Vísir - 19.04.1955, Blaðsíða 4
vísra
Þriðjudaginn 19. apríl 1955«'
( D A G B L A Ð
Ritstjóri: Hersteinn Fálsson.
Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson.
Skrifstofur: Ingólfsstræti 3.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (firnm línur).
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Lausasala 1 króna.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Tíminn og Alþý&ublaðið.
Það er næsta lærdómsríkt að fylgjast með skrifum Tímans
og Alþýðublaðsins um verkfallið, sem nú stendur yfir.
Að vísu er ekki með neinu að fylgjast, að því er Tímann
snertir, þegar það er frá tekið, að komið hefur fyrir 1 forustu-
grein, að blaðið varar mjög réttilega við því, að verkfallið
verði pólitískt. Þó'má segja, að sú aðvörun komi nokkuð seint,
þar sem kommúnistar hafa ekki farið dult með, allt frá því
fyrir verkfall, að átökin yrðu pólitísk, og tilgangur þeirra
fyrst og fremst að knýja ríkisstjórnina frá völdum, en ekki að
bæta kjör þeirra, sem minnst bera úr býtum.
Tíminn, sem á stundum hefur átt það til af gamansemi að
gorta af „víðtækri fréttaþjónustu sinni“, virðist alls ekki hafa
hugboð um, að daglega eru framin ofbeldisverk á borgurum
landsins, ferðir þeirra heftar um þjóðvegi, eignum rænt og
spillt, menn barðir með kylfum. „Hin víðtæka fréttaþjónusta"
Tímans hefur hvergi orðið slíks áskynja. Sjálfsagt er að vera
orðvar, þegar mikil tíðindi og ill gerast, en það er ekki að
vera orðvar að steinþegja um yfirgang og ofbeldi oð taka ekki
málstað þeirra, sem eiga í höggi við ofbeldismenn. Það er
miklu fremur skylda dagblaða að segja frá óhæfuverkum, sem
unnin eru á friðsömum borgurum, en draga ekki fjöður yfir
þau og þar með vinna að því að slæva dómgreind fólksíns og
almenningsálitið í landinu, sem vissulega hlýtur að fordæma
ofbeldi og yfirgang, svo sem rán og kylfubarsmíðar.
Maður skyldi ætla, að það eitt væru ofbeldisverk, er mjólk-
urflutningar eru stöðvaðir eða mjólk hellt niður. Þegar slíkt
hefur komið fyrir, stendur ekki á Tímanum, alveg réttilega,
að greina frá því. En til eru fleiri ofbeldisverk en þau, sem
sérstaklega bitna á bændum landsins, og fleira er saknæmt en
að hella niður mjólk eða fara með ofbeldi að mjólkurbílstjór-
um. „Fréttaþjónusta" Tímans lætur það eins og vind um eyrun
þjóta, þegar ofbeldismenn ræna benzíni og kveikja í því uppi
í sveit. Tíminn virðist ekki hafa hugboð um, að skipulagðir
flokkar, vopnaðir bareflum, liggi í launsátri við þjóðvegi
landsins, og berji síðan á vegfarendum, sem telja sér umferð
frjálsa. Þá þegir Tíminn. Þessi þögn er ekki réttmæt.
Hins vegar er þáttur Alþýðublaðsins skiljanlegri að vissu
leyti, að því er snertir ski'if í sambandi við verkfallið. Flokkur,
sem verður að burðast með jafn „heilsteypta“ menn í trúnað-
arstöðum og þá Hanníbal og Gylfa Þ. Gíslason, getur tæplega
tekið sterklega til orða gegn ofbeldisverkum. Til þess er sam-
hugur þessara dánumanna og kommúnista of náinn. Gylfi, sem
nú er vafalítið slyngasti línudansari á Alþingi íslendinga, lætur
ekki lýðræðisjafnaðarmennskuna og virðingu fyrir lögum og
rétti verða sér til of mikils trafala, því að honum sýnist væn-
Jegast að hafa kommúnistana „góða“, ef ske kynni, að von væri
um „vinstri samvinnu“, en það er eftirlætishugmynd hans og
Hanníbals.
Alþýðublaðið er vesælt bergmál Þjóðviljans þessa dagana.
Það verður að dansa með, og þó að það vegsami ekki berum
orum lögbrjóta og ofbeldismenn, þá þegir það um ávirðingar
þeirra og samþykkir með þögninni. Eru kylfubarsmíðar út-
sendara kommúnista og gripdeildir í samræmi við það, sem
hinn íslenzki Alþýðuflokkur þekkir hjá flokkum þeim, sem
sitja að völdum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, flokkum, sem
þeir á hátíðarstundum nefna „bræðraflokka?“ Heldur Alþýðu-
blaðið, að það réttaröryggi, sem okkur íslendingum er boðið
upp á, tíðkist í löndum þeirra H. C. Hansens, Gerhardsens og
Erlanders? Skyldi Alþýðublaðið yfirleitt kunna að skammast
sín?
Enginn býst við öðru en þvættingi og ósönnum frásögnum
í Þjóðviljanum, málgagni kommúnista. Þar er bókstaflega öllu
snúið við. Friðsamir borgarar verða þar að „árásarmönnum",
„stríðsóðum skríl“ eða „fasistum“ og þar fram eftir götunum.
Ofbeldismenn, sem láta kylfur dynja á samborgurum sínum,
eru sagðir „verkfallsmenn við skyldustörf“, og þannig mætti
lengi telja. En þetta vita menn fyrir fram, og engan þarf að
undra. Kommúnistar eru nú einu sinni svona, bæði hér og
annars staðar. Þetta eru þeirra vinnubrögð.
En það sýnist réttmætt, að búizt sé við því af dagblöðunr,
sem oft kenna sig við „lýðræðisjafnaðarmennsku“, að þau láti
ekki fólskuverkin óátalin og stuðli frekar að því að halda uppi
Jögum og rétti á landinu en hitt.
íslenzkt réttarfar má ekki snúast upp í skrxparéttarfar, og
því réttaröryggi, sem íslendingar hafa átt við að búa, má ekki
varpa fyrk: róða. Þá hefðu kominúnistar náð tilgangi sínum.
;...l_i_1. .. . . .... 3^1
F'immtugur i dug:
Benedikt Jakobsson,
fimleikastióri og íþróttafrömuóur.
Benedikt er fyxir löngu þjóð-
kunnur maður fyrir margþætt
stai-f sitt innan íþróttaJrreyfing-
arimxar. Eg mun því ekki rekja
hér þann mikla þátt, er hann.
hefur átt í fi'amgangi þeirra
mála nú um langt árabil. Til
þess rnunu aðrir verða, mér
færaii.
Um rámleg 20 ára skeið
höfum við stai-fað og blandað
geði saman. Hef ég löngum ver-
ið þar þiggjandinn. Mig langar
því til að fara nokkrum orðum
xun manninn, Benedikt Jakobs-
son.
Benedikt er hugsjónamaðu:
)þreytandi elja hans í því starfi,
er hann hefur helgað alla
krafta sxna, sannai’ það bezt.
Alltaf boðinn og búinn að vinna
að framgangi hvers þess máls,
sem er til eflingar íþróttunum.
Mig hefur oft undi'að, hverri
óhemju hann hefur hlaðið á sig
af alls konar aukastörfxxm fyrir
íþi’óttahreyfinguna. Þeir verða
víst seint taldir, allir þeir tím-
ar, sem hann hefur starfað end-
ui'gjaldslaust fyrir Í.S.Í. og önn-
ur félagasamtök að samningu
reglugerða og skipulagsmálum,
að viðbættum fjölda kennslu-
stunda. Benedikt er hlédrægur
maður og lætur lítið yfir starfi
sínu, enda þótt hann sé einna
bezt menntaði íþróttakennari
landsins.
Fáum mun það kurmugt, að
Benedikt er álxugamaður mikill
um andleg mál og hagyrðingur
góður. Hairn leitar sannleikans
um lífið og tilveruna á þeim
eina stað sem hann er að finna,
hið ínnra með manninum sjálf-
um og í lífsbirtingu daglegs lífs.
Reynir að skilja þau lögmál, er
stjónxa framvindu alls lífs og
aðeins geta bii'zt manninum
em raunyei’uleiki gegnxxm eigin
lífsreynslu og lífstjáningu um-
hverfisins. Það er því eigi að
undra, að hann hefur hneigzt
Kylfuárásin...
Framh. at i. síðu.
um bílinn. Einn þeirra lét þó orð
falla urn, að skammarlegt væri að
ráðast á einn mann, sem ekki
hefðist neitt að. En ekki stoðuðu
þau mótmæli, og tautaði fyrir-
liðinn eittlxvað um „aga“.
Þess skal getið, að bílstjór-
inn á bílnum R-3704 stóðrétt
hjá og horfði á ofbeldismann-
inn berja Sturlu, stéttarbróð-
ur sinn, með kylfu.
Stui'Ia var klæddur þykkri
kuldaúlpu og hlífði hún nokkuð
við höggum hins óða manns.
Að lokum skal þess gctið, að
Sturlalxugs aði unx það eitt að
bera af sér höggin eftir því sem
hann gat, en gerði enga tilraun
lil annars.
Þetta er í stuttu máli frásögn
af kylfuái’ás hinna „friðsömu
vei’kfallsvarða“. Geta menn svo
dæmt um friðsemi þessai’a manna
sem nú eru skikkaðir til að halda
uppi verkfallsvörzlu.
Gera vei'ður ráð fyrir, að
Sturla kæri árás þessa, cnda
þekkir Iiann í sjón fyrirliðann,
barsmíðamannin, og einn verk-
fallsvarðanna, auk hins „hug-
prúða" bilstjóra á B-3704.
mjög að kemxingum danska lífs-
spékingsins Martinusar.
Eg vona, að Benedikt reiðist
mér ekki, þótt ég í þessu sam-
bandi láti fylgja hér með nokk-
ur erindi úr kvæði hans,
„Mynd“, sem er mótað af þess-
um skoðunum.
„Meistarinn fór að mála,
myndin var purpura lit.
Skapir þú eitthvað, mun andinn
auðga þitt daglega strit.
Meistari vilt þú vera,
en viljinn er kvikull og smár.
Leiðin liggur um þyrna,
þar loga bruna sár.
Af þraut er þroskinn leiddur,
þögnin er fegurst mál. —
Liljan er mynd þess máttar,
er meitlar þína sál.
Allt er af einum toga,
andinn, lífið og þú. ,
Hið illa, góða og efnið,
ást þín, hatur og trú.
Meistarinn fór að mála,
myndin varð honum lík.
Þú uppskerð eins og þú sáir,
ást guðs er mild og rík.
Innst býr í eigin bi'jósti
ódauðleg spyi'jandi sál. —
Hún þarf að hlusta og hlíða
á heilagt guðdómsmál.“
Allir íþróttamenn þakka þér,
Benedikt Jakobsson, fónxfúst og
dáðríkt starf í þágu iþróttamála
landsins og óska þér og fjöl-
skyldu þinni allra heilla á af-
mælisdaginn.
Fylgi þér gæfa og gengi,
greikka nú leiðin fer.
Lífsins er loka markmið
leitin að sjálfum sér. —
Yignir Andi'ésson.
Einsteins minnst
um heim allan.
Albert Einstein, hinn mikli
hugsuður og vísindamaður, sem
heimsfrægur er fyrir afstæðis-
kenningu sína, andaðist í gær í
Bandaríkjunum, 76 ára að aldri.
Þessi heimskunni stærðfræð-
ingur og eðlisfræðingur var þýzk-
ur Gyðingur, en fluttist til Sviss-
lands 15 ára með foreldrum sín-
uni, en er hann var orðinn fræg-
ur bauðst honum staða við Ber-
línarháskóla. Frá Þýzkalandi
varðhann að flýja vegna ofsókna
nazista, og eftir að hafa slarfað
við nokkra liáskóla , Evrópu,
gerðist hann prófessor við Prin-
cetonháskóla.
Vísindamen um allan lieim liafa
minzt Einsteins i tilefni af andláti
hans. — Lík hans var brennt, en
helztu líffæri tekin úr likaman-
um fyrir brensluna, samkvæmt
fyrinnælum liins látna.
Vei'kfallið, sem stöðvaði
Lundúnablöðin, stendur enn,
cjx sáttafundxxr verður hald-
inn í dag. — Lagt verour til,
en málið
að vinna ,
rætt írekar.
Það líður sjálfsagt ckki á löngxa
þangað til fer að verða vart viS
töluvei-ðan vöruskoi’t hér í bæn->
um vegna vei-kfallsins. Iíaffi eil
nú viðast alveg ófáanlegt, og lxafat
kaffisendingar til kauxxmanna ut-<
an af landi verið stöðvaðar aí
verkfallsvörðunum svonefndu,*
Vegna þess að verksmiðjur allaR
eru stöðvaðar er smjörlíki t. d. a?S
verða uppselt og loks eru kartöfl-
ur uppgengnar i verzlunum bæj->
arins. Nóg mixn þó til af kartöfl-
um í landinu, en af einhverjims
sökum komast þær ekki i verzl-s
anir. i
Verst fyrir efnalitla.
Það mun óhætt að kartöfluleys-*
ið verður verst fyrir efnaminnaí
fólkið, þvi í stað þess kemur helzti
ýmis konar niðursoðið grænmetia
sem alg'erlega er ofviða pyngjut
fátækari fjölskyldna. Og gera máí
ráð fyrir að mörgum þyki illt aS
þui’fa að eta bæði fisk og kjöt áii
kartaflna, eins og ein liúsmóðin
komst að ox-ði við mig í sima fyr-
ir helgina. Það mun talsverli
gengið á bh-gðirnar lijá þvi fólki#
sem hefur garða, en það stendurt
sjálfsagt enn bezt að vígi, og ei’
ekki nema gott eitt um það aS
segja að einhverjir skuli vera
sjálfum sér nógir á þessu sviði.
Ekki á það reynt.
Það hefur víst ekki enn reynfc
á það, hvort liin sjálfskipaða lög-
regla þjóðvegana, er verkfalls-
menn hafa kornið sér upp muni
stöðva kartöfluflutninga til bæj-
arins, en gera niá alveg eins ráð
fyrir því, þar scm kaffiflutningai*
hafa verið stöðvaðir, nemaí
kannske til KRON, eins og koinið
hefur fram í fréttum blaða. Það
er ekki nóg mcð að ofstækisfullirt
verkfallsforkólfar ætli að svelta'
allan verkalýð þessa bæjar me'ð
því að draga verkfallið á lang-
inn, heldur ætla þeir að reyna'
að svelta alla bæjarbúa, ef þeim
mætti takast það. Allar þessar að-
gerðii' verkfallsmanna koina auð-
vitað alveg eins niður á verka-
fólkinu sjálfu og virðist vera ó-.
þarfi að bæta því ofan á atvinnu-
leysið, einkum þegar þessar ráð-
stafanir geta engu áorkað til eða
frá i aðajínálinu, sem deilt exi
nm.
Ótækt ástand.
Annars er það auðvitað ólækt
ástand, að nokkrum mönnmn
skuli nokkurn tíma haldast uppi
að tefja umferð unx þjóðvegi.
landsins, og er einungis talandi
tákn þess hve borgararnir eru
várnarlausir, ef óaldarflokkar
taka lögin í sínar hendur. Þetta
vopn hefur reyndar snúizt nokk-
uð í höridum ofstopamannanna,
því almennt eru þeir fordæmdix*
fyrir ofbeldisaðgerðirnar. Öilum
löghlýðnum borguruni stendur
stuggur af slíkri framkonui og
geta ekki féllt sig við það, að
ekki geti komið til deilu um kau)i
og kjör án þess að nauðsyn sé
til að láta það koma niður á fjöl-
mörgiim óviðkomandi og brjóts
landslög. — kr.
• Uppþot varð í Norður-Belg-
íu í gær út af skólamálun-
um og stefnu stjórnarinnar,
en í höfuðborginni var ítyrrt.
Innanríkisráðjherrann til-
kynnti í gærkvöldi, að öll-
um, sem handteknir vorw
um Jhclgina, hefði verið
sleppt úr haldi, nema 34
. imönnum, sc*n báyu á séfc
vopn í lieimildarleysi,