Vísir - 12.03.1956, Blaðsíða 10

Vísir - 12.03.1956, Blaðsíða 10
10 VÍSIR .'Mán»Sagim:12. marr.. 1956. m m m m m m m m m m m fLcreéa Ck aríeí: áAtarimat og hvemig korast ég hingaS? Umfiram allt, hvar var Mark? Ifafn hans var ætíð á vörum mér, en ég gat ekki sagt þaS. Þetta var truílandi og vakti skelfingu. Það var ennþá verra en sársauk- inn, sem öðru hverju hófst sem viilt óargardýr, sleit mig í sundur og gleypti mig. Það var verra, vegna þess, að hvort sem ég var vákandi eða s-ofandi, hætti ég aldrei að þrá Mark. Sársaukinn var óskaplegur, en hann stóð sjaldan lengi. Ég komst á það stig, er ég sveitt og skjálfandi sveif inn í kolsvart, iðandi myrkur. Þá laut einhver yfir mig, ég farm kvalirnar hverfa og ég féll í unaðslega gleymsku. Síðan tóku raddirnar og hinar óljósu útlínur eigenda þeirra aS hætta að verða ævintýraverur í martröð. Þær urðu raun- verulegar. Ég skildi, hvað þær voru. Ég skildi, að ég var í sjúkrahúsi og hjúkrunarkonur og læknar stunduðu mig. Mér varð ljóst, að ég gat ekki talað vegna þess, að mér lá við köfn- un af umbúðum. Hjúkrunarkonan, sem oftast var hjá mér, sagði mér um síðir, að ég hefði nef- og kjálkabrotnað. Hún flýtti sér að bæta því við, að ég þyrfti ekkert að óttast. Ég yrði vera þolin- móð, og svo myndu læknarnir útskrifa mig jafngóða. Hún var góð kona. Hún komst fljótt upp á lagið með að þýða tákn mín og bendingar. En hún skildi ekki einu spurninguna, sem gerði mig næstum brjálæða, að geta ekki skýx-t fyrir henni, að ég gæti ekki hvílzt án þess að vita, hvað hefði orðið um Mark. Ef ég hefði getað hreyft kjálkann, my2xdi ég hafa hrópað upp yfir mig, er ég hlýddi á lágróma saintal hennar og læknis- ins. Það var auðséð, að hún hafði skilið, að það var eitthvað, sem kvaldi mig. Hún bað lækninn um, að fullvissa mig um, að ég þyrfti ekki að óttast, að ég yrði eins og herfa í fx-aman um alla framtíð. Augu mín fylltust brennheitxxm tárum. Ég leit biðjandi á lækninn. Gat enginn skilið, að ég örvænti ekki vegna sjálfs mín? Mér hafði ekki dottið í hug útlit mitt. Ég vissi, að ég hafði lifað slysið af. Ég gerði ráð fyrir því sem sjálfsögðum hlut, að ég yrði jafnheil er fram liðu stundir. Læknirinn horfði hugsi á mig. Vera má, að eins konar hugs- anaflutningur hafi valdið því, að hann grunaði,. að það var eitthvað, sem ég varð að fá að vita. Hann bað hjúknmarkonuna að sækja blýant-og pappírsmöppix. Hún kom með möppuna og hélt henni fyrir framan mig. Ég í'eyndi að þakka honxxm með augxmum. Fingur mínir læstust um blýantinn, en mér til mikils hugarangurs var mér það mikil áreynsla að lyfta höndinni og skrifa. Einhvern veginn tókst mér að mynda orðin: „Hvar er Mark?“ Auðséð var, að þau voru læsileg, því að læknirixxn endur- tók þau og horfði spyrjandi á hjúkrunarkonuna. „Mark? Hver er Mark?“ Hún hristi höfuðið. „Það getur verið bróðir hennar, en eini ættingi hennar, sem hingað hefur komið er frænka hennar.“ Hún brosti örvandi til mín. „Kata frænka þín hefur oft koinið hingað, væna mín. Kæst þegar hún kemur, getur þú tekið á móti henni og þá getur hún sagt þér allt um Mark.“ Mig langaði mest til þess að hrópa í bræði minni: „Þér talið eins og fífl.... eðá þér farið xrfiniia vilt. Ég á enga Kötu fx-ænku. Ég á bara Mark... . og pabba.“ Ég náði valdi á sjálfri mér og krotaði: „Mark var með mér í Mlnum. Meiddist hann mikið?“ •JVWVWUVUVWUWWUVWJWWVWJV Læknkinn og hjúkrunarkonan hoxrfðu aftur hvort á annað. Svo mælti hjúkrxmarkonan róandi: „Nei, góða, hann hefur ekki getað meiðzt mikið. Ég veit með vis.su, að engimx fórst í þessu hræðilega slysi. Það stóð eitthvað um þetta í blaðinu. Bílstjórixm á mjólkurbílnum vaxrð fyrir taugaáfalli og skrám- aðist eitthvað, en þú varst sú eina, sem var flutt hingað.“ Loks gat ég verið róleg. Að minnsta kosti var mesta skelfing mín á enda. Mark var á lífi. Nú gat ekki liðið á löngu þar til ég fengi að sjá hann. Hann þurfti kannske að liggja nokkra stund, en svo myndi hana koma til mín. Það efaði ég ekkn eíít augnablik. 4 ffiiAiI'iLI, „Ósköp er ég fegin því, að þér skuli batna svona vel. Það er leitt, að þú skulir ekki getað talað, en þeir segja, að kjálkinn á þér grói ágætlega. Horfðu ekki svona tortryggnislega á mig! Þú þekkir mig ekki, en þú veizt, hver ég er, eða hvað? Ég er, frænka þín“ Ég hnyklaði brúnimar spyrjandi. Hún var mér með öllu ókunn, en þó var eitthvað kunnuglegt við hana, sem ég gat ekki gert mér grein fyrir. Hún var snyrtileg, hafði skýr, brún augu, lítinn, vel lagaðan, samanherptan mimn, jarpt hár, sem fariö var að grána. Það var hár hennar, sem vakti hjá mér endurminningar. Aftur sá ég fyrir mér hræðilegan atburð, er pabbi barði niður þybbna, rauðhærða manninn, sem var mágux’ hans. „Ég heiti Kata. Kata Smith,“ hélt hún glaðlega áfram. „Móð- ir þín var systir mín. Þig furðar vafalaust á því, hvers vegna þú hafir ekki hitt mig áður. Jæja. Þú getur þakkað pabba þínum það. Það hefur verið grunnt á því góða milli Smith-anna og Tieyarnion-anna síðan hann taldi veslings Nellie á að flýja að heiman með sér. Ég myndi ekki hafa vitað um slysið og þig, ef ég hefði ekki lesið um það í Cornwall-blaði.“ Ég reyndi að tjá henni með brosi, að það hefði vei*ið fallega gei't af henxii að koma. En ég gat ekki brosað almennilega vegna þess, að allt andlitið fyrir neðan augu, var hulið umbúð- um. „Þú slappst furðu vel út úr þessu.... og þá á ég ekki að- eins við áreksturinn. Þessir Treyamion-náungar!“ Hún gretti sig hæðnislega. „Eins og þér hafi ekki gert okkur nóga bölvun? Hvernig stóð á því, að þú varst í ökuferð með þessum syni Lewis?“ Ég rétti út höndina eftir blýantinum og skrifmöppunni við hliðina á mér. Enn voru fingumir máttlitlir, en það var mér ekki eins erfitt að skrifa. „Við Mark elskum hvort annað. Við vorum á leið að giftast,“ páraði ég. „Hvar er hann? Liggur hann ennþá? Meiddist hann mikið?“ Hún horfði hálf undarlega á mig, og í augnaráði hennar mátti lesa óþolinmæði 'og meðaumkun. „Hann var í einhverju sjúkrahúsi í Comwall — ég mán ekki hverju — í tvo eða þrjá daga. Svo sóttu foreldrar hans hann. Hann sakaði lítið, svolítill heilahristingur, skrámur og mar.“ „Ert þú viss um það?“ spurði ég, og hönd mín skalf. „Já. Mágkona mín skrifaði mér það. Mark Treyarnion slapp vel — það gera Treyarnion-amir alltaf. Það erum við Smith- arnir, sem verðum að borga brúsann, þegar við látum sigrast af þeim og fögrum orðum þeirra,“ sagði hún biturlega. „Jú, ég veit, að þú heitir Treyamion, en þú ert samt Smith. Ein af „rauðu Smith-unum, eins og við erum kölluð í Penwalloe. Augu þín og hár minna á sjálfa mig á þínum aldri. Þú líkist líka Nellie, en hún var hærri og grennri. Hvað ertu gömul, bamið mitt?“ „Sautján,*1 skrifaði ég. „Þú ert barn. Hvar voru augun í föður þínum, er hann leyfði þér að þjóta af stað með Treyarnion-manni ? “ Orð hennar komu blóðinu til að stíga mér til höfuðs, og mig sveið í sárin á andlitinu. Ég strikaði undir orðin, sem ég hafði skrifað. Hún hló hörkulega. „Ætlaði að giftast þér, jæja? Veslings barn! Og þú lézt Á kvöldvökunni. Ameríkumaður spurði Kín- verja, sem nýlega var fluttur fcil Bandaríkjanna, hvernig feonum litisfc á íbúana og hvað . nexdi um Bandaríkja- menn yfirleitt. Kínverjinn brosti kuríeis- lega, yppti öxlum og sagði: „Eg hefi svo lítið kynnzt þeim ennþá nema af bíómyndum, exi mér skilst að svo fremi sem þeir skjóta ekki hver annan til bana, þá kyssist þeir.“ Kaupmaður nokkur bauð kunningja sínum í silfurbrúð- kaup sitt. En þar eð þeir höfðu aldrei heimsótt hvör annan vildi kaupmaðurinn leiðbeina honum hvernig hann gæti fund- ið íbúð sína: „Þú skalt fara með lyftuxmi upp ó 5- hæð, en ganga síðan inn gangirm til hægri, þar til þú kemur að innstu dýr- unum, þar stendur nafnið mitt á hurðinni. Þá skaltu þrýsta hurðarhúninum niður með oln- boganum og spyrna síðan f hurðina með fætinum éða hnénu.“ I „Hvers vegna á eg að opna jhurðina með olnboga og fæti?“ spurði kunningirm undrandi mjög. | „Hvað dettur þér í hug,“ hrópaði kaupmaðurinn. ,,Ætl- arðu kannslce að koma tóm- hentur.“ „Á hverju ári senda Frakkar nýja og nýja snillinga til ný- lendna sinna, en þeim vinnst aldrei tími til að koma hug- myndum sínum í framkvæmd. Aftur á móti senda Bretar ein- feldninga til sinna nýlendna og þar dúsa þeir alla sína ævi og sjá um að ekkert gerist.“ (Bid- ault, utanríkisráðherra Frakka x veizluræðu í París). Tveir rnenn, sem höfðu verið að leita að uranium, höfðu verið lengi fjarri mannabyggð- um einhversstaðar í Kanada. , Þeir höfðu veikt bál og voru að elda sér kvöldverð. Þá sagði annar þeirra og dæsti við: — Þetta er erfitt líf. Nú er svo komið, að eg man ekki leng- ur hvemig kvenmaður lítur út. — Ja, þá er ver komiða fyrir mér, sagði hinn, — því að eg man það. £ Suftcugká tarz-jIn 2030 Er Henri hafði spyrnt skrifborði sínu á Tarzan sá hann tækifæri til undankomu. Hann fleygði sér umsvifalaust út um gluggann, en Tarzan kom fljót- lega á eftir honum. Enn hafði Frakkanum tekizt . að bjarga sér undan Tarzan en nú voru góð ráð-dýr. Hann greip það vopn, sem hendi var næst, en það var beitt og þung skógaröxi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.