Vísir - 16.01.1957, Blaðsíða 3

Vísir - 16.01.1957, Blaðsíða 3
Jftiðvikudaginn 16. janúar 1957 VÍSIK 9 ♦ Hollusta og heilbFÍgði ♦ 19 „Kínsey#/ - skýrslur eru ébirtar enn. Ein fjaliar nm fóstureyllingsr i Bandarrkjunum. Skifrsísag'gtns' hcai'sa eehrsi' ú íiicj ataaa kynferöisaatúl. Alfred Kinsey er látinn_ en störfum hans verður haldið á- fram. Það eru samstarfsmenn hans við háskólann í Indiana, sem halda rannsóknunum áfram. Alls eru 19 „Kinseyskýrslur“ óbirtar og að minnsta kosti þrjár þeirra munu koma fyrir almenningssjónir innan skamms. Eins og kunnugt er, hafði Kinsey stofnað athug- unarstöð fyrir kynlífsrannsókn- ir í Bloomington og hafa bæk- ur hans, þar sem athuganir hans eru birtar, vakið mikið umtal Dr. Abraham Stone og dr. Robert Laidlaw staðfesta það, að starfi Kinsey verði haldið á- fram og eru það tveir nánir starfsmenn hins látna_ Pome- roy og Gebhart að nafni, sem stjórna rannsóknunum. Fjöldi fóstureyðinga. Ein skýrsla Kinseys, sem enn hefur ekki verið birt, hefur að geyma upplýsingar um fóstur- eyðingar í Bandaríkjunum. Samkvæmt henni eru fóstur- eyðingar mjög tíðar í Banda- ríkjunum eða jafnvel helmingi fleiri en í Svíþjóð. Mun um sjötta hver barnshafandi kona í Bandaríkjunum láta eyða fóstrinu, en það þýðir að um 800 þúsund fóstureyðingar eigi sér stað þar. Eins og annárs- staðar eru flestar fóstureyðing- ar í Bandaríkjunum ólöglegar. Flestar fóstureyðingar eru framkvæmdar á giftum konum og við hin verstu skilyrði svo að konunni stafar mikil hætta af. Þetta á sér stað í öllum stétt- um og er ekki hægt að sjá að hér valdi um fátækt eða erfiðar ástæður frekar en það, að kon- urnar vilja ekki leggja það á sig að ala börnin upp. Lauslæti refsivert. í hinum ýmsu fylkjum Banda ríkjanna eru hegningar fyrir lauslæti mjög mismunandi og ef allsstaðar væri beitt hinum ströngustu ákvæðum, mundi annar hver kvæntur maður lenda í fangelsi einhverntíma á ævinni. Sumsstaðar eru refs- ingar fyrir lauslæti aðeins sekt eða nokkurra daga fangelsisvist, en annarsstaðar allt að tíu ára fange>si eða dauðarefsing fyrir stórt brot. Skýrslur Kinseys hafa haft nokkur áhrif á lagasetningar um kynferðisglæpi og yfirleitt í þá átt, að milda refsingar, þar sem þær voru ósanngjarnar. Kinsey hefur barist fyrir því að samræma lagaákvæðin í hin- um'ýmsu fylkjum og að breytt sé hegningarákvæðum þann- ig að refsingar fyrir svívirði- lega kynferðisglæpi svo sem nauðganir, mök við börn og unglinga og önnur þau afbrot, sem svívirðileg eru að almanna- dómi yfirleitt, yrðu þyngdar, en kynferðismök á milli fullorð- inna, sem skoða mætti sem einkamál og ekki væru framin á almannafæri eða méð vitund almennings, væru ekki refsi- verð. Löggjöf á Norðurlöndum. Kinsey ferðaðist um Evrópu nokkru áður en hann lézt og lét svo um mælt, að á Norður- löndunum væru lagasetningar Þær giffast æfið yngri. Bandarískar stúlkur giftast æ yngri, segir í jhagskýrslmn að vestan. Árið 1915 voru aðeins 48% kvenna á aldrinum 20—24 ára giftar, en 1945 var þessi hlut- fallstala komin upp í 59%. Tíu árum síðar — í hitt-eð-fyrra — var giftingahlutfallið komið upp í 71% fyrir þenna aldur. Árið 1945 voru 27% giftra kvnna á aldrinum 20—24 ára, barnlausar, en aðeins 17% ár- ið 1955. um kynferðisafbrot einna sann- gjarnastar og skynsamlegastar. Telur hann Evrópumenn yfir- leitt hafa heilbrigðari skoðanir í þessum málum en Ameríku- menn þar sem ástandið sé allt að því sjúklegt. í skýrslum þeim, sem enn eru óbirtar, er sagt frá um 18000 viðtölum, þar á meðal rann- sóknum á um 3500 mönnum sem dæmdir hafa verið fyirii kynferðisglæpi og viðtölun við þá. Þá eru rannsóknir á eit- urlyfjanotendum og kynferðis lífi þeirra. Skrifstofumenn oftar veikfr en verkamenn. Hagfræðideild ASEA-fyrir tækisins í Vesterás í Svíþjóí hefir rannsakað' tíðleika veik inda Jhjá starfsmönnum sínum Niðurstaðan varð sú, að men: með mánaðarlaun voru mikl oftar veikir og heima við er þeir, sem fengu vikulaun. Hlut- föllin voru þannig fyrir hverja hundrað menn, sem fylgzt var með, að skráðar voru 53 fjar- verur hjá skrifstofumönnum á 2. fjórðungi síðasta árs, en á sama tíma var fjarveruhlutfall starfsmanna verksmiðjanna 25. Fjarvistir skrifstofumanna í 1—3 daga voru 6-falt fleiri en hjá hinum. Þegar komið er fram yfir 3. dag fjarveru, verður munurinn harla lítill — 17 á móti 19. Við samanburð á kynjum kemur í ljós, að fjarvistir skrif- stofukvenna voru 2.5 sinnum fleiri en hjá karlmönnum. Annars voru fjarvistir kvenna yfirleitt lengri en hjá körlum — að jafnaði 8 dagar. Bernsfæðing i flugvél. Á hriðjudaginn fæddist barn í flugvél, sem var í 20,000 feta hæð á leið frá Bandaríkjunum til Hawaii. Flugþernurnar tóku á móti barninu, en nutu aðstoðar læknis í Oakland, er lýsti fyrir þeim í talstöð^ hvernig þær ættu : Barnið vóg 360 grömm. Myndin er af David litla, sem vóg 36® | grömm nýfæddur — en það er ekki kunnugt, að jafnlítið baral i hafi áður lifað nema nokkrar klukkustundir. Myndin er tckiU J af barninu, sem fæddist 3 mánuðum fyrir tímann, fimm dagq| gamall. I Hærri menn fá hærri laun. Því hærri sem menn eru, því líklegri eru þeir til að verða efnaðir, og efnaðir foreldrar eignast hærri börn en fáíækir, Þetta eru niðurstöður ar. med. Flemings Quaades af rannsóknum á nemendum við skóla í Kaupmannahöfn. Voru 1629 fjölskyldur undirstaða rannsóknanna, og var þeim skipt í 5 flokka cftir hæí. Lægsti flokkurinn — undir 165 sm. — hafði 25.000 kp. á 'stekj- ur að jafnaði, næsti, 166—170 sm., liðlega 26.000 kr., sá þriðji. ! 171—175, 27.200 kr„ sá fjórði. i 176—180 sm„ 27.600 og hjá að hegða sér. Gekk fæðingin ágætlega. hæsta flokknum, mönnum yfiri 180 sm„ voru árstekjur að jafn-< aði 28.600. tí Rannsóknin leiddi einnig I Ijós, að karlmenn í Kaup-« mannahöfn velja sér oftast kon- ur, sem eru lægri en þeir A£ ofannefndum 1629 körlum var, aðeins einn lægri en kona hans. Öryggismerksn sjálflýsanái fást í Söluturninum v. Arnarhól UOGmVKG 10 StM! 33S7 SkollaleikuE* stjórnniálæmannsins: EeiAin að „Cre©i*ge Wood 66 slíkum tilfellum tjóaði ekki að leita skjóls í friðhelgi séndi- ráðsins. Stofnun sú sem Dulles veitti forstöðu var annað og meira en fréttaþjónusta. Þetta mátti frekar teljast einskonar rannsóknarstofnun, sem krufði til mergjar hið svokallaða and- lega, pólitíska ástand, sérstak- lega að því er náði til Þýzka- lands. Mayer hafði aldrei heyrt tal- að um „Dr. 0.“, en bað ritarann að láta hann koma inn og tók það fram að hann hefði aðeins tíma í nokkrar mínútur. Skömmu síðar birtist maður Eftir E. P. í dyrunum, sem leit út eins og rússneskur liðsforingi í borgara- legum ldæðum. Hár, maðurj vel rakaður, árið grátt og snögg- klippt, teinréttur. „Dr. 0.“, hvessti stálgrá augun á Mayer, sem beið nú bara eftir Hitlers- kveðjunni. i Hinn ókunni maður kynnti sig sem vin manns nokkurs, sem Mayer hafði kynnst af til-j viljun í Basel fyrir nokkrum! mánuðum. Síðan hélt hann á- j fram: Hann væri þýzkur, hefði fyrir löngu sagt skilið við Hitl- ersklíkuna og hefði nú vega- bréf ríkis eins í Suður-Ame- ríku. „Eg hefi um lengri tíma verið að-leitast við að komast í sam- band við bandamenn,“ sagði hann, „eg trúi á sigur þeirra í I stríðinu og vil gera mitt til að1 flýta fyrir honum. Eg hef þar | einkahagsmuna að gæta. Eg vil sem fyrst geta tekið upp mín friðsamlegu fyrri störf aftur.“ í fyrsta sinn í Bern. Mayer bjóst auðvitað við, að einhverskonar hagnaðarvon hlyti að búa á bak við þetta hjá Þjóðverjanum og spurði af- dráttarlaust um það og bað Dr. O að gefa skýr svör. Dr. O. lagði þá umsvifalaust langt umslag á borðið fyrir i framan Mayer. í umslaginu voru þrjár arkir, vélritaðar. Ut- j anáskriftin var: „Ríkisleyndar- j mál“. Lesmálið var á þýzku og | voru skjölin, þrjú, stíluð.til ut-J anríkisráðherráns, Ribbsntrops, j en undirrituð af von Papen, Abetz og von Neurath. Efnið var annars staðfesting á sim- J skeytum þessara þriggja sendi- j herra til yfirmann þeirra, utan- ríkisráðherrans í Belín, j Abetz sendi frá París tillög- ur ýmissa háttsettra stjórn- málamanna í Vichy og ráðlegg- ingar um hvernig njósnarar gæti komizt yfir Algier og inn! í víglínu' bandamanna í Norð- ur-Afríku. Neurath gaf skýrsl- ur um ástandið í Tékkóslóvakíu og skýrði meðal annars frá þvír að mótspyrnuhreyfingin hefði síður en svo verið brotin á bak aftur þrátt fyrir eyðileggingu þorpsins Lidice og að enn væri ókyrrð mikil í Prag. Papen vakti athygli á ýmsum atburð- um í Ankara og benti á leiði til að snÁ'gla njósnurum inn í Balkanlöndin í gegnum Kon- stantinopel. Ef hér var um ófölsuð sltjöl að ræða, voru þau sannarlega mikilsverð. Mayer spurði gest- inn hvernig skjöl þessi hefði komizt í hans hendur, en lét annars sem hér þætti fátt um finnast. , J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.