Vísir - 19.04.1955, Blaðsíða 6

Vísir - 19.04.1955, Blaðsíða 6
vísm Þriðjudaginn 19. apríl 1955. • # Valdastreita kommiínista broddanna ungversku. Eftir Benjamin E. West. Berlín. — Það er meira en eínskær tilviljun, að fremstu itenn beggja þeirra deilda ung ■ verska kommúnistaflokksins, sem jöfurinn Matas Rakosi for- dæmir nú, skuli hverfa af stjórnmálasviðiiui án þess að geta varið gerðir sínar. í Budapest hefir opinberlega verið gefin sú skýring á þessu, að forsætisráðherrann, Imre Nagy og fyrsti varaforsætisráð herrann, Erno Gero, séu veikir. Þö liggur beinast við að ætla, að sjúkdómur þeirra sé fremur stjórnmálalegs en líkamiegs eðlis. Nagy er afsprengi Georgi Ma- lenkovs í Ungverjalandi. Hann liggur undir þeirri ákæm frá miðstjórn kommúnistaflokks- ins, sem er á valdi Rakosis, að hann sé „hægrisinnaður“. Einn- ig hefir miðstjórnin illan bifur á Gero, en hann er fjármálasér- fræðingur og gamall keppinaut- ur Rakosis um flokksforystuna. Hann er hinn „ókrýndi“ foringi hins nafnlausa „vinstri arms“ flokksins. Hjartabilun Nagys. í sjúkraskýrslu, sem tveir helztu læknar í Budapest gáfu út hinn 19. febrúar, segir, að Nagy hafi „veikzt af hjartabil- rm“ snemma í febrúarmánuði, en hami muni sennilega geta tekið aftur við störfum í apríl. Tilkynningin kom 11 dögum eftir að Malenkov hafði veríð bolað frá í Moskvu. En það sem er athyglisvert er, að stjórninni fannst nauð- syn bera til að láta lækna gefa út sjúkraskýrslu um heilsu Na- gys. Hingað til hafa slíkar til- kynningar komið frá ungversku upplýsingaskrifstofunni eða MTI, fréttastofu ríkisins. Hvað Gero snertir, hefir sjúkdómur hans verið langtum langærri, enda þótt hann hafi ekki verið greindur fyrr opin- herlega. Gero hefir ekki komið opinberlega fram síðan 29. nóv., þegar Rakosi kom heim frá Moskvu og tók að beita valdi sínu, sem margur hélt aÖ hann hefði verið sviptur. Með samþykki Rússa. Sjúkrabeðurinn virtist geyma þá bezt þá Nagy og Gero, hvort sem þeir eru veikir eður ei. Miðstjórnin hefir sænþykkt á- kærur gegn þeim og skilgreint þær í samþykkt eftir tveggja daga fundarhöld, sem lauk 4. marz sl. Þannig var opin leið til að láta. til skarar skríða í xnáli þeírra hvenær sem er. Vanheilsa Nagys, eins og hún er skilgreind í samþykkt mið- .stjórnarinnar, er af allt öðnrni toga spunnin. Hann og fylgi- fiskar hans eru sakaðir um að hafá livatt til iðnvæðingar Ung- verjalands „með meiri hraða en geta og fjárhagur landsins leyfir“. Moskva hefir auðsýnilega lagt hlessun sína yfir ákærumar gegn þessum tveim foringjum. Það er sérlega eftirtektarvert, að útskúfun ungverska komm- ifinistafloksins á Nagy er hamp- að mjög í blöðum Rússlands og annara Kominformríkja. Þegar öllu er á botninn hvolft mætti eins vel setja nafn Malenkovs í stað nafns Nagys í fréttapistla rúsnesku blaðanna. Ástæðan fyrir því, að örlög þeirra Nagys og Geros hafa ekki enn verið ráðin, kom fram í ræðu, er Istvan Kovach, stað- gengill Rakosis sem formaður flokksins í Budapest, hélt hinn 12. marz. Kovach lagði áherzlu á eftirfarandi: „Aðferð andstæðinga voi'ra er að draga athygli manna að bar- áttunni gegn einstökum aðil- um. Oss leyfist ekki að ganga í slíka gildru og blása að glóðum andstæðinga vorra.“ í þessum orðum Kovachs felst í rauninni það, að flokkur- inn hyggst draga sem mest úr valdabaráttunni í Ungverja- landi til þess að forðast gagn- rýni heima fyrir og erlendis. Bulganin Ung- verjalands. Helztu keppendur að hinum vafasama heiðri að verða eftir- maður Nagys sem forsætisráð- herra virðast vera Istvan Hidas, Andras Hegedus og hershöfð- inginn Mihaly Farkas. Hidas er varaforsætisráð- herra og fyrrverandi þunga- iðnaðarmálaráðherra. Það væri eðlilegt að áætla, að hann stæði næstur embætti Nagys, vegna núvei'andi áherzlu í Moskvu á þungaiðnað. Hegedus er fyrsti varaforsætisráðherra eins og Gero. Hann er einnig fyrrver- andi landbúnaðarráðherra og gæti sú reynsla komið að góð- um notum í viðleitni Rakosis að vinna bug á hinum afleita mat- vælaskortl í landinu. En Farkas myndi falla bezt í kram Rússa eins og ástandið er þar nú. Hann er pólitískur fremur en hernaðarlegur gen- eráll rétt eins og hinn nýi for- sætisráðherra Rússlands, Niko- lai Bulganin. Hann hefir meira að segja um skeið gengið undir nafninu „Bulganin Ungverja- lands“. Ný sáttatilraun í London. Ný sáttatilraun verður gerð í dag í deilunni, sem stöðvaði Lundúnablöðin. Fulltrúar vinnuveitenda og verkfaIlsaSila,svo og fulltrúar þeirra.sem sagt var upp vegna verkfallsins, koma saman á fund í dag í því skyni. I. O. G. T. ST. ÍÞAKA. Fundur 1 kvöld. (246 VÍKINGUR, knattspyrnu- menn! Meistara. og annar fl. Æfing kl. 9,30 í kvöld. Áríð- andi fundur meistaraflokks eftir æfingu. Þriðji fl. Æfing kl. 10,10 að Hálogalandi. — Fjölmennið. — Nefndin, VALUR, II. flokkur. Æfing í kvöld kl. 6.30. Áríðandi að allir mæti. — Þjálfarinn. K. F. U. K. A.-D. — Fundur í kvöld kl. 8.30. Cand. theol. Ást- ráður Sigursteindórsson tal- ar. Allt kvenfólk velkomið. GEYMSLA í eða við mið- bæinn óskast. Má vera lítil. Sími 4129. (117 ■wywe— TVÖ HERBEGI TIL LEIGU má elda í öðru. Til- boð með fyllstu upplýsing- um leggist inn til Vísis fyrir föstudagskvöld merkt: „Smáíbúðarhverfi 56. (00 RÚMGÓÐ stofa, eða tvö samliggjandi herbergi, ósk- ast sem fyrst, helzt í vestur- bænum. Skilvís greiðsla. Reglusemi. Tilboð sendist Vísi, merkt: „341,“ fyrir föstudagskvöld. (219 FULLORÐIN stúlka ósk- , ar eftir herbergi, helzt með eldunarplássi. Uppl. í síma 82969. —(222 SJÓMANN vantar her- bergi nú þegar. Uppl. í síma 80199 j dag.(223 HERBERGI óskast sem næst miðbænum fyrir mann í fastri. hreinlegri vinnu. — Tilboð, merkt: „Prentari — 343,“ —(224 ELDRI hjón óslta eftir einni stói'ri stofu og eldhúsi eða eldunarplássi. Tilboð sendist afgr., merkt: „14. maí 344,“(227 EINHLEYUR maður, í fastri stöðu, óskar eftir her- bergi eða íbúð. — Uppl. í síma 80724. (54 HERBERGI óskast í vest- urbænum fyrir ungan mann, helzt með sérinngangi. Uppl. í síma 81548, milli kl. 8—10 í kvöld. (229 UNG og reglusöm stúlka í fastri atvinnu óskar eftir góðu herbergi með baði strax. — Uppl. í síma 3665. UNGT, reglusamt kær- ustupar Vantár eitt herbergi bergi eða stofu og lítið eld- hús. Helzt í Kleppsholtinu eða Vogunum. Vinna bæði úti. Upplýsingar í dag í síma 6955. (244 í SUÐVESTURBÆNUM eru til leigu 3 herbergi, eld- hús og bað, afnot af síma, frá 1. eða 14. maí til 1. olctó- ber. Fyrirframgreiðsla. Til- boð skilist fyrir fimmtudag í afgr. Vísis. merkt: „346“. HERBERGI til leigu í Barmahlíð 33. Upplýsingar á staðnum. , (240 HERBERGI óskast nú strax eða 14. maí. Mætti vera í kjallara. Heppilegt væri að geymsla gæti fylgt. Tilboð, merkt: „Reglusemi — 345,“ sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 21. þessa mán- • aðar. (237 FORSTOFUHERBERGI óskast, helzt með aðgangi að eldhúsi, nú eða 14. maí, Súni HERBERGI til leigu fyrir stúlku. Smávegis húshjálp æskileg. Túngata 16, uppi. _____________________(249 LÍTIL ÍBÚÐ á hæð í Norð- ui'mýri er til icigu frá 15. maí til 1. okt. gegn fyrir- framgreiðslu. Tilboð skilist á afgreiðslu Vísis fyrir fimmtu dagskvöld, merkt: „Norður- mýri 347.“ (248 KARLMANNSÚR tapaðist á annan í páskum, sennilega í miðbænum. Skilist gegn fundarlaunum á Laufásveg 2. Símj 2114. —_________(225 ALUMINIUMBÁTUR í óskilum. Réttur eigandi get- ur vitjað hans til undirrit- aðs. Magnús Kristjánsson, Nökkvavogi 4. (230 MÁNUDAGINN annan í páskum tapaðist brúnt kven- veski. Vinsamlegast skilist á bifreiðastöðina Bifröst við Vitatorg. Fundarlaun. (235 • V/7/AV7 • ÖNNUMST alls konar viðgerðir á brúðum. Brúðu- viðgerðin, Nýlendugötu 15 A. (155 VEL með farinn Pedigree barnavagn til sölu að Sörla- skjóli 82. Sími 5322. (236 TRILLUBÁTAVÉL í 3ja til 5 tonna trillubát til sölu. Upplýsingar í Bræðratungu við Holtaveg og í síma 6130. ___________________ (239 TIL SÖLU ódýr barna- vagn, barnakarfa og kerra að Framnesvegi 28. Til sýn- is í dag og á morgun. (242 KARTÖFLUGEYMSLA og garðskúr, garðyrkj uverkfærj og útsæði o. fl. til sölu. Uppl. í síma 7706 í kvöld og næstu kvöld. _____________(241 ÓDÝRT. Til sölu kola- kyntur þvottapottur, sem nýi', í Múlakamp 1 B. (247 NOTUÐ Rafhaeldavél í góðu lagi er til sölu á vægu verði. Uppl. í síma 80238 næstu daga. (243 BARNAKARFA á hjólum og sundurdregið barnarúm til sölu á Langholtsvegi 208, kjallara. (245 BARNAVAGN, vel með farinn, til sölu. Upplýsingar í Kamp Knox, H 1. (204 SILVER CROSS barna- kerra, vel með farin, er til sölu á Baldursgötu 25. BARNAREIÐHJÓL til sölu. Stangarholt 24, uppi. (218 NOKKRAR tweed-dragtir til sölu með tækifærisverði á Hverfisgötu 89. (231 ÚTSÆÐI til sölu. — Sími 4638. — (228 SEM NÝ kápþ' til sölu, ódýr. Sími 3068. (000 BARNAKERRA, með skermi og kerrupoka, til sölu ódýrt. — Uppl. í símai 2719. —_________(226 MIÐSTÖÐVARKETILL óskast. Stærð ca. 2 ferm. —- Tilboð sendist Vísi, merkt: „Miðstöð — 342._(221 VATNABÁTUR óskast, 9— 12 fet (krossviður). —• Hringið í síma 2210 frá kl. 10— 6 daglega. (234 SAMÚÐARKORT Slysa- varnfélags íslands kaupa flestir. Fæst hjá slysavarna- sveitum um land allt. — 1 Reykjavík afgreidd í síma 4897.______________(364 SMÁBÁTAEIGENDUR. Gerum í stand og setjura niður smábátavélar. Vél- smiðjan Kyndill H/F, Suð- urlandsbraut 110. Sími 82778 KAUPI frímerki og frí- merkjasöfn. — Sigmundur Ágústsson, Grettisgötu 30. ___________________(374 SVAMPDÍVANAR fyrir- liggjandi í öllum stærðum. — Húsgagnaverksmiðjan, Bergþórugötu 11. — Sími 81830._____________(473 HÚSGAGNASKÁLINN, Njálsgötu 112. Kaupir og selur notuð húsgögn, herra- fatnað, gólfteppi og fleira. Simi 81570, (48 KAUPUM FLÖSKUR. — Kaupum sívalar % flöskur og Vz flöskur þessa viku. — Móttakan Sjávarborg (horni Skúlagötu og Barónsstígs). ____________________(202 SÍMI 3562. Fomverzlunin Grettisgötu. Kaupum hús- gögn, vel með farin karl- mannaföt, útvarpstæki, saumavélar, gólfteppi o. m. fl. Fornverzlunin Grettis- götu 31.____________033 NÝ EGG daglega. Kjötbúðin Von. (551 SELJUM fyrir yður hverskonar listaverk og kjörgripi. Listmunauppboð Sigurðar Benediktssonaar, Austufstræti 12. Sími 3723, MUNIÐ kalda borðið. — RöðulL Hitarí í véL PLÖTUR á grafreiti. Út- ▼egum áletraðar plötur k grafreiti með stuttum fyrir- vara. Uppl. á Rauðarárstíg 26 (kjallara). ■— Sími 6120.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.