Vísir - 27.12.1956, Blaðsíða 5

Vísir - 27.12.1956, Blaðsíða 5
Fimmtudaginn 27. desember 1956. VÍSIR JL dauiadænrt. I Ráðstjórnarríkjunum sjálfum er stefnt að feigðarósi. Le Monde eitthvert áhrifa- l'ikasta blað Frakklands heíur g'ert grein íyrir stefnu ráðstjórn- arinnar rússnesku í stuttu máli: „Aldrei hefur komið berlegar 1 ljós en að undanförnu, að vald- hafarnir í Moskvu hafa „tungur tvœr.“ Ekki eru þeir fyrr búnir •að hóta Bretum og Frökkum að senda sjálfboðaliða til Egypta- lands og skjóta til þeirra eld- flaugum en þeir stinga upp á fimm velda ráðstefnu. Þeir gera samkomulag við Gomulka, en skamma Tito. Þeir tala um frið <og sprengja vetnissprengju." Ýmis merk blöð hafa reynt -að finna einhverja skýringu á framferði valdhafanna í Kreml, og öll játa, að allar skýringar liljóti að byggjast á getgátum, en flest telja líklegast, að skýr- inganna sé að leita í því, að mikill skoðanamunur sé og tog- streita innan ráðstjórnarinnar. Átök í „innsta hrmgnum“. Merkur alþjóðasérfræðingur W. N. Ewer hefur sagt um þetta: „Ég fyrir mitt leyti tel engar röksemdir um skoðanamun og "togstreitu sannfærandi, þegar reynt er að finna slíkar skýr- ingar, en þar með er ekki sagt, að enginn skoðanamunur sé og engin togstreita. Það eru nægar sannanir fyrir því, að skoðana- munur er og Tito forseti er sann- færður um það. Mikil átök um völdin hafa tvívegis komið i ljós, hið fyrra sinni, eftir dauða Len- ins, er Stalín sigraði, og eftir dauða Stalíns, og endalok þeirr- ar togstreitu er enn í óvissu. Þessi átök í „innsta hringnum," geta endað með dauða eða van- heiðri einhvers eða einhverra, og geta haft áhrif á stefnuna, en í þessu getur vart fundist full- nægjandi skýring á atburðunum á undangengnum vikum, en eftir þeim að dæma er engu líkara, en að fylgt sé tveimur stefnum. 1 mimim augum er aó eins ein skýring fullnægjandi: Að hin samvirka forusta sé óti-aust og óviss um hvað gera skuli, þegar þeir atburð- ir gerast, sem leiðtogana alls ekki hafi órað fyrir og voru óviðbúnir að mæta og geta ekki komið sér saman um að mæta. Hér duga ekki „grundvall- aratriði Leninismans,“ því að hér er komið til sögunnar ástand, sem, eftir kenningum kommúnista, ætti ekki að geta komið til sögunnar, en kom samt, og krefst úrlausn- ar. Ólgan í leppríkjunum hefur komið leiðtogunum á óvart, og meir en það, þeir skilja ekki til fulls orsakir þessarar ólgu. Og það er annað sem þeir bæði furða sig á og hafa áhyggjur af, þótt þeir óttist það ekki svo mjög enn, að þess eru farin að sjást augljós merki, að ólgu kúnni að verða vart í Ráðstjórn- arríkjunum sjálfum, og vafa- laust eru þeir minnugir spádóma Marx og Engels, að „á þeim degi, sem Ráðstjórnarríkin glata Póllandi yerður „hreyfingin" í Rússlandi sjálfu orðin nógu voldug til að kollvarpa rikjandi skipulagi.“ Lykillinn að gátunni. Svo mikil eru vandræði ráð- stjórnarinnar, að hún reynir það sem aðrar . „imperalistiskar“ ríkisstjórnir hafa gert í hennar sporum: Reynir fyrst eina að- ferð, svo aðra, ef til vill báðar í einu, til þess að þreifa fyrir sér um hvor komi að mestu gagni, eða hvort ef til vill verði unnt að sameina báðar. Þetta, frekara en togstreita milli Krúsévs og Moltovs, er lykillinn að gátunni. Farnar eru tvær leiðir, lempni og kúgunar. Pólland hefur not af því sem stendur, að gagnvart þvi er beitt lempni, en Ungverjar fá að kenna á kúgun. Sennilega eiga Pólverjar hetjulund Ung- verja að þakka, hve vel þeir sleppa nú, en það kann að vera að eins um stundar aakir. Hin tvíþætta stefna valdhaf- anna í Kreml nú orsakast af því, að þeir hafa ekki komist að raun um hvor stefnan muni reynast þeim notadrýgri til að halda tökum sínum á lepprikjunum. Það kann og að vera, að suma þeirra sé farið að gruna, að Sjónvarp frá Ameríku um ísland til Evrópu? Nýjar rannsóknir gera slíkar sendingar kleifar. Miklar líkur eru fyrir því, að innan skamms muni sjón- varpssendingar ná til allra landa á jörðinni líkt og útvarps- sendingar nú. Eins og kunnugt er, er hægt að senda hljóð með útvarps- bylgjum yfir úthöfin, af því að þessar bylgjur endurkastast frá jónóhvolfinu niður á jörð- ina og fylgja þannig, ef svo mætti segja, jarðkringlunni. Þessar bylgjur flytja hinsvegar ekki sjónvarpsbylgjur þar sem tíðni þeirra er ekki nógu há til þess. Þær stuttu bylgjur, sem notaðar eru til sjónvarps, end- urkastast ekki frá jónóhvolfinu, heldur halda áfram út í geiminn. Þess vegna er ekki hægt að senda þessar bydgjur yfir sjón- deildarhringinn. Síðustu rann- sóknir benda þó til þ'ess, að bylgjur með vissri tíðni glatist ekki algjörlega eða hverfi út í geiminn, heldur endurkastist til jarðar. Þessu má líkja við ljósgeisla frá ljóskastara, en eins og kunnugt er sjást þeir eða réttara sagt ljóskeilan sjálf, neðan frá jörðunni þótt henni sé beint upp í loftiS og ljós- hvorug muni duga, er til lengdar lætur, — að hvað sem þeir að- hafist sé „Leppríkjafyrirkomu- lagið“ dauðadæmt — það getur líka verið, hafi Marx og Engels haft rétt fyrir sér, að fleira stefni að feigðarósi. kastarinn sjáist ekki sjálfur. Er hér um einskonar óbeina geislan að ræða. Tvær bylgjulengdir, 30 tii' 60 mc (sem er mjög há tíðniji og 300 til 3000 mc (hæsta tíðni) endurkastast óbeint að nokkru leyti^ líkt og ljóskeilan, eins og áður er nefnt. Ekki er mönnum ljóst hvað veldur þessu óbeina endurkasti, en það mun eiga sér stað í allt .að 8000 metra hæð. Það hefur nú tekist að byggja tæki, sem tek- ur á móti þessum endurvarps- bylgjum og með því að magna þær má enn endurvarpa þeim allt að 1600 km.,þó mun erfitt a@ hafa not af endurvarpinu til sjónvarpssendinga lengra en 500 km. Þetta þýðir_ að ekká yrði hægt að endurvarpa sjón- varpsbylgjunum yfir Atlants- hafið í einum áfanga, en með því að byggja endurvarpsstöðv- ar á Grænlandi og íslandi mundi það takast. Þannig mætti end- urvarpa bylgjunum yfir úthöf- in og gætu menn þá. hvar sem þeir væru staddir, geta horft á sjónvarp frá hvaða stað í heim- inum sem er. ★ Kurt von Schusnigg, fyrr- verandi kanslari Austur- ríkis. sem nazistar sviptu völdum 1938, er nú orðinn bandarískur ríkisborgari. Hann er nú kennari við há- skólann í St. Louis. HAPPDHÆTTI HASIÚLA ÍSLANDS Arið 1957 verður velta happdrættisins Ivofölduð, bæði vinningar og verð. Vinningar tíu þúsund — samtals 13.44 milljónir Verð 1/1: 40 kr. %: 20 kr. %: 10 kr. á mánuði. Hæsti vinningur \ janúar er hálf milljón Hæsti vinningur í desember er hálf milljón Enginn vinnmgur lægri en 1000 kr. Vinningar eru 70% af samanlögðu andvirði allra miða. Ekkert annað happdrætti hefur heimild til að greiða vinninga í peningum. önnur happdrætti hér greiddu 1956 45—46% í vinninga. H a p p d r æ 11 i ð hefur frá upphafi greitt 55-56 milljónir í vinninga, skattfrjálst fé

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.