Vísir - 17.02.1956, Síða 6

Vísir - 17.02.1956, Síða 6
VÍSIR Föstudaginii' 17. febrúar 1956 WISIR DAGBLAÐ ', ,. Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. j \ Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstoíur: Zngólfsstræti 3, Afgreiðsla: Ingólfssíræti 3. Sími 1660 (fimm línur) Útgefandi: BLABAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Lausasala 1 króna. FélagsprentsmiSjan h.f. Móðurmálsþáttur. Glæpur og refsing. Erieiid álirif af ýmsu tagi hafa gert vart við sig hér á landi í vaxandi mæli á undanförnum árum, og eru þau til góðs að mörgu leyti, því að þau hafa meðal annars kennt landsmönn- um hagnýtari vinnubrögð en áður tíðkuðust, og var ekki van- þörf á því. En þau hafa einnig birzt í annari mynd, því að ým- iskonar erlendar „bókmenntir“ hafa haft miður góð áhrif á lesendur sína hér á landi eins og raunar annars staðar, þar sem þær hafa rutt sér til rúms eftir stríðið. íslendinga hafa aldrei verið neinir englar Og forfeður okkar voru margir hinir mestu ribbaldar og bófar, en hinu er heldur ekki að neita, að allskyns ofbeldishneigð hefur farið mjög í vöxt hér á hinum síðari árum, og má jafnvel fullyrða, að ýmislegt til slikra verka lærist af lestri glæparita af ýmsu tagi. Væri það raunar fróðlegt rannsóknarefni fyrir þá, sem um þessi mál fjalla, hvert samband er á milli ýmissa afbrota og lestims rita, er fjalla um þau sem sérgrein, svo að gengið verði úr skugga um skaðsemi þeirra fyrir einstaklinga, sem sækjast eftir siík- um „bókmenntum“, er vaða nú uppi hér og víða um lönd. Úti um heim er viða um það rætt, hvemig eigi að haga með- ferð afbrotamanna, og hallast sumir menn að því, að þjóðfélagið eigi að reyna að breyta fangelsum sínum í einskonar uppeld- isstofnanir, þar sem leitazt sé við að snúa hinum brotlegu til betri vegar, gera þá að nýtum þjóðfélagsborgurum. Þeir, sem eru þessarrar skoðunar, líta svo á, að fangelsi, eins pg þau hafa tíðkast, sé frekar gróðrarstia afbrota- og oibeldishneigðar en betrunarstofnanir, svo að fangar komi þaðan jafnvel foi- hertari og hættulegri en þeir voru, er þeir voru settir inn. x Hér á landi er vandinn nokkur annar, því að við höfum ekki einu sinni fullnægjandi húsakost til ao taka við þeim, sem gerast brotlegir og eru dæmdir til refsivistar. Er haft fyrir satt, að menn sé á „biðlista“ að þessu leyti, og verði stundum að bíða lengi eftir að komast að, en því fylgi svo aftur, að dæmdir afbrotamenn ganga lausir lengur eða skemur og fremja jafnvel ný afbrot, meðan þeir bíða eftir að afplána refsingu fyrir eldri brot. Er því full nauðsyn, að við reynum að koma betra lagi á þessi mál hjá okkur, þvi að þótt við komum ekki u.pp uppeldisstöðvum fyrir afbrotamenn, harðna þeir vafalaust í ofbeldishneigð sinni, ef ekki er þegar hægt að láta þá taka út refsingu sína. Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á hegningarlögunum síðustu árin, enda mörg ákvæði eldri laga úrelt orðin og á eftir tímanum, en ráðstafanir til að geyma sakamenn hafa verið látnar sitja á hakanum. Það væri vitanlega bezt, ef þróunin væri í þá átt, að ekki þyrfti að hugsa um aukið rúm til geymslu á föngum, en þegar hún er þannig, að afbrot fara í vöxt, og menn eru dæmdir fyrir þau, verður að vera hægt að hýsa slíka menn á viðeigandi stöðum. Lofsverð starfsemi. lenzku heitir þetta: í því skyni, í Jteim tilgangi. Jón sagði þetta í því skyni, að Páll heyrði til hans. Við tölum í þeim tilgangi, að á okkur sé hlustað. | Þá væri gaman að minnast örlítið á orðið matráðskona. Það er nú oft notað í auglýs- ingum, einkum frá sjúkrahús- tun, og'eru kaHaðar því nafni þær konur, sem stjórna mats- eld þesasra stofnar.a. Matráðs- kona er nýtt orð og alls ekkert þjált. Sigfús Biöndai hefur orð- ið matráður, ög merkir það |bryti. En hvers vegna nota menn ekki matselja í staðinn |fyrir matráðskona, Matselja er miklu þjálla orð og fallegra og auk þess gamalt. Matselja er sú kona, er stjórnar matargerð og framreiðslu, — að fornu sú, er sá um að skipta matnum milli fólksins á heimiiihu, og í nútíma þjóðféiagi hlýtur sú kona að stjóma matseld og hef- I ir því á hendi sama hlutverk og : matráðskonur sjúkrahúsanna hafa. Fyrir kemur, að húsmæð- ! ur eru nefndar matseljur. Það er því síður en svo niðrandi merking í orðinu, heldur er ■ virðulegt að vera matselja. Ekki má setja síðari hluta orðsins í neitt samband við sölu, eins og hún tíðkast nú, þ. e. þann verkn að að láta eitthváð af hendi fyr- ir peninga. Matselja hefur enga verzlun á hendi.Virðist auðsætt, að matráðskona er óþarft orð, matseljur eru þær konur. sem þessa atvinnu stunda. Svo nefnd þágufallssýki er fólgin í ofnotkun þágufalls, þágufall er notað, þar sem nefnifall eða þolfall eiga að vera. Hún er gömul í íslenzku, finnast mÖrg dæihi hennar frá 19. öld, en sannkölluð sýki er hún þó ekki fyrr en á okkar dögum. Gömul þágufallssýki er það að nota þgf. með sögn- inni að þora, segja þora því, þora ongu í staðinn fyrir þora það, þora ekkert. Þetta ætti að varast, þó að gamalt sé sums staðar. Snorri Sturluson reit, er hann ræddi um sannleiksgildi dróttkvæða: „En það er háttur Skálda að lofa þann mest, er þá eru þeir fyrir, en engi myndi þora það að segja sjálfum hon- um (konúnginum) þau verk hans, er ailir þeir, er heyrði, vissi,-að hégómi væri og skrök, og svo sjálfur hann. Það væri þá háð, en eigi lof.“ (Prologus íyrir Heimskringlu). Snorri segir það þora, en ekki 'því þora. Nú er þessi gamla þágufalls- sýki, að segja þora því o. s. frv. að breiðast út um allt land^ og ér eigi vonum seinna að íreista að spyrna við fótum. Ættu allir að temja sér að segja: Þora það, þora þetta, þora ekkert o. s. frv Algengust er þágufallssýki með sögnunum vanta og langa. jRangt er að segja þeim vaniar, j þeim langar. Með (tíðast á und- an) þessum sögnum á að fara ■ þolfall. Það á að segja: Þig lang- lar, þá (drengina) vantar, þær (systurnar) langar á dansleik- inn, bændurna vantar fé af fjalli. Og í spuimingum: Langar börnin í bíó? Önnur villa er algeng í .sam- bandi við sögnina að vanta. Það er þetta orðasamband: Mig vantar að fá, hann vantar að eignast . . . Hættir mörgum við þessari villu nú. Þetta orðalag er ekki íslenzkt, heldur eiiskt: I want to ... Ber að varast þetta mjög. Hér á að nota þurfa, ekki vanta. f staðinn fyrir mig vantar að fá bíl á að segja: Eg barf að fa bíl. Eg þarf að j f inna Kristin, en ekki mig vant- 'ar að finna Kritsin. | Orðtakið, í því augnamiði, er aldanskt orðtak (i det Öjemed) og ætti að forðast það. Á ís- ILO ákveður rannsökn á þvingunarvinnu í heiminunt. Ætluinin' «») bmHna hamm aiPgáða&mBnþtfklkt. Ný lækningastofa á Akureyri. Akureyri, í gær. I þóp Akureyrarlækna hefir nýlega bætzt nýr læknir, en það er Erlendur Konráðsson, áður héraðslæknir í Norður-Þing- eyjarsýslu. Erlendur Konráðsson hefir um sjö ára skeið verið héraðs- læknir Norður-Þingeyinga með jaðsetri á Kópaskeri. Nú hefur hann sagt embættinu lausu, !setzt að á Akureyri og sett þar á stofn sjálfstæða lækninga- stofu. Erlendur læknir er sonur hins kunna kennara Konráðs Erlendssonar. Okíðaráð Reykjavíkur efndi í gærkveldi til kennslu í skíða- ^ göngu á tveim opnum svæðum hér í bænum, til þess að gefa þeim bæjarbúum, er hug hefðu á því, tækifæri til að kynnast undirstöðu atriðum þessarrar hollu og skemmtilegu iþróttar. Er þetta ágætlega til fundið og þess að vænta, að áhugi sé svo mikill, að ástæða þyki til að halda kennslunhi’ áfram, því að vafaiaust skortir ékki vilia skíöaráosins toa skíðagarpa til þess að halda starfinu áfram, ef almenningur sýnir, að hann kann að meta þessa viðleitni. 1 Kennslan hófst ekki fyrr en klukkan níu, svo að hópurinn var þá að sjálfsögðu takmarkaður, en það virðist mega athuga það, hvort ekki sé hægt að koma við kennslu á öðrum tíma, þegar unglingar og böm geta notið hennar. Fátt er eins heilsu- samlegt og útivist í góðu lofti, og skíðaíþróttin er einmitt stund- uð á þeim árstíma, þegar innivera manna er mest. Þess vegna er sérstaklega mikilvægt, að hún nái sem mestri útbreiðslu og uppremiandi kynslóð læri að meta hana og iðka, Það er því Piginlega æskilegra að skíðaráðið reyni að gefa unglingum Qií bömum kost á kennslu en þeim, sem eldri eru. Alþjóðavinnumálaskrifstofau í Genf (ILO) hefir skipað und- imefnd til að rannsaka hve mikil brögð séu að þvingunar- vinnu í heiminum. Formaðm- nefndarinnar er Svisslpndingur frá Al’jjóða Rauða Krossinum, Paul Rúgger. Hlutverk nefndarinnar verð- ur að safna skýrslum og kynna sér kæmr, sem ILO hafa borist um þvingunarvinnu. Nefndin gefur síðan skýrslu til David A. Morse, aðalforstjóra stofnunar- innap en hann mun leggja mál- ið fyrir ái'sþing ILO, sem haldið verður í júní n. k. ILO hefir áður fjallað um þvingunarvinnu, því að á árs- þingi stofnunarinnar 1953 voru j lagðar fram rannsóknir sér- nefndar, er hafði kynnt sér mál- ið og komizt að þeirri niður- j stöðu, að enn væri talsvert um þvingunaryinnu í heiminupi. j Samkvæmt, reglugerð ILO skal taka mál þetta fyrir á tveimur ársþingum .í röð og verður það því énn á dagskrá ársþingsins, sem haldið verður 1957. Hugmyndin er, að reyna að komast að samkomulagi við aðildarþjóðir ILO um að gerð verði alþjóðasamþykkt, er banni þvingunarviimu með öllu. Fyrirspurnir um þvingunar- vinnu hafa verið sendar til alira landa, og verða svörin birt og rædd á ,á.njþir.ginu í júní. (Frá S.þj.). Bergmáli hefur borizt bréf um lestur þingfréttanna, en þær hafa áður sætt gagnrýni manna á meðal áður, en bezt er að láta bréfritarann tala sjálfan: „Út- varpið okkar fær sinn skammt af gagnrýninni, og ekki óeðli- legt, þar Sem það liefur á hendi mikið útbreiðslustarf á sviði frétta, fróðleiks og skemmtiefnis til allra landsmanna. Smekku<- manna er misjafn og getur ein- um fundist það ágætt, sem annar vill hvorki heyra né sjá, en um dagskrá útvarpsins má það segja, að hún er með hvérju árinu séíii liður fjölbreyttari, svo allt stefnir þar í rétta átt. Geta menn þó alltaf fundið' að ein- hverju, en slík gagnrýni cr nauð- synleg og þeim, sem stjórna því góður leiðarvísir, hvort sem farið er eftir henni eða ekki. Þingfréttirnar. Ánnars var tilefnið með bréf- inu að ræða nokkuð þingfrétta- lésturinn, en hann er að verðá mésta skömm, þótt fréttaritarinn sé að ýmsu leyti áheyrilegúr vegna þess, að röddina skortir hann ekki. Þingfréttaritarinn er farinn að tína ýmislcgt til nú, sem iionum sjálfum finnst skipta máli úr fjárlögunum og sagði á miðvikudagskvöldið frá kostnað- inum við sendiráðin m. a. Hafði liann það lag á því, að liann til- kynnnti að hann myndi telja sendiráðin upp eftir dýrleika og byrjaði fyrst á Moskvu, siðan AVashington og þá Lundúnum, en endáði á Osló, en þar var kostnaður minnstur. Þetta var nú gott og blessað, en síðan hóf hann lesturinn aftur og taldi nú sendiráðin upp eftir því hve ódýr i rekstri þau höfðu reynzt og byrjaði þess vegna á Osló. Þetta er nú furðulegur frétta- flutningur. Manni kom til húg- ar að fréttaritárinn vœri að leika sér. Kannske haiin liafi verið að drepa tímann. Kjams og smjatt. Að hann þurfi ekki að fara sparlega með tima útvárpsins bendir líka til .þetta eilífa kjams hans og smjatt á orðunum, sem er lirein andstyggð og reyndar einkennilegt að að þvi skuli ekki áður hafa verið fundið. Skýring- i#er kannske aðeins sú, að þing- i'réttaritarinn sé svo helgur mað- tir, að ekki inegi segja honum til syndanna, og svo hitt, að engin lagfæring fáisf, þótt að sé fund- ið. Nei, sannieikurinn er sá, að þingfréttalésturinn. er í heild ó- viðunándi og þörf .á því að nýr maður sé þar ;séttur tií að sþreyta sig. Það 'er nokkur vandi að lesa vel þingfréltir, og þarf meira til en röddjna. Helzt þarf lestur- inn að vcra lifandi og skemmti- legur, en ekki jáfn nnuðsynlegt að flýta sér beint úr þingsal. i útvarpið til þess að liefja óund- irbúinn lestur á þingfréttum sama dags. Komið hefur í'yrir að þingfréttaritarinn hefur' komið eins og úr spretthlaupi i útyarp- ið og þurft góða stund til að jafna sig, áður en skaplegur lest- ur gæti liafizt. I Segulband notað. I Litill vandi væri að gera þing- fréttir að þætti, sem allir fylgd- ust með af ánægju, auk þesS' sem allir þyrftu að fylgjast með þeim vegna þeirrar þýðingár, er störf alþingis hafa fyrir alla landsbúa. Sjálfsagt væri að nota scgulband ið til þess að taka upp hluta úr ræðum þingmanna, t. d. um nierk I ustu máliu og útvarpa síðan í 1 þingfréttatiiua. Þetta hefur ver-

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.