Vísir - 01.06.1955, Blaðsíða 10

Vísir - 01.06.1955, Blaðsíða 10
fco vlsm Miðvikudaginn 1, júní 1955. Emile Zola: ÓVÆTTURIN. EMPIRE STRAUVÉLAR 1 28 sína auðæfum eða réttum samböndum, og voru ekki eins og ' hann neyddir til að strita og biðja menn um að hækka þá í tign, af því að hann hafði engan bakhjarl eins og de Lachesnaye. Hann fann til nokkurrar ánægju af að vekja athygli á því algera valdi, sem hann hafði í þessum húsakynnum, valdinu til að láta taka menn fasta hiklaust og breyta vitni í fanga, hvenær sem honum bauð svo við að horfa. —• Madame, sagði hann, — þér verðið að fyrirgefa mér iyrir að gera yður ónæði aftur út af þessu hryggilega máli. En ég veit, að þér hafið alveg eins mikinn áhuga og ég fyrir því að finna hinn seka í málinu og sjá til þess, að hann fái makleg málagjöld. Að svo mæltu gaf hann skrifara sínum, ungum manni, stórum og beinaberum, merki og yfirheyrslan hófst opinberlega. Jafnskjótt og fyrstu spurningarrtar voru lagðar fyrir frú de Lachesnaye, gerði maður hennar, sem hafði tekið sér sæti, án bess að hafa verið boðið það, tilraun til að svara fyrir hana. C& „.u.ám saman leysti hann frá uppsprettulindum óánægju Æinnar yfir því, hvernig tengafaðir hans hafði ráðstafað eign- um sínum. Hvernig gat nokkur maður hegðað sér þannig? Gjafir til óviðkomandi fólks og stofnana voru svo margar og stórar, að þær gleyptu næstum helming auðs gamla mannsins, sem hefði numið þrem milljónum og sjö hundruð þúsund frönk- um! Hann arfleiddi ýmislegt 'fólk, sem enginn hafði heyrt nefnt, konur úr öllum stéttum, þar á meðal blómasölustúlku, sem hafði blómasöluturn sinn úti fyrir húsi hans við Rocher-götu! De ' Lachesnaye skýrði frá því, að jafnskjótt og morðmálið hefði verið upplýst, mundi hann höfða mál til að ógilda erfðaskrána. Meðan hann skýrði frá þessum gegnum samanbitnar tennur, kom hann einmitt upp um það, sem hann var í raun og veru, smáborgari, sem var sólgin í völd. Monsieur Denizet leit á hann undan þungum augnalokum, og munnsvipur hans lýsti í senn fyrirlitningu og öfund. Þessi ágjarni vesalingur var ekki ánægð- ur ineð tvær milljónir franka, og þó mundi hann bráðlega kominn í mikla tignarstöðu meðal dómara vegna auðæfa sinna. — Ef yður er sama, þótt ég bendi yður á það, vil ég aðeins segja yður, að ég held, að yður skjátlist, sagði hann eftir nokkra þögn. — Það er ekki hægt að ógilda erfðaskrána nema meira en helmingur eignanna eigi að fara út fyrir fjölskylduna. Og þannig stendur ekki á að þessu sinni. Síðan’sneri hann sér að ritara sínum og mælti: — Laurent, ég vona, að þér skrifið þetta ekki allt? Skrifarinn hristi höfuðið og brosti, eins og hann skildi de Lachesnaye ósköp vel. En monsieur de Lachesnaye lét þetta ekki á sig fá, því að hann færðist allur í aukana og mælti: — Það kemur vafalaust engum til hugar, að ég hugsi mér að láta Roubaud-hjónin fá La Croix-de-Maufras! Það er hneyksli að g'efa garðyrkjumannsdóttur slíka gjöf. Hvaða rétt hefur hún til að eignast húsið? Og ef það kemur á daginn, að hún og maður hennar sé eitthvað viðriðin morðið.... — Hqldið þér kannske, að þau ,sé það? — Nú, ef þau haía vitað, i hverju arfleiðsluskráin var fólgin, þá liggúr í augum uppi, að það er þeim mjög í hag að koma 3 geriir Verð írá kr. 1770,00 Fást gegn afborgunar- skilmálum. VÉLA-OG RAFTÆKJAVERZLUNiN h.f. Bankastræti 10. — Sími 2852. Á kvöldvðkunni. Unga, nýgifta húsmóðirin lagði fat með steiktri aligæs á borðið. „Þetta er fyrsta gæsin, sem ég hef steikt, elskan mín,“ sagði hún. „Fyrirtak, hjartað mitt! Og hvað þér hefur tekizt aðdáan- lega að fylla hana.“ „Fylla hana? Hvað áttu við? Þessi var ekki hol að innan, væni minn!“ Æ twímtnm Laghentur maður oskast við iðnað. Logsuðukunnátta æskileg. Vélsmiðjan li.f. Borgartúni 7. Vinsælasta hræriválin er MIXMASTER Ver«k kr. Fæst gegn afbo^gimarskllmálum. YÉLA-OC RAFTÆKJAVERZLUNIN h.f. Banka“:træti lö. — Sími 28^2. £ /?. SuwoughA - TARZAN Pat og Mike sátu að snæð- ingi. Fyrir þá var lagt fat með tveimur fiskstykkjum. Pat tók stærra stykkið. „Ekki vantar þig kurteisina, eða hitt þó heldur. Ef ég hefði verið fyrri til, þá hefði ég tekið minna stykkið." „Af hverju ertu að kvarta, rnaður?" sagði Pat. „Þú fékkst það.“ 9 Margt einkenilegt getur kom- ið fyrir i stórborgunum. Og í Chicago kom það í Ijós nýlega, að Anna Cox, sem er 14 ára, hafði í 7 ár ekki átt annað heimili en næturvagna borgar- innar. Þegar húsaleiga stór- hækkaði tók hún upp á því að aka með næturvögnunum. „Sporvagnarnir eru miklu skemmtilegri en svefnher- bergi,“ sagði hún, „og þeir eru miklu ódýrari.“ Hún geymdi föt sín í fata- ^geymslu hjá lokastöð sporvagn- ■ anna, þvoði sér og' bjó sig (ó- keypis) í snyrtiherbergjum, lifði .á ávöxtum og grænmeti og borgaði 7 dali vikulega í far- gjöld. ! „Eg sef miklu betur í spor- vagni en i rúmi. Þeir rugga svo- litið, mér þykir það þægilegt og það svæfir mig bókstaflega,“ segir hún. 9 Liðþjálfinn var öskureiður og sagði þrumandi röddu við 1 nýlioann: || „Ert það þú, þrællinn, sem ' kvartar undan því, að sandur 1 sé í matnum!“ ji „Já, það er eg, herra lið- ■ þjálfi,“ sagði nýliðinn hvergi ■ hræddur. <! „Heldur þú, spjátrungurinn, I ■ að þú hafir gerzt hermaður tiL ■ þess að verja föðurland þitt eða ! til þess að lifa í vellystingum I praktuglega?“ >| „Þér verðið að afsaka mig, > herra liðþjálfi. Eg er fús á að ! verja föðurland mitt, en eg vii ekki eta það!“ 1827 Tarzan hafði feörið' að landi á ókunnri strönd, og var nú að safna Jcröftum eftir volkið. Ekki var hann ánægður með hlut- skipti sitt, og hann fann á sér, að liættur voru í nánd. En ekki dirgði .að horfa í þaö. Hann ýtti frá sér áhyggjum og tók að svip- ast um eftir mat. Ekki leið á löngu þar til hann rakst . á dádýr i skógarr j.óðri einu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.