Vísir - 09.01.1957, Blaðsíða 4

Vísir - 09.01.1957, Blaðsíða 4
VÍSIR Miðvikudaginn 9. janúar 1957. /I „Nakinn sannleikurinn. Kommúnistar beita fólskubrögðum til að afstýra fylgistapi. Efíirfarandi atburðir gerðust á Ítalíu og sýna glöggt, hversu fúlmennska kommúnista getur komizt á )hátt stig, þegar um það er að rœðat að reyna að koma í veg fyrir, að fylgið hrynji af þeim. Tveir kommúnistaforsprakk- ar voru félagar í leynihreyf- ingunni á styrjaldarárunum og urðu margt að reyna. Og eftir styrjöldina var góð sam- vinna milli þessara tveggja kommúnista. sem ekki efuðust um ágæti málstaðar flokksins. Báðir áttu heima í Subbiano, annar — Sabatino Cerofoli.ro — var borgarstjóri, en hann, Italo Nofri, var framkvæmda- stjóri flokkins. Nofri hefir gáf- urnar, sögðu menn, Cerofelino atorkuna og dugnaðinn. Nú átti Nofri sér fagra konu, sem var kölluð „fallegasta stúlkan í Subbiano“, er hún var heimasæta en þrátt fyrir það, að maðurinn hennar og vinir hans höfðu snúið nærri öllum þorpsbúum til kommún- isma, var konan, Bruna að nafni, jafneinlæg í sinni róm- versk-kaþólsku trú og áður. Hún hélt áfram að senda son sinn í kaþólskan skóla og Italo Nofri var hreykinn yfir hversu drengnum gekk vel námið. Hann trúði á réttlæti. Italo Nofri hafði eitt sinn sjálfur ætlað sér að verða prest- ur, og þegar hann gekk í kommúnistaflokkinn var það vegna þess, að hann trúði því, að kommúnistaflokkurinn mundi færa þjóðinni „frið og félagslegt réttlæti“. Og Nofri sagði: „Stalín var sem guð í mínum augum.“ Hann komst fljótt að raun um, að aðrir kommúnistar litu þarna öðrum augum á. Þegar Nofri heyrði um hina opinberu afneitun kommúnistaleiðtog- anna í Moskvu á manninum, sem hann hafði tignað sem guð, varð hann öskureiður, svo fór hann að hugsa málið í ró, og áhyggjur hans uxu. Hann fór að efast og loks sagði hann sig úr flokknum. hann engan frið hafa, en Nofri lét hvergi bugast og gekk 1 flokk kristilegra demókrata, og fór að halda þrumandi ræður gegn sínum fyrri samherjum og stefnu þeirra. Hann talaði mikið um „marxistiska spill— ingu og öngþveiti“. í miðstjórn- inni bar Cerofolino fram tillögu, þar sem Nofri var víttur fyrir agabrot og flokkssvik. Svo gerist það skömmu síðar, að maður nokkur kemur í skyndiheimsókn til Brunu Nofri, kveðst koma frá borgar- stjóranum, til þess að segja henni, að sonur hennar hafi meiðzt í bifreiðarslysi. Hann kveðst hafa lofað borgarstjór- anum, að aka henni til drengs- ins og Bruna flýtti sér örvænt- ingu slegin með manninum. Ók hann með hana til afskekkts húss. en þar var enginn dreng- ur fyrir, heldur Cerofolino og aðstoðarmenn hans, þeirra með- al ljósmyndari. Var nú konan svipt klæðum og teknar af henni myndir nakinni. „Sjáið um, að maðurinn yðar gangi aftur í flokkinn,“ sagði Cero- folino hótunarröddu, „eða allir borgarbúar skulu fá að sjá þess- ar myndir“. Seinasta aðvörun. Brunu leið illa næstu vikur, sem geta má nærri, en sagði engum, hvað gerzt hafði. Cero- | folino var kjörinn borgarstjóri, en hafði glatað verulega fylgi, og Nofri hélt áfram báráttunni. Og nú var Brunu skrifað bréf, sem fól í sér „seinustu aðvör- un“. í örvæningu sinni sýndi hún manni sínum bréfið — og sagði honum alla söguna. Málalok. Italo fór þegar á fund sak sóknara og sagði honum allt af létta. Og nú fyrir skemmstu var upp kveðinn dómur yfir Cerofolino í réttarsal frá 14. öld í bænum Arezzo, skammí frá Subbianoþorpi, og var hann sekur fundinn um hótanir, kúgun og svívirðilegt athæfi, og fékk tveggja ára betrunar-. hússvinnu og var sviptur borg- araréttindum í 20 ár. „Ekkert hefði gerzt,“ kvein- aði Cerofolhm „ef Nofri hefði bara verið kyrr í flokknum“l! Kommúnistar í Subbiano höfðu búið sig undir að fagna Cerofolino, en er þeir heyrðu dóminn gengu þeir eins og grenjandi ljón um þorpið, og gerðu að lokum áhlaup á hús Nofris, og síðan hefur flokkur vopnaðra lögreglumanna verið þar á veðri. „Það er ekki þægilegt að búa við þetta,“ segir Nofri, „en það, sem gerst hefur ætti að sann- færa hvern mann um innræti kommúnista.“ BRIDGEÞÁTTIIR ♦ ♦ * VISIS * Fyrir nokkru síðan var ég staddur í spilaklúbb hér í bæn- um og varð þá vitni að eftirfar- andi spili. Spil þetta er athyglis- vert að því leyti, að í því kemur fram spilatækni, sem hlotið hef- ur heitið „grand coup“ í Bridge- íræðiritum. — Margir íslenzkir bridgemenn munu eflaust kann- j ast við spilatækni þessa, en þó hygg ég, að einnig séu margir, sem ekki þekkja hana og þeim. til framdráttar er þessi þáttur. Og hér er svo spilið: Sagnir voru eftirfarandi: N: 1G 2G 5H 6H P. 5 S: 2S 4G 5G 7S. Maður með ljósmyndavél. Félagar Nofris, þeirra meðal Cerofolino borgarstjóri, létu Fyrtsa mynd, er hin brezka kvikmyndastjarna Diana dors mun leika í í Bandaríkj umun, verður „The Lady and the Prowler“ frá R. K. O. kvikmyndafélaginu. — Stjórnandi myndarinnar er John Farrow. A 6-2 y Á-K-10-9 4 K-D-6 Á-G-5-3 Á 3 y D-8-4-2 4 9-7-5-4-3 * D-9-4 A G-10-7-4 y G-6-5 4 G-10 * 10-7,6-2 4 Á-K-D-9-8-5 y 7-3 4 Á-8-2 * K-8 Myndin hér að ofan er af landvarnaráðherra Breta, Anthony Head, er hann heimsækir yfirmann herja Atlantshafsbanda- lagsins í París. Yfirmaðurinn er Bandaríkjamaður af norskum ættum, Lauris Norstad að nafni. Sagnhafi var harður spilamað- ur og ekki óheppinn eins og sjá má á útspilinu, sem var spaða- þristur. Austur lét gosann og sagnhafi drap með drottningu og spilaði út kóngnum. Þá kom sannleikurinn um hvíta sykur- inn í ljós. Margir óvanir spila- menn hefðu nú-bölvað óstuðinu á sér og hent spilinu upp á einn niður, en sagnhafi sá, að ef spila- skipting austurs væri hagstæð og hann gæti getið sér til um hana, þá væri „grandcoup" fyrir hendi. Það fyrsta, sem honum bæri þá að gera, væri að fækka trompunum á sinni hendi, þar til þau væru jafnmörg og hjá austri. Hann spilaði því út lijartaþrist og drap með ás, tók kónginn og trompaði þriðja hjarta. Nú spilaði hann tígul- tvist, drap með drottningu og austur lét gosann. Sé gosinn ein spil er aldrei hægt að vinna spilið, en eigi austur annan tígul- er ennþá möguleiki á að vinna það. Sagnhaíi spilaði nú lauf- þrist heim á kónginn og siðan aftur laufi og svínaði gosanum. Nú tók hann laufás og heima fleygði hann tígulás og spilaði fjórða laufinu og trompaði. Ef austur hefði nú átt 4 hjörtu, 3 lauf og tvo tígla, hefði hann nú fleygt tiglinum og þá var spilið tapað. En eins og sagt var i upp- hafi var sagnhafi bæði harður og heppinn, og hann spilaði nú síðasta tíglinum og tók með kóngnum. Nú á borðið út og austur hefur G og 7 I trompi eir suður A og 9 og spilið var unnið. Á sunnudaginn var 3. umferð í deildarkeppni Reykjavíkur spil- uð. Einstakir leikir fóru þannig: Daníel Markússon vann Jón Magnússon, Ásbjörn Jónsson vann Ingólf Ólafsson, Hjalti Elíasson vann Árna M. Jónsson, Sveinn Helgasson vann Ragnar Þorsteinsson, Hörður Þórðarson vann Ólaf Þorsteinsson, Eggert Benónýsson vann Brynjólf Stef- ánsson og jafntefli gerðu Rafn Sigurðsson og Zophonías Ben- ediktsson. Að þessum þrem um- ferðum loknum eru 7 sveitir eftir, sem spila nú allar við allar um Reykjavíkurmeistaratitil og þátttökurétt í íslandsmóti í Bridge. Það eru sveitir þeirra Harðar Þórðarsonar, Ásbjörns Jónssonar, Árna M. Jónssonar, Rafns Sigurðssonar, Sveins Helgasonar, Eggerts Benónýson- ar og Hjalta Eliassonar. Til tíð- inda má telja það að sveit Brynj- ólfs Stefánssonar, sem jafnframt er núverandi Islandsmeistari, hlaut ekki 50% vinninga út úr þessum 3 umferðum og mun því ekki verja titil sinn í ár. Eandaríkjastjórn neitar al- gerlega, að nokkrar banda- rískar þotur hafi flogið yfir rússnesk landsvæði 11. des., eins og Rússar halda mikið meidd og verið lengi að jafna sig. Ramabu er búinn að vera — hann féll á þessu máli og honum var vikið frá — en stúlkan býr ein í kofanum þín- um fyrir neðan fossinn. Eg tal- aði lengi við hana.“ Dorson náfölnaði við þessi orð og starði á grátt andlit gull- leitarmannsins. „Eg kom líka með úrið þitt,“ sagði Jonas. „Hún fékk mér það. Sagði að það væri þér mik- ils virði.“ Hann lagði úrið á borðið og hækkaði röddina um leið, og hann sagði: „Það geng- ur, sjáðu! Það hefir aldrei ver- ið neitt að því. Hún dró það alltaf upp á meðan þú varst ekki með sjálfum þér; en þegar hún sá, að þú tókst giftingu hennar ekkert nærri þér, lét hún það stanza í þeirri von að þú mundir yfirgefa dalinn og taka hana með þér. En þú fórst einn.“ Sögunni var lokið. En þessi saga mun lifa í Port Moresby, svo lengi sem þar finnst þyrst- ur þulur, og þögull áheyrandi, sem er svo efnaður, að hann getur greitt sögulaunin með svalandi veigum vínguðsins í barnum á bakkanum. En þegar kemur að sögulokum, setur menn hljóða og þeir horfa í gaupnir sér eða eitthvað út í bláinn, en þaðan fæst ekkert svar. Dorson sat grafkyrr og það virtist ekkert blóð vera lengur í hans æðum eða ljós í hans augum, en úrið tifaði, annars var dauðaþögn í herberginu. Tifið í úrinu var eins og svipu- högg í eyrunum á Tom Dorson og það hækkaði og hækkaði og smaug inn í merg og bein. Og allt í einu þaut hann upp, hann æddi um og nú hljóp hann á hurðina, hún hrökk upp. Dor- son var horfinn. Hurðin ramb- aði þarna á hjörunum, vand- ræðaleg eins og mennirnjr sem stóðu þarna inni, og flugurnar flýttu sér inn um dyrnar, inn í ljósið sem stóð á borðinu, þar sem úrið lá. Það hreyfði sig enginn til að loka hurðinni fyrr en hið óða fótatak Dorsons var dáið út. Þá rétti Will Jonas út hönd- ina til úrsins og kreisti hnef- ann. Hann gekk yfir til barsins með það. „Hann þarf ekki á því að halda, hugsa eg,“ sagði Will. „En hann hefði nú getað þakkað mér, vildi eg meina. Jæja, eg fæ þá eina flösku út á það.“ Og hérna er það. Það hangir þarna á veggnum fyrir aftan bardiskinn í Moresby, það hefir enginn dregið það upp og það er þagnað, en vísarnir bíða þess að einhver dragi það upp svo að þeir geti aftur hafið göngu sína í kringum skífuna. Og það minnir alltaf á sig, þegar for- vitinn gestur lítur á myndina af Tom DoFson, sem hangir þarna við hliðina á því, og þá er það alltaf sama spurningin, sem er borin fram. En svörin við spurningunni eru á ýmsa vegu. Hinir trú- gjörnu láta ekki af þeirri full- yrðingu sinni, að það felist spá- dómur í myndinni og þeir hafa sína hugmynd um það, hvað Tom Dorson muni hafa gert þá eða þá. Hinir dreymlyndu halda--------- En sleppum því. Þrátt fyrir allt vitum við nú eitt. Dorson fór aftur í dalinn, og í þetta sinri var heiðríkja í huga hans og hann vissi hvert hann ætlaði - ekki til að flýja frá einhverju heldur til að finna það. Og þar sem það var enn á sama stað, þá er enginn vafi á því, að hann fann það, sem hann leitaði að og þráði. -----4-------

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.