Vísir - 14.01.1957, Side 12

Vísir - 14.01.1957, Side 12
i»elr, sem gerast kaupendur VÍSIS eftir 10. hvers mánaðar fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. — Sími 1GG0. VÍSIB er ódyrasta blaðið og þó það fjöl- breyttasta. — Hringið í sima 1660 og gerlst áskrifendur. Mánudaginn 14. janúar 1857 Mý stfórii á Bretlandi. i.7aa vaidi mesin úr hægra am\ fbkksins. Harold McMillan lagði í gær leið sína til Buckinghamhallar, skömmu efíir komu Elisabetar dröttningar frá Sandringham, og lagði ráðherralistann fyrir hana. Féllst hún á listann og var birt um það opinber til- kynning seint í gærltvöldi, og listinn bii tur nokkrum klukku- stundum síðar. Gagnstætt því, sem búist var við, var Butler' ekki skipaður utanríkisráðherra, og yfirleitt er litið svo á, að McMillan hafi ■treyst hægri arm flokksins með vali ráðherra sinna, og að fylgt verði áfram ákveðinni stefnu varðandi nálæg Austurlönd. Butler er innanríkisráðherra, Thornycroft fjármálaráðherra, Duncan Sandys landvarnaráð- herra og Sir Percy Miller, iðju- höldur, orkumálaráðherra, og er það nýtt embætti, og felur auk meðferðar raforkumála í sér meðferð kjarnorku í þágu iðnaðar. Ráðherrar þeir, sem fara með samveldis- og nýlendumál, eru hinir sömu og áður. I fréttatilkynningum frá meginlandinu, þar sem stuðst er við umsagnir fréttaritara í Lundúnum, er komist svo að orði m. a., að hér sé um sam- stillta íhaldsstjórn að ræða, sem eigi meginstyrk í hægri armi íhaldsflokksins og í einni fregn er svo að orði komist, að hér sé ný Edensstjórn við aðra forystu. Bulganin forsætisráðherra Ráðstjórnarríkjanna hefur sent McMillan skeyti og óskað hon- um til hamingju af því tilefni, að hann tekur við stjórnarfor- ystunni. Spárnar reyndust rangar. Spárnar um val ráðherra reyndust flestar rangar. Und- antekning er val Thornycrofts sem verzlunarmálaráðherra, er þykir mjög athyglisverð, þar sem hann er talinn hlynntur (frjálsari viðskiptum og vilja létta skattabyrði almennings. Um Sir Percy White er það tek- ið fram, að hann hafi verið mikill samverkamaður McMill- ans, er hann var að hrinda í framkvæmd hinni frægu áætl- un sinni um 300.000 ný hús, er hann var húsnæðismálaráð- herra. Athygli vekur, að ýmsir ráðherrar, sem búizt var við að fengju mikilvægari- embætti, verða kyrrir í sínum gömlu emb 1 ættum. Head hermálaráðherra á ekki sæti í stjórninni, né Lloyd George og Sir Walter | Moncton, sem fá sæti í lávarða- deildinni, eins og Sir Percy Mil-1 ; ier. — Butler er innsiglisvörður ' og leiðtogi flokksins í neðri mál j stofunni, eins og hann áður var. I Undirtektir. j Þar sem nokkurra klukku- j stunda dráttur varð á því, eftir 1 að tilkynningin um að Elisabet drottning hefði fallist á nafna- i listann, að hann var opinberl. | birtur, eru umsagnir enn af skornu skammti, en í þeim umsögnum, sem um er kunn- ugt, er lögð áherzla á, að hægri öflin í flokknum muni nú í flestu marka stefnu flokks- ins, einkum út á við. Leiðtogi, jafnaðarmanna Gaitskell flutti ræðu um helg- ina vestra, og lagði mikla á- herzlu á, að hann befði sam- starf við Nato og Bandaríkin að leiðarljósi. — Varaleiðtogi flokksins, Griffith ílutti ræðu í Birmingham í gær, og ræddi nauðsyn breyttrar utanríkis- stefnu rikisstjórnarinnar. 104 millj. hjólbarða á s.l. ári. Á síðasta ári framlciddu gúmmíverksmiðjur Bandaríkj- anna 101 milljónir bílahjól- barða. Áætlað cr, að framleiðslan á þessu ári verði 111 milljónir barða, en gúmmínotkun í land- inu er ■ 1,5 millj. lestir. Eru 62% af þessu gerfigúmmí. IHikill áróður tií Arabs. Útvarpsstöðvar Sovétríkj- anna beina fleiri útvarpssend- ingum til annarra ríkja en stöðvar í nokkru ööru landi. Mesta áherzlu leggja kom- múnistar á að leiða Araba í allan sannleika, því að um áramótin jukust útvarpssend- ingar til þeirra um hálfa elleftu klukkustund á viku. Arabar eru sýnilega í náðinni hjá Kremlverjum. Maðurirui innan um br'kahlaðana á myndinni er sagður afkasta- mesti höfundur Bandaríkjanna. Hann hefur ritað 37 bækur, 52 leikrit og 350 smásögur. Hann skrifar einkum um lífið í land- búnaðaihéruðúm vesturríkjanna, en er sjálfur borgarbúi. • TritsKn veitSr Eisenhower lið. Skorar á þing og þjóð að sam- þykkja tillögur hans. Truman fyrrverandi Banda- "íkjaforseti hefur skorað á þjóð þingið að samþykkja tillögur Eisenhowers forseta varðandi aálæg Austurlönd. Segir hann, að í rauninni sé ekki um annað að velja, þótt tiliögurnar hefði þurft að vera víðtækari, en þar fyrir ættu þær að fá fullan stuðning þings og þjcðar. Truman leggur til, að í á- framhaldi af tillögum Eisen- hower verði: 1. Lagt bann á alla hertækja- flutninga Rússa til nálægra Austurlanda. 2. Gæzlulið Sameinuðu þjóð- anna við Súezskurð eflt og haft þar, unz búið er að koma Ber hann sáttaorð milli Breta og Egypta? Malik. utanríkisráðlierra Líbanoiis, lieimsækir Londoii. Malik, utanríkisráðherra Li- ’ banons, er nú staddur í Lund- únum, og er hann fyrsti leið-1 togi . arabiskrar þjóðar, sem j komið hefur til Bretlands, eftir að Bretar og Frakkar hófu að- ge: íj:: slnar 'í Egyptahandí í október. Malik, sem kom við í Kairo og ræddi við Nasser, ræddi einnig við gríska stjórnmála- menn, mun ræða við McMillan forsætisráðherra, áður en hann heldur áfram ferð sinni til New York, en þar mun hann sitja allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna. Malik sagði við fréttamenn, að Nasser hefði tillögur Eisen- howers forseta til athugunar, en mundi ekki láta neitt uppi um afstöðu sína til þeirra, fyrr en hann hefði fengið nánari upplýsijngar og athugað þær betur. Malik kvað svo að orði, að vissulega myndi verða erfitt að ná samkomulagi um vandamál- in, en á vettvangi stjórnmál- anna ætti allt af að miða við það, að friðsamleg lausn gæti fengist, hversu erfið sem málin væru viðfangs. Sir Ivon Kirkpatrick, skrif- stofustjóri i brezka utanríkis- ráðuneytinu, hafði boð inni fyr- ir Malik í gær. Sennilegt er talið, að Malik kunni að bera sættarorð milli Breta og Egæpta. á tryggu framtíðarskiulagi um rekstur Súezskurðar. 3. Þess gætt í hvívetna, að aldrei komi til þess aftur, að neitt verði aðhafst, er fæli bandamenn Bandaríkjanna frá þeim. Áskorun Trumans vekur feikna athygli, ekki sízt þar sem hann og ýmsir leiðtogar demo- krata hafa, auk þess sem þeir hafa gagnrýnt harðlega utan- ríkisstefnu Bandaríkjanna í tið Eisenhowers, einnig talið tillögur hans varhugaverðar, en nú hefur Truman tekið þá afstöðu, að mikill ávinningur sé að þeim, með þeim sé stefnt í rétta átt; Magga Dan hefur Eokið 10.000 m. séglingu. Magga Dan, sem Ienti í mtkl- um hrakningum af völdum ís- reks, er hún nálgaðist ákvörð- unarstað við Weddellsjó á suð- urskautslandinu, hefur að lík- indum komist þangað í gær, að aflokinni 10.000 mílna siglingu frá Lundúnum. ísrek mun ekki hafa tafið skipið seinustu sólarhringa, og nokkuð tafði það för skipsins eftir að hrakningunum í ísnum lauk, að skjóta varð seli, þar sem birgðir kjöts, sem sleða- hundunum voru ætlaðar, voru á þrotum. Magga Dan flutti nýjar birgð ir suður á bóginn, bæði í stað þeirra sem glötuðust á s.l. ári, svo og til leiðangursmanna þeirra, sem ætla þvert yfir meg inlandið um suðurskautið, Svo virðist sem kvensokk- arnir séu alveg að eyðiBeggja taugarnar í Þjóðviljanum. Endurtekur hann á sunnu- daginn fullyrðingar síuar um það, að sokkarn;r hækki ekki i verði. En reiði blaðsins er svo mikil út af hinum óþægi- legu staðreyndum um sokka- verðið, að það ræðst með persónulegum svívirðingum á Björn Ólafsson og sægir að firma hans, Þórður Sveinsson & Co. hf., þurfi að selja gaml ar nylonsokkabirgðir, sem nú eigi að selja með upplogn- um söguburði um verðhækk un ■ sokkanna!! Vesal;ngs kommúnistarnir. Ekki er ein báran stök! Vísir hefur spurst fyrir um það hjá Þ, S. & Co. hversu miklar hirgðir þeir eigi af nylon- eða perlon-sokkunii og fékk það svar, að birgðir firmans af þessum sokkum hafi verið uppseldar fyrir miðjan desember svo ekki Iítur út fyrir að mikið hafi verið óseljanlegt. Þetta illgirnis og heimsku- bragð kommúnistablaðsins á hendur B. Ó. verður því heldur Iítil sönnun um að ekki muni hækka sokkaverð- ið. Kvenþjóðin í Iandinu veit að kommúnistarnir hfa sett mestu nauðsynjavöru henn- ar í hæsta luxustoll og með því móti taka þeir margar milljónir úr vasa íslenzkra kvenna á þessu ári. Meistaraflokks- keppni TBK hafin. Sl. fimmtudag var spiluð fyrsta umferá í sveitakeppni: meistaraflokks, í Tafl- og bridgeklúbbnum. Leikar fóru þannig að sveit Hjalta Elías- sonar vann sveit Daníels Mark- ússonar, sveit Agnars ívars vann sveit Konráðs Gíslason- ar, sveit Zophoníasar Bene- diktssonar vann sveit Ragn- ars Þorsteinssonar, sveit Jóns Magnússonar vann sveit Ólafs Ásmundssonar, sveit Guð- mundar Sigurðssonar og sveit Ingólfs Böðvarssonar gerðu jafntefli. Næsta umferð verður spiluð fimmtudaginn 17. þ. m. Þá hefst einnig einmenningskeppni: fyrir þá, sem ekki eru í meist- araflokkskeppninni. Þátttak- endur í einmenningskeppn- inni eru beðnir að tilkymia sig til Jóns Magnússonar, sími 80213. Spilað verður í Sjó- mannaskólanum.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.