Vísir - 04.01.1957, Blaðsíða 9
Föstudaginn 4. janúar 1957
VÍSIR
Stiftta sagam ...
Frah. af 4. síðu:
„Auðvitað," sagði Ramabu,
þótt hann botnaði hvorki upp né
niður í þessu.
Hann leit í kringum sig. Þetta
var í fyrsta sinn að hann kom
i heimsókn til Dorsons, og sá
nú að hann bjó í húsi, sem stóð
ekki að baki hans, er var það
bezta í öllum dalnum. Það vissi
ekki á gott að Ramabu neitaði
að þiggja kvöldverð.
Giri hafði verið að safna
hnetum og þegar hún kom til
baka, sagði Dorson henni að
setjast. Hann var reiður og
helti sér yfir hana og spurði
hana hvort hún væri að vinna
I
að því, að hann yrði rekinn á
burt?
Hún varð skömmustuleg og
hengdi haus. I
„Eg var heimskur að lofa þér
áð stíga inn fyrir mínar dyr,“
hrópaði hann.
Næstu daga sagði Giri ekki
orð, nema hann yrti á hana, og,
hló aldrei.
Eftir heimsókn Ramábus fór
Dorson ekki í þorpið um Krið,
því hann vonaðist til að orð-
rómurinn um úrið myndi þá
fyrr eyðast. Hann tók til óspiltra
málanna og stækkaði hús sitt
til þess að Giri gæti fengið her-
bergi, og honum væri þá síður
hætt á lausmælgi hennar. í
fyrstu ætlaði hann einungis að
bæta við skýli fyrir Giri, en hin1
listræna taug í honum náði yfir'
hendinni. Og eftir þrjár vikur
hafði hann lokið verkinu, ogj
hafði hann þá fjögra herbergja
hús til umráða, sem var lang-
fullkomnasta húsið í dalnum.
Til samanburðar var hús höfð-
ingjans hreysi.
En þegar hann skýrði félaga
sínum frá því, að nú gæti hún
búið í húsinu líka, hristi hún
höfuðið. ‘ |
„Þessi kona í, Port Moresby.
Þú elskar hana ennþá?“
. Dorson var dauðþreyttur er
hann horfð á Giri þar sem hún
stóð fyrir framan hann sem
ímynd æskuþróttar og lífsgleði.
Hann var á báðum áttuny en
þó ekki tilbúinn að fórna sein-
ustu sjálfsvörninni.
„Eg elska hana,“ laug hann.
„En hún ber enga ást til þín,
held eg,“ sagði hún kænsku-
lega.
„Það er sannleikurinn í mál-
inu.“
„Hvers vegna gleymir þú
henni þá ekki?“
Dorson leit umhverfis sig, og
þ'ar sem hann hafði logið einu
sinni varð hann að bæta annari
lygi við. „Eg get það ekki.“
„Þú ert naikið flón,“ sagði
Giri, og gekk þá burt.
í þetta sinn kom hún ekki aft-
ur; og þegar dagar liðu og Dor-
son hafði ekki annað að hlusta
á en tifið í úrinu, fóru tómu her-
bergin í húsinu að fara í taug-
arnar á honum. Hann vann í
garðinuny en það bætti ekkert
úr. Síðan fór hann að vinna að
vatnsleiðslunni.
Hann þóttist viss um að ein-
hverjir myndu koma í heim-
sókn, er því verki væri lokið.
Og hann átti kollgátuna, þótt
vopnið snerist í höndum hans,
því hann hafði ekki áttað sig á
barnalegum hugsunarhætti
Ramabu. Hann leiddi vatnið inn
í húsið og í gegnum það og út í
Framh.
Sildveið ítilrau nlr..
Frh. af 4. s.
ganga síldarstofnsins við SV-
land, — vitneskju, sem ógerlegt
er að afla með rannsóknum á
sýnishornum þeim, er að jafn-
aði eru tekin af afla rekneta-
bátanna því að net þeirra eru
of stórriðin fyrir smærri síldina.
Þrátt fyrir hin erfiðustu veð
urskilyrði verður að teljast, að
mjög mikilvæg reynsla hafi
fengizt með tilraimum þessum,
er vel gæti orðið til þess að valda
straumhvörfum í síldveiðum
þjóðarinnar.
Skylt er að þakka Bjarna Ingi-
marssyni og skipshöfn hans
fyrir frábæran dughað og hug-
kvæmni, sem aldrei brást þrátt
fyrir margvísleg vonbrigði og
erfiðleika vegna hamfara nátt-
úruaflanna. Tel ég sjálfsagt að
fela sama manni stjórn fram-
haldstilrauna, er gera ætti við
fyrsta tækifæri og eigi síðar en
á næsta hausti.
Nauðsynlegt er að láta gera
nýja nylon-vörpu með tilliti til
nýfenginnar reynslu, því að
margir gallar komu í ijós við’
notkun nylonvörpunnar.
Þess má að' lokum geta, að
togarinn Neptúnus fór i stutta
veiði- og tilraunaferð m.eð nylon-
vörpuna eftir að leigutimi stjórn-
valdanna var útrunninn. Hafði
vörpunni verið breytt nökkuð í
landi og ný og traustari fóðring,
sett í hinn stórriðna belg. Vegna
veðurs varð þó ekkert úr veiði-j
tilraunum.
Að endingu segir Ægir, . að
i'étt þyki að geta þess, að veiði-
tilraun þessi var gerð að tillögu
milliþinganefndar í sjávarút-
vegsniálúm, sein kosin var á
síðasta Alþingi -til þess að at-
huga um tæknilegar og við-
skiptalegar umbætur í sjávarút-
veginum. Formaður nefndarinn-
ar er Gísli Jónsson, fyrrv.
alþingismaður.
Sjávarútvegsmálaráðui\eytið og
Fiskimálasjóður báru kostnað-
inn af tilraununum, sinn helm-
inginn hvor. 1
TILKYMIIVG
Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið með skírskotun
til 35. gr. 1. um útflutningssjóð o. fl. að ítreka áður gefin
fyrirmæli um verðmerkingu á vörum í smásölu, sbr. til-
kynningu verðgæzlustjóra nr. 18/1956.
Mun framvegis gengið ríkt eftir því að þessum fyrir-
mælum sé fylgt.
Reykjavík, 3. jan. 1957.
VerðlagssIjÓNiui
Gufuketill
GufuketiII 5% ferm. til sölu.
Efiaalaugin Björg
Sími 3237.
Stórt fyrirtæki óskar að ráða stúlku, til símavörzlu aðallega.
Nokkur vélritunarkunnátta þó nauðsynleg. Og karlmann
vanan bókfærslu. — Tilboð, er greini frá fyrri störfum og ‘
menntun umsækjanda leggist inn í pósthólf 635 fyrir 10. þ.m
Ævintýrið í
minkaræktinni.
Ævintýrið í minkaræktinni
er á „enda leikið senn“, segir í
norsku blaði.
Verð á minkaskinni hefur
verið mjög hátt, það hefur ver-
ið „gullöld á sviði minkafram-
leiðslunnar", en nú búast menn
við verðið fari mjög að iækka.
I blaðinu segir ennfremur:
Það er engin furða, þótt
minkakápur séu dýrar. Minka-
skinn kostar 150—300 kr,
norskar og það þarf 70—80
skinn í kápuna. Hráefnis í
þessa skraut- og skjóiflík kost
ar þannig 20—25 þús. kr.
norskar og svo eru vinnulaun-
in 5—5 þús. kr. Og þegar menn
heyra, að „ekta“ minkaskinns-
kápa kosti 50—60 þús. kr.
norskar þarf enginn að furða
sig á, að fáir hér í landi (þ. e.
í Noregi) hafi efni á að eign-
ast slíkar flíkur.
Bezt að auglýsa í Vísi
vantar til eldhússtarfa. — Uppl. millí kl. 5—7.
Adloii Aöalslræti 8
Sími 6737.
Systur methafar
í búðahnupli.
Systur þrjár 1 Noregi munu
hafa sett met í hnupli í sölu-
búðum. s.l. haust og fram eftir
vetri, cða (þar til þær voru
tcknar úr umferð.
Játpðu þær allt á sig, en
húsrannsókn leiddi i ljós, að
þær höfðu stolið eftirfarandi:
Kjólum í tugatali, mörgum
pilsum, stól, barnafatnaði,
borðlöppum, brúðum, vindl-
ingakveikjurum og glæpasög-
um, „líkjörsettum“> hönzkum,
ávaxtasettum, öskubikurum og
straujárnum o. m. fl. Vörun-
um stálu þær í Osló, Litla-
hamri og víðar -— og voru
birgðirnar í stuttu máli svo
miklar, að þær systurnar hefðu
getað opnað verzlun.
★ Pakistan hefur skotið Kas-
mir-málinu til Öryggisráðs-
ins og krefst skjótrar af-
greiðslu.
Ævintvr H. C. Atidersen ♦
Vondi strákurinn
, , Vii' ■> 1
Einu sinni var reglulega
gamalt og gott skáld. íOvöid
nokkurt var hræðilegavont
verður úti og regnið lamdi
utan húsið, en gamla skáld-
inu leið vel íyrir framan
ofninn í stofunni sinni. „0
hleyptu mér inn“ heyrðist
veik bamsrödd fyrir utan
dyrnar. Barnið barði á
hurðina og grét, en regmð
rann í stríðum straumum úr
loftinu og vindurinn ham-
aðist á gluggunum. Gamla
skáldið stóð á fætur og
opnaði dyrnar. kyrir utan
var lítill drengur og hann
var alveg nakinn og vatnið
rann úr ljósa hárinu hcgis.
Gamla skáldið tók í hönd
hans og leiddi hann í stof-
unaog sagði: „Komdu mn
til mín. Eg skal gefa þér
epli því þú ert indæll dreng-
ur“. Það var hann líka og
leit út eins og engill. Dreng-
urinn hélt á boga, en hann
vúr or$inn skemmdur af
regninu. Gamla skáldið hit-
aði vín handa honum svo
honum hitnaði og kinnar
hans urðu rjóðar og hann
stökk upp og dansaði um
gólfið. „Þú ert fjörugur
drengur“, sagði gamla
skáldið. „Hvað heitir þú?“
spurði skáldið. „Eg heiti
Amor. Þekkir þú mig ekki?
Þarna liggur boginn minn
og af honum er ég duglegur
að skjóta, það getur þú ver-
ið viss um. Nú er bogmn
þurr og ég ætla að reyna
hann.“ Svo lagði hann ör
á streng og skaut gamla-
manninn í hjartastað. „Þú
sfæmi strákur", sagði
gamla skáldið cg grét, því
örin hafði sært hann. „Svei
hvað Amor er slæmur
strákur. £g skal segja öll-
um góðum börnum hvað
hann er slæmur, svo þau
geti varað sig á honum og
leiki sér ekki við hann, því
hann gerir þeim íllt. Já
nú þe’kkir þú Amor og
veizt að hann er slæmur
strákur.