Vísir - 25.04.1956, Blaðsíða 4

Vísir - 25.04.1956, Blaðsíða 4
* VÍSIR Miðvikudaginn 25. apríl 1959 ■ H 4Tk B K «o ©ÆT8) Hver er bernv oerspetoingii Koma Serov liershöfðingja til Lundúna til undirbúnings lieimsókn Bulganins og Krusevs vakti mótmælaöldu um Bret- land, enda var hann ckki sendur þangað með þeim, eins og fyrirhugað var. Ekki ætti að vera ófróðlegt armeiri embættí, og það er íyrir íslenzka blaðalesendur, aðlhann, sem 1939, nýorðinn kynnast betur en áður ferli þessa manns, sem brezk blöð voru ófeimin að segja um, að hann hefði ekkert í Bretlandi að gera og skipuðu að snauta heim og koma þangað aldrei aftur. Blöðin litu á það sem beina móðgun, að ráðstjórnin skyldi senda hann til Lundúna til þess að ræða öryggisráðstaf- anir í sambandi við komu B. og K. og almenningur tók undir með blöðunum, enda fóru leik- ar svo að ráðstjórnin sá, að hyggilegast var að láta hann hýrast heima, Ivan Alexandrovich Serov er fimmtugur að aldri. Fyrir tutt_ ugh árum gegndi hann lítilfjör- legu embætti, en nú gegnir hann einhverju mikilvægasta em- bælti í landinu, þ. e. hann er formaður öryggisnefndar ríkis- ins og ábyrgur aðeins gagnvart valdhöfunum, hinni „samvirku forystu“. Hann er eftirmaður Beria, tók við embætti, er Beria hafði ver- ið tekinn af lífi 1953t og hann er einn af fáum háttsettum em- bættismönnum á sviði leyni- lögreglumálanna, sem aldrei hefur verið hróflað við á hverju sem þar hefur gengið. — Þrátt fyrir hreinsanir og aftökur hef- ur Serov allt af haldið velli — en ýmissa orsaka vegna hefur valdhöfunum þótt tryggast að skipta alloft um menn, er mestu hafa ráðið um gerðir leynilög- reglunnar. Auðskiljanlegt er hvers vegna Serov hefur haldið velli. Hann hefur jafnan átt tvo öfl- uga verndara, Malenkov og Krúsév. Tengsl hans við Malen- kov eiga rætur sínar að rekja til hinna miklu ofsókna eða „hreinsana" 1936—38, er Serov var enn litilfjörlegur embætt- ismaður í einni deild leynilög- reglunnar í Ukrainu. Það er laust fyrir 1940; sem Malenkov, er búinn að koma Serov örugglega fyrir í návist Stalins sjálfs, hann fær ábyrgð- „Þriðja flokks kommissar“, undirritar hina alræmdu til- skipun nr. 001223 um hvernig haga skuli nauðungarflutningi fólks frá Eystrasaltslöndunum, sem framkvæmdur var eftir að Rússar höfðu hernumið þau í júní 1940. Það er gizkað á, að frá þessurn þremur löndum, Lit- háen, Lettlandi og Eistlandi, sem öll voru frjáls lýðveldi, hafi verið búið að flytja 170.000 manns fyrir júní- byrjim 1941, þegar nazistar réðust á ráðstjórnarríkin. Um 10.000 voru skotnir, en tug- jþúsundir létu lífið úr vos- búð, kulda og hungri á leið í útlegðina. Þegar í apríl 1940 var búið að sæma Serov Leninheiðurs- merkinu fyrir undirbúning- inn og fyrir að skipuleggja brottflutning fólks svo hundruðum þúsunda skipti frá Póllandi. Þá var hann orðinn yfirmað- ur leynilögreglu Ukrainu og kommúnistaflokkur Ukrainu valdi hann til setu í miðstjórn- inni og politbureau ukrainska kommúnistaflokksins. Og þar með var hann orðinn samverka- maður Krúsévs, er átt hafði sæti í stjórnmálaráði Ukrainu frá 1939. Snemma árs 1941 er búið að velja hann í miðstjórn komm- únistaflokks Ráðstjórnarríkj- anna, og í júlí sama ár verður hann aðstoðarinnanríkisráð- herra Ráðstjórnarríkjanna. í styrjöldinni var hann vara- yfirmaður MVD, en undirmað- ur Beriat en Serov var aðal- verkfæri ráðstjórnarinnar við nauðungarflutninga þjóða og þjóðflokka innan Ráðstjórnar- ríkjanna. Hann hafði með hönd- um yfirstjórn nauðungarflutn- ings á 70 þúsund manns af Kai’achai-þjóðflokknm, á 200._ 000 Kalmúkum, 500.000 af Chechen og Ingushi stofni og 300.000 Krímskaga-Töturum. Hin sjálfstæðu lýðveldi þessara þjóðflokka voru upprætt. Tug- þúsundir létust á leið í útlegð- ina og fólkinu var dreift sem víðast, til þess að girða fyrir framtíðar samtök þess, og þann_ ig tvístruðust fjölda margar fjölskyldur algerlega. Harðast- ar voru aðfarirnar gagnvart yfir milljón manna af Chechen og Ingushi stofni og Töturum. Það fékk yfirbyggða skurði til dvalar og var sagt að bjarga sér upp á eigin spýtur. Sjálfsagt þótti að sæma Serov nýju heiðursmerki fyrir þetta afrek og nú hlaut hann Suvorov-heiðursmerki af „fyrstu gráðu“, „fyrir vel heppnaða frmakvæmd á hlut- verki, sem honum var falið í þágu öryggis ríkisins". Síðari hluta heimsstyrjaldar- innar var hann ýfirmaður leyni- lögreglunnar í Póllandi. Og hann var sæmdur titlinum „hetja Ráðstjórnarríkjasam- bandsins“ og fékk nýtt Lenin- heiðursmerki, og voru þetta meiri virðingar en mátt hefði ætla, að honum myndu falla í skaut fyrir þessi störf. Eftir styrjöldina er hann skipaður herdeildarforingi og sendur til Þýzkalands sem varayfirmaður borgaralegra mála undir Zhukov hershöfð- ingja. Hann liafði einnig með höndum yfirstjórn gagn- njósnastarfsemi og að sjá fyrir starfsliði í þvingunar- vinnuna í úraniumnámum Austur-Þýzkalands. í febrúar 1945 var hann skip- aður aðstoðarráðherra MVD- mála Ráðstjórnarríkjanna og var sendur til Odessa sem yfir- maður Zhukovs, sem þá hafði þar yfirstjórn hermála. Ári síðar var hann skipaður fyrsti aðstoðarráðherra MVD Ráð- stjórnarrikjanna, og í því em- bætti varð það hlutskipti hans að sjá fyrir vinnuafli við hin miklu fyrirtæki, svo sem Volgu- Dónárskurðinn, Tsymylansk- raforkuverið, og þurrkun lands í Rostov-héraði. Fyrir þessi störf var hann sæmdur þriðju Leninorðunni í febrúar 1952. Enn sýndi það sterka aðstöðu hans, að á 19. flokksþinginu var hann kjörinn í miðstjórn flokks. ins. í apríl 1954 — 4 mánuðum eftir aftöku Beria — er hann skipaður forseti Öryggisnefnd- ar ríkisins (KGB), sem að- skildrar stofnunar frá innan- ríkisráðuneytinu, sem fór með yfirstjórn MVD, en þar var Kruglov yfirmaður. — Á jóla- dag, samtimis sem tilkynnt var aftaka eins hinna fyrri sam- starfsmanna hans, Abakumov, hlaut Serov fjórða Lenin- heiðursmerkið, og nú fékk hann að auki hershöfðingja- titil. i 1 Þegar þeir B. og K. fóru til Indlands fór Serov með þeim til þess persónulega að fara meff yfirstjórn öryggisráðstafana, en. stjarna hans Ijómaði hvergii skært í þeirri ferð utan Ráð- stjórnarríkjanna — og álit hans óx ekki við það, er hann sagði við erlenda blaðamenn á Ind- landi, að þeir yrðu teknir ogj lamdir í Ráðstjórnarríkjunum fyrir að taka af honum myndir í óleyfi. í febrúar í ár var Kruglov leystur frá ofannefndu embætti síniu, Serov var kjörinn aðal- fulltrúi í miðstjórn rússneska kommúnistaflokksins 25. febrú- ar s.l., á 20. flokksþinginu. Sýn- ir það í hverjum metum hann er hjá hinni samvirku forystu, og bendir einnig til, að hann þykir meiri hæfileikamaður till starfs á sínu sviði en Beria. En. þrátt fyrir metorð og álit í Kreml varð hin samvirka for- ysta þar að beygja sig fyrir brezkum blöðum og brezkum. almenningi, og segja við Serov, að hann yrði að sitja heima, þrátt fyrir það, að Serov sagði. við burtförina frá Londoni Eg kem aftur. ‘ T: ’B ■ Eitt liöfuðhlutverk hans þar var að finna og senda til Ráðstjórnarríkjanna, með valdi ef svo bar undir, alla þýzka sérfræðinga, sem liöfðu sérkunnáttu, að því er varðaði eídflaugaframleiðslu, og vitaniega eiimig — alla kjarnoj kusérfræðinga. Bindindisfundur í Borgarnesi. Sunnudaginn 18. marz. s.l. hélt Umdæmisstúka Suðurlands útbreiðslufund í Borgarnesi. Að venju var byrjað með guðs- þjónustu, sem var afar fjölmenn og flutti sóknarpresturinn séra Leó Júlíusson á Borg hugnæma predikun. Hann lagði ríka á- herzlu á bindindisboðun og varaði við hinum margvíslegu hættum áfengisneyzlunnar. Kirkjukór Borgarness annaðist söng. Organleikari var frú Stefanía Þorbjarnardóttir. Fundurinn hélt áfram með eftirfarandi atriðum: Þórður Steindórsson flutti ávarp, tvö- faldur kvartett söng undir stjórn Ottós Guðjónssonar, Þorsteinn J. Sigurðsson flutti ræðu, Jóhannes Jóhannesson lék einleik á harmoniku, Páll Kolbeins las upp kvæði, séra Leó Júlíusson hélt ræðu og Sigurður Guðmundsson flutti lokaorð. Ræðumenn drógu uþp skýr- ar myndir af því ófremdar ástandi, sem nú ríkir með þjóðinni í áfengismálum og sýndu með Ijósum rökum, hve mikla óheill og margháttað böl drykkjuskapurinn leiðir yfir einstakling, heimili og þjóðina sem heild. Og hvöttu til þess, að hinir almennu og ábyrgðu borgarar um land allt samein- uðust um þær sjálfsögðu kröf- ur til ríkisvaldsins að stöðva sölu áfengra drykkja. Góður rómur var gerður að ræðum þeirr.a og almenn á- nægja með fundinn, sem var ágætlega sóttur. Fundarmaður. Úlfur elti kvik- myndastjörnuna. Sylvana Mangano varð næst- um fyrir árás xilfs í síðustu viku. Var þetta við kvikmynda- töku, og sleit úlfurinn festi þá, sem hélt honum og ætlaði að ráðast á leikkonuna, er lagði á flótta en datt í skafli. Leikari, sem var nærstaddur, náði til úlfsins og hratt honum til hlið- ar, og síðan var hann skotinn. allt silfur hans, þá var það séra Einar í Görðum, sem biskup lét sækja og trúði fyrir, hvar hann hefði fólgið silfrið. Báðir áttu þeir, séra Einar og séra Jón, greiðan aðgang að heimildum þeim, sem þá voru til í Skál- holti. Séra Jón var náskyldur Stefáni og Ögmundi biskupum, dóttursonur Sigmundar bisk- ups, er var systursonur Ög- mundar, en kona hans var skyld konu Gísla biskups Jóns- sonar. Mætti ætla, að hann hefði manna bezt skilyrði til þess að fá réttar sagnir af þeim atburðum, er gerðust fyrir hans minni á 16. öld í námunda við Skálholt eða Skálholtsbiskup- ar létu til sín taka. Frásögn hans um Lénarð er á þessa leið: , „Torfi (þ. e. í Klofa) lét drepa mann þann útlenzkan á Hrauni í Ölvesi, er Lénai'ð hét; hafði hann setzt með ráni á Arnar- bæli og heitazt við að drepa Torfa. Með Lénarði var sá mað- ur, 18 vetra, er Eysteinn hét; hann varði einn dyrnar, svo enginn komst inn, fyrr en þeir rufu húsin. Sá sami maður var alla ævi síðan á Landi, og er það sá hinn sami sem flúði und- an eldganginum í Heklu með konu sína, sem áður er sagt. Eftir þetta gekk Torfi til hlýðni við biskup og tók lausn fyrir það víg.“ Varla mun ástæða til þess að rengja þessa frásögn. Þetta ger- ist í bernsku séra Einars og kemur að engu leyti í bág við bréf Stefáns biskups. Þá er vígs Lénarðs getið í Fitjaannál með þessum orðum við árið 1502: „Riddari Torfi Jónsson í Klofa drap fógetann fá Bessastöðum, Lénarð.“ Rétt er að taka fram í þessu sambandi, að þar sem vígs Lén- arðs er getið í Hrappseyjarút- gáfu Skarðsárannáls, þá hafa útgefendurnir tekið. þá grein úr Fitjaannál, en í Skarðsárannál var ekki minnzt á Lénarð. Loks er að geta þ£ss, að sagt er frá Lénarði í Hirðstjóraannál Jóns prófasts Halldórssonar: „Hér um anno 1502 finnst, að fógeti sá hafi verið á Bessastöð- um, er Lénarður hét; kom sér illa, gjörði margt stráklega, hat- aðigt helzt við Torfa Jónsson í Klofa; settist á Arnarbæli í Ölfusi með ráni; gerði Torfi honum aðför á Hrauni í Ölfusi, en Eysteinn Brandsson hinn sterki, þá 18 vetra orðinn, fylgj- ari Lénarðs, varði bæjardyrnar með svoddan karlmennsku, að menn Torfa komust eigi inn, | fyrr en þeir rifu húsin á baki honum og drápu Lénarð. Þótt fátt væri með Torfa og Stefáni[ biskupi, samt sagði biskup, að ^ Torfi skyldi hafa uimið það ( verk manna heppnastur, og; setti honum hægar skriftir. Ey-1 steinn varð . og fyrir hægum, sektum, vide annál séra Jóns Egilssonar.“ Allir síðari sagharitarar byggja frásögn sína á þessum heimildum, sem nú veru nefnd- ar, einni eða fleirum, og þarf þvl ekki að geta þeirra. í þessari fáorðu frásögn Fitja- annáls eru tvö ný efnisatriði: að víg Lénarðs hafi orðið árið' 1502 og að hann hafi verið fó- geti á Bessastöðum. Séra Jón Halldórsson hafði Fitjaannál undir höndum og tók þetta tvennt upp í annál sinn. Að öðruS leyti endursegir hann frásögn: Biskupaannála. Þó er þetta nýtt hjá honum: ummæli Stefáns biskups og það, að hann hafií sett Torfa hægar skriftir, og enn, að Eysteinn varð fyrir' hægum sektum. ; Oddur Eiríksson, höfundur Fitjaannáls og sonarsonur Odds biskups Éinarssonar, ritar ann- ál sinn á síðasta tugi 17. aldar, nálega tveim öldum eftir víg Lénharðs og þrem mannsöldr- um síðar en Biskupaannálar voru ritaðir. Hann virðist ekkj

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.