Vísir - 27.06.1955, Blaðsíða 6

Vísir - 27.06.1955, Blaðsíða 6
VtSIR Mánudaginn 27. júní 1955. D A G B L A Ð Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónssoo, Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. AfjprciSsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur). Otgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VISIR H.F., Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. ■¥Tndanfarna daga hefur vart verið um meira talað manna á meðal hér í bænum en óreiðu þá, sem komizt hefur upp um hjá KRON, Kaupfélagi Reykjavíkur og nágrennis. Aðal- íundur félagsins, sem mun vera eitt stærsta, ef ekki allra stærsta kau.pfélaga landsins, er nýafstaðinn, og kom í ljós á honum, að ekki er allt með felldu um rekstur félagsins, svo að jafnvel fer fram rannsókn á rekstri einnar verzlunar þess, og verður ekkert um það sagt á þessu stigi málsins, nema sú rannsókn eigi eftir að verða talsvert umfangsmeii'i áður en lýkur. Eins og menn vita urv,.i forstjóraskipti hjá félaginu á árinu sem leið, og gaf nýi forsvjórinn skýrslu í fyrsta skipti á aðal- íundinum, sem haldinn var fyrir viku. Komst hann meðal ann- ars svo að orði í skýrslu sinni, að erfitt væri að halda áhuga. í . lagsmanna vakandi, og kann það vitanlega ekki góðri lukku að stýra. Margir munu þó segja, að ef áhuginn sé nægur hjá stjórn félagsins fyrir velferð félagsmanna, mun af því leiða, að íélagsmenn fái sjálfir aukinn áhuga fyrir fyrirtæki sínu, cg þá ætti hagur þess að sjálfsögðu að vera sómasamlegur. Reikingar þess bera hinsvegar með sér, að tapið á rekstrinum á s-ðasta ár nam hvorki meira né minna en þrem fjórðu úr milljón, og hefur fyrirtækið þess vegna tapað um hálfu þriðja þúsund á hverjum degi, sem yerzlanir þess voru opnar. Sjá allir rnenn, að slíkt er ekki einleikið, eins og ástatt er fyrir almenn- jngi um þessar mundir, er allir virðast hafa nægt fé handa á milli. En er við því að búast, að áhugi félagsmanna, sem munu vera úr öllum stjórnmálaflokkum, ,sé verulega mikill, þegar það er á allra vitorði, að KRON er f\Trst og fremst fyrirtæki kommúnista? Það er kannske ekki rekið með hag éinstakrá kommúnista fyrir augurn, en það er að minnsta kosti rekið þannig, að kommúnistar sem flokkur hafi sem bezt af rekstr- iiium. Þegar farið er að blanda stjórnmálum í slíkan rekstur, kann ekki vel að fara, og sannast það hér sem endranær. Ef túíku hefði ekki verið til að dreifa, mundi áhugi hins óbreytta inlagsmanns hafa verið meiri fyrir starfsemi fyrirtækisins, og það hefði dafnað. í öðru lagi er það, að KRON mun ekki veita neitt betri þjónustu á neinn hátt en verzlanir einstaklinga. Ætti kaupfélag þó að hafa betri aðstöðu til slíks, þar sem það nýtur fríðinda, :em öðrum eru ekki ætluð. Hagur kaupféiags ætti því ekki sízt að batna, þegar önnur fyrirtæki komast mjög sómasamlega af, án þess að njóta skattfrelsis þess, sem KRON og önnur kaupfélög njóta. Það er þvTí þungur áfellisdcmur fyrir stjórn kommúnista á HRON, þegar það fyrirtæki tapar stórfé á öðrum eins veltu- tímum og voru á síðasta ári. Kommúnistar munu reyna að skýra þetta með því, að fyrirtækið hafi orðið fyrir árásum. Það er fjarri sanni. KRON hefur verið látið afskiptalaust af aimenningi og þar á meðal af félagsmönnum, sem hafa talið bezt, að kommúnistarnir í stjórn þess gengju sér til húðar. Þeir virðast á góðri leið með það. Tvöfaldtir Siagnalur. 1 ']L laugardaginn var dráttarbáturinn Magni afhentur hafnar- stjóm Reykjavíkur, sem hafði á sínum tíma falið Stál- smiðjunni að annast smíði skipsins. Með því réðust íslendingar í fyrsta skipti í að smíða stálskip af eigin rarnVnÍeik, og ber öllum saman um, að verkið hafi tekizt vel í alla staði, þeir Islendingar, sem hafi unnið að þessu, hafi fært sönnur á það, að framvegis ætti ekki að þurfa að leita út fyrir landsteinana, þegar smíða þarf minni stálskip. Þetta er ekki nema eðlileg þróun. Eftir því sem þjóðinni hefur vaxið fiskur um hrvgg, hefur hún tekið að sér að vinna tsjálf æ fleiri verk, sem áður varð að fá útlendinga til að vinna. Það er til dæmis ekki svo ýkja langt síðan leita varð til út- iendinga með margskyns skipaviðgerðir, sem nú eru unnar í landinu sjálíu, og menn hafa hug á að færa þær enn frekar á ; lenzkar hendur en gert hefur verið. Það er tvöfaldur gróði að því að verja fé til að búa svo um hnútana, að sem fiest verk, cr vinna þarf fyrir landsmenn, sé unnin af þeim sjálfum. ,5 Magni“ afhentur hafnar- stjóm á laugardag. Mjög trausiur, notsBur sem úráttarbátur, ísbrjótur ©g tif vatnsffultiÍRg®. Bráttarbáturinn Magni, fyrsta stálskipið, sem smíðað hefur verið hér á landi, var afhent hafnarstjórn á laugardaginn. Benedikt Gröndal verkfræð- ingur afhenti skipið fyrir hönd Stálsmiðjunnar, en Valgeir Björnsson hafnarstjóri veitti því móttöku fyrir hönd hafnar- stjórnar. í tilefni afhendingar skipsins var borgarstjóra, hafn- arstjórn, ýmsum er unnið höfðu að byggingu skipsins og fleiri gestum boðið um borð í Magna, og var skipinu siglt upp undir Gufunes, en þar fór afhending- in fram, Gekk báturmn í þessari siglingu rúmar 11 sjómílur, en hafði áður í reynslusiglingu1 gengið 12,2 sjómílur á klukku- stund. Samningar um smíði Magna voru undirritaðir 28. apríl 1953, og var skipið sjósett frá Stál- smiðjunni 15. október 1954. Síð an hefur verið unnið að niður- setningu véla, innréttinga og öðrum útbúnaði skipsins, og hafa þar ýms fyrirtæki lagt hönd að verki. Vélsmiðjan Ham ar sá um niðursetningu aðal- véla, Héðinn um spil, stýrisút- búnað, skrúfu og fleira. Allt tréverk var unnið á vegum Slippfélagsins og raflagnir ann- aðist Volti h.f. Eins og kunnugt er, þá er Magni byggður sem ísbrjótur, og því mun sterkbyggðari en venjuleg skip, og þó að hann sé einkum ætlaður sem dráttar- bátur og til vatnsflutninga fyrir höfnina (en hann tekur um 65 tonn af vatni), er hann byggður samkvæmt fyllstu kröfum um úthafsskip. Vistarverur skips- hafnar eru mjög rúmgóðar og smekklega innréttaðar, en í skipinu eru vistarverur fyrir 7 manns, auk sjúkraherbergis. — Skipstjóri á Magna verður Theo dór Gíslason, en I. vélstjóri Sig urður Ölafsson. Aðalaflvél skipsins er 1000 hestöfl, og má geta þess, að hún vegur um 20 smálestir. Auk aðalvélarinnar eru fjórar hjálp arvélar, dæluvél og Ijósavélar. Bengt Nilsson stekkur 2,03 m. Frá fréttaritara Vísis. Stokkhólmi, í júní. Bengt Nilsson, hinn frægi hástökkvari Svía, sem þjáðst hefir af fótarmeini, er nú á góðum batavegi. Nilsson stökk í fyrra 2.11 metra, en það var bezti árang- ur, sem náðist í heiminum í þeirri grein. Nýlega hóf hann keppni á nýjan leik, og stökk 2.03 metra. Blöðin geta þess, að hann hafi ekki komizt upp í 2.03 m. hæð fyrr en í 10. keppni sinni í fyrra, og því megi vænta glæsilegra afreka í ár. Ákveðið hefir verið, að hann fari ásamt 15 manna hópi til Moskvu og keppi þar í sumar. Sumarið hefir verið, svalt það sem af er í SvíþjófS, og þess, vegna óhagstæð skilyrði fyrir frjálsíþróttamenn landsins. Rúmteikningar að skipinu gerði Hjálmar R. Bárðarson skipa- skoðunarstjóri, en yfirumsjón með byggingunni hafði Gunnar Norðland skipaverkfræðingur Stálsmiðjunnar. Byggingarkostnaður Magna var áætlaður við samningsgerð 6,4 milljónir króna, og sagði hafnarstjóri í ræöu sinni við móttöku skipsins, að líkur væru á að ,sú áætlun stæðist, en enn- þá eru ýmsir reikningar í sam- bandi við byggingu skipsins ó- uppgerðir. Tjáöi Hafnarstjóri Stálsmiðjunni þakkk’ sínar fyr- ir hið stórhuga átak og braut- ryðjendastarf er hún hefði unn ið með byggingu þessa fyrsta stálskips landsins, og kvað alla samvinnu við fy'rirtækið hafa verið hina ánægjulegustu. i SPeroiŒ sa@5iss‘ Sialda vGÍsliisiii aðaÍES að Eitt Lundúnablaðanna birtir fregn um bað í fyrradag að Franklin Lucero hermálaráð-' herra sem er 57 ára og hafði það hlutveirk með höndum, að bæia niður byltinguna, sé raun verulega orðinn valdamesti maður landsins, en Peron las-' burða og reiðubúinn íil að draga sig í hlé. Þótt hugsast geti, að hann verði eitthvað lengur við völd, verði hann aðeins æðsti maður landsins að nafninu. Lucero er heittrúaður katólikki, og þótt hann hafi sýnt Peron hollustu, bendir margt til, að hann verði að biðja Peron um að fara frá, sökum þess að hagsmunir lands og þjóðar krefjist þess. Uppreistarmenn, sem flýðu til Uruguay, halda því fast fram, aðbylting'in sé ekki afstaðin. — Mikla athygli vakti, að s.l. mánudag var Lucero viðstadd- ' ur mikla og hátíðlega athöfn á Plaza de.Mayo, þar sem sprengj 1 um var varpað í byltingartil- rauninni, til , þ,ess að heiðra minningu Manueís Belgrano hershöfðingja, sem er höfund- ur argentiska fánans. M^ðan allra augu myndu á Lucero hélt Peron kyrru fyrir í höll sinni. Stjórnin hefur nú beðist lausnar til þess að Peron geti endurskipulagt luraa, en að margra ætlan er sú lausnar-' beiðni form.satriði, Qg, jafnvel þótt hún verði endurskipulögð,' og Peron haldi forsetatitlinum,' muni það ekki standa lengi, og hann verði ekki einræðisherra nema að nafninu. Hinni opínberu heimsókn Eiísabctar Bretaíírottningar í Noregj lauk í gærkveldi. Mik- ill mannfjöldi var viðsíaddur, Nú er mjög rætt um nauðsyn þess að hækka fargjöld mcð stræt isvögnum, en ekki er ólíklegt að það ,mæti óánægju margra, sem þurfa að nota vagnana. Þó virð- ist ætlunin að fara þá leið, að liækka fargjpldin einungis á þeim tímum, þegar ahnenningur þarf siður að nota þá, eða að minnsta kosti getur ráðið því frekar livort hann notar þá eða eltki, þ. e. á siinnuflögum og á kvöldin. Virðist þarna vera far- in skynsamleg leið, ef lnin dug- ir til þess að mæta aukmim út- gjöldum strætisvagnanna vegna iaunahækkana og ýmislegs ann- ars aukins kostnaðar, sem þessi starfræksla verður að bera nú. Ekki dýrt. Þeg'ar fargjöld strætisvagna liér eru borin saman við kostnað með sams konar farartækjúm í stórborgum nágrannalandanna kémnr í Ijós, að um árabil hefur þessi þjónusta verið ódýrari hér en annars staðar. Og það væri sannarlega ósanngjarnt gagnvárt stjórn SVR að efast um að nauð- syn sé fyrir einhverja hækkun. Það er víst öllum kunnugt livað allt liefur hækkað undanfarin ár, og þarf því engan að undra þóít þessi þjónusta fylgi með. Það er aftur á móti frekar undrunar- elni, að liægt hefur verið með góðri stjórn, að halda fargjöld- imum með vögnunum niðri svona lengi. Batnandi þjónusta. Flestir, sem nota þurfa stræt- isvagna daglega, en þeir cru ná meiri liluti bæjarbúa, munu sam- mála um, að slrætisvögnunum liafi verið vel stjórnað, og vel fylgst með tímanum. Það væri óeðlilegt, ef slík álmenn þjón- usta væri ekki un'dir smásjánni hjá almenningi, en mjög litilli gagnrýni hefur hún sætt, vegna þess að forráðarnenn hafa verið duglegir í starfi og reynt i. liví- vetna að bæta samgöngur, eftir því sem Iiægt heftir verið og ávallt verið reiðulmnir að taka til greina kröfur manna um end- urbætúr, nýjar Ieiðr og aðrar bætur, þegar mögulegt hefur ver ið. Sjálfsagt þykir mörgum rióg að greiða það fargjald, sem uú er, en ]jað er líka skiljanlegt, cn aftur á móti ætti heldur ehgum að vera það óskiliáhlegt að koma myndi tii þess að fargjöld liækk- uðu með vögnunum. Ilætta að baka. Og nú ætla bakarar að hætta að baka hveitibrauð og vínarbnmö vegna þess að þeir fá ckki þá hækkun, sem þeir telja sig þurfa vegna IiækjMria á hráefrii til brariðgci’ðarinnar. Sjálfsagt verð ur það ekki vinsæl ráðstöfun, ef liveitibrauð verða ekki á boð- stólum i brauðsölubúðum á næst unni. Itins vegar finnst mér lítið gera til þótt vinarbriuiðin sæust ekki framar, en þáð er kannskc aðeiriá skoðun mín sein ein- staklings. En livað hyeiiibrauð- unum"vi'ðvikúr rnunu húsmæður víst ekki sætta sig við það tii lengdár, að þau fáist ckki. En um þetta verða þeir vísu menn nð deila, innflutningsskrifstofumenn og bakarar. •— kr. eii Bditannia lagoi frá bryggju. Snekkja Hákonar konungs fylgdi henni út fjörðinn en þar tóku við tveir norskir tundur- spillar og 3 brezkar freigátur fylgja drottningarsnekkjunni til hafnar í Bretlandi........

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.