara eins og venjulega“, sagði hann, er hann hafði hlustað stutta stund og sleit svo samtalinu. Síðan laut hann yfir einkennilegt svart tæki, sem hékk í stálarmi nærri sæti hans. „Eg var búinn að segja yður, að eg vildi ekki verða fyrir ónæði,“ hvæsti hann og starði fullur fyrirlitningar á tækið. „Hvað' var eg að segja við yður?“ spurði hann, og svo hélt bann áfram með afsökunarbrosi: „Já, ef við eigum ekki unga, þróttmikla leiðtoga, sem þjóðin ber traust til,... Þér skiljið mig væntanlega? Það verður að blása nýjum lifsanda í hinn gamla, hrörlega flokk okkar! Eg hefi þess vegna tekið ákvörðun um að hefja sókn til að vekja menri til nýs áhuga fyrir hinum fornu hugsjónum okkar. Eg hefi sjálfur samið sóknaráætlun- ina. Öll blöð mín og tímarit munu þess vegna taka þátt í þessu. Eg hefi óteljandi hjálparmenn. En eg þarf meira.. . .“ Hann þagnaði og leit vinsamlega á John. „Þess vegna hef eg beðið yður um - að koma,“ sagði hann Á kvðidvökunni. Kennari nokkur við kverrna- skóla varð svo hiifinn ag nýiit- skrifuðum nemanda sínum, áð hann kvæntist henni. Hún hafði verið svo töfrándi og hegðað sér svo vel, að hann stóðst hana ekki. En strax eftir brúðkaupiö vai’ð hún mesta subba og rifr- ildisskjóða. Dag nokkum gat hann ekki lengur orða bund- izt og sagði: — Ekkert botna eg í því, að eg skyldi nokkum tima gefa þér sex fyrir hegðun. Maður nokkur var í sum- arleyfi í borg einni í Tyrol. Hann var svo hrifinn af staðn- um, að hann ákvað að kaupa húsið, sem harrn bjó í. — En er nú falleg útsýn frá húsinu? spurði Ridges. — Ja, það er nú eins og það er tekið, sagði bóndinn. — Horfi maður út um eldhúsgluggann, sér maður inn í svínastíuna, en horfi maður inn um fram- gluggann s^r maður inn í svefn- herbergi nágrannans. Hinn frægi rithöfundur John Steinbeck er þekktur að því að blóta hroðalega, þegar hann skiptir skapi. Nýlega skar Kann sig, þegar hann var að raka sig og jós úr sér formælingum. Þegar hann þagnaði vildi kona hans ganga fram af honum og endurtók fyrir hann öll blóts- yrðin. Þegar hún þagnaði sneri hann sér að henni og sagði: — Orðin voru öll rétt væna mín, en áherzlunum minum nærðu aldrei. Beyinn af Tunis reyndi ný- lega að vera vitrari en Salómon konungur. Tunisbúi nokkur og kona hans komu á fund hans óg kváðust vilja skilja. En þau áttu þrjú böm og gátu ekki komið sér saman um, hvemig ætti að skipta þeim. — Þið skuluð búa saman, sagði Beyinn — þang'að til þið emð búin að eiga eitt barn í. viðbót og skiljið þá, ef þið viljið. Þau féllust á þetta, en að ári liðnu komu þau aftur og voru nú í ennþá meiri vandræðum en áður. Það var eiginmaður- inn, sem hafði orðið: — Á þessu ári hefir konan mín.eignast tvíbura. Hvernig eigum við nú að fara að? / 8 er fjölbreyttasta blaðiö Síðan Vísir varð 12 síður annan hvern dag, er f>að viðurkennt, að blaðið er það fjölbreyttasta og fróðlegasta, sem gefið er út hér. ÞAÐ ER AUÐVELT AÐ FÁ SANNANIR FYRIR ÞESSU. Látið senda yður blaðið ókeypis til mánaðamóta Síminn er 1660. Símíiut er 1660.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.