Vísir - 27.12.1956, Blaðsíða 8

Vísir - 27.12.1956, Blaðsíða 8
Þeir, sem gerast kaupendur VÍSIS eftir 10. hvers mánaðar fá blaðið ókeýpis til mánaðamóta. — Sími 1660. VÍSIR er ódýrasta blaðið og þó það f jöl- breyttasta. — Hringið í síma 1660 og gerist áskrifendur. Kúgtiðu þjó&irnar munu öðlast frelsi á ný. Nixon varaforseti Bandaríkjanna kom hér við á Þorláksdag. Fimmtudaginn 27. desember 1956. asBwa aBatssssssssxsssssssasBSBassammaammm Hestur týnist af vörubíl. Richard Nixson, varaforseti Bandaríkjanna undanfarin fjögur ár, kom hér við á leið- ihni frá Austurríki á Þorláks- dág. Eisenhower forseti hafði sent Bíann gagngert til Austurríkis fíl að kynna sér ástand meðal amgversku flóttamannanna, ®g þar sem gert var ráð fyrír, að flugvél hans mundi taka eldsneyti hér á leiðinni vestur um haf, bauð forsetinn, .herra Ásgeir Ásgeirsson, hon- um að heimsækja Bessastaði og hitta ýmsa íslenzka fyrirmenn. Blaðamönnum gafst kostur á að ræða við Nixon varaforseta að Bessastöðum. Kvað hann það fyrst og fremst vekja at- hygli, hversu mikið af ungu fólki væri meðal flóttamann- anna, svo og hversu mikið hug- rekki það auðsýndi með því að ílýja, þar sem það þyrfti að fara langar leiðir um bersvæði til að komast að síðustu yfir Jandamærin til Austurríkis. Meðal flóttafólksins er á- berandi stór hópur stúdenta, verkamanna o" verksmiðju- stúlkna, og virðist það benda ótvírætt til þess, að komm- únistum hafi ekki tekizt að vinna æskuna til fylgis við sig, eða, liafi þeim tekizt það um skeið, b.afa þessar vinnandi stéttir og mennta- mennirnir ungu fljótt glatað trúnni á kommúnismann. Nixon varaforseti kvaðst sannfærður um, að hinar und- irökuðu þjóðir í A.-Evrópu ínundu fyrr eða síðar öðlast frelsi sitt á ný..Það kæmi bezt fram í sögunni, að það væri aff vísu hægt að halda þjóðum í áþján um tíma með ofbeldi, en það væri ekki hægt um alla framtíð. Þegar Nixon varaforseti kom til Keflavikur, voru þar fyrir Guðmundur í. Guðmundsson utanríkisráðherra, Henrik Sv. Björnsson ráðuneytisstjóri og Haraldur Kröyer forsetaritari, auk Muccios sendiherra og Whites hershöfðingja. Veður var heldur óhagstætt við kom- una, kafaldsmugga en þó ekki mikil veðurhæð. Gekk lend- ingin ágætlega, og Nixon hélt áfram með föruneyti sínu kl. 10.18 um kvöldið. Malenkovstefnan aftur ofan á? Saburov, sem er einn af vara- forsætisráðherrum Ráðstjórnar- ríkjanna, hefur verið leystur frá störfum sem formaður Ei'na- hagsráðsins. Ráðið sætti mikilli gagnrýni á seinasta fundi Æðsta ráðsins og er búist við gagngerri endur- skipulagningu þessara mála. Pervukin tekur við embætti Saburovs. í brezkum blöðum, m. a. í Scotsman, kemur fram sú skoð- un, að Malenkovstefnan í fram- leiðslumálunum hafi aftur orð- ið ofan á. Reynslan í Póllandi og Ungverjalandi hafi ekki far- ið fram hjá æðstu mönnum landsins, og þori þeir ekki að hætta á að þrengja svo kosti almennings, að hann kæmist í uppreistarhug. Verði nú farið út á þá braut, að framleiða ýmislegt, sem allan almenning vanhagar um. Það bar til fyrra mánudag, að hestm-, sem Páll Sigurðsson, | bóndi í Fornahvammi, hafði1 keypt og var að flytja heim til sín, týndist af vörubíl og hefur ckki fundist síðan. Hestinn hafði Páll keypt hér fyrir sunnan og tók hann hest- inn á Korpúlfsstöðum og var hann látinn á pall á vörubii, sem tjaldað var yfir með nýju segli. Auk þess var hesturinn bundinn með sterkum múl. Þegar Páll var skammt kom- inn á leið, eða upp á Kjalarnes, varð hann þess var, að hestur- inn var horfinn. Hafði hann slitið múlbandið, rifið seglið og stokkið yfir trégafl bílsins, sem var mittishár. Hefur það verið mikið ,,heljarstökk“, en ekki mun klárinn hafa sakað, því að hann hefur ekki fundizt enn þá. Hesturinn var vanur að stökkva yfir girðingar. Hefur hans verið leitað mik- ið og leituðu seinast í fyrradag 8—1.0 menn, en allt hefur komið fyrir ekki. Þykir þetta hið einkennilegasta hvarf. Nasser játar, að Egyptar hafi myrt Moorhouse. Egyptar taldir nota sér Sþ., án þe að lofa neinu um framtíðina. ss Það er nú liafið yfir allan íhaldsþingmaður, Banks hö£- vafa hver urðu örlög More- uðsmaður gerir sér ferð á hend- Ixeads liðsforingja, sem Egyptar ur sem persónulegur vinur ræntu í Port Said. Þeir myrtu Moorehousefjölskyidunnar og hann. Nasser hefur sjálfur við- á fund Nasers sjálfs, sem veitti urkennt þetta. honum fúslega áheyrn enda j Hefur morðið vakið mikla ' gremju i Bretlandi, ekki aðeins í garð Egypta, heldur einnig . S.þj. fyrir afskipti þeirra af | málinu. Þannig stóðu sakir, að for- sagði Banks sig ur íhaldsflokkn- um brezka, vegna ágreinings um Suezstefnuna. Banks símaði fyrst, að Naser hefði tjáð sér, að þeir sem hefð'u tekið Moore- house hefðu banað honum, og svo staðfesti Banks þetta við ingjar frá Sameinuðu þjóðun- | komuna til London í gærkvöldi. Hann kvað Naser hafa harmað, að hann yrði að segja honum. þetta. Ekki kveðst Banks hafa fengið upplýsingar um hvar Moorehouse hefði verið drepinn eða hvar hann hefði verið grefstraður. um kynntu sér málið, og segir í fregnum, ýmist að einn þeirra hafi haft tal af Moorehouse og sannfært sig um, hver hann væri, eða hann hefði séð hann. Þetta var fyrir seinustu helgi, en ekkert virðist hafa verið gert frekara, nema taka til greina einhver loforð um, að manninum yrði skilað. Svo gerist það að brezkur Ungverjum bragðast ís- lenzki maturinn vel. Féik skeoiuntir sér við tafl, spii ©g daiis. Þeir fóru bara úr landi af ævintýraþrá! UsiiinæEi koinrsBisiírBÍsta um ungverskt fléttafóik. ViStal eitt, sem útvarpið flutti í fréttaauka á aðfanga- dagskvöld, hefur vakið mikla og almenna gremju hlustenda.J Viðtal þetta var við ungan1 ísiending, sem dvalið hefur um aokkurt skeið á Ungverjalandi,! 'og kom hingað til lands með sÖmu flugvél og ungversku flpttamennirnir. Piltur þessi, ‘ Hjalti Kristgeirsson, hafði með- al annars skrifað nokkur bréf í Þjóðviljann um atburðina' aivstur þar, og minnzt meðal annars á ,,mannúð marxis- mans“. Þótti mönnum það harla vel til fundið, að piltur- j Inn skyldi nefna slíkan eigin-^ leika einmitt í sambandi við þjóðarmorðið þar eystra, og| virtist það gefa til kynna, að hann mundi haldinn mannúð af svipuðu tagi. Hann staðfesti það svo ræki- lega í viðtalinu, sem útvarpið birti á aðfangadagskvöld, því að hann hélt því fram, að margir ungversku flóttamann- anna mundu hafa farið úr landi af ævintýralöngun! Hafa menn nokkru sinni heyrt aðra eins óskammfeilr.i! Það er ,,ævintýraþrá“, sem hrekur menn úr Ungverjalandi! Það má segja um þenna piltunga, að hann hefur ekkert lært og engu gleymt, og það virðist einstætt. að hann skorti ekki „mannúð marxismans“, hvað sem annars má um hann segja. Ungverska flóttafólkinu, sem yfir jólin hefur dvalið í sóttkví að Hlégarði í Mosfellssveit hef- ur liðið vel og allir verið við góða heilsu og bragðast íslenzki jólamaturinn vel sagði frú Klara Bergþórsdóttir. sem sér um liússtjórn í Hlégarði. Það hefur verið annríki hjá þeim þremur konum, sem sjá um matreiðslu og önnur hús- verk í Hlégarði, þar sem Ung- verjarnir 52 að tölu, dveljast. Þessar þrjár konur, hjúkrunar- kona og frú Nanna Snæland, sem er túlkur, hafa orðið að vera í sóttkví yfir jólin og því ekki getað farið út af Hlégarði og ekki fengið vinaheimsóknir. „Já, þetta eru einkennileg- ustu jólin sem eg heí'i lifað, að vera svona innilokuð, en við sleppum sennilega fyrir gaml- árskvöld“, segir frú Klara. „Það hefur verið mikið að gera?“ „Já en þetta hefur gengið vel. Fólkið hefur hjálpað svo mikið til, til dæmis koma alltaf einhverjir til að þvo upp, — Brezku blöðin fordæma drápið á Moorehouse, kalla það svívirðilegan verknað, sem hljóti að hafa geisimikil áhrif á hugarfar manna í Bretlandi, ekki að eins muni Bretar sann- færast betur um innræti Egypta og hugarfar í garð sinn, heldur muni augu manna opnast fyrir því hvers virði sé vernd sú, sem Sameinuðu þjóðirnar veiti. Nota sér samtök Sþj. Times segir. að Egyptar noti. sér samtök Sameinuðu þjóðanua og áður var, en hvað gerist svo, til þess að koma á sama ástandi - fallast þeir svo á, að siglingar verði frjálsar um skurðinn fyrir Israel sem aðrar þjóðir og af- létta þeir hafnbanni á Israel á Akabaflóa. — Allt sé í óvissu. um þetta. Hreinsun skurðarins. Fregnir um hvenær liafist ið og hafa gaman að hafa hreint í kringum sig, enda hefur það ekki mikið annað að gera. Stundum gengur það út á sval- irnar og.senniléga er það farið að bera á nokkúrri eftirvænt- ingu um að komast út.“ „Hvernig bragðast íslenzki maturinn?“ 1 „Því líkar íslenzki maturinn j vel, en ekki þorðum við að gef a' því hangikjöt. Ekki var að vita j hvernig því myndi hafa líkað: *. , , , „ „ & ^ J .: verðx handa um hana eru rnjog það og svo var fyrirskipað að gefa því léttan mat fyrstu dag- ana. Á jólunum fékk það m. a. svínasteik og líkaði hún vei, en það virtist ekki vera hrifið af ávaxtasalatinu. En skyrið bragðaðist vel og borðuðu allir mikið af því og í dag fær fólkið fisk að borða — bað er ekki gott að borða kjöt svona marga daga í röð.“ það virðast allir keppast um að þvo upp, jafnvel karlmennirnir Ííka.“ „En ræstingin?“ „Jú, íolkið hjálpar mikið til við að hreinsa og laga til. Ryksugan þykir hið skemmti- legasta áhald og er alltaf í gangi og bónvélin er ekki síður eft- irsóknarverður hlutur. Eg býst ekki við að almenningur í Ung- verjalandi hafi haft slík tæki. Fólkið virðist vera mjög þrif- Spjötl á olíuleiÖslum athuguÖ. Sýrlandsstjórn hefur leyft fr- akska olíufélaginu, sem er al- þjóðlegt olíufélag, að athuga skemmdirnar á olíuleiðslunni um Sýrland. Ennfremur skal því heimilt að gera áætlun um viðgerðir. Þessi árangur náðist á fundi með fulltrúum félagsins og nokkrum sýrlenzkum ráðherr- um, sem einnig tóku fram, að vinna við viðgerðir yrði ekki leyfð fyrr en Israel hefði flutt allan herafla sinn úr Sinaiéyði- mörkinni og af Gazasvæðinu. ósamhljóða. Fréttaritari brezka úlsvarpsins símaði í morgun, að engin stað- festing hefði fengizt á þeirri fregn, að fyrirskipanir hefðu verið gefnar í dag, og væri það árangur samkomulags milli dr. Fawsi og Hammarskjölds. Þeir hafa ekki talast við í nokkra daga, segir fréttaritarinn, svo að um ekkert nýtt samkomulag getur verið að ræða. Hinsvegar símar fréttaritari Reuters að byrjað sé tilraunum við að ná upp smáskipum í Ismailia og við austurenda skurðarins, en um framkvæmdir á þessum stöðum hefur ekki áður verið getið. Wheeler hershöfðingi, sem. hefur með höndum yfirstjórn. framkvæmdanna, sagði í gær, að verkið hefði tafist vegna þess, að nauðsynlegt hefði verið að ná upp tundurduflum, en hann viðurkenndi að stjórhmála leg deiluatriði milli Sameinuðu þjóðanna og Egyptalands væru enn óleyst.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.