Vísir - 27.08.1955, Blaðsíða 6

Vísir - 27.08.1955, Blaðsíða 6
VtSIR Laugardaginn 27. ágúst 1955.. D A G B L A Ð Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónason. ■wrs Skriístofur: Ingólfsstræti 3. AfgreiBsIa: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur). Ctgefandi: BLAÐAÚTGAFAN VlSIR HT. Lausasala 1 króna, Félagsprentsmiðjan h.f. Harður atgangur í Fréitabréf frá Guðmundf ArnSaugssyíi;, farar- stjora íslemku sveUarfcnar. Afvopnunarmálin. mánudaginn mun ein af nefndum Sameinuðu þjóðanna byrja að ræða afvopnunartnálin í New York. Er það undir- nefnd afvopnunarnefndarinnar, sem þá kemur salnan, og er funda hennar beðið með mikilli eftirvæntingu eins og gefur að skilja. Lað er ekki svo, að afvopnunarmálin hafi ekki verið xnikið rsedd að undanförnu, og um langt árabil, öðru nær, en árangurinn hefur ævinlega verið sorglega lítill — hann hefur enginn orðið, eins og allir vita. En nú gera metm sér nokkrar vonir um, að málin kunni að verða rædd í öðru andrúmslofti en aður, einkanlega af því a') samkomulagsvilji þótti .góður á þjóðleiðtogaiundinum í Geitf. Síðan hefur það gerzt, að sovétyfirvöld hafa tilkynnt, að þau muni leysa 640,000 manna úr herþjónustu og verði atvinnu- vegir landsins látnir taka við þessum mannafla. í því sambandi Ixefur verið á það bent meðal vestrænna þjóða, að erfitt sé að átta sig á þvi, hversu miklu þessi afvopnun nemur — ef hún verður raunverulega framkvæmd, en er ekki aðeins enn eitt bragöið til að svæfa vestrænu þjóðirnar, svo að þær uggi ekki að ,sér. Menn telja nefnilega enga ástæðu til að ætla, aö komm- ■únistar hafi horfið frá lokatakmarki sínu, heimsdrottnun, en foringjum þeirra þyki aðeins hyggilegra áð setja nú upp silkihanzka, þar sem þeir hafa notað ofbeldi eða liótanir um ofbeldi áður til að ná tilgangi sínum. Kommúnístablöð úti um heim hafa vefið láíin fullyrða, að rneð þessu móti sé Sovétríkin að afvopna ein. Þessu svaraði ,'Dulles utamíkisráðherra rétt á eftir. með því, að fækkað hefði I verið í her Bandaríkjamanna um meira en milljón á háli’u I öðru ári fyrir skömmu, og hefði það ekki verið básúnað út um allar jarðir, eins og gert væri við bessa afvopnún kommúnista, * ■ svo að þessi afvopnun Sovétrikjanna 'væri ékki alveg eins stórfengleg og mönnum væri ætlað að trúa. 1 Það hefur verið venja í hvert skipti, sem efnt hefur verið til fimdar til að ræða afvopnunarmálin, að þátttökuþjóðirnár hafa lagt fram tillögur um það, hvernig skuli haga afvopnun- inni, og hversu langt skuli ganga í að takmarka herafla þjóð- .an.na. Slikar tillögur kc-ma að sjálfsögðu einnig fram að þessu fiinni, og spurningin mesta er, hvort einhver þeirra verour þann- ig, EÖ aLlir aðilar geti fallizt á hana, telji að engum sé gert hærra undir höfði en öðrum. Á Genfaxfundinum lagði Eisenhower forseti til, að Banda- ríkin og Sovétríkin skiptust á upplýsingum uffl hernaðarmál, hvcr þjóðin um sig fengi að taka myndir úr lofti af herriaðar- j mannvirkjum, og þær skiptust einnig á uppdráttum af slíkum! stöðum. Þetta tilboð var einstakt í sinni rö:5, en samt tóku sovétfulltrúarnir dræmt í hana, þrátt fyrir margjTirlýstan friðarvilja og einlægni. Bandaríkin hafi boðað, að þau muni leggia þessa tillögu fram formiega á fundi þeim, sem heist eftir helgina, og verður þá fróðlegt að sjá, hvernig undirtektir sovétfulltrúaanna verða. Eins og oít áður veröa þeir að ganga undir próf á fundinum, sem hefst á mánudaginn, og. þetta verð- ur að morgu íéyti þyngra próf en hin fýrri, þvi að það mun taka af öll tvímæli í eitt skipti fyrir öll, ef þeir vilja ekki þiggja uppiýsingar frá Bandaríkjunum í skiptum fyrir sínar. Fari svo hlýtur eitthvað undir að búa. Fátæklingar borga. T engi var það hefð, að meiðyrðascktir voru ekki innheimtar, -*-J en síðasta áratuginn hafa menn verið krafðir um þær eins og aðrar sektir. Hafa menn sætt sig við þetta og greitt sektir sínar — aliir nema einn, Magnús Kjartansson ritstjóri Þjóð- viljans. Hann hefur kosið að'sit.ia af-sér sektir sem hann hefur veriö dæmdur í á undanförnum árurn. Hafa kommúnistar ærzt af þessu, og reyna nú að safna fé meðal fátækra verkamanna til þess að stytta dvalartíma Magnúsar í varðhaldinu. Verður ekki annað séð af Þjóðviljanum en að honum þyki þær gjafir harla góðar, sem í sektirnar eiga að renná, þótt ekki hafi, margar veri.5 nefndar enn, Karimannlegra hefði þó verið að afþakka slíkar gjafir og þola ranglæti borgaralegs réttarfars tii fulls en að iáta fátæklinga ldaupa undir bagga og viður- kerma með.-þvi-, að.jiektimar beri að greáöa, mgð því oð.þiggja fú til greiðslu þeirra. Sunnudagur 21. ágúst. I gær lauk aðeins einni skák landsliði: Bent Larsen vann Kahra. Finninn er góður skákmaður, en iiefur sjaldan tellt á erlendum skákmótum og ;r nokkuð mistækur. Hann veitti ekki mikið viðnám, enda vann Bent auðveldlega. Guðjón átti-öllu betra gegn Martinsen í tafllokum, þar sem kóngarnh' voru einir eftir aðal- nanna, en sjö peð voru eftir hjá ívoruni. En í stað þess að láta ;ér nægja jafnteflið, sem hann átti á hendi, lagði Guðjón í leið mgur að peðabaki hjá andstæð ingnum —- varð of seinn. Báðir /öktu upp nýja dottningu, en Martinsen var leik á undan. — Skákin fór að vísu í bið, en var, auörakin ,til taps. Þetta var önnur skákin sama daginp, sem fór á þessa leið, því að um morg unin hafði Guðjón leikið sig í mát gegn Vestöl, er átti í mesta1 lagi kost á jafntefli ella. -—j Frammistaða Guðjóns á þessu móti er ólík því, sem maður á að venjast frá honum. Hann fær góðar taflstöður, en er orð- inn þreyttur, þegar að því kem- ur að vinna úr þeim og lætur þá tækifærin ganga sér úr greipum. Ingi átti þunga skák við Sternir, sem teflir því betur sem lengra líður á mótið. Hallaði heldur á Inga, en þó ekki veru- lega, og einu sinni átti liar.n þess kost að snúa taflinu alger- lega sér í hag, en missti af því tækifæri. Sterner stóð aðeins betur að vigi í biðstöðunni, en Ingi náði jafntefli. ' J Löng skák Frið’riks. Og þá er komið að. Friðrik, sem situr enn og teflir við Hilde i brand þegar þetta er ritað — skákin er búin að standa 7% klukkustund alls, en henni er nú loks að ljúka. Hildebrand hafði grafið upp gamalt til- brigði í Sikileyjarleik, og átti Fiíðrik um tvennt að velja: að hætta sér í ævintýralegar flækj ur, þar sem hann gat unnið á í bili en lagt sig í þeim mun meiri hættu á eftir, eða einfalda leið,! I er gaf litið i aðra hönd —■ og i valdi síðari kostinn eins og. sjálfsagt’ var, ekki sízt vegr.aj þess, að búast mátti við að and- j stæðingurinn væri nákunnug- ur flækjunum. En fyrir bragðið var komið fram I tafllok, ýður en Friðrik gat nokkuðáörkaðsér i hag. í tímahraki í lok skákar- , innar tókst honum lok.s- að . r.á. betra tafli og í biðstöðunni var skákin greinilega unnin, enda þótt vinningurinn tæki svor.a langah límá og sé talsvert vand tefldur. Vestöl vann Niemela, hefur bætt við sig tveimur vinn ingum í dag og er þá kominn aðeins upp fyrir miðjan flokk. Haave teflir marabonskák . j við Axel Nielsen. Þegar hún fór í bið voru tveir hrókar og sex peð hvoru megin, en Ax- j el átti aðeins betri stöðu. Nú er annað hrókaparið horfið og. nokkuð af peðum, einu fleira þö j frá Haave, og ég geri fastlega ráð fyrir að Axel vinni, þótt langt sé í land enn. í meistarafiokki eru okkar menn að sækja sig, Ingvar og Lárus unnu báðir. Arinbjörn gerði jafntefli, en Jón yfirtefldi sig gegn sænska landsiiðsmann- inum og íaoaði. Mánudagur 22. ágúst. Niemela leggur Larsen. í umferðinni í gær gerðust ó- vænt tíðindi, og lítill friður var hér í blaðamannaherberginu yrir mönnum 'sem voru að sínía blöðum sínum stórfréttir Með allri virðingu fyrir Friðrik haí’a norsku blöðin talið Bent .Larseri líklegri til sigurs. Það hefur svo styrkt menn’í trúnni, ’að hann hefur unnið sumar af .skákum sinum fijóttí og aúð- veldlega — liann hefur’að vísu veriö mjög heppinn oftar en einu sinni, en því veita menn ekki eftirtekt nema þeir fylgist vel með — það er iökasigurinn sem gildir. En í gærkveldi lagði Finninn Niemela hann eftir öllum kúnst arinnar reglum, og þegar við þetta bætist, að Finninn er í neðsta sæti og þetta var fyrsta skákin, sem honum tókst að vinna, geta menn ímyndað sér æsingu blaðamannanna. Og í þessari sömu umferð stóð Frið- rik höllum fæti í fyrsta skipti á mótinu. Hann átti svart gegn Axel Nielsen, en Axel var eini teflandinn sem Friðrik tapaði fju-ir á síðasta Norðurlandamóti í Esbjerg fyrir tveimur árum. Friðrik valdi kongsindverska vörn, en fékk fljótt öllu verra, og mátti sækja á brattann alla skákina. Axel héít sig' eiga góð ar vinning'svonir, þegar skákin fór í biö, en allar vinningstil- raunir strönduðu á traustri vörn Fxiðriks. I þessari umferð áttust Ingi og Guðjón við. Sú skák varð jafntetli efíir harða baráttu, sjötta jafntefli Inga í röð. Hann er að verða leiður á jafriteflún- um og viil ólmur breyta til, en það er hægar sagt en gert. Sterner magnast með hverri umíerð og lagði landa sinn Hildebrand í ágætri skák. Skák Norðmannanna Martinsens og Vestöls varð hádramatisk. Martinsen tefldi ágætlega og var kominn í vinningsstöðu, en svo varð taugaæsingin og tíma- hrakið honum um megn —• hann lék eins og óviti, missti idrottninguna og mátti gefást upp. r.iaave geröi -jafntefli við 'Kahra.,, _ Agætur árangur í meistaiaflcifki. í meistaraflokki gekk okkar mönhum ágætiegá i þessari um- ferð. í A-riáii unnu Ingvar og Árinbjörn og voru það verð- mætir vinningar, ekki sízt Ingv ars sem vann Thor Störe, norsk an landsliðsmann og hættuleg- an keppinaut um verðlaun. í B-riðli vann Lárus en Jón gerði jafntefli. í meistaraílokki standa sakir þannig, að einn maður virðist bera af öðru.m. keppendum. Þaö er -Daninn Börge Ander- sen,,;21 árs verzlunarskólamáð- Höfuðdagurinn er að nálcasi, tn við liann binda menn nú yon ir sínar, því þá ætii að verðu breytingar á veðurfari, ef glögg- ir veðurspámeiiri iiðinn tima liafa rétt fyrir sér. Og nú er átt- in orðiri vestlseg með stinnings- kalda, og bendir margt til þess að nú þorni upp og iangþráður þurrkur koiui eftir, eitt mésta rigningarsumar, sem menn muna. Ástandið i sveitunuin sunnan- iands og véstan er hörmulegt, eins og ölluin mun kunnugt vera. Yíða lvefuT' ekki enn náðst inn lteytugga, og gera niá ráð fyrir að liey séu hrákkt, þár sein sleg- ið hefur verið. Yonir standa þó til að hægt verði að miðla cin- hv.erju heyi úr þéim sýslum þar seni heyskápur hefur gengið vel, eins og víða norðanlands og< yustán. Kn auðvitað yxrður það’ liýrt vegna flutningö og tap gænda sunnanlands óumflýjan- légt. Mikil bót værf þó að þvi, ef nokkra .yikna þurrkpr fcngist •eítir suinarrigningarnar. Ekki sterkt lið. Áhorfendur á landsliðskeppn- inni við Bandarikjnmenn í fyrra- dug urðu fyrir nokkrum von- bi-igðiim, þvi fáir gerðu ráð fyrir að bandariska liðið væri jafn veikt og raun var á. Úrslitin, 2 inörk gegn 3, lamisliði okkar í itag, gáfu ekki rétta mynd af leiknum. íslenzka landsliðið var miklu slerkara og liefði i raiin réttri átt að setja iniklu fleiri mörk, 5—1 eða 5—2 liefði verið miklu n;er sanni, svo miktll var munurinn á liðunum. En íslenzka liðið lék liká'mjög vei. og kattnske betur en niáðitr á að vehjast af landsiiðum okkar. Bandríkja- menn eru samt ekki álís óvanir knattspyrnunni, og sýndi banda- ríska liðið góð tilþrif á köflum. Annars er knattspyrna ekki í há- vegum ltöfð i Bandarikiunum, heldur lögð nteiri áherzla á aðra knattleiKi, sein hér þekkjast varla. En úrslitin voru ánægju- leg fyrir okkur, og sýndu áhorf- endur það, að þeir vöru ánægð- ir. Góð tíðindi. Góð tiðindi eru það fyrir nxarga, sem standa nú í bygg- inguin, að he'yra að nú eigi að fara að lána til íbúðabyggiriga, og vænta megi afgreiðsht þess- ara látta fljótiega. Margir liafá beðið eftir þessu láni um nokk- urt skeið, og eiga hús i smíðuin, sem þeir hafa ekki getað iokið við. Þeir, sem þannig er ástatt iyrir mumt eiga að sitja fyrir, þegar lárt þessi eru veilt, cn.da er það eðlilegast. Þöri’in fyrir aukn- ar íbúðahyggingar er enn mjpg mikil, og nauðsynlegt að örfa fóíkið til þess að itefja bysging- ar með því áð gefa því kost á iiagkvæmmn iáinmí, ei-ns ög nú, er verið að géra. — kr. u. Hann vinnur skákir sínar létt og leikandi og hefur aðeins tví- vegis verið í hættu, fyrst móti landa sínum Lie — er átti kost jatri :Gfli en ætlaði sér meira bg tapáði —; og móti Arinbirni: Sú skák er líklega hai'ðasta skák beggja á mótiriu. Börge fórnaöi hrók fyrir biskup en kom í staðinn peði á 7. reitar- röð. Eftir það var skáki'n iengi tvísýn og átti Arinbjörn einhver vinningsfæri um tima, en að lokum tókst Börge að snúa skákinni sér í hag. Bö:rge:er nú með 7%' vinnirig af 8 möguleg- um og er það íráþær írammi- staða. Ingvar er ím kominn i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.