Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1956næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    26272829123
    45678910

Vísir - 03.02.1956, Blaðsíða 12

Vísir - 03.02.1956, Blaðsíða 12
Þeir, sem gerast kaupendur VlSIS eítir 10. hvers mánaðar fá blaðið ókeypis tU méaaðamóta. — Simi 1660. VÍSIR er ódýrasta blaðið og þó það fjöl- breyttasta. — Hringið í síma 1660 «g JlBBP* gerist áskrifendur. Föstudaginn 3. febráar 1956 Ekkert lát á frostíiörkum. 31 st. í Bæjsralandi. Ekkert lát er á frosthörkum £ álfunni. í Frakklancli hafa nokkrir menn króknað úr kulda Skipaskurðir eru ísi Iagðir og samgönguerfiðleikar miklir. A rússneska hernámssvæðinu í Þýzkalandi eru 100 flutninga- prammar fastir í ísnum. Þeir eru á leið frá Austur-Þýzkal. til Vestur-Berlínar. í fjöllum Bæjaralands hefir frostið komizt upp í 37 stig á Celsíus. Skortur er gass og raf- magns og sums staðar er ekki Jhægt að kveikja á götuljósker- uim. í Bretlandi hafa eimreiðar sums staðar verið hafðar í för- linj á járrnbrautum alla nótt- ina til varnar ísingu og snjó- þyngslum. Snjóbill á Akureyri í gær. Austur á Fljótsdalshéraði er uin þessar mundir miklu snjó- léttara heldiyr en á Norðurlandi. Virðist strax snjóléttara eftir að kemur austur fyrir Náma- skarð og yfirleitt er lítill snjór á Héraði og Jökuldalnum, einkum þó ofanverðum. Þar hefur sauðfé verið beitt í allan vetur. Mikil brögð hafa verið að því undanfarið. að fólk leiti úr byggðunum austanlands í at- vinnuleit til útgerðarstöðvanna við Faxaflóa og til Vestmanna eyja. í síðustu ferð Esju austur um land var hún fullskipuð far- þegum frá Austfjarðaliöfnum, sem flestir voru að fara á ver- tíð suður. Og í gær tóku 8 manns úr fámennri sveit á Austurlandi sér far með flug- vél til Reykjavíkur, sem allir ætluðu á vertíð. Sýnir þetta glöggt hve afkoma fólks úti á landsbyggðinni er háð vertíð- inni á Suðvesturlandi ár hvert. Myndin er af tveggja sæta Hawker-Hunter, sem fullyrt er að standi jafnfætis Hunter-orrustuflugvélum með Avon-hreyflum. Öllu er haldið stranglega leyndu um þessa nýju Hawker- Hunter flugvél, sem ætlað er að eigi að verða nætur-orrustu- flugvél. VVVVVVWVVVWWUVWAniVVUWWWWUSnAFVVVWUVUWMW Tveir þjófar handteknir fyrir mörg innbrot og þjófnaði. Oísvífin framkoma anuars þeirra ai Akraneisi varð til að upplýisa mátið. Lögreglunni á Akranesi og í Reykjavík hefur tekizt að upp- lýsa nokkura innbrotsþjófnaði, sem framdir hafa verið nýlega bæði hér og á Akranesi. Aukin vIBskipti aust- urs og vesturs. Ýmsar tilkynningar voru birt ar í gær um nýja viðskipta- samninga. Tékkar hafa gert viðskipta- samninga við Grikkland og Hol- land og tveir viðskiptasamn- ingar milli Ráðstjórnarríkjanna og Júgóslavíu hafa verið undir- ritaðir. Samkvæmt þeim fá Júóslavar viðskiptalán hjá Rússum og eru vextir tveir af hundraði. Ekki er hér um mikl- ar lánveitingar að ræða. Bretar hafa boðið Rúmenum að senda viðskipta- og fjár- málanefnd, til Bretlands, en svár hefir ekki borizt. — Tékk- ar hafa þegið samskonar tilboð írá Bretum. Síðasta innbrotið var framið á Akranesi aðfaranótt miðviku- dagsins og leiddi það til hand- töku tveggja manna, sem valdir eru að innbrotunum og hafa auk þess jáíað á sig fleiri þjófn- aði. Innbrot það sem framið var á Akranesi aðfaranótt mið- vikudagsins var framið í verzl- un Axels Sveinbjörnssonar og stolið þaðan ýmsum verzlunar- vörum, en ekki var búið í gær að rannsaka til hlífer um hve mikil verðmæti þar var að ræða. Lögreglustjórinn á Akranesi fékk fingrafarasérfræðing frá tæknideild rannsóknarlögregl- unnar í Reykjavík til þess að koma upp eftir og taka fingra- för á innbrotsstað og gera aðrar athuganir. En hrein tilviljun leiddi til handtöku annars 'þjófsins snemma í gær hér í Reykja- vík. Tildrögin voru þau að á þriðjudagskvöldið var bíl- stjóri nokkur á ferð eftir götum Akraness, er hann mætti allt í einu annari bif- reið og bílstjórinn í henni beindi á hann ljóskastara og blindaði hann. Bílstjórinn, sem fyrir þessu varð, reidd- ist, skrifaði ffijá sér skrá- setningarmerki bifreiðarinn- ar, sem bar bókstafinn „G“ og ákvað að kæra ökuþór- inn. Þegar lögreglunni á Akranesi barst þetta til eyrna kom henni til hugar að ef til vill myndi vera samband milli þessarar bifreiðar og innbrotsins og þeim mun fremur sem framkoma mannsins, er ók henni var í senn ósvífin og dólgsleg. Þegar tekið var að grennsl- ast eftir bifreiðinni var hún farin frá Akranesi, hafði farið þaðan aðfaranótt miðvikudags- ins, eða sömu nótt og innbrotið var framið. Styrkti þetta enn gruninn. Frétzt hafði til bif- reiðarinnar í Hvalfirði, en þar hafði hún tekið benzín. Var þá haft samband við lögregluna í Reykjavík og hún beðin að hafa uppi á ökumanninúm. Handtók lögreglan hann í Reykjavík í gærmorgun, en hann er starfandi hér enda þótt hann sé búsettur í Kjósarsýslu og bíllinn skrásettur þar. Við- urkenndi maðurinn að hafa framið innbrotið í verzlun Ax- éls Sveinbjörnssonar á Akra- nesi, ásamt öðrum pilti, 17 ára gömlum Reykvíking, sem nú jer starfandi á Akranesi og bú- settur þar. Hjá honum kvað jhann þýfið vera geymt. Gerði lögreglan á Akranesi ;þá húsleit hjá þessum pilti og fann þar ekki aðeins þýfið frá innbrotinu á Akranesi heldur og þýfi frá innbrotum og öðrum þjófnuðum, sem piltar þessir höfðu framið áður hér í Reykja- |vík. Hafa þeir nú meðal annars ijátað á sig innbrot í bifreiða- (verzlunina Orku og í Trípóli- , bíó, sem bæði voru framin ný- lega. En auk þessa er svo upp- lýst um fleiri þjófnaði, sem piltarnir voru valdir að. Málið var í rannsókn bæði hjá lög- reglunni á Akranesi og í Reykja vík í gær. iilpiisi reynir aftur. Ser fraaí vsðfækari tiSiögtir. «P«J? iiti i«BB8 «i ft'si ffðiifí «4 20 «cr«t egri&««.*>«« á átn es í«t. Orrustuflugvél mv&- lendir í H. Kong. Ein af orustuflugvélum kín- verskra þjóðernissinna nauð- lenti í Hong-Kong nýlendunni í fyrradag. Kínverskir kommúnistar segja, að hún hafi flogið yfir hið kommúnistiska Kína og verið elt að landamærum H.-K., en flugmaðurinn kveðst hafa nauðlent vegna vélarbilunar. — Krefjast kínv. kommúnistar þess af stjórnarvöldum H.-K. að þau afhendi flugvélina ekki kínverskum þjóðernissinnum. Kunnugt varð í gær mn nýj- an boðskap Bulganins forsæt- isráðherra Ráðstjórnarríkjanna til Eisenhowers Bandaríkjafor- seta cg var boðskapurinn af- hentur honum í gær á býli hans við Gettysbury. í honum býður Bulganin nú upp á, að auk Bandaríkjanna verði „Bretland, Frakkland og fleiri lönd“ einnig aðilar að griðasáttmála þeim, seín hann stakk upp á, að Ráðstjórnar- ríkin og Bandaríkin eingöngu gerðu með sér. Bulganin harmar, að hin upp haflega tillaga hans fékk ekki betri undirtektir en reyndin varð. Segir hann, að með griða- sáttmála slíkum, sem hann hafi í huga, yrði girt fyrir kjarnorkustyrjaldir, og braut- in rudd að samkomulagi um af- vopnunarmálin. Segir hann og, að ráðstjórnin muni athuga mjög gaumgæfilega allt, sem Eisenhower hafi til málanna að leggja. — Það, sem Eisenhow- er hafði vikið að um einstakl- ingsfrelsi og undirokun, vildi Bulganin heimfæra undir inn- anríkismál. Búizt er' við, að Eisenhower ræði þennan nýja boðskap við Eden, sem enn dvelst í Washington, þótt hann hafi lokið hlutverki sínu þar. Dvelst hann í bústað brezka Lofa að virða landhelgi Noregs, en ns/ let. n «lh «»l«gis* br«pi i «§««»r. Einkaskeyti til Vísis. Khöfn i morgim. Sendiherra Ráðstjórnarríkj- anna Arkadyev liefur Iofað Lange utanríkisráðherra Noregs, að rússnesk veiðiskip skuli hér eftir virða landhelgi Noregs. Haft var eftir Lange að við- ræðufundi þeirra loknum, að þeir vonuðu að málið yrði leyst á viðunandi hátt fyrir báða aðila. Samkomulag var um, að ákær- urnar á hendur skipstjórunum sættu venjulegri meðferð fyrir dómstólunum. Enn voru tvö rússnesk skip tekin að veiðum í landhelgi í gær. Gerhardsen forsætisráðherra Noregs er farinn heim til Nor- egs af Norðurlandaráðsfundin- um í Kaupmannahöfn. sendiherrans, þar til hann fer til Ottawa í Kanada. Eden varar við kommúnistahættunni. í ræðu þeirri, sem Eden flutti í öldungadeildinni, en á hana hlýddi sameinað þing, varaði hann við kommúnista- hættunni. Hann sagði að komm únisminn yrði ekki sigraður með vopnum. Þjóðirnar yrðu að vera stöðugt á verði gegn hon- um. Hann gerði samanburð á einstaklingsfrelsi raanna, at- hafna- og áhrifafrelsi, í komm- únistisku löndunum og sam- veldislöndunum brezku. Ekk- ert samveldisland væri í sam- veldinu gegn vilja sínum og þar ;nytu menn frjálsræðis um skoðanir og annað. Hann kvað Breta mundu reynast traustir bandalagsmenn og vinir, en jafn | framt lýstu þeir sig fúsa til þess | að ræða við þjóðirnar austan {tjalds um öll ágreiningsmál. — jEden var óspart klappað lof í jlófa að ræðunni lokinni og oft meðan á flutningi hennar stóð. Vel tekið. Henni er yfirleitt mjög vel tekið í blöðum Bretlands og annarra lýðræðislanda og Eden er talinn hafa treyst samstarf- ið milli Breta og Bandaríkja- manna og þar með vestrænu þjóðanna, en í Daily Herald, blaði stjórnarandstöðunnar, er árangurinn þó talinn fremur rýr. Manchester Guardian gef- ur í skyn, að fleira hafi verið ákveðið en kom fram í hinum opinberu tilkynningum, og það kunni að reynast mjög til bóta, sem samþykkt var og ekki er enn um kunnugt. Eden sagði sjálfur um árang- urinn af fundinum í útvarps- ræðu og sjónvarps, að hann hefði engan fund setið, sem sér hefði fundist eins uppörvandi og þessi. ’k Frcgn frá Saigon í Vietnam hermir, að Nguyen Van Vy hershöfðingi, sem stjórnaði hersveituin andvígum stjórninni í borgarastyrjöld- inni s.l. vor, liafi verið dæmdur til lífláts. Fjórir aðrir voru sekir fundnir um landráð og dæmdir til líf- láts — en allir voru f jarver- andi. Bridgekeppni: 4. umferð í gær. Fjórða umferð í meistara- flokki Bridgeklúbbsins fór fram í gærkvöldi. Eftir fjórar umferðir er Hjalti Elíasson efstur með 8 stig, en næstur Bárður Sigurðsson með 7 stig. í fjórðu umferð vann Jón Tryggva, Ingólfur Einar, Þórður Leif, Ingólfur Böðvarsson og Að- alsteinn gerðu jafntefli. Einmenningskeppnin. Eftir 3 umferðir er Sigriður Jónsdóttir efst með 158% stig. .Daníel Jóelsson er næstur með |153, Guðjón Ólafsson hefur 149%,Sófus Guðmundsson 143%, Helga Jónsdóttir 141, Björn Benediktsson 139%. Næst verður spilað á mánu- dagskvöld (í Sjómannaskólan- um) kl. 8.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 28. tölublað (03.02.1956)
https://timarit.is/issue/83186

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

28. tölublað (03.02.1956)

Aðgerðir: