Vísir - 09.01.1957, Blaðsíða 9

Vísir - 09.01.1957, Blaðsíða 9
Miðvikudaginn 9. janúar 1957. VÍSIE 9 Eggert Stefánsson: Skammdegisdagar í Rdmaborg. Horff inn í horfna öld. Það er diinmur nóvember- dagur í Róm. Rigning og rok eins og heima. Svo þetta er dagur til að taka sér bók í hönd og lesa um Róm í staðinn fyrir að njóta hennar og þess er hún svo ríkmannlega fyllir huga manns með. Landsbókasafnið — „Biblio- teca Nazionale Centrale — í Róm hefur 2 milljómr bóka að velja úr og af þeim fjalla hundrað þúsund um Rómaborg — þykkar og þunnar — þungar og léttar — stórar og litlar — á öllum hugsanlegum tungu- málum. Það verður því eins erfitt að átta sig á hvað maður á að lesa eins og fyrir tilfinningarnar — þó næmar sé, að leysa úr öllum áhrifum þeim sem berja að dyrum hugans — í þessari hinni eilífu borg. Svo maður verður því að „marka sér bás“ — bæði með það sem maður les, og eins með tilfinningar sínar, svo áhrifin verði manni ekki ofjarl — og ef eg má nota orð- ið „pulveriserar“ mann ekki bæði hugsanir og tilfinningar. Ummæii Goethes. Þessa ofhleðslu af áhrifum frá hinni eilíu borg Róm er eg náttúrlega ekki einn um að fynna. Þegar hinn ódauðlegi Goethe vill lýsa áhrifum sínum af Rómaborg^ kemst hann svo að orði: „Til að lýsa Róm og áhrifum af henni fullkomlega, verður maður að skrifa með þúsund pennum — því hvað getur aðeins einn penni gert?“ Hvað mega svo aðrir dauðlegir segja? í einu af bréfum sínum til hertoga síns í Weimar skrif- ar Goethe frá Róm, og segir þar eitthvað á þessa leið: „Eg hef komizt að raun um, að eg veit ekkert um listir_ eftir að eg kom hingað. Eg hefi einungs séð dauft endurskin af náttúr- unni í listum — en hér er listin náttúran sjálf.“ Goeth. vaknar þarna upp við vondan draum. Hann hefir haldið, að hann væri að dá list- ir, þegar hann einungis var að skoða endurspeglun þeirra í þekktu formi — án anda, stirðn aða, — líflausa og án sköpun- arkrafts. — Hinn mikli blómi lista hér í Róm liggur í þess- um andlegu eldgosum er skapa og fylla og byggja upp af guð- dómlegum eldmóði — eins og þegar sköpunarverkið sjálft var hafið. Þess vegna kalla Rómverj- arnir; meistarann „il divino“ hinn guðdómlega. Thorvaldsen í Róm. Annar andlegur jöfur: Albert Thorvaldsen kemur hingað eftir nám sitt og verðlaun sín frá Akademíunni í Kaupmanna- höfn. Fyrstu fimm árin, sem hann var hér gerði hann ekk- ert annað en að skoða, og njóta, hugsa og læra, fyllist einskon- ar feimni við að byrja nýtt verk sjálfur. Hann reikaði um í rústum Rómaborgar og hafðist ekkert að — annað en þetta að hlaða sig, fylla sig áhrifum þessarra ógnakrafta, er sti'eymdu út frá staðnum, — frá fornöldinni grísku og róm- versku, er sést hér, og hafði svo sterk áhrif á hann síðar. Einungis þeir^ sem séð hafa Barok-myndlistina, sem fyllir kirkjur og hallir Rómaborgar, og svo mikið er af frá 16. og i7. öld, skílja hve mikill vel- gerðarmaður Thorvaldsen varð, er hann vann á feimni sinni og hóf starf sitt endurfæddur af áhrifum hins hreina classisma. Eftir að Barok-tíminn hafði klætt stytturnar í hræðilega fatagarma, þar sem hendpr og andlit voru það eina, sem minnti á mannsmynd — allt annað var svo velútilátin álnavara, vafin um búkinn — þá rís hans fyrsta stórverk, Jason, eins og sólar- uppkoma á fögrum degi eftir drungafulla daga myndlistar- innar í nokkrar aldir. Hann „fæddist“ í Róm. Annars lýsir Thorvaldsen bezt sjálfur áhrifum sínum frá hinni „eilífu borg“, áhrifum hennar á sig og sitt listalíf. Hann er eins og allir virkilega merkir menn eru — bæði þakk- látur og auðmjúkur — sem oft er lykillinn að sannri frægð. „Eg er fæddur 18. marz 1797“ var hann vanur að segja í vina- hóp — því þann dag kom hann til Rómaborgar 28 ára gamall, eftir nám sitt í Kaupmanna- höfn. Á fyrstu fimm árunum — eins og áður er getið — skapaði hann ekkert sjálfur, en endurfæddist^ og segir sjálfur, „að þá hafi byrjað að þiðna klakinn sem hafði legið yfir augum mínum“. Og loksins eftir 6 ár býr hann svo til þessa heimsfrægu mynd sína, „Jason'^ er vekur alheims eftirtekt og á sínum tíma, hafði svo stórkostlega mikil áhrif á myndlist Evrópu. Rómverjar hafa umvafið veru Thorvaldsens í hina glæsileg- ustu umgjörð, reist honum myndastyttur, minnistöflur á vinnustofur hans, úr marmara, og svo eru til margar sögur í þjóðsagnastíl sem til eru um mörg mikilmenni, er heimsóttu Rómaborg — og fólkið dáði. Gæfan ber að dyrum. Á nemendaárum sínum heim- sóttu hann margskonar erfið- leikar og fátækt — og hans litlu vinnustofu í Via del Babino — og svarf svo að honum, að hann varð að selja gips-model sín til að seðja hungrið — og hann ákvað þá að fara til Hafnar aftur. Hestur og vagn er tilbúinn að flytja hans litla bústofn burt, þegar gæfan birtist í líki ensks bankastjóra — Thomas Hope. Hann er ástfanginn af Jason- nyndinni, kemur til Thorvald- sens og biður hann að láta sig hafa Jason höggvin í mar- mara — og borgar honum 700 Lecchini fyrir — í gulli. Þannig byrjar hans geislum umvafna frægðarbraut og 42ja ára dvöl í Rómaborg, „við bálið er þíðir klakann úr augum manns“. Einnig á lífi Thorvaldsens sér maður hve mikið listin hef- ur oft að þakka frjálslyndi og drengskap sem finnst innan veggja hinnar kaþólsku kirkju. Það er hinn menntaði kardináli Gonsalvi sem fær Thorvaldsen til að byggja grafhýsi yfir páf- ann Pio VII., sem er í Vatikan- inu, þrátt fyrir að Thorvaldsen var bæði lútherskur og út- lendingur. Og tveimur árum seinna þegar Thorvaldsen var kosinn aðstoðarforseti hins fræga „Accademia di San Luca“ — sem vakti bæði öfund og geysi mótspyrnu frá kaþólskum listamönnum — þá var það sjálfur páfinn, Leo XII., sem undirritaði og samþykkti kosn- inguna, — og hann lét sér ekki nægja það, heldur fór í heim- sókn til listamannsins í vinnu- stofu hans, sem nú var mikið skrauthýsi rétt hjá Barberini- höllinni í miðri Róm, og heiðr- aði þannig listamanninn á eftir- minnilegan hátt — og sem Rómaborg talaði um í marga daga og lengi á eftir. Hvað list- in skuldar háttstandandi menningu og frjálslyndi er kirkjufm’star í Róm stundum á skemmtilegasta hátt sýndu list- unum verður náttúrlega aldrei nóg þakkað eða metið um of. Líka það er eitt af undrum Rómaborgar. Mótorskellir og vélaskarkali. Þetta er svo dálítið af því sem hinir „stóru“ finna til, er þeir heimsækja og lifa í Róm. Þessa skammdegisdaga í Róm hef eg ekki enn opnað bók — af þeim þúsundum sem fjalla um Róm á „Biblioteca Nazionale- Centrali. Eina tek eg í hönd mér — hún er þung — áreiðanlega 5— 6 kíló — hefur í sér allan vis- dóm, býst eg við, um Róm — skoðað frá þeirri hlið. Og svo eru hundrað þúsund aðrar hlið- ar — svo eg legg ekki út í að vega þær allar. Eg veit að sum- ar eru þungar — sumar léttar — og i annarri merkingu líka léttar og þungar. En eg hef verið að velta því fyrir mér þessu: Því er Rómaborg alltaf lifandi, eilíf, ung borg? — Eg efast um að tonn af bókum fái leyst úr þeirri spurningu fyrir mig. Þýzkir kommúnistar fá Rússagull. Viðræðum austur-þýzkil sendinefndarinnai', sem fór til Moskvu, og ráðstjórnarinnar, er lokið. í fregnum frá Bonn segir, að tilgangurinn með ráðstefn- unni hafi verið að treysta aust- urþýzku stjórnina í sessi. Eitt af því, sem samdist um var, að A.-Þ. fengi 340 millj. rúblna að láni hjá Rússum, sem m. a. má verja til vélakaupa o. fl. í vest- rænum löndum. Þetta lán er í gulli og erlendum gjaldeyri. Gert er ráð fyrir mjög aukn- um viðskiptum ( og rússnesku láni til þeirra) — og aðsovézk- ar hersveitir verði áfram í Þýzkalandi „um sinn“. Þeir brenndu sumarbústaðina. Fyrir fáeimun dögum brenndut éigendur sjö sumarbústaða í skerjafirðinum við Gautaborg bústaði sína til grunna. Ástæðan fyrir þessu var sú, að eigandi eyjarinnar vildi losna við húsin af landi sínu og hafði fengið heimild dómstól- anna til að rífa þau. Vildu þá eigendurnir heldur láta bústað- ina verða eldi að bráð og brenndu þá til ösku. Mótorskellir og niður véla- skarkalans í stórborginni nýju vekur mann upp frá draumsýn- um 18. og 19. aldarinnar — sem ferðalag Goethe og Thorvald- sens, hefur sett mig hér í Róm. Hrifning — þakklæti — já, auðmýkt — og göfgi — hefur fyllt andrúmsloftið í kringum mig. Við hrossabrests-stemning- ar véladýrkunar aldarinnar, hrekkur maður upp — og allt — líka draumsýnir — hverfur. Róm, nóvember 1956. Eimkniínir bílar koma sér veL Benzínskorturinn 1 Bretlandi hefur komið af stað einkenni- legri öfugþróun. Bílar, sem voru fyrir löngu teknir úr notkun og orðnir sýn- ingargripir, hafa vei'ið dubb- aðir upp og bruna um allt. þetta á við um 900 eimknúnar bifreiðar, sem benzínskömmtun. kemur ekki við. Hefur verð- þeirra margfaldazt siðustu: vikurnar. Ævintýr H. C. ADdersen ♦ 2- Utli Kláus og Stóri Kláus. Hann þurfti að fara langt og nú skall á hann afskaplega vont veður. — Rétt við veginn var stór og reisulegur bóndabær. — Bóndakona opnaði dyrnar og skipaði honum að fara burtu. Rétt hjá húsinu var lítill skúr með stráþaki. „Þar get ég íagt mig,“ sagði Litli Klaus við sjálfan sig. Uppi í stráinu er gott að liggja og svo skreið hann upp á þakið á skúrnum og af því að hlerarnir, sem voru fyrir gluggunum á bóndabænum, náðu ekki alveg upp að ofan, sá hann inn í stofuna. Á borðinu í stofunni var vín, steik og fiskur. Bóndakonan og djáknann að skríða niður í Nú heyrði hann að emhver kom ríðandi. Það var bónd- inn sjálfur, sem var að koma heim. Bóndinn gekk með undarlegan sjúkdóm, sem var þannig, að, ef hann sá djákna varð hann alveg óður af reiði. Þegar þau heyrðu að bóndinn kom, urðu þau hrædd og konan bað djákninn að skríða niður í stóra tóma kistu og faldi steikina, vínið og fiskinn inn í bakarofninum sínum. „0, ó,“ stundi Litli Klaus. „Er nokkur þarna uppi?“ spurði bóndinn og leit upp til Litla Klausar. „Komdu heldur með mér inn í stofuna,“ Svo sagði Litli Klaus honum hvernig hann hefði villst og bað um að fá að gista yfir nóttina. „Já, svo sjálfsagt,“ sagði bóndinn, ,,en nú verðum við fyrst að fá eitthvað til að næra okkur á.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.