Vísir - 03.06.1955, Qupperneq 10
TST*
10
VlSIR
Föstudaginn 3. júní 1955.
-
t;
Emíle Zola:
ÓVÆTTURIN.
29
að koma upp um það, hvernig rannsókn hans var búin að taka
.nýja stefnu. En rétt á sama augnabliki rak vörðurinn höfuðið
.gegnum gættina. Áður en hann gat komið upp nokkru orði,
ýtt hönd í glófa hurðinni upp á gátt og ljóshærð kona i vel
saumuðum sorgarklæðum gekk rakleiðis inn. Hún var komin
■yfir fimmtugt, en þó fögur enn, hraustleg og sælleg eins og
öldruð gyðja.
— Kæri dómari, hér er eg komin! Þér fyrirgefið mér fyrir að
3roma of seint, er það ekki. Vegirnir eru svo dæmalaust vondir,
•»að leiðin frá Doinville virtist helmingi lengri en hún er í raun
-og veru.
Monsieur Denizet reis kurteislega á fætur.
— Hvernig hefur yður liðið, kær frú, síðan eg hitti yður á
Æunnudaginn?
— Mér hefur liðið ágætlega. Og hvað er af yður að frétta?
ZÉruð þér búinn að jafna ýður eftir óhappið, sem ekillinn minn
var valdur að? Hann sagði mér, að hann hefði næslum verið
Tbúinn að velta vagninum, þegar hann átt mílu eftir til hall-
Ætrinnar.
— Nú, mér brá bara dálítið óþægilega, það er allt og sumt.
?Eg var alveg búinn að gleyma þessu. Gerið þér svo vel að fá
yður sæti. Eins og ég var að segja við frú de Lachesnaye, þá
jþykir mér fyrir því að vekja sorg yðar aftur með því að kalla
;yður hingað.
— Nú, úr því að það er nauðsynlegt . . . Komdu sæl, Berta.
Sæil vertu Lachesnaye!
Síðan kyssti frú Bonnehon frænku sína og heilsaði manni
hennar með handabandi. Frú Bonnehon var koma efnuð, því að
auk þess sem hún átti höllina í Doinville haíði henni tæmzt
mikill arfur þrjátíu árum áður, þegar maður hennar, sem var
-efnaður verksmiðjueigandi, sagði skilið við þenna heim. Þaðj
var haft fyrir satt, að hún hefði átt fjölda elskhuga síðan, en
annars var hún svo blátt áfrám, að hún var framarlega í sam-
kvæmislífinu í Rúðuborg. Við og við hafði hún átt vingott við
• dómara borgarinnar, og í tuttugu og fimm ár höfðu helztu menn
úr þeirri stétt verið meðal gesta hennar. Þótt hún væri nú
komin yfir fimmtugt, lét hún aldurinn ekki á sig fá. Það var
'.sagt, að hún hefði tekið ungan lögfræðing, Chaumette að nafni,
undir verndarvæng sinn, en maðurinn var sonur dómara. Hún
bauð gamla manninum heim sí og æ, og vann um leið að því,
að sonur hans hækkaði sem mest í tign, Henni hafði tekizt að
•varðveita tryggð gamlas, ókvænts aðdáanda, monsieur Desba-
.zeilles, sem var fróðastur manna í bókmenntum og auk þess
ssæmilegt ljóðskáld. Árum saman hafði hans ævinlega beðið
búið herbergi í höllinni í Doinville, og þótt hann væri nú kom-
inn yfir sextugt, og svo gigtveikur, að hann gat ekki notið
neinnar ánægju nema endurminninganna, var hann oft matar-
gestur frúarinnar. Þótt ellin færðist nær frú Bennehon, stjórn-
aði hún samkvæmislífinu af mikilli röggsemi. Það var aðeins á
. síðasta vetri, að frú Lebbucq, falleg dökkhærð, þrjátíu og
fjögurra ára gömul eiginkona dómara nokkurs, sem naut vax-
andi álits, laðaði til sín fleiri gesti en frú Bonnehon. Af því
.leiddi, að frú Bonnehon var ekki eins glaðlynd og áður, og
minntist fyrri daga með söknuði.
— Ef yður er það ekki á móti skapi, frú, mælti monsieur
Denizet, — þá langar mig til að leggja fyrir yður nokkrar i
spumingar.
Hann var búinn að yfirheyra Lachesnaye-hjónin, en fannst þó)
ekki rétt að láta þau fara. Þar við bættist, að heimsókn þessa
tigna fólks hressti upp á andrúmsloftið í hinni leiðinlegu skrif-
stofu hans, svo að þær voru eins og setstofa hjá yfirstéttar-
fjölskyldu. Skrifarinn, sem fór sér aldrei óðslega að neinu, var
reiðubúinn til að skrifa.
— Það hefur verið minnzt á símskeyti, þar sem bróðir yðar
var beðinn um að koma til Doinville, en við höfum ekki getað'
fundið það. Senduð þér honum skeyti um þetta?
Frú Bonnehon svaraði rólega og eins og hún væri í skemmti-
legum samræðum.
— Nei, það gerði eg ekki. Eg átti von á, að hann kæmi í
heimsókn, en eg vissi ekki, hvenær hann mundi konfa. Hann
kom ævinlega, án þess að gera boð,á undan sér, og venjulega
seint um kvöld. Og af því að hann leigði sér oft vagn í Barentin
og ók rakleiðis eftir fáförnum vegi til húss síns, vissum við
oft ekki um komu hans. Stundum hittum við hann ekki fyrr en
seint næsta dag, eins og hann væri aðeins nágranni, sem væri að
koma í heimsókn. ... Já, í þetta skipti átti ég von á honum,
af því að hann ætlaði að koma með tíu þúsund franka, sem
hann skuldaði mér. Hann hlýtur að hafa haft þá fjárhæð á
sér, og það er þess vegna sem eg hefi sagt frá upphafi, að hann
hafi verið myrtur vegna peninganna. |
Dómarinn lét nokkrar sekúndur líða, án þess að mæla orð,
en spurði þá umbúðalaust: — Hver er skoðun yðar á frú
Roubaud og manni hennar?
Frú Bonnehon bandaði frá sér. — Nei, heyrið þér kæri
monsieur Denizet, þér ætlið vonandi ekki að fara að snúa yður
að þeim .... Séverine hefur alltaf verið inndæl stúlka, og
mjög snotur einnig. Ef þér viljið endilega fræðast um skoðun
mína, þá get eg sagt yður, að eg trúi því ekki, að hún eða mað-
ur hennar geti gert neitt rangt.
Monsieur Denizet kinkaði kolli og leit sigri hrósandi í áttina
til frú de Lachesnaye, sem greip samstundis fram í.
— Frænska, þú lítur alltaf of vægum augum á alla hluti!
sagði hún.
Frú Bonnehon svaraði blátt áfram, eins og hennar var vandi:
— Taktu það ekki nærri þér, Berta. Eg veit, að við munum
aldrei verða sammála um þetta atriði. Hún var alltaf full af
fjöri og gáska, og ekki ætla eg að hallmæla henni fyrir það.
Ég veit, hvað vakir fyrir þér og manninum þínum, en peninga-
hugleiðingar hljóta að hafa stigið ykkur til höfuðs, ef ykkur
fellur svo illa, að hún skuli hafa fengið La Croix-de-Maufras.
Faðir þinn ól Séverine upp og gaf henni heimanmund, og það
var ekki nema eðlilegt, að hann minntist hennar í erfðaskrá
sinni. Hann leit í rauninni á hana sem dóttur sína. Góða mín,
ef þá hefur hugboð um, hvað peningar eru ónauðsynlegir til
að skapa hamingju.......
Hann gat líka talið sig yfir þetta hafin, af því að hún hafði
alltaf veiáð efnuð sjálf. Og þar sem hún var kona, er var bæði
fögur og dáð, leit hún svo á, að ástin væri hámark hins góða í
lífinu.
— Það var Roubaud, sem minntist á skeytið, mælti monsieur
de Lachesnaye þurrlega. Og ef ekki hefur verið um neitt skeyti
að ræða, þá hefur dómarinn vaxla farið að tala um það við þau.
Hvað hefur fengið Roubaud til að ljúga þessu? .
17. júní 1955
Þeir, sem hafa hugsað sér að sækja um leyfi til veit-
ingasölu í sérstökum skálum eða tjöldum í sambandi við
hátíðarsvæðið 17. júni, fá umsóknareyðublöð í skrifstofu
bæjarverkfræðings, Ingólfsstræti 5, II. hæð.
Umsóknir skulu hafa boi'izt nefndinni fyrir hádegi
hinn 8. júní n.k.
Þjóðhátíðameínd tictjhjjavíhur
k kvöldvökunni.
Gömul saga og ný. „Getur þú
sagt mér hver var hugrakkari
en Rikarður ljónshjarta, vitrari
en Sókrates, fyndnari en Hol-
berg og fegurri en nokkur
filmshetja?“
„Nei, því miður. — Þá gátu
get eg ekki ráðið . . . .“
„Það var fyrri maður kon-
unnar minnar."
Sacha Guitry sagði þessa
smásögu nýlega í útvarp um
hinn mikla málara Augguste
Renoir, en hann bjó í litlu þorpi
í Suður-Frakklandi. Málarinn
kom í heimsókn til Parísar
er hann hafði verið sæmdur
merki heiðursfylkingarinnar
frönsku. Spurðu þá ýmsir list-
málarar hann að þvi, hvort
honum þætti ekki vænt um að
honum hefði verið sýndur þessi
sómi.
„Jú, reyndar,“ svaraði Re-
noir. „Eg veit að minnsta kosti
að járnbrautarstöðvarstjórinn
heima verður argur yfir því.“
•
Hinn kunni kímnihöfundur
P. G. Wodehouse hefir nýlega
sagt álit sitt á köttum og er það
á þessa leið:
„Kettir eru ákaflega sérgóðir
og ánægðir með sig. Þetta kem-
ur af því, að á Egiftalandi hinu
forna voru þeir dýrkaðir sem
goð. Þessu hafa þeir aldrei
getað gleymt, og þeir álíta sig
því hátt upp hafna yfir hinar
vesælu mannverur, sem þeir
neyðast til að dveljast hjá, eins
og komið er.“
•
Sacha Guitry var í filmsleið-
angri sunnarlega í Frakklandi
og’ kom þar í lítið kaffihús, sem
ekki var sérlega glæsilegt.
Hann spurði því veitingakonuna
með gætni: „Hafið þér kaffi?“
„Kaffi höfum við að sjálf-
sögðu.“
„Gott kaffi?“
„Já áreiðanlega gott.“
„Og sterkt?“
„Já, vitaskuld er það sterkt.“
„Jæja, þá ætla eg að fá bolla
af kaffi.“
Kaffið kom og er leikarinn
hafði fengið sér sopa spratt
hann upp öskuvondur. —
„Kallið þér þetta sterkt kaffi?“
„Vitanlega er kaffið sterkt.
Þér sjáið sjálfur hver áhrif það
hefir. Þér verðið æstur jafn-
skjótt og þér hafið bragðað
það.“
€. SuncuykA
- imim -
Skyndiárás dádýrsins kom Tarzan í fyrsta sinn hafði dádýr komið
íilgerlega á óvart, og hann.féll við. Tarzan á kné, og þarna lá hann.
En hann jafnaði sig fljótt, reis upp
og vann á dádýrinu.
Svo fékk hann sér góða máltíð, en
að því þúnu lagði hann af stað.