Vísir - 16.01.1957, Blaðsíða 10
10
VÍSIR
Miðvikudaginn 16. janúar ] 957
mmmm
EDISOIM MARSHALL: i ■ ■■■ ■ ■■■
V ■ ■■■ ikimurím '"■■■•
Cr 26
Rhodri elta þá uppi og brenna þá á báli og síðan muni sálir
þeirra brenna í vítiseldi 'um aldir alda. Þeir munu samt taka
þig til fanga, en þeir munu að öllum líkindum fara betur með
þig. Þeir eru ef til vill ekki betri menn en Hasting ,en þeiri
eru hræddari.
— Hasting er ekki hræddur við neinn eða neitt, sagði húm
hugsandi. — Það er dagsatt. !
— Fyrst þú dáist svona mikið að honum hefðiiðu átt að vera
kyr hjá honum.
Hún vék höfðinu við og horfði í augu mér.
— Ef sjóræningjar réðust á okkur mundir þú þá sleppa lif-
andi?
Ég hristi höfuðið.
Augu hennar urðu stór, af því að hún trúði mer. Ég furðaði
mig á því að hún skyldi spyrja, því að staðreyndin var svo aug-
ljós.
— Þú ert hugprúðari en Hasting.
— Nei, það er margt sem ég er hræddur við. Ég er hræddur
við að hljóta lítilsvirðingu guða og manna.
— Hvaða guða?
— Fyrst og fremst Óðins. Ég þagnaði og starði á hana og
hugsaði sem svo að ef til vill voru hermenn Óðins hræddastir
við það að hljóta lítilsvirðingu í augum hins kristna guðs.
— Þetta er hræðilegt stolt. Hefurðu nokkurntíma heyrt
satan nefndan?
— Nei.
— Hann er höfðingi djöflanna. Guð varpaði honum út í
yztu myrkur vegna ofurdrambs. Og hami hrapaði í níu daga
áður en hann hafnaði í Víti.
— Óðinn ferðaðist í níu daga eftir dimmum vegurn og gegn-
um logandi elda áður en hann komst til Heljar til að sækja
rúnirnar.
— Ég held, að Óðinn og Satan séu einn og sami höfðingi
djöflanna. Ef þú áttaðir þig á því, mundirðu gerast kristinn, er
ekki svo?
— Þú lítilsvirðir mig með því að spyrja að þessu. Ég ætti
að slá þig á munninn.
— Af hverju gerirðu það þá ekki. Ég gæti ekki borið hönd
fyrir höfuð m’ér.
— Ég gæti það ekki. Jafnvel við minnsta snoppung mundi
blæða úr þér. Hefurðu heyrt getið um leirkerið fagra, sem
Hlöðver konungur komst yfir í Soissons?
— Nei.
— Það var fallegasta leirkerið, sem hann hafði nokkurn-
tíma séð. En svo bar til að einn af foringjum hans missti það
og braut það. Hlöðver braut síðan höfuð hans með stríðs-
öxi sinni. — Ég geri það sama við höfuð þitt og þú gerðir við
kerið mitt, sagði hann. Ef ég slæi þig, yrði ég að skera af mér
höndina.
— Hvað áttu við, Ogier? spurði hún, eftir langa þögn.
— Ég á við það að ég elska þig.
— Ungir aðalsmenn í höll föður míns hafa biðlað til mín
Og sagst elska mig — en þeir voru ekkert líkir þér....
— Nei, þeir voru aðalsmenn, en ekki þrælar.
— Þeir voru riddaralegir, satt er það, en ást þeirra var ekki
svona tryllt.
— Þeim hafði ekki verið varpað fyrir máfana, þegar þeir voru
litlir og fyrir krabbana, áður en þeir voru orðnir fullvaxnir.
Þeir hefðu ekki þorað að drepa Ragnar og mikilhæfasta son
hans.
— En þú lofaðir mér því að fara með mig aftur til unnusta
míns. —
— Ef ég lifi svo lengi.
— Þú hefur ef til vill ekki sagt það beinum orðum — en
þú gafst mér von — um að ég yrði enn þá hæf til að verða
konungsbrúður.
— Áttu við, hvort ég ætti að taka þig á sama hátt og Ragnar
tók móður Aella?
— Heilaga guðsmóðir! Ef Ragnar skyldi nú vera faðir
Aella. —
— Aella var fæddur áður en það skeði.
— Ó, guði sé lof! Hún leit til himins þakklátum augum. Því
næst hvarf gleðisvipurinn aftur af ásjónu hennar og áhyggju-
svipur færðist yfir andlitið.
— Þú segist elska mig, Ogier, og ég trúi þér. Þú hættir lífi
þínu fyrir mig og ég veit ekki, hvernig þú átt að geta komizt
til baka — og ég vil ekki að þú segir mér það nú. Og ást þín,'
fyllir mig fögnuði, jafnvel þótt þú sért þýborinn — ef ást þín
er andleg, en ekki holdleg. Og ég bið Ogier — og ég bið þess
alla dýrlinga — að ást þín haldi áfrarn að vera andleg, en
veki ekki holdlegar girndir.
— Það er ekki hægt að bera vatn í hripi.
— Ég veit ekki, hvað þú átt við.
— Það er of seint að byrgja brunninn, þegar barnið er
dottið ofan í. Um leið og ég sá þig fyrst elskaði ég þig af sterkri
ástríðu. Þig hefur aldrei getað dreymt um aðra eins ástríðu. Ef
hinir kristnu aðalsmenn hefðu elskað af annarri eins ástriðu
hefðu þeir brunnið upp til agna. Ástríðan skekur mig eins og
fellibylur skip.
— En þetta er glæpsamleg ástæða, þar sem ég er kristin
prinsessa, heitbundin öðrum manni, og þú tilbiður framandi
guði, hrópaði Morgana og augu hennar fylltust tárum. Treyst-
irðu þér til að ráða við þessa voldugu ástríðu, Ogier?
— Ég er herra þessarar ástríður, en ekki þræll hennar, sagði
ég. — Ég braut af mér klafa þrælsins og varpaði honum í hafið.
4.
Ég hafði löngu komizt að því, að Leikfang Óðins var hrað-
skreiðara en dreki fyrir fullum seglum í æsibyr.
Á þriðja degi eltingarleiksins, þegar öll hin smærri skip
Hastings voru snúin við og ekki voru önnur eftir en stærri
skipin, hvessti rétt fyrir sólarupprás. Við lágum í logni, en
fylgdumst með leitarskipunum. Þrjú skip snéru við, en þau
þrjú, sem eftir voru, héldu áfram leitinni.
Við biðum þangað til fremsta skipið átti eftir tæpa sjómílu
til okkar þá reistum við upp seglutréð og settum upp segl.
Vindurinn þandi út seglinn og við sigldum út og fjandmenn-
irnir sáu okkur ljóslega. Sjómennirnir æptu svo að við heyrð-
um greinilega til þeirra. Ég vissi, að höfðingi þeirra stóð þögull
í lyftingu.
Það fór, eins og ég hafði gert ráð fyrir. Það fremur dró
sundur með okkur en saman. Þótt svo væri, iðraðist ég þess, að
ég skyldi hafa lagt út í þennan flótta. Því að ef Óðinn yrði þreytt
ur á þessu, þurfti hann ekki annað en að hætta að draga andann
og þá mundi enginn vindur koma í segl okkar.
Allt í einu var þögnin rofin.
— Hasting! Hasting
— Hér er ég.
— Ertu fyrir austan eða vestan mig?
— Þú ert heimskingi! Ég er beint á móti þér. Og ég heyrði
margradda hlátur.
— Eru allir orðnir viltir? hrópaði einhver.
— Já, og jafnvel Óðinn, sá eineygi þrjótur.
— Hefur vindáttin breytzt?
— Nei, en flóðið hefur breyzt.
A
kú'éld$$ku\nhi
Þegar kvikmyndaleikkonar*
Ellen Glays, sem áður hafði
verið gift Hallsend bankastjóra
(er síðar varð gjaldþrota) tók:
þátt í hófi í Waldorf Astoria,
var það Hallsend^ fyrrverandi
eiginmaður hennar, sem þjón-
aði henni við borðið. Eftir að>
hann varð gjaldþrota fekki
hann stöðu sem þjónn í Wal-
dorf Astoria. (
í smábæ einum í Westfalen I
Þýzkalandi framdi þjófur inn-
brot í gistihús um nótt með því
að skríða inn um glugga. Það
fyrsta sem fyrir honum varðl
i var askja með dýrindis skart-
gripum er lá þar á náttborði.
i Hann lét öskjuna vera kyrra á
i borðinu, meðan hann leitaði
eftir fleira verðmæti og tók að
fást við skáp inni í herberginu.
i Við það myndaðist nokkurí
hávaði svo að gestgjafinn vakn-
| aði og þjófurinn varð að hypja
, sig sömu leið og hann kom og
I fór slyppur. Gestgjafinn varð
of seinn til þess að grípa þjóf-
inn en til þess að ná sér með
einhverju móti niðri á honum
kastaði hann á eftir honum því
fyrsta sem fyrir hendi varð, en'
það var askjan með skartgrip-
unum. Allshugar feginn hirti
þjófurinn skartgripina upp af
igötunni og hvarf að svo búnu
út í myrkrið. j*í
* a
Kvikmyndafélag í Holly-
wood auglýsti viku eftir viku
eftir leikara eða leikaraefni,
sem hæfði í hlutverk hrollvekj-
andi glæpamanns. Lengi vél
fekkst epginn, sem var nógu
,,hrollvekjandi“, en þó kom þar,
að maður bauð sig fram sem
þótti henta í hlutverkið. Vikui
seinna var hann horfinn fyrir
fullt og allt — og líka peninga-
veski leikstjórans.
★
Við hjónavígslu í Blackburn
í Englandi, þar sem brúðgum-
inn var 82ja ára gamall og brúð-
urin 74ra ára, skeði það, að
brúðguminn þurfti að yfirgefa
brúðurina strax við altarið.
Ástæðan var sú, að hann var
organleikari kirkjunnar og
varð að leika brúðkaupssálm-
inn í sínu eigin brúðkaupi.
★ I
— TARZAN — 2267
Allir mennirnir voru nú kallaðir mun ofsi Tantors verða honum að sléttuna og gröfum þar stóra djúpa að láta veiða sig í eitthvað þvílíkt,
£ einn stað og apamaðurinn skýrði falli og færa okkur sigur, sagði hann. gryfju. sagði Hemu. Tarzan brosti og sagði,
þeim frá ráðagerð sinni. í þetta sinn Komið, við förum nú út á stóru En, höfðingi, hann er of vitur til ekki það sem ég hef huga. , j