Vísir - 03.02.1956, Blaðsíða 10
10
VÍSIR
Föstudagirm 3. februar 195G
Kw4<t
tíi fttín!
svipiim veit ég ekki hvort ég á heldur að kyssa þig éða hrista
þig eins og óþægan krakka.“
„Þú ættir sjálfsagt að hrista mig, Binks,,‘ sagði hún og reyndi
a'ð hlæja. „Þú getur lamið mig líka, ef þú heldur að það stoði.“
En svo kyssti hann hana í staðinn og þegar hún veitti ekki
viðnám þrýsti hann henni að sér og kyssti hana aftur.
„Hvaða hugmyndir gerir þú þér núna um hann gamla kunn-
ingja þinn?“ spurði hann rymjandi er hann sleppti henni. En
hann forðaðist að lita framan í hana. Sannast að segja fann hann
til sín. Hann hafði aldrei á æfinni farið svona djarflega að ráði
sínu.
, Nina gat ekki stillt sig um að hlæja.
„Ekki hélt ég að þú værir svona mikill stráklingur.“
; „Hvernig líst þér þá á það?“ spurði hann blátt áfram.
„Æ, ég veit ekki,“ svaraði hún lágt. Það kom glampi í augu
hennar er hún bætti við: „Það getur verið gaman að sjá nýja
hlið á gömlum og góðum kunningja!11
■!: — — — ' .. ■. ■ •! ! : i
Þegar Anna kom heim eftir sámveruna .með Dirk var farið
að birta af nýjum degi í austri. Þau höfðu dansað til klukkan
þrjú um nóttina, dansað þangað til henni fór að finnast að þunnu
sólamir á gylltu skóniun mundu vera orðnir gatslitnir. Hana
verkjaði í fæturna, verkjaði í allan kroppinn, en þetta var
þægileg þreyta. Eiginlega skipti það engu máli hve þreytt
hún var — hún hafði einsett sér að dansa meðan hljómsveitin
léki.
Á eftir höfðu þau ekið stundarkorn um Thames Embankment
til þess að fá sér hreint loft. Það var undursamlega fallegt þar,
svona rétt fyrir sólaruppkomima. Himininn hafði fölnað svo,
■©ð stjörnurnar sáust ekki, en þau gátu greint hálft tungl í
blámóðunni.
„Hefurðu skemmt þér í kvöld?“ spurði Dirk lágt.
„Já, það var ljómaiidi skemmtilegt,“ sagði hún og kinkaði
kolli.
„Fólk gerir sér stundum svo skrítnar hugmyndir um tilver-
una,“ sagði hann hugsandi en bifreiðin rann hægt áfram.
„Mörgum finnst danshljómlist, skemmtilegir og bjartir sam-
kvæmissalir, góður matur og drykkur og allt þess konar ein-
tóm vitleysa og þess vegna lætur fólk það fara fyrir ofan garð
og neðan og telur það þýðingarlaust. En ég held að þetta sé
alls- ekki minna virði en hitt, sem venjulega er talið varanlegt
verðmæti. Ljósadýrð, hljómlist og skemmtilegt samkvæmislíf
getur lyft manninum upp úr hugarangrinu og brýnt hann til
nýrra átaka og afreka.“
„Þú hefur ef til vill rétt fyrir þér,“ sagði hún. „En ég held
xiú samt, að allt þetta nægi ekki til að reka verulega djúpa
sorg á flótta. Það er ýmislegt hér í lífinu, sem er þýðingarmeira
en að láta sér líða vel.“
, Hann virtist íhuga þessi orð er þau óku áfram.
„Það er ekki alveg víst,“ sagði hann. „Stundum held ég að
aðalatriðið í tilverunni sé það, að vera hamingjusamur og gera
aðra hamingjusama.“ Hann brosti. „En nú erum við líklega
orðin full spekingsleg eftir þetta glaðværa og skemmtilega
kvöld. Við ættum kannske ekki að vera. það."
„I-fvemig á maður að vera eftir skemmtilega kvöldstund?“
spurði hún brósandi.
Það komu glettnihrukkum krmgum gráu augun.
„Jæja, ég ætti kannske að segj.a þér, að þú ert óvenjulega
töfrandi stúlka. Og ef til vill væri það ekki fráleitt að ég faðmaði
aði þig að mér og kyssti þig — má ég það, Anna?“
Því mátti hann eiginlega ekkl gera það? Hafði hún ekki sagt
sjálfri sér hátíðlega, að hún væri orðin Ietð á að gera sér tal-
vonir að trúa-á hugsjónir, sem ekki gátu ræst, og að nú viidr
hún lifa í staðinn?
Hann stöðvaði bifreiðina og dró hana að sér. Hún fann andar-
drátt hans leika um kinnina á sér, og smám saman f-annst henni
eitthvað inni í sér svara kossum hans, það var einhver kennd
sem hún hafði aldrei orðið vör við áður, eitthvað tryllt og ofsa-1
fengið — en indælt um leið. Roðinn varð meiri í kinnum hennar, í
hjartað barðist svo hart að hún gat ekki skilið í því og hún
þráði að hann kyssti hana aftur — en var ekki beinlínis rangt
að hugsa þannig? Það hlaut að vera rangt úr því að hún elskaði
hann ekki? Hún hafði elskað Cyril og gert hann að goði sínu, en
þó undarlegt mætti virðast höfðu kossar hans aldrei vakið í
henni svona trylling, eins og kossar Dirks gerðu.
Hann sleppti henni og ýtti henni frá sér. Svo hló hann.
„Þér finnst þetta sjálfsagt óviðeigandi og skammast þín bein-
línis dálítið fyrir háttalagið þitt, er ekki svo?“
- Hún varð óneitanlega talsvert hissa á hve vel hann hafði lýst
tilfinningum hennar.
„Ég skamast mín alls ekki fyrir hegðun mína,“ sagði hún
með ákefð. „Hvernig ætti að finnast rangt að gefá þér nokkra
kossa?“ ...
„Vitanlega á henni ekki að finnast það, en það er eitthvað
eftir af tepruskapnum frá Victoriuskeiðinu í. okkur öllum,“
sagði hann. Hann hvarf fyrst eftir stríðið, en nú er hann að
ágerast aftm'. En þú hlýtur að vera sammála mér um það, Anna,
að það er ansi gaman að gefa sér lausan tauminn öðru hverju.“
Innan skamms voru þau kominn heim til hennar. Hann hjálp-
aði henni út úr bílnum og henni datt í hug hvort hann mundi
kyssa hana aftur, og tilhugsunin um það var næg til þess að
hjartað fór að hamast aftur. En hann lét duga að taka fast í
höndina á henni og segja:
„Mér fannst syo skemmtilegt í kvöld. Þakka þér fyrir, góða,
að þú vildir koma með mér út.“
Hann talaði ekki um að þau skyldu hittast bráðum aftur, og
þó að Anna reyndi að telja sér trú um, meðan hún var að hátta,
að það skipti engu máli, fann hún þó það gagnstæða.
Svo liðu tíu dagar án þess að Anna heyrði orð frá Dirk. Og
þá fór að síga í hana. Hann hafði þó lofað að vera vinur hennar.
Hún var verulega dauf í dálkinn. Hún hugsaði svo mikið xim
Dirk og þótti svo einkennilegt að hann skyldi hvorki hafa
skrifað né símað, að hún gleymdi alveg Cyril og ástarraunun-
um gömlu. Eða ef til vill er réttara að segja, aíð hún mundi
eftir honum á einkennilega ópersónulegan hátt — það var
líkast og þetta ástaræfintýri hefði hent einhverja aðra mann-
eskju, en ekki hana sjálfa. Það hafði verið fyrsta ástaræfintýr-
ið hennar — áköf og ástríðufull ást, svo lengi sem það var,
og hafði bakað henni óþolandi kvalir er æfintýrið var á enda,
en kannske hafði þetta staðið svona stutt, vegna þess hve þungt
það lagðist á hana.
Eftir skemmtikvöldið með Dirk hélt hún áfram starfi sínu
hjá Ninu Caruthers eins og áður. Daglega varð hún að svara
ýmsum bréfum, og oft komu reikningar, sem þurfti að borga.
Hún varð einnig að hafa gát á hvenær Nina átti að máta kjóla
eða fara á hársnyrtistofuna, en þetta var hæg vinna. Nina og
hún átu að jafnaði hádegisverð saman, og stimdum óku þær
um borgina í glysbifreið Ninu. Önnu leið vel, en þetta var í
rauninni engin vinna, og hún hafði stundum orð á því.
„Ég vil ekki beinlínis kvarta yfir heppni minni,“ sagði hún,
„en í hreinskilni sagt þá finnst mér að þú þurfir eiginlega ekki
neinn einkaritara — að minnsta kosti ekki allan daginn.“
Á kvöldvðkunni.
Yfirleitt virðast íbúar austan
jámtjalds taka sögum og krafta
verkum rússneskra uppfinninga
manna, iðnfræðinga, vísinda-
manna o. fl. með kaldhæðni og
vantrú. Hér er ein skrítla um
rússneskan ferðamann, er kom
til Prag og lét þar mikið yfir
kraftaverkum á sviði rúss-
neskra læknavísinda. „Við höf-
um lækni í Ráðstjómaríkjun-
um,“ sagði hann Tékkanum,
„sem setti ný augu í blindan
mann, svo að nú hefir hann
fulla sjón.“
„Ekki kippi eg mér upp við
slíkt,“ sagði Tékkinn hæðnis-
lega. „Okkar læknar gerðu að-
gerð á manni, sem misst hafði
fingurna, og settu kýrjúgur í
þeirra stað( svo að ná fær hann
mjólk úr fingrunum.“
„Hver hefur séð það?“ spurði
Rússinn vantrúaður.
„Blindi maðurinn, sem læku-
irinn þinn gaf augu,“ sagði
Tékkinn hryssingslega.
•
Ólafur krónprins Norðmanna
var nýlega á ferðalagi í Banda-
ríkjunum. Éitt kvöldið langaði
hann til að matast í úrvals veit-
inngastað í New York, þar sem
þjónaliðið er eingöngu fyrrver-
andi furstar og hertogar frá
Rússlandi.
Þegar krónprinsinn kom,
ljúfur og yfirlætislaus, svo sem
hans er vandi( sneri hann sér
óðar að yfirþjóninum og sagði:
—•. Er nokkursstaðar pláss
fyrir mig héma. Eg er Ólafur
krónprins frá Noregi.
— Því miður, sagði yfir-
þjónninn. — Þjónustuliðið er
fullskipað sem stendm'.
. •
í ensku blaði stóð nýlega eft-
irfarandi auglýsing: „Til sölu
tígrisdýrsfeldur með hræðileg-
um klóm og kjafti. Sérstaklega
hentugt í bamalierbergi.“
•
Brezki heimspekingurinn og
N obels - verðlaunahöf undurinn
Bertrand Russel, sem er áttatíu
og þriggja ára gamall, er svo
sem kunnugt er, nýlega kvænt-
ur og er eiginkonan þrjátíu og
átta ára gömul. í sambandi við
giftingu sína sagði hann eftir -
farandi setningu:
„Maður, sem elskar af ölíu
hjarta, má ekki setja það fyrir
sig, þótt konan sé nokkuð við
aldur.“
C. SuWMtyhAi
Enda þótt trén væru tilbúin til
flutnings niður fljótið, mölduðu
menn Bills í móinn.
- TARZAN -
2006
"/ CAN‘T RBALLY 31AM>
— Ég get raunar ekki láð þeim
það, sagði Bill — þegar þess er
gætt, hversu margir hafa farizt á
5UPPENLV
OLU
STSPPBD
PORWARD.
" TH<?S£r
COWA&0S
WO/ZÆT
OA'LÝ'
A0Oí/r
P0MOWS
AA/£>
SP/Æ/rs,"
SAiD
DI5PAIN-
PULLY.
*BWANA - /
VOLUMT££Æ!"
þessa
leyndardómsfullan hátt við
flutninga.
Allt í einu gekk Oluiram og sagði:
— Þessar bleyður óttast anda og
illar vættir. Við skulum útvega
sjálfboðaliða.