Vísir - 01.06.1955, Blaðsíða 6

Vísir - 01.06.1955, Blaðsíða 6
« VtSlR D A 6 6 !. A B Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson, Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. AfgreiSsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur) tJtgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Lausasala 1 króna. . Félagsprentsmiðjan h.f. Frílarsókn f Undanfarið hafa staðið yfir viðræður rússneskra ráðamanna og júgóslavneskra í Belgrad. Hafa viðræður þessar vakið alheimsathygli og verið eitt mesta umræðuefni heimsblaðanna, eins og geta má nærri, því að víst er, að þar hafa engin hégóma- rnál borið á góma. Að sjálfsögðu hafa Rússar og áróðurspípur j Kréml-manna reynt að gera sem mest úr því, sem fram hefur farið á hinni sólfögru Dalmatíu-strönd. Hefur þeim þótt mikið •við liggja að vekja sem mesta athygli á fundum þessum, enda liður í skipulagðri áróðursstarfsemi kommúnista. Rússar munu telja það ríðá á miklu að fá Júgóslava aftur inn í hina kommúnísku blö^k, bæði vegna þess, hve mikilvæg landfræðileg lega landsins er, en ekki síður vegna hins samstillta áróðurs og friðarsóknar, sem þeir nú halda uppi um heim allan, rn.a. hér á íslandi, þar sem hinir íslenzku Kreml-menn leitast við að blekkja fólk til þess að undirrita enn eitt ávarpið, en gengur misjafnlega,, eins og við var að búast. Þá munu stjórn- endur í Kreml hafa viljað gera förina sem viroulegasta, m.a. rneð því að senda til Júgóslavíu sjálfan Búlganín marskálk, forsætisráðherra Rússa, Krústév, framkvæmdastjóra Kommún- istaflokksins rússneska, valdamesta mann landsins, að því er roargir telja, auk annarra stórmenna úr sínum hópi. Það vakíi nokkra athygli, en kátínu jafnframt, er áður- nefndur Krústév fluttiræðu í upphafi viðræðnanna bar sem hann lýsti yfir því, að Bería heitinn hefði á sínum tíma valdið því, aS Júgóslavía hraktist úr Kominform-blökkinni. Staðhæfing þessi var einkar handhæg, þar sem Bería gat ekki, af eðlilegum á .tæðum, mótmælt þessu, því að vinir hans í Kommúnista- flokknum rússneska, höföu séð svo um, að hann skipar nú hina þöglu sveit þeirra Sínóvjevs, Kamenevs, Radeks, Búkaríns o. fl. sem Stalín taldi ástæðu til. að láta sytta aldur. Mun K-rústéy þarna hafa fundizt, að með þessu móti hefði hann opnað dyr til nýs samkomulags, þar sem erkiskálkurinn Bería væri nú ekki léngur ofar moldu til þess að spilla sambúðinni á nýjan Jeik. Eins og menn rekur minni til gerði Titó markskálkur, leið- tcgi Jugóslava, sig sekan um þá óhæfu árið 1948, að hann tók að beita sér fyrir sjálfstæðri utanríkisstefnu þjóSar sinnar, er »eitaði að taka bókstaflega fyrirskipanir þær, sem honum taár- tist frá Kreml. Leiddi þetta til þess, að „samþykkt vár“ að víkjr Júgóslavíu úr Kominform-blökkinni, samtökum kommúnista- ríkjanna, en jafnframt reyndu Rússar að ,,frysta“ Júgóslav; xneð viðskiptabanni,, ef takast mætti að lama þá með þeirr hætti. Þetta leiddi svo aftur til þess, að Tító þokaðist heldur vesturátt og tók upp samvinnu við lýðræði'sríkin á ýmsun sviðum, þótt hann á hinn bóginn gengi ekki í bandalag mef þeim. Nú þykir Rússuin tími til kominn að freista þess að kúg; Júgóslava til fylgis við sig, en nú beita þeir ýrnislegum fagur gala, enda gagnslaus að kreppa hnefann framan í Júgóslava sem telja sig vel geta boðið Rússum byrginn með því að ver; hiutlausir í kalda stríðinu. A þessu stigi málsins verður engu spáð um, hver verði hin raunverulégu úrsíit viðræðnanna í Belgrad og á Brioni-eyju, en ýmislegt þykir þó benda til, að érangur hafi ekki orðið sá, ,sem Kreml-menn gerðu sér von- ir um. Fréttarituriun heimsblaðanna 'ber .saman um, að fulltrúar Júgóslava haidi fast við þá aístöðu að láta ekki segja sér fyrir verkum í utanríkismálum, heldur fái að hafa frjálsar hendur cg opna leið til viðskipta og annafrar samvinnu, bæði í vestri og austri. Tító og félagar hans.hafa raunveruléga mjög sterka aö- stöðu í þessu ístórpólitíska taflil Reynslán hefur sýnt, að Júgó- slavar geta mæta' vel staðið af sér viðskiptastríð. Rússa, og vopnaglamur þeirra skelfir þá ekki. Þá er og vitað, að meirihluti Júgóslavnesku þjóðarinnar fylgir Tító að málum og treystir honum til þess að fara hinn gullna meðalveg á.viðsjálli braut stjórnmálanna. Júgóslavar eru ekki í. sömu úlfakreppu og t.d. Pólverjar, sem „fagna“rússneskum sehdinefndum cg verða meira að segja B.ð láta sér lynda að hafa hermálaráðherra Rókossovskí marskálk tir Rauða hernum. Pólkst sjálfstæöi er ekki til, í'rekar en sjálf- stæði Ungverja, Austur-Þjóðverja eða Rúmena, svo að nokkur leppríki séu nefnd. Þess vegna getur Tító leyft sér að brosa, þegar Krústév kennir Bería ,um það, að hin fornu „vinabönd" Jiafi brostið með árunum. -fc Miðvikudaginn 1. júní 1955. 1 "" .......' 1111 OpiS fiessa viku til kl. 10 á kvöldin, Alaska gróðrliKstoðin v"$ —- S'roi 82775. Eftirfarandi bréf hefnr Berg- máli borizt: „Vegna pistla, sem „Faðii'“ 'réit og birtúst í Bergmáli 25. og 26. þ. m., langar mig til þess að leggja orð i belg. Grein- arliöfundur segir, að fjöldi fólks í þessum bæ sé, að því er virðist, andvígiir litliun börnum. Svipaðar fullyrðingar hafa áður birzt i blöðum, og í útvarpscrindi hefur * CMC er hið alþióðlega heifi íyrir carboxymethylcellu- lose-eíni sem er framleitt úr celluiose. CMC hefur þau áhrif, að óhreinindi leysast befur og fljótar upp og þvotturinn verður ónæmari fyrir óhreinindum eftir en áður — því CMC myndar varnarlag um þræði efnisins S A P U V E a K S Md O.J A N 8 J 0 F N , A K U R E Y R I Skólagarðarnir. í annan stað mætti benda á sfofnun, sem bæjarfélagið hefur komið á fót, en það eru Skóla- garðar Reykjavíkur. Ef bærinn beitti sér' fyrir stækkun þeirra og jafnvel stofnun fleiri hliðstæðra uppeldisstofnana, þá er mér nær að halda að léttara reyndist að leysa ýinis vandaniál, sem nú steðja að í sainbandi við börnin og unglingana. — Annar faðir.“ Þannig var bréfið frá þessum í'öður og finnst mér þar koma ýmislegt fram, sem gaumur 'sé gefandi. Tel ég t. d. mjög aðkall- andi að starfssvið Skólagarðahna verði víkkað og fleirum nngúin drengjum og stúikum gefinn kosf ur á því að starfa í þeim, einkum þegar vitað er, að 'erfitt er að fá sveiíavist fyrir börn á þeim aldri. — ltr. Ræsitæki fyrir dieselvélar tryggja fljóta og örugga gangsetningu, þótt kalt sé í veðri. Ræsitæki og hleðslur jafnan fyrirliggjandi. OLÍIÉALAW Bf.F. Hafnarstræti 10—12. — Símar: 6439 og 81785. ðryggisgler í bifreiðir, bæði fram og hliðarrúður, fyrirliggjandi. 2, 3, 4, 5, 6 og 7 mm. fyrirliggiandi. • kjðml ulei-lis IsanrvaS gler í ýmsuLi gerðum. Glerslípun & Speglagerð h.f. Klapparstíg 16, sírm 5151 því verið slegið föstu, að fjöldi Reykvíkingá sé beinlínis fjand- samlegur börnum og barnnl'ólki. Sleggjudómar. Slik ummæli sem þessi eru ó- makleg og áreiðanlega lireinn sleggjudómur. Nær sanni mun, að fóllc sé almennt — ef til vill með örfáum undantekningum — barn- gott og vinsamlegt í garð barna. Hitt er svo annað mál, að það þarf engan að undra þó að fólki, sem um langan aldur er búið að leggja fé og vinnu í það að græða og fegra garðbletti sína, sárni það, er það sér blómareiti sína spark- aða út og trjáhríslurnar brotnar niður, svo að segja í einni svipan. En dæmi munu um það, að hópar barna fari um garðana eins og störmsveipir og skilji eftir sig „sviðna jörð“. Stálpaðir unglingar. En það eru ekki yngstu börnin, sem hér eru að verki. Þetta eru börn, scm farin eru að komast til vits og ára, einmitt þeir aldtirs- fiokkar, serii „Faðir“ segir að iðki hjólreiðar á gangstéttunum. Það ertt unglingar með athafna- þrá, en sú athafnaþrá birtist þá i skemmdarfýsn, vegna þess áð heilbrigð og þroslcandi verkefni skortir. \ Aðskilnaður og sérhús. j Ekki lízt mér á þá hugmynd og tillögu greinarhöfundar að bær- , inn reisi sérstök íbúðarhús fyrir | einhleypinga. Slik skipulagning i verður aldrei til þess að leysa nein yandræði í sambándi við liörnin. — Þá er það ekki rétt, að reykvíslt börn hafi ekki önriúr athafnasvæði cn götuna. Bærinri hefur gert talsvert að því að jbyggja íeikvelli fyrir yrigstu jbörnin, og álít ég, að vel horfi í j þeim efnum. Aðal varidamólið er j í sambandi við stólpuðu börnin, að sjá þeim fyrir hollum og þroskahdi viðfangsefnum. Þar er aðalskyldan að sjálfsögðu foreldr- anna, en þá skyldu hygg ég að margir foreldrar í þessum bæ hafi ekki rækt sem þeim bar ó undan- gengnum árum. ICAUPilÖLLií^ er miðstöð verðbréfaskipt- anna. — Simi 1710. \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.