Vísir - 04.01.1957, Síða 4
4
VÍSIR
Föstudaginn 4. janúar 1957
Síldveiðitilrauiiir bv.
Neptúnnsar í hansl
Ein varpan virðisf faka vei siBd
með sérstökum úfbú'naði.
Ai 5 vmrpw&nt, vp/h fterSð vnr með,
t'tts'Bt uðtfins tvmr reejnaeiur.
Eins og Vísir hefur skýrt frá lauslega, var bv. Neptúnus
við síldveiðitilraunir með vörpu í haust, því að rétt þótti
að reyna, hvort ekki mætti ná til hins mikla síldarmagns,
sem er hér í sjónum um þetta leyti árs með stórvirkari
veiðitækjum en tíðkazt liafa. Hefur Jakob Jakobsson fiski-
fræðingur hjá Fiskifélagi íslands, sem var með skipinu,
ritað skýrslu um tilraunirnar, og leyfir Vísir sér að birta
liana eftir Ægi, tímariti Fiskifélagsins.
Hinn 1. nóvember 1956 fór
togarinn Neptúnus frá Reykja-
vík og hafði 5 mismunandi
gerðir sildarvarpna meðferðis.
Skyldu veiðitilraunir gerðar með
vörpur þessar, og hafði sjávar-
útvegsmálaráðuneytið leigt skip-
ið fyrir hönd rikisstjórnar ís-
lands í 15 daga til tilraunanna.
Siðar var leigutíminn framlengd-
ur um 2 daga.
Bjarni Ingimarsson, skipstjóri,
stjórnaði veiðitilraununum, sem
gerðar voru í samráði við Fiski-
deild Atvinnudeildar Háskólans
og fylgdist Jakob Jakobsson,
fiskifræðingur, rr^eð þeim fyrir
hönd Fiskideildar. Jafnframt
gerði hann athuganir á afla og
sjá\'arhita veiðisvæðisins,
Svo óheppilega vildi til, að
nærri samfelldur óveðrakafli var
þann tíma, sem tilraunirnar voru
gerðar, t.d. fóru reknetabátarnir
afíeins þrjá róðra á þessu tíma-
bili. Verður því að gæta mestu
varfærni, þegar ályktanir eru
dregnar af veiðitilraununum,
sem flestar voru gerðár við erfið-
ustu skilyrði, þ.e. í stormi og
þungum sjó.
Veiðitilraunirnar.
Tvær varpnanna voru botn-
vörpur, en þær voru ekkert not-
a.ðar, þar sem síldin hélt sig
ekki nægilega mikið á botni.
. Hinar þrjár voru flotvörpur,
en aðeins tvær voru notaðar, en
þó einkum önnur þeirra, þar
sem hún var sterkust allra
varpnanna.
Minni flotvarpan, sem notuð
var, var gerð fyrir nokkrum ár-
um eftir fyrirsögn Bjarna skip-
stjóra sjálfs. Stærri varpan var
gerð að ráði Vésteins Guðmunds-
sonar verkfræðings, Gunnars
Böðvarssonar verkfræðings og
skipstjóranna Hannesar Pálsson-
ar og Hallgríms Guðmundsson-
ar, að tilhlutan Sjávarútvegs-
málaráðuneytisins, og var hún
hnýtt í Bretlandi. Hún er stór-
riðin nylon-varpa (5% — 7%
möskvi á alin). Aftari hluti
belgsins var fóðraður með smá-
riðnu hampneti líkt og notað er
í herpinætur. Pokarnir í báðum
vörpunum voru úr venjulegu
mjög smáriðnu pokaneti.
Til hægðarauka verður minni
varpan hér á eftir kölluð Bjarna-
varpa, en hin stærri nylonvarpa.
Alls var togað 41 sinni, 9
sinnum með Bjarnarvörpu og
32 sinnum með nylonvörpunni.
— Afli var oftast tregur, mest
fengust 54 körfur (ca. 18 tunn-
ur) af síld í einu togi, en alls
fengust um 140 tunnur af síld
i leiðangrinum. Auk þess feng-
ust 5 smálestir af ufsa, og stöku
sinnum slæddist nokkuð af spær-
lingi í vörpuna. Aðrar fiskiteg-
undir fengust ekki að fáeinum
þorskum, ýsum og körfum und-
anskildum. Stytzt var togað í
10 mín., en lengst í 80 min.,
oftast var togað um 30 mín. í
senn. — Lóðanir voru mjög
misjafnlega miklar og á ýmsu
dýpi. Fyrri hluta tímans fengust
lóðanir aðallega 6 — 8 sjóm.
NV af Eldey, en hinn 4. des. varð
vart við mjög miklar lóðningar
í Grindavíkursjó á takmörkuðu
svæði. Þeirra varð þó aðeins
vart eina nótt, fundust ekki dag-
inn eftir en lítilsháttar næsta
dag, eins og síðar verður getið.
Sjálfritandi þrýstimælir var
hafður með í förinni. Var ætlun-
in að festa hann við hlerana og
vörpurnar til skiptis og finna
þar með dýpi það, sem veiðar-
færið var dregið á — miðað við
ákveðna víralengd og toghraða
skipsins. Því miður var mælir
þessi i óstarfhæfu ástandi, er
hann kom um borð og tók við-
gerð hans Aðalsteinn Gunnars-
son, loftskeytamann, alllangan
tíma. Varð mælinum af þeim
sökum og einnig vegna veðurs
ekki viðkomið, fyrr en næst sið-
asta dag tilraunanna. Dýpi hler-
anna var þvi lengst af ákveðið
með því að mæla hornið milli
viranna og sjávarflatar, en hins
vegar varð þá að geta sér til
um dýpi varpanna sjálfra.
Skal nú getið þeirra tilrauna,
er gerðar voru með hvora vörpu
um sig:
(I) Bjarnarvarpa.
1 fyrstu var vira- og hleraút-
búnaður hafður eins og venja
er á flotvörpum þeim er notaðar
eru við . þorskveiðar á vetrum,
þ.e. einungis vírarnir frá fót-
reipinu (,,grandararnir“) voru
tengdir í hlerana; höfuðlínuvír-
arnir voru hins vegar miklu
lengri og lágu framhjá hlerun-
um upp í togvírana. Þetta fyrir-
komulag hefur reynzt nauðsyn-
legt til að fá nægilega lóðrétta
opnun á hinum tiltölulega djúpu
flotvörpum. Eftir nokkrar ár-
angurslausar tilraunir var auka-
hlerum komið fyrir á höfuðlínu-
vírunum næst vörpunni. Átakið
á þeim reyndist of mikið, því að
kengir þeirra réttust upp í
fyrsta toginu, en hlerarnir brotn-
uðu í tvennt i.næsta togi, þegar
traustir kengir höfðu verið smíð-
aðir á þá. Var þá reynt að hafa
toghlerana algerlega neðan við
vörpuna líkt ag haft er á kana-
dískum síldarflotvörpum. Miklir
erfiðleikar virtust vera á því að
kasta v'örpunni með þessjum út-
búnaði af síðu skipsins, varð
þvi að hætta við þetta fyrir-
komulag. Kanadamenn kasta sín-
um vörpum af skut skipsins,
eins og gert er á v/s Fanney.
Slikt er að sjálfsögðu ókleift á
venjulegum togurum.
(II) Nylonvarpan.
I fyrstu var vira- og hlera-
fyrirkomulagið á nylonvörp-
unni einnig haft eins og venja
er á þorsk-flotvörpum.
Eftir nokkrar árangurslausar
tilraunir, sem gerðar voru við
erfið veðurskilyrði, en í allmikl-
um lóðningum, var hin stóra og
þunga varpa stytt nokkuð
(þyngslin stöfuðu að miklu leyti
af nauðsynlegri fóðrun belgsins
með hampneti) en ekki glæddist
aflinn við þetta.
Nokkur grunur lék á, að
höfuðlínuvirarnir gætu valdið
stýggð, þar eð þeir lágu innan
og ofan við hlerana, og voru
þeir þvi tengdir (ásamt fótreipis-
vírunum) í hlerana, sem voru í
fyrstu hafðir 50 faðma, en siðar
30 faðma frá vörpunni. Lóðrétt
opnun vörpunnar var hinsvegar
tryggð með blýlóðum (alls um
400 kg.), sem fest voru á fót-
reipið, og litlum aukahlerum,
sem tengdir voru við enda höfuð-
línuvíranna annars vegar og í
höfuðlínuna hins vegar. Auk
þessa var 20 aluminium-kúlum
lcomið fyrir á höfuðlínunni.
Aukahlerar þessir eru 100X80em
að flatarmáli og voru smíðaðir
um borð í Neptúnusi á meðan á
tilraununum stóð. Þeim er kom-
ið þannig fyrir, að lengri hliðar
þeirra snúa þvert á togstefnuna.
Festingar eru fjórar, en með þv'
fengust hlerarnir stöðugri i sjó-
num en ella. Komu þessir .kostir
greinilega í ljós, þegar stærri
hlerar með venjulegum festing-
um voru reyndir. Þeir voru of
óstöðugir og snérust þannig, að
það vatzt upp á vörpuna við
enda höfuðlínunnar.
Hinn 4. og 5. des. gafst loks
tækifæri til að nota þrýstimæl-
inn. Kom þá eftirfarandi m. a. í
ljós:
a) Hornmælingar þær, er fyrr
getur, virtust gefa rétta hug-
mynd um dýpi hleranna, og kem-
ur þetta heim við niðurstöður
rannsókna, er nýlega hafa verið
gerðar a vegum Woods Hole
fiskirannsóknarstöðvarinnar í
Bandaríkjunum N-Ameríku.
b) Fótreipið virtist vera um
þremur föðmum neðan við hler-
ana, en höfuðlinan um faðmi
fyrir öfan þær. *
c) Lóðrétt opnun vörpunnar
var því um fjórir faðmar.
Að þessum tilraunurq með
þrýstimælinn loknum gafst tæki
færi til til að reýna hinn nýja
hlera- og víraútbúnað við veið-
ar. Togað var í Grindavikursjó
hinn 6 des. Lóðningar voru að
vísu mjög litlar og miklu mirini
en áður höfðu fengizt i Miðnes-
sjó. Þrátt fyrir þetta sprakk
pokinn í fyrsta toginu, en tals-
verð síld var ánetjuð upp um
allan belg. Allmikið síldarmagn
sást vaða út um rifuna á pok-
anum, en 47 körfur síldar urðu
eftir í honum. Allt fór á sömu
leið í næsta togi og náðust þá
30 körfur sildar. Lítið fékkst í
þi'iðja tpginu, enda fundust þá
engar lóðningar; í því fjórða
fengust 47 körfur en 54 í þvi
fimmta pg síðasta og var þá að
skella á SSA-rok. 1 tveimur síð-
ustu togunum var öll síldin vel
niðri í pokanum og hefur því að
öllum líkindum verið um miklu
minna magn að ræða en í tveim-
ur fyrstu togunum. Af þessum
árangri verður að draga þá
ályktun, að varpan taki síld vel
með þeim útbúnaði, sem lýst
var hér að ofan.
Sjávarhitinn og dreifing
síldarinnar á veiðisvæðinu.
Allir þeir, sem fást við sild-
veiðar við SV-land á haustin
hafa tekið eftir, að aðal síldar-
magnið er á mjög takmörkuðu
svæði hverju sinni, en á þessu
svæði er sildin í geysiþéttum
torfum og hreyfist oft lítið úr
stað; er nærri yfirborði um
nætur, en dýpkar á sér um daga.
Ekki verður hjá því komizt
að spyrja: Hversvegna þéttist
síldin svo og hefst við á svo
takmörkuðu svæði, þegar líður
á haustið? Alþekkt er, að hrygn-
andi síld safnist saman í mjög
þéttar torfur. Hér er þó ekki
um slíkt að ræða, því að síld sú,
er hér um ræðir, hrygnir annað
hvort í marz-apríl (vorgotssíld).
Athugaðir voru allmargir síldar-
magar, og vóru þeir allir tómir,
svo. að varla getur verið um góð
átuskilyrði að ræða á veiðisvæð-
inu, enda ekki við því að búast
á þessum árstíma.
Enda þótt leiðangur Neptún-
usar væri algerlega miðaður við
veiðitilraunir, voru all víðtækar
sjávarhitamælingar gerðar í
Miðnessjó. Virtist hitinri nokkuð
jafn frá yfirborði til botns, og
var því aðallega stuðst við yfir-
borðsmælingar, er þetta hafði
verið staðfest á nokkrum stöð-
um.
Síðustu daga nóvember-mán-
aðar hélt síldin sig aðallega NV
af Eldey í norðurkanti áls þess,
er liggur norðan Eldeyjarskerja
— allt upp undir Reykjanes.
Sjávarhitinn i álnum reyndist
6,9°— 7,2 °C, en norðan álsins
reyndist hann um 6,5°C. Virtist
síldin því halda sig í hlýrri
Atlantshafs-sjónum við álbrún-
ina nærri þessum hitaskiptum.
Ógerlegt er að fullyrða neitt um,
hvort þessi smávægilegi hita-
mismunur hefur haft raunveru-
leg áhrif á dreifingu síldarinnar
á þessum stað og tíma. Á þetta
er aðeins bent sem hugsanlegan
hlekk í hinni lítt þekktu orsaka-
keðju, er veldur staðbundinni
dreifingu sildarinnar við SV-
ströndina síðla hausts.
Tekin voru 12 sýnishorn af
afla Neptúnusar ( um 100 stk.
hvert) til frekari rannsókna í
landi. Er þess að vænta, að sýn-
ishorn þessi veiti mjög mikils-
verða vitneskju um yngri ár-
Frh. á 9. s.
í rannsóknarleiðangur um dal-
inn til þess að leita að ætijurt-
um, sem hann gæti ræktað í
garðinum. Nú var gott tækifæri
til þess að koma þeirri hug-
mynd í framkvæmd.
En þegar hann kom löngu
síðar í hús sitt, sat hún þar hin
rólega fyrir framan arininn.
„Eg er búin að búa til mat
handa þér,“ sagði hún. Það
voru mestu kræsingar, sem
lagðar voru á borð fyrir hann,
og hann stóðst ekki mátið, eins
glorhungraður og hann var.
Hún beið meðan hann mat-
aðist og spurði þá: ,,Af hverju
geðjast þér ekki að mér?“
„Mér geðjast að þér,“ varð
Dorson að játa, „en þú ert of
iihg fyrir mann á mínum aldri.“
Og síðan bætti hann við: „Eg
á þegar aðra konu,“ og sýndi
henni stafina, sem grafnir voru
á úrið. „Sérðu? Þetta er nafnið
hennar. Elisabet. Og þarna er
nafn mitt, Tom. Frá Elisabetu
til Toms^ stendur á því.“
Giri tók úrið upp og bar að
eyra sér. „Til hvers er þessi
hlutur?“
„Það .... telur stundirnar.
Það segir mér þegar sólin kem-
ur upp og þegar hún gengur
til viðar.“
„Hvernig?“ spurði hún enn.
„Eru það töfrar?“
„Það má segja svo.“
Giri horfði alvarleg í bragði
á hann. „Þessi kona, kemur hún
hingað?“
„Nei. Ekk hingað.“
„Þá er hún til einkis fyrir
þig. Eg verð kyrr.“ j
Dorson tapaði nú þolinmæð-
inni. „Verður hér? Nei, þú ferð
á stundinni og lætur mig i friði.“
„Eg kem á morgun,“ sagði
hún og gretti sig til' hans um
leið og hún skaust út.
Þegar hún var farin fór
Dorson að hugsa málið. Það var
aðeins eitt ráð við einbeittni
Giris, og það var að vera aldrei
heima, þegar hún kæmi. Hún
myndi þá brátt þreytast á því
að koma, ef hún hefði engan til
að tala við. Á meðan gat hann
notað tímann til þess að kynn-1
ast betur dalnum. j
Hann lærði líka sitthvað
næstu daga. Dalnum svipaði
að talsverðu leyti til virkis.
Klettarnir, sem umluktu hann,
voru alls staðar þverhníptir og
eina greiðfæra leiðin var sú,
sem hann hafði komið, og lá
hjá þorpi Ramabus. Þegnar
Ramabu þurflu ekki að óttast
neinar óvæntar árásir utanað-
komandi manna, en af sömu á-
stæðum var sá fangi er féll í
ónáð, og vildi komast þaðan á
burt.
Hann kleif upp klettabelti
fyrir ofan húsið sitt, og rakst
þar á vatnsból, en með því að
nota holar bambusstengur gat
hann leitt vatn heim að húsi
sínu. En þótt hann lærði mikið á
göngum sínum dalinn tókst
honum ekki að fæla Giri á
brott. Það brást aldrei, að hún
var í húsinu, þegar hann kom
þreyttur heim að kvöldi.
Þá gerði hann við hana samn-
ing. Hún mátti koma á hverjum
morgni og vera allan daginn, en
láta hann vera í friði um næt-
ur. Og þannig eignaðist hann
skapgóðan og fagran félaga,
sem aðeins hló, þegar hann
skammaðist.
En hún var kona og konum
lík. Og dag nokkurn kom að
því, að Ramabu kom í heim-
sókn.
„Hvað er það, sem telur
stundirnar?“ spurði höfðinginn.
„Það er aðeins úr,“ svaraði
Dorson með varkráni, og tók
það upp. „Giri hefur sagt þér
að það væri töfragripur, en þú
veizt auðvitað betux.“
Framh. á 9. síðu. j