Vísir - 26.10.1955, Page 10
10
VISIR
Miðvikudaginn 26. október 1055
UjartaHA \nái
Eftir Graham Greene.
34
út af fyrir mig. Læknirinn sagði þeim að gera eins og mér
þóknaðist.
Scobie sagði: — Eg get vel skilið, að þér vilduð ekki vera hjá
Carter. Og þér þurfið ekki að segja nema eitt orð. Þá er eg
farinn.
— Eg vildi heldur að þér biðuð, þangað til búið er að blása
af. Eg er ofurlítið kvíðin. Scobie hafði alltaf verið undrandi á
þreki kvenna. Þessi kona hafði lifað það af að hrekjast í fjöru-
tíu daga í opnum báti, og hún talaði um kvíða. Hann minntist
þeirra, sem vélstjórinn hafði gefið skýrslu um: Þriðji stýrimaður
og tveir óbreyttir sjómenn, sem höfðu dáið, og kyndarinn, sem
hafði orðið brjálaður af því að drekka sjó og henti sér loks
fyrir borð. Þegar eitthvað reyndi á, stóðu konurnar sig ailtaf
betur én karlmennirnir.
— Hafið þér hugsað ráð yðar? Ætlið þér aftur til Bury?
— Eg veit það ekki. Ef til vill fæ eg atvinnu.
— Hafið þér nokkra reynslu í starfi?
— Nei, sagði hún og leit undan. — Það er aðeins ár síðan eg
útskrifaðist úr skóla.
— Kenndu þeir yður noklcuð?
— Eg var bezt í handbolta, sagði hún.
— Jæja, sagði hann — Eg held, að þér hafið ekki heilsu til
að vera leikfimikennari. Eða haldið þér það?
— Allt í einu leysti hún frá skjóðunni og varð skrafhreifin.
Hún fór að segja honum frá handboltanum. (Sennilega hafði
frú Carter ekki talað við hana um annað en fjörutíu dagana á
opnum báti og þriggja vikna 'gamalt hjónaband hennar). Hún
sagði: — Eg var í skólaflokknum í tvö ár. Eg hefði orðið fyrir-
liði, ef eg hefði verið eitt ár í viðbót. Árið 1940 unnum við
Roedan.
Hann hlustaði á hana með mikilli athygíi, með ginglasið í
hendinni, en regnið buldi á þekjimni. Hún sagði honum að
skólinn stæði á balanum bak við Seaport. Þar var frönsk
kennslukona, sem hét ungfrú Dupont og var mjög skapvond.
Skólastýran gat lesið grísku alveg eins og ensku. Hún las
Virgil....
— Ég man nú ekki betur en Virgill kvæði á latínu.
— Æ, já. Auðvitað átti ég við Hómer. Ég var aldrei sérlega
sterk í klassísku fræðunum.
— Voruð þér góð í nokkru nema handknattleik?
— Ég held ég hafí verið næst bezt í stærðfræði. Þó var
ég aldrei sérlega góð í þríhyrningafræðinni. Á sumrin var
oft farið til Seaport að baða sig og á hverjum laugardegi var
farið í útilegu út á flatirnar. Stundum var farið á hestbak.
Hann hlustaði eins og töfraður og hélt á ginglasinu í hend-
inni, en saup ekki á því. Allt í einu var blásið af, en hvorugt
þeirra tók eftir því. Hann sagði: — Og fóruð þér svo til Bury
á leyfisdögum?
Það kom í Ijós að móðir hennar hafði dáið fyrir tíu árum
og faðir hennar vár prestur við dómkirkjuna. Þau áttu lítið
hús á Angel Hill. Ef til vill hafði hún ekki verið eins hamingju-
söm í Bury og í skólanum, því að hún vildi heldur tala um
skólann en heimili sitt.
Skyndilega greip hún fram í fyrir sjálfri sér og sagði: —
Hvaða vitleysa er í mér að vera að segja yður frá þessu.
— En mér þykir gaman að því.
— Þér hafið ekki enn þú spurt mig um — þér vitið. —
En hann vissi það fyrir, því hann hafði lesið skýrsluna. Hann
vissi nákvæmlega, hversu mikill vatnsskammturinn hafði verið
á mann í bátnum. Það voru tveir bollar á mann á dag í tuttugu
og einn dag, en síðan hafði hann verið minnkaður ofan í hálfan
bolla á dag.
— En hvað ég er búin að tala mikið. Vitið þér bara hvað?
Ég held ég geti sofið í nótt.
— Hefur yður gengið illa að sofa?
— í sjúkrahúsinu. heyrði ég andardráttinn allt í kringum mig.
Fólk var að bylta sér, stynja og andvarpa.
— Þér getið sofið róleg hér. Þér þurfið ekkert að óttast
hér. Það er alltaf varðmaður á ferli. Ég skal biðja hann að
gæta að húsinu.
— Þér hafið verið svo vingjarnlegur við mig, sagði hún. —
Frú Carter og öll hin voru líka svo vingjarnleg. Hún leit upp
sínu hrjáða, barnslega andlit og sagði. — Mér þykir svo
vænt um yður.
— Mér þykir líka vænt um yður, sagði hann alvarlegur í
bragði. Þau voru bæði gripin sams konar tilfinningum. Þau
voru vinir, sem aldrei gátu orðið annað en vinir.
— Góða nótt, sagði hann. — Á morgun skal ég koma
með fáein frímerki í frímerkjabókina yðar.
— Hvernig vitið þér um frímerkjabókina?
— Það er mitt starf. Ég er lögreglumaður.
— Góða nótt.
Hann fór út í myrkrið og regnið, glaður og hamingjusamur.
Frá klukkan hálf níu um morguninn til klukkan ellefu
þurfti hann að fást við lítilsháttar þjófnaðarmál. Það voru sex
vitni, sem hann þurfti að yfirheyra og hann trúði ekki orði af
því, sem neitt þeirra sagði. Evrópsk vitni eru þannig, að maður
annað hvort trúir þeim eða trúir þeim ekki. Þar er möguleiki
að draga marklínuna milli sannleika og lygi að minnsta kosti
er hægt að vita, hverjum til góðs glæpurinn hafi verið framinn.
Ef ákæran varðar þjófnað og ekki er um tryggingu að ræða,
hefur áreiðanlega einhverju verið stolið. En í þessu máli var
allt á ringulreið. Það var ekki hægt að draga neinar marka-
línur. Hann hafði þekkt lögreglúmenn, sem höfðu misst vald
á sér, orðið taugaóstyrkir og það endaði með því, að þeir
börðu vitnið. Þeir voru annað hvort sendir heim eða fluttir milli
staða. Þetta hafði vakið mikið hatur þeirar á blökkumönnum.
En á fimmtán ára reynslu sinni var Scobie löngu kominn yfir
þetta hættulega skeið. Þegar hann nú stóð ráðþrota gagnvart
allri þessari lygaþvælu, gat hann ekki annað en dáðzt að þessu
fólk, sem varðist réttvísinni á svona einfaldan hátt.
Loks var hann búinn að ganga frá þessu málum, eins og hægt
var. Það vöru ekki fleiri mál á ákærulistanum. Þegar hann var
orðinn einn í skrifstofunni, tók hann upp skrifblokk og bjó sig
undir að skrifa Louise. Honum lét aldrei vel að skrifa sendi-
bréf. Það var ef til vill vegna reynslu hans sem lögreglumanns,
að hann átti örðugt með að setja nafn sitt undir nokkur ósann-
indi. Og þegar hann ætlaði að byrja bréfið á Elskan mín, lá
nærri, að hann kastaði upp. Hann vildi ekki skrifa, að hann
saknaði hennar. En hann vildi ekki heldur skrifa að hann væri
ánægður með hlutskipti sitt. Hann skrifaði: „Elskan mín! Þú
verður að fyrirgefa, að eg skrifa þér aðeins stutt bréf. Þú veizt,
1 að eg er lélegur bréfritari. Eg fékk þriðja bréfið þitt í gær, þar
sem þú sagðir mér að þú dveldist í vikutíma hjá vinum frú
* Halifax skammt fyrir utan Durban. Hér er allt með kyrrum
kjörum. Það var gefið hættumerki í gær, en það kom 1 ljós,
; að flugmanni hafði sýnzt hnísutorfa vera kafbátar. Nú er regn-
j tíminn að sjálfsögðu byrjaður. Ungfrú Rolt, sem eg sagði þér
! frá í síðasta bréfi, er nú komin út af spítalanum, og þeir hafa
sett hana í bragga bak við bílastæðið, meðan hún bíður eftir
skipsferð heim. Eg mun gera allt, sem eg get til að láta henni
líða vel. Drengurinn er enn þá í spítalanum, en honum líður vel.
Eg held, að ekkert fleira sé að frétta. Tallitmálið dregst á lang-
inn, — eg' geri ekki ráð fyrir, að neitt verði úr því að lokum.
í, ^ Suffoughj*
TARZAM
Á kvöldvökunnl.
Skoti einn hafði verið starfs-
maður sömu stofnunarinnax í
mörg ár, og dag einn kallaði
forstjórinn hann fyrir sig og:
sagði:
„Nú er yfirmaður yðar að
láta af störfum og eg hefi íxugs-
að mér að hækka yður í tign og
láta yður taka við starfi hans.‘s
Skotinn komst allur á Ioft af
ánægju og varð fyrst fyrir að
spyrja, hvað laun sín hækkuðu
þá mikið.
| „Launin,“ sagði forstjórinn,
„hækka ekkert að sinni, þér haf
ið sömu laun og áður, en nú.
fáið þér sérstakan snaga fyrir
hattinn yðar í fordyrinu “
•
Þear Pandit Nehru var á
ferðalagi í So vétr ík junum,
hitti hann í samkvæmi einu
diplomat frá Vestur-Evrópu,
jsem sagði við Nehru:
| „Eg er mjög hrifinn af Asíu-
mönnum. Það er aðeins eitt £
fari þeirra, sem mér fellur ekki
við.“
„Nú, og hvað er það?“ spurði
Nehru.
„Það skal eg segja yður, þessi
vani þeirra, að vera síbrosandi.,!:
„Já,“ sagði Nehru, „en
kannske myndi það breytast.
ef Evrópumenn gæfu þeim
minna tilefni til hláturs.“
•
Fransmaður nokkur hefir um
langt skeið gert athuganir á
því, hve fólk tali hratt, og í
því sambandi mikið hlustað á
stjórnmálaumræður, fundi alls-
konar og leikhús. Reiknast hon-
um svo til, að menn tali nú mun
hraðar heldur en fyrir stríðið.
Árið 1938 hafi meðaltalið veriS
160 orð á mínútu, en sé nú 175
orð.
I •
I Nær sköllóttur maður kom
inn til rakara og bað um klipp-
ingu.
Að henni lokinni stóð við-
skiptavinurinn upp úr stóln-
um og spurði hvað hann skuld-
aði.
j „Fimmtán krónur,“ svaraði
rakarinn.
| „Mér finnst það nú næsta
dýrt við ekki meira hár, heldur
jen eg hef.“
„Klippingin kostar heldur
ekki nema 5 krónur, en fyrir
leitina að hárum á höfðinu á
yður tek eg 10 krónur og finnst
það sannarlega ekki of mikið.,s
193®
Fylgið þessari konu til aðseturs
hvíta mannsins og farið vel með
Jiana.
Annars skuluð þið verða fyrir
reiði Tarzans. Turo hneigði sig.
— Skal gert, sagði hann.
— En þér megið ekki fara frá mér,
hrópaði Olga. — Þér eruð í góðum
höndum, sagði Tarzan. Verið þér
sælar.
Töfralæknirinn beið með öndina í
hálsinum eftir því að Tarzan færi.
Hann þekkti leyndarmál í sambandi
við þessa ungu konu og nú hafði
hann ráðagerðir uppi.