Vísir - 16.01.1957, Blaðsíða 6

Vísir - 16.01.1957, Blaðsíða 6
-ÍL vtsm Miðvikudaginn 15. janúar 1957 DAGBLAÐ I Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. ¦T ; Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Aigreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur) Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. „Sjáífstæð afstala." Þjóðviljinn gétur verið næsta fyndinn stundum, en þó er ] slíkt ekki gert með vilja. í | gær var hann til dæmis að karpa við Tímann í sam- ] bandi við það, að Tíminn ] haíi birt einhveija grein úr ] Land og Folk, aðalblaði danskra kcmmúnista. Segir Þjóðviljinn í því sambandi, ] að hann og íslenzkir „sós- ', íalistar" hafi fengið lof fyrir það erlendis — meCal ann- ] ars hjá ýmsum dönskum j kommúnistum — hversu 1 sjálfstæða afstöðu þeir tækju ' til ýmissa mikilvægra mála, svo sem atburðanna í Ung- verjalandi. Nægir Þjóðvilj- anum ekki minna en að nefna það, að erlendum sós- j íalistum sé „einmitt stuðn- ] ingur að hinni sjálfstæðu af- ] stöðu Sósíalistaflokksins og 1 Þjóðviljans í alþjóðamálum yfirleitt". Verður ekki ann- ' að sagt en að Þjóðviljinn j heíur sjaldan hætt sjálfan sig eins rækilega og í þess- um orðum. Það er ekki öldungis víst, að ís.lenzkur alménningur fáist til að leggja trúnað á það, að ..íslenzkir sósíalistar" sé 1 sjálfstæðir í afstöðu sinni til albióðamála. Að minnsta kosti verður Þjóðviljinn að telia upp einhver dæmi, ' máli sínu til sönnunar, því ' að hmg-að til hafa menn ekki orð:ð þess varir, að „sjálf- stæði" hans eða kommún- is+a yfirleitt gagnvart Moskvu og húsbændunum kæmi sérstaklega fram op- inberlega, enda þótt nú þyki þörf á að láta annað í veðri vaka. Dánargjöf - og gamlar minriingar. Afstaða kommúnista hér hefur verið spegilmynd af afstöðu forsþrakkanna í Moskvu. Svo mikið hefur „sjálfstæð- , ið" verið, að með því að líta í Þjóðviljann hafa menn fengið upplýsingar um ailt, sem mennirnir í Kreml vilja fá heiminn til að trúa. Að- | eins einu sinni haf a komm- ] únistar hér orðið svo hrædd- ir vlð almenninETsálitið hér, i að þeir hafa ekki annað en þorað að gjamma dálítið að húsbænum sínum. Það var þegar innrásin var gerð í Ungverjalandi, og saklaus- i ir borgarar, karlar, og kon- t ur og börn, brytjaðir niður af fádæma grimmd. Þá þorðu kommúnistar ekki annað en að taka undir, þó þvernauðugir, en það var þeim til dálítils hugarléttis, að um leið var hægt að for- j dæma ofbeldisárás Breta og Frakka á Egyptalandi, þótt eftirleikurinn hafi ekki orð- ið hinn sami, og kommún- istum sízt til sóma. Þetta er aðeins eitt dæmi um „sjálfstæða afstöðu" komm- únista hér á Jandi. Fleiri mætti vafalaust telja, en það skal látið Þjóðviljanum eftir. Hann liggur vafalaust ekki á liði sínu. Hann skýr- ir sjálfsagt frá fleiri dæm- um um þessa „sjálfstæðu af- stöðu" og baráttu, sem gera öðrum flokkum, kommún- istaflokkum annara landa, kleift að standa einnig á eigin fótum. Það verður á- reiðanlega fróðlegur lestur, þegar Þjóðviljinn byrjar þá manndómssögu. Skömmu fyrir nýliðin jól barst Elliheimilinu Grund 5000 kr. dánargjöf úr dánar- búi þeirra starfssystra Hólm- fríðar Rósenkranz og Þórunnar Finnsdóttur, sem allir rosknir Reykvíkingar kannast við — frá Uppsölum. Grund fær fáar dánargjafir, þótt fjölmargir hafi þaðan farið „alfarnir", en því þakklátari erum vér þeim, sem kveðja heimilið á þann veg. Man ég þá sérstaklega eftir einni dánargjöf fyrir longu síðan, sem korri sér harla vel til að bæta úr skuldabasli, sem þá var erfitt. „Baslið" er horf- ið nú, sem betur íer, en þakk- læt vort fyrir þakkargjafir er óbrej'tt. Satt bezt að segja hnykkti mér við, er ég hitti Hólmfríði Rósenkranz nýkomna, heilsu- vana að Grund. Ólafur Rósen- kranz, faðir hennar, var kenn- ari minn i Latinuskólanum og Jón heitinn bróðir hennar var þá 4 ár skólabróoir minn og góður vinur, einkum síðustu æviár sín, er hann tók að sér, stórfatlaður, að annast mjólk- urgjafir Samverjans, þegar öll tómstundavinna Samverja- nefndarinnar fór í að koma Elliheimilinu af stað. Þau árin j átti eg iðulega erindi til Jóns heitins Rósenkranz, er bjó að, Uppsölum hjá systur sinni, og var mér því veikunnugt um fráberan dugnað Hólmfríðar og. Þórunnar. Datt mér sízt í hug, að ég væri um þær mundir að koma af stað heimili, sem yrði, síðasti dvalarstaður Hólmfríð- ar. — Svipað gæti ég raunar sagt nú um æðimarga aðra sem voru heilsugóðir dugnaðarmenn fyrir 30 til 35 árum, en séinna komu harla lasburða að Grund. „Ég bjóst ekki við því held- nn vlð hneíaie'Jtum. Jiaá Eins og almenningi er kunnugt hefur alþingi bannað iðkun og þjálfun hnefaleika hér á landi, og er það lofsvert. Hnefaleikar geta engan veginn talizt íþrótt, enda l þótt þeim hafi endur fyrir I löngu verið gefið nafnið ,,hin göfuga sjálfsvarnarlist" ] eða eitthvað því líkt. Þótt j barizt sé eftir einhverjum reglum innan „hringsins", 'i þá gengur undirstaða „íþróttarinnar" í berhögg við allt það, sem menn hafa hingað til talið tilgang lík- amsræktar og íþróttaiðkana. Það er gleðilegt fyrir íslend- inga, að löggjafarsamkunda þeirra, hin elzta í heimi, | skuli hafa gengið á undan í þe^sum efnum. Er ekki ó- sennilegt, að fleiri fylgi á eftir, þótt bað verði kannske ekki sérstaklega vegna for- dæmis íslendinga, heldur vegna þess, að mönnum mun verða æ ljósara eftir því sem hnefaleikar eru stundaðir af meira kappi, að þeir eru villimannalegir og rudda- legir. Að minnsta kosti er svo komið í Noregi, að talið er líklegt, að „íþróttin" verði einnig bönnuð þar. Mun þó vera við ramman reip- að draga þar eins og víðar, og hlálegast er, að margir íþróttafrömuðir skuli berj- ast gegn því, að tákn villi- mennskunnar verði útlægt gert úr ífróttasöluaum. Aiþjóda sáldþrykks- sýnrng í Miinchen. I vetur efna Samband starf- andi listamanna í Miinchen og fyrirtækið Gebr. Messer- schmitt G. m. b. H. í Miinchen til albjóðlegrar sáldþrykksj'm- ingar bar í borg. Sýningin stendur yfir frá 9. febrúar n. k. til 6. marz og verður til húsa í sýningarsöl-1 um listamannasambandsins í Maximilianstræti 26 í Múnchen. Tilgangur sýningarinnar er að gefa almenningi kost á að fylgjast með listrænum aðferð- um í sáldþrykki. Það er og ætlunin að jafnhliða hinni al- mennu grafik verði og að ein- I hverju leyti sýnd listræn og sérstaklega velheppnuð sýnis- horn sáldþrykks í hagnýtri grafik svo sem auglýsingalist og listiðnaði. Þessi sýning er ætluð öllum listunnendum, hvar sem þeir I eru í álfunni og þess að vænta að þeir njóti áhrifa frá henni til listræns starfs og þekkingar. Ef einhverjir íslendingar hefðu áhuga fyrir sýningu . þessari eða óskuðu að sækja hana gefur þýzka sendiráðið í Reykjavík allar nánari upp- lýsingar. I ur," segja þeir, og sumir bæta við: Þegar almenningur hér í bæ bjóst við að Elliheimilis- stjórnin mundi fljótlega gef- ast upp eða sligast undir stór- byggingunni frá 1930; að ég og mínir líkar myndum nokk- urn tíma leita þangað, — það var eins Qg hver önnur fjar- stæða á þeir árum.------- Eitthvað í þá átt sögðum við Hólmfríður hvort við annað er við hittumst í fyrsta skipti á Grund. Hún gat tekið alvöru og spaugi og goldið í sömu mynt, þótt heilsan væri farin. Síðasta vetrardag 1955 var hún vel hress, en gat þess samt við vinkonu sína, að ekki myndi hún lifa lengur en fram undir næsta haust. — En morguninn eftir var hún dáin. —• Aldrei sagði hún mér beinlínis hvernig henni félli vistin á Grund, en dánargjöfin sýndi það, — og því var hún kærkomin. Sigurbjörn A. Gíslason. Gengið frá fisksölu til Rússa. í viðskiptasamningi milli ís- lands og Sovétríkjanna, sem undirritaður var í Reykjavík hinn 27. september sl. og gildir fyrir árin 1957—1959 var ráð fyrir þvi gert, að unnt yrði að selja árlega til Sovétríkjanna 32.000 smál. af frystum flökum, eftir nánari samningum þar um. Undanfarið hafa farið fram hér á landi samningaviðræður um sölu á frystum flökum og hinn 11. þ.m. var gengið frá samningum um sölu á fyrr- greindu magni af þorsk- og karfaflökum á árinu 1957. Af hálfu íslands önnuðust samningana Davíð Ólafsson, fiskmálastjóri, Helgi Pétursson, framkvæmdarstjóri og Jón Gunnarsson, framkvæmdar- stjóri en af hálfu matvælainn- kaupastofnunar Sovétríkjanna, Prodintorg A. G. Shchelokov verzlunarfulltrúi við sendiráð Sovétríkjanna í Reykjavík og N. Tretjukhin aðstoðarverzlun- arfulltrúi. (Fréttatilkynning frá Sjáv- arútvegsmálaráðuneytinu). „Ferðin til tunglsins" hefur verið sýnd sem barnaleikrit nú um skeið og ávallt verið húsfyll- ir, svo gcra má ráð fyrir að enn vcrðí það sýnt um sinn til gam- ¦ans börnum og uiiglingum. Þó var þetia sama Icikrit sýnt fyrir skömniu og varð þá strax ýin- sælt hjá börnunum, svo færri komust víst að en vildu. — Það er auðvitað ágætt að börnum skuli gefinn kostur á að sjú leik- rit við þcirra hæfi, og rétt er að Þjóðleikhúsið hafi þar forgöngu. Hitt er svo annað mál, aS það verður að stilla verSi aSgöngu- mi&a dálítið í hóf við slík tæki- færi. / Niðursett verð. ÞaS cru auðvitaS margir, sem vel hafa efni á þvi aS láta börnin sin sjá lcikrit, enda þótt miða- verðiS sé hiS sama og fyrir full- orðna, eins og þaS er á þetta vin- sæla leikrit. En hætt er líka við aS mörg börn verði út undan, vegna þess eins, að foreldrarnir telja sig ekki geta keypt miSa hánd-a stórúm barnahóp á þessu verðí. Það er ekki aS efa, að barnaleikrit, sem vel er úr garoi gert er litlu kostnaSarminna en venjulegt leikrit, en þaS væri kvinnske hægt að selja inn á sýn- ingar mcð niðursettu verði í lok- in til þess að gefa þeim efna- minni kost á þvi að fara með börnin sín. Hér kemur líka til grcin-a, að stofnkostnaSur ætti aS vera lítill, þar sem leikritið lief- ur vcrið sýnt áSur og alls konar búnaður var þegar til. Leikritið er orSiS svo vinsælt, aS börnin spyrja hvort annaS, hvort þau hafi fengiS að fara og getur þá hver maSur skilið aS sárt er það fyrir þau, sem ekki fá aS fara vegna xess hve dýrt það er. Skólasýningar. Það mætti lika kannskc hafa nokkrar sérstakar skólasýningar með vægu verði og á þann hátt gefa mörgum kost á aS sjá leik- inn, sem annars myndu ekki fara. Bergmál gerir þetta aSeins að tillögu sinni, en vonast til «S hún iverSi tckin til vinsamlegrar at- hugunar af ráðamönnum. Aðsókn in aS barnaleikriti þessu hefur verið með afbrigðum góS, og hvaS cflir -annaS veriS uppselt á sýn- ingar fyrir sýningardag, svo aug- Ijóst er að þaS fellur í smekk barnanna, og sjálfsagt er þaS ó- líkt betra fyrir börn aS fá að njóta þeirrar skemmtunar en t. d. sumra mynda kvikmyndahús- anna. — kr. Fuglamyndir sýndar á kvöldvöku F.L Ferðafélag Islands efnir til fyrstu kvöldvöku sinnar á "þessu ári annað kvöld (fimmtudag) í Sjálfstæðishúsinu. Sýndar verða lit-skugga- myndir af islenzkum fuglum, sem Björn Björnsson, kaupmað- ur frá Norðfirði, hefir tekið, en hann er brautryðjandi inn- lendra manna um fuglamynda- tökur og hefir náð í því efni einstæðum árangri. Ferðafélag íslands gaf fyrir mörgum árum út sérstaka ár- bók um íslenzka fugla, sem Magnús Björnsson náttúru- fræðingur skráði. Hún varð mjög vinsæl og gekk skjótt til þurrðar. Nú gefst félögum Ferðafélagsins tækifæri til að endurnýja kynni sín af fugl- unum og horfa á hinar gull- * Fregn frá A.-Berlín hennir, að Nasser muni bráðl. senda viðskiptanefnd til Tékkó- slóvakíu, til þcss að semja um kaup á nieiri vopnum, m. a. skriðdrekum og vara- hlutum. 500 egypzkir liðs- foringjar eru væntanlegir til Tékkóslóvakíu til þjálfunar í meðferð ýmissa hergagna. fallegu myndir Björns, sem allar eru teknar í litum. Dr. Finnur Guðmundsson fuglafræðingur talar með mynd unum og skýrir þær en hann er fróðastur allra núlifandi manna um íslenzka fugla. Myndagetraun verður á kvöldvöku þessari og tvenn verðlaun veitt. Dansað verður til kl. 1. Aðgöngumiðar eru seldir í bókaverzlunum Sigfúsar Ey- mundssonar og fsafoldar. ¦

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.