Vísir - 14.01.1957, Page 3

Vísir - 14.01.1957, Page 3
Mánudaginn 14. janúar 1957 VÍSIR 3 Brotabrot úr flugferð: Flogið suður um alla Afriku Um mánaðamótin nóv.—des. síðastl. var ég í flutningaflugi í Afríku. Félag það, sem ég starfa Jhjá, var beðið um að flytja sem skjótast varahluti í olíuflutningaskip, sem lá á höfninni í Höfðaborg. En nú hafa flest þau skip, sem fara og koma frá Austurlöndum, viðkomu þar síðan Súezskurð- urinn lokaðist. Ákveðið var að ég færi þessa ferð. Varahlutina áttum við að taka í París, en þaðan komu þeir með járnbrautarlest frá Stokkhólmi. Voru þetta fjórir kassar sem vógu samanlagt 5M> tonn. :, _ | j_LlJj Um nótt yfir Sahara. Veður var 'slæmt, er við lögðum upp frá París, loftið ó- kyrrt og ísing. Birti í lofti yfir Róndalnum. Fyrsti viðkomu- staður okkar var Malta. Lent- um við þar á flugvellinum Luqa, sem er á miðri eynni. En Malta er lítið annað en gríðar- stór herbækistöð, sem Bretar hafa þarna, og vinna flestir eyjaskeggja á einn eða annan hátt fyrir herinn. Við< dvöldum á Möltu fram til klukkan 2 daginn eftir. Var ferðinni þá heitið til Entebbe í Uganda í Afríku, með viðkomu í Benghasi og Khartoum.. Að yfirlögðu ráði lögðum við ekki fyrr af stað. Við vildum fljúga yfir Sahara- eyðimörkina að nóttu til, því að stjörnurnar eru þar eini leiðarvísirinn fyrir flugvélar — engir radíóvitar eða önnur I heimsókn hjjú Islendinyi í Mhns'iouan. höíuöhaey Suduns. Ferðapistill efiir Loft Jóhame- esson, ílngsijói'a. hjálpartæki í þessari þúsund mílna Ijósbrúnu, bylgjóttu sandauðn. Ætlunin var að fljúga yfir suð-vesturhorn Egypta- lands, sem er beinasta leiðin. En flugstjórnin á Möltu varaði okkur við að fljúga yfir þetta svæði, því að daginn áðui- hafði sést lenda þar á flugbraut í eyðimörkinni hópur þrýstilofts- véla af gerðinni Mig-15. íslendingur í Súdan. , Kl. 2 eftir miðnætti komum við til Khartoum. Vissi ég, að þar var búsettur landi minn. En ekki gat ég náð tali af honum í þetta sinn, enda hánóit. Hrip- aði ég honum nokkrar línur, og i lét hann vita, hvenær ég bygg- ist við að fara þarna um aftur. Þessi Islendingur heitir Jóhann Þorkelsson og er flugv.élayirki Fyrir nokkru márum vann har.n hjá Flugfélagi íslands, en starf- ■ ar nú hjá Sudan Airways. Má Isegja, að á hinum ólíklegustu stöðum taki landinn sér bóí- stað. Við dvöldum aðeins eina klukkustund í Khartoum og flugum síðan áleiðis til Entebbe, höfuðstaðar Uganda, sem stend- ur við hið mikla og fagra Vik- toríuvatn í Mið-Afríku. Við flugum yfir Hvítu-Níl, en hún og Bláa-Níl renna saman við Khartoum og mynda hina miklu Horft til fjalla í Höfðaborg. lífæð Egyptalands, stórfljótið Níl. Við sólaruppkomu flugum við yfir smábæ í Suður-Sudan, sem Tuba heitir og stendur á !árbakkanum. Ég hefi nokkrum sinnum flogið þarna um, og kemur mér þá ætíð í huga at- j vik. sem þarna gerðist fyrir ^ nokkurum árum og ýmsir höfðu gaman af. Leó var mein- lausasta skinn. í Tuba er flugvöllur. Dag einn fundu vélamennirnir sem störfuðu á vellinum, Ijónsunga, sem þeir tóku að sér og fóstr- uðu með mestu nærgætni. Leó var hann nefndur og uppáhald allra. 18 mánaða gamall var Leó orðinn stærðar skepna, en hið meinlaustasta skinn, spakur og þægur eins og bezti rakki, og var því látinn ganga laus á daginn En vissara þótti að loka hann inni í búri að næturlagi, aðallega vegna innfæddu mannanna, sem hefðu orðið skelfingu lostnir ef ljón hefði 1 orðið á vegi þeirra eftir að dimma tók. Vi+að var, að villt ljón voru á vappi í nágrenni iTuba, og gátu verið stórhættu- leg. Síðla kvöld eitt var flugvéla- virki að lagfæra bílinn sinn. ,Skyndilega birtist Leó í myrki - 'inu. Nam Leó staðar skammt frá manninum, en fikraði sig svo nær honum og fór að snuðra utan í hann. Manninum var ekkert um þessi fleðulæti gefið, — vildi fá frið við verk si?i- Leó var í búrinu. Bölvaði flugvélavirkinn í hljóði manni þeim sem svikist hafði um að láta Leó í búrið. Nokkrum sinnum reyndi haim að ýta dýrinu frá sér en það lét hrindingar mannsins ekkert á sig fá. Loks varð flugvélavirk- inn leiður á þessu þófi og ó- næði, tók í makkann á*Leó, og hugðist láta hann í búi’ið. Um leið og hann gekk fyrir hornið á flugvallarbyggingunni mcð konung dýranna 1 eftirdragi, blasti við honum búr Lós. Og hvílík skelfingar-hræðsla greip manninn, þegar hann sá, að hinn rétti Leó steinsvaf í húsi sínu. Fólk, sem þarna átti leið um, fann manninn. Lá hann þá í öngviti og var lengi að koma til sjálfs sín, en Ijónið sást hvergi. í marga mánuði var maður þessi veill á taugum, og eftir þetta atvik mátti hann ekki Leó sjá. Snemma morguns lentum við í Entebbe. Ákváðum við að hvíla okkur þar í 24 tima og fljúga síðan hvíldarlaust til Höfðaborgar. En á þessum stað var vissara fyrir okkur Norður- álfubúana að hafa gát á sólinni, og halda okkur sem mest innan dyra meðan hún væri hæst á lofti, því að þarna vorum við staddir á miðbaug jarðar. En á skammri stund skipast veður |í lofti þar suður frá ekki síður en heima. Um nóttina kom það ofsalegasta þrumuveður sem eg ihefi uppinað. Engum kom dúr j á auga, meðan á ósköpunum stóð. — Allt umhverfið var juppljómað af mjög svo ein- Jienniiega bláum bjarma, og undarlega háir brestir og magnþrunginn niður barst ut- an af Victoríuvatninu. En skyndilega datt allt í dúnalogn. Allir verða að vera bólusettir. Eftir 6 tíma flug frá Entebbe lentum við í bænum Salisbury í Rhodesíu og tókum þar bensín. Og svo átti Höfðáborg að vera næsti viðkomustaður. En sú láætlun breyttist. Er við nálg- ‘uðumst Jóhannesarborg feng- ,um við skeyti frá flugstjórn- inni, sem tjáði okkur, að við ’yrðum að lenda á flugvellinum þar og fara í læknis- og toll- skoðum áður en við héldum lengra. I Suður-Afríku er ná- kvæm læknisskoðun viðhöfð og mjög strangt eftirlit með því, að allir hafi verið bólusettir við hitabeltissjúkdómum, sem þangað koma. í Höfðaborg er geysimikið um skipakomur nú, og því annríki mikið hjá lækn- um og tollinum. Trúlegt, að þess vegna sé flugvélum stefnt til Jóhannesarborgar til eftirlits þar. Gífurelgan fjölda skipa sá eg á höfninni í Höfðaborg. Geysistór farþegaskip, olíu- flutningaskip og kaupför hlið við hlið, sem voru ýmist á leið til Austur- eða Vesturlanda og tóku þarna birgðir áður en lengra skyldi halda. Þetta á- stand mun ríkja í Höfðaborg meðan Súezskurðurinn er lok- aður. Loftið tært 1 eins og heima. Umhverfi Höfðaborgar er mjög fagurt. Borgin stendur á tanga utan í hlíðum fjallsins Table Mountain (Borð-fjalls). Er það líkast borði í lögun ogi til áð sjá rennslétt að ofan. Ai ð- velt er að komast upp á fjall ð. Fyrst var farið með stætisva ú upp hlíðarnar, og síðan te’-ufl við einskonar lyfta, sem re vi- ur skáhalt upp brattann ef‘;ir, 4000 feta löngum stálkapli, s'. a nær upp á efstu brún en þap eru mikil klettabelti og árelð- anlega mjög erfitt að klífa þau. Eg og kunningi minn fóru.n eldsnemma einn morguninn með vagni og lyftu upp á há- Litið yfir Höfðaborg frá Table-fialli. Skollaleikup <síjórnaaiálamaansins: Leitin að „Cieorge Wood46. ;,Herra Wood býr því miður ekki hér,“ sagði hann. „Hann býr uppi í sveit og kemur að eins hingað til að sækja póst-! inn sinn. Á eg að taka skilaboð til hans?“ Eg hripaði niður orðsendingu til Woods á umslag og sagðist vera kominn hingað til Frank- furt alla leið frá París, einvörð- ungu til þess að hitta hann og vonaðíst til þess að hann lé'ti frá sér heyra sem allra fyrst. Að svo búnu fór eg heim á hótelið mitt og bjóst nú við að þurfa að bíða, jafnvel dögum saman. Eftir E. P. Morgaa. Mér til mikillar undrunar fékk eg svarbréf frá Wood morguninn eftir og þar tjáði hann mér, að hann yrði heima hjá sér eftir hádegisverðinn og vænti þess að eg kæmi til hans. Eg hitti „George Wood“. George Wood bjó í smáþorpi fyrir utan Frankfurt, ekki langt frá Kronberghöll. Á dyrastafnum á húsi því, sem Wood hafði lýsti fyrir mér í bréfi sínu, voru nafnspjöld þriggja fjölskyldna, er í húsinu bjuggu, en hann kom sjálfur á móti mér um leið og eg sté út úr bílnum fyrir framan húsið. „Eruð þér virkilega kominn?“ varð honum að orði um leið og hann heilsaði mér innilega með handabandi. „Vinur minn í Zúrich skrifaði mér og sagði mér að þér væruð á leiðinni,“ bætti hann við og brosti breiðu brosi. Andlit hans var sólbrent. Þetta var lítill, mjósleginn maður. Ljós hárkragi var eins og rammi um sköllóttan kollinn; augun voru græn og róleg, djúphugult, allt að því kulda- legt augnatillitið mildaðist lít- ið eitt við vingjarnlega fram- komu hans. Hann var í gamalli skyrtu, sem var opin í hálsmálið og dökkgrænni peysu. Eg hafði gert ráð fyrir að hann væri um fertugt ef vinur okkar, læknir- inn í Zúrich, hefði ekki verið búinn að segja mér að hann væri um fimmtugt. Hann var ekkert líkur þess- um stífu þýzku stjórnmála- mönnum, sem við munum svo vel eftir og minnti frekar á uppgjafa hnefaleikamann, sem nú hafði lagt íþróttina á hill- una og ræki nuddstofu, — en samt var eitthvað heimsborg- aralegt við hann, framkoman var bæði hæverskleg og leynd- ardómsfull. „Gangið þér í bæinn“, bauð hann og gekk léttum skrefum upp mjóan stiga inn í lítið, snotuia svefnherbergi. Það mátti nærri segja að hjónarúm- íð, með risastóra rúmteppinu, fyllti alveg út í herbergið. „Hér bý eg,“ sagði Wood, „c:j þetta er Gerda, konan mí Konan hans, aðlaðandi, dökk- hærð kona stóð í dyrunum ót. á svalirnar og þar úti rnátti sjá heita síðdegissólina giitra á Mainfljótinu. „Það fer bezt um ykkur á svölunum,“ sagði Gerda, „þcð er alltof heitt inni og svo ætt- uð þið að njóta sólarlagsins." Við röbbuðum fyrst um dag- | inn og veginn og um stjórri- málaástandið í Þýzkalandi. Wood hafði miklár áhyggjur af framkomu Rússa óg‘-ta4di að þeir væri komnir miklu lengra

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.