Vísir - 23.01.1957, Blaðsíða 9

Vísir - 23.01.1957, Blaðsíða 9
Miðvikudaginn 23. januar 1957. VfSÍR BRIDGEÞÁTTI K ♦ * $ VISIS ^ Vörnin er og verður helzta við- íangsefni góðs spilamanns. í þessum þætti ætla ég að ræða um einn lið í varnarspilamenn- sku, sem allir góðir spilamenn ættu að þekkja þ.e. „Deschapell- es Coup“. Nafnið sem spilatækni þessi hefur hlotið í Birdgebók- menntunum er eflaust mörgum framandi og mun ég því fyrst skilgreina hana í orðum og síðan sýna eitt spiladæmi. „Deschap- elles Coupp“ er spilatækni sem varnarspilarar grípa til, í þeirri von að búa til innkomu fyrir meðspilara sinn, sem þarfnast hennar, vegna þess að hann hef- ur fríslagi á hendi. Tækni þessi felur í sér, að maður spilar út og fómar háspili, í þeirri von að meðspilari hafi háspil í litn- um sem geti orðið innkoma nógu fljótt. Gildi tækni þessarar er mest í grandspili. Eftirfarandi spil kom fyrir í nýafstaðinni keppni 1. flokks Bridgefélags Reykjavikur og vannst það á báðum borðum. Við nánari at- hugun kemur þó í ljós, að ekki er hægt að vinna spilið ef vörnin er spiluð rétt. Sagnir voru: S:1T V:D N:2L A:P S:2G V:P N:3G A-7 G-7-5 8-4-3 Á-D-10-9-7 D-8-6-3 K-8-4-3-2 10 6-3-2 Leitin... Frh. af 4. s. hann mundi eftir sér hafði það háð honum; að hann var lágur vexti, minni en allir jafnaldrar hans. En þessi Ijóður hafði að- eins hvatt hann til enn meiri afreka og hert skapgerð hans og stælt hann. í fyrri heims- istyrjöldinni var hann minnstur allra félaga sinna í herdeildar- fiokknum. Þar sem allir skór, sem til úthlutunar komu, voru of stórir leið ekki á löngu unz fætur hans voru orðnir svo sárir og bólgnir af hlaupunum og gönguæfingunum, að drep komst í annan fótinn og var talið lífsnauðsyn, að tekinn yrði af honum fóturinn. En Wood lét sér ekki segjast við aðvaranir læknanna og neitaði því afdráttarlaust að fóturinn væri tekinn af honum og svo sannarlega heppnaðist tiltækið og sárin á fætinum .greru og hann hélt fætinum. Varkárnin var bezta vörnin. Gestapó skemmti sér meðal annars við það að ráðast inn á heimili manna að næturþeli og gera þar húsrannsóknir. Þá var það siður þeirra við slíkt tæki- | færi, að rjúfa fyrst rafmagns-! strauminn á húslögninni og! berja síðan að dyrum á íbúð- inni hrópandi: „Opnið! Opnið! Hér er komin leynilögregl- an!“ Um leíð ög opnað var, var rafstrauminum hleypt á aftur, en þá var of seint fyrir heim- ilisfólkið að fela það sem fela þurfti eða að skrúfa fyrir við- tækið, sem ef til vill var stillt á brezka útvarpið. En Wood var við öllu slíku búinn og hafði alltaf gengið frá öllum örygg- isráðstöfunum áður en hann fór að hátta. Þá hafði hann líka allt af vasaljós við höndina. Kvöldið áður en hann ætlaði Vestur spilaði út hjartaþrist. Fimmið var látið úr blindum og austur lét tíuna, sem var látin halda slagnum. Suður drap í næsta umgang. Ef hann hefði gefið aftur verður vestur að drepa með kóngnum og spila meira hjarta. Einnig gæti hann spilað spaða og tapast sögnin þá. Suður svínar nú laufinu og austur tók slaginn með gosan- um. Nú verður austur að not- færa sér Deschapelles Coup, ef hann ætlar ekki að bana spilnu. Hann spilar því spaðakóng, vit- andi það, ef meðspilari hefur ekki spaðadrottningu, þá vinnst spilið alltaf, þar sem mjög ósennilegt er, að vestur eigi inn- komu á tigul. Það er auðséð, að tilgangslaust er fyrir suður að gefa, þar sem vestur hlýtur að fá innkomu á spaðadrottninguna að lokum. Að minnsta kosti fær suður ekki nema 5 tigulslagi og einn á hvern hinna litanna. ♦ Nýlega er, lokið heimsmeistara-: keppninni í Bridge og urðu úr- slit þau að Italir þrælburstuðu! Bandaríkjamenn. Höfðu þein rúm tíu þúsund yfir og er það mjög glæsilegur árangur. Höfðu þeir yfirhöndina alla keppnina og unnu létt. Nánari fregnir af þessum stórviðburði Bridgeheim- sins hafa mér ekki borist ennþá en ég hef gert ráðstafanir til þess að fá spilin úr keppninni send og vona ég að ekki verði langt að biða þar til ég get sýnt spil frá þessari merku keppni hér í þættinum. ávexti eins og víriber, perur, epli, plómur og ferskjur. Ræð ég þetta af því sem ég hef séð erlendis í þessum efnum, en að sjálfsögðu vantar hér raunhæfar tilraunir. — Af þeim nýjungum sem komið hafa fram upp á síðkastið hér á landi, má nefna fersíuna, gerberu og ljórismunna og fleiri blómategundir eins og ýmsar pottaplöntur o.fl. ■ Ræktið þið þessar tegundir hér við stöðina? Nei, ræktunin hér er mjög einhæf og gerir það okkur að sjálfsögðu erfiðara um vik vrið kennsluna. • í blaðinu „Practitioner“, sem er keypt af 24.000 læknum í Bretlandi, er harðlega gagnrýndur hinn ónauðsynlega hávaðasami hraði akstur þeirra, sem aka sjúkrabifreiðum. Aksturinn valdi umferðarhættu og hafi ill áhrif á sjúklinga, og í fæstum tilfellum skipti það máli, hvort sjúklingur- inn komist fáum mínútum fyrr en ella < sjúkrahús. Hveragerði... Frah. af 4. síðu: Bananarækt á ekki rétt á sér. Mér skilst á þér að um mildar framfarir sé ekki að rasða . í gróðurhúsaræktinni hér á landi, en eru þó ekki einhverjar ný-1 ungar á döfinni. Ég sá t.d. all- margar bananaplöntur hér úti | í húsi áðan, hvernig gengur með bananaræktina ? Bananaræktun hér á landi á engan rétt á sér, ég held að! full reynsla sé fengin fyrir þvi nema þá helzt ferðamönnum til; augnayndis, eins og kaffibauna-l tréð hér í einu húsinu. Aftur’ á móti hef ég trú á þvi að ] ýmsar aðrar ávaxtategundir megi rækta hér með viðuandi árangri, ef rétt er á haldið, „Jólasalatið“. En hvað um nýjungar á mat- jurtasviðinu? Þar er ekki um auðugan garð að gresja, því litið nýtt kemur fram, þó er þörfin vissulega mikil og við þekkjum lítið eða ekkert ýmsar matjurtir sem hér eiga fyllsta rétt á sér. Vil ég í því sambandi nefna sykur- maísinn og svo sveppana, sem Ingimar í, Fagrahvammi ræktar með ágætum árangri. Þá er ekki síður ástæða til að nefna jóla-; salatið, svokallaða, sem er mjög' veigamikill liður I „daglegu brauði“ Evrópuþjóðanna að vetr-! inum og líklega er mjög vel fallið til ræktunar á ísl. garð- yrkjustöðum. Þá má nefna sænska asparges-kálið sem ryð- ur sér nú til rúms á Norður- löndum og fleira mætti upp telja sem nauðsynlegt er að gerðar séu tilraunir með í íslenzkri mold og ísl. gróðurhúsum, Og svo er alltof lítið ræktað hér af grænkáli, einhverri C-fjörefna ríkasta grænmetinu, en það er önnur saga, segir Óli Valur Hansson að lokum. Er ríkið að keppa við garðyrkj ubændur ? Þessari spurningu varpa garð- yrkjubændurnir í Hveragerði fram og gefa nýbyggingunum á Reykjum hornauga. Og er þessi mál ber á góma við nokkra þeirra kemur í Ijós að þeir vildu gjarnan eiga nokkra aðild að þessari skólastofnun og garð- yrkjustöðinni, sem rekin er þar efra. I þvi sambandi segja þeir -------------—f--- mér að skv. lögunum við skól- ann eigi að starfa skólanefnd við hann. Þessu ákvæði hafi hingað til ekki verið fram fylgt, en að undanförnu munu samtök garð- yrkjubænda hafa unnið að því við stjórnarvöld landsins að skólanefndin yrði stofnsett og standa vonir til að svo verði í náinni framtíð. Gefur það auga leið að slík skólanefnd, skipuð af garðyrkjubændum ætti ein- mitt að geta stuðlað að æskilegri og nauðsynlegri samvinnu skól- ans og garðyrkjunnar í landinu. í þessu sambandi ræða garð- yrkjumennirnir í Hveragerði um það að allt of mikið fé hafi verið veitt í þvi skyni að framkvæmd- ar hefðu verið garðyrkjutilraun- ir við skólann, en lítill sem eng- inn árangur sé sjáaniegur, ekki um neinar tilraunir að ræða. Þá berst talið að nýja gróður- húsinu. Verður þá einum garð- yrkjubóndanum að orði, að ef svo ólíklega færi að ræktun tak- ist þar einhverntíma með góðum árangri þá geti þetta haft af- drifaríkar afleiðingar fyrir fjölda garðyrkjubænda í landinu og hann bætir við: „Er riokkur meining í því að ríkið sé að keppa við okkur og leggjá fram stórfé í því augnamiði að koma okkur á kné?“ Hverju svarar „ríkið“ til? Annar garðyrkjuböndi kemur með þá ágætu hugmynd að ! þessu húsi (sem liklega muni þó reynast lélegt til ræktunar og þurfi garoyrkjubændur litlu að kvíða hvað keppinaut snertir), megi þó alltént rækta nokkurn hluta þeirra blórnlauka sem nu eru fluttir inn frá Hollandi fyrir mikið fé og verðmætan gjald- eyri. Það . er oft rætt <m það að styrkja þurfi nýja atvinnuvegi á Gndi voz'u, renna fleiri stoðum undir atvinnulíf þjóðarinnar. 1 sambandi við jarðyrkjuna mun það álit garðyrkjubænda að ekki sé nóg að styrkja þann at- vinnuveg með beinum og óbein- um fjárframlögum, heldur sé það sem máli skiptir að sá styrkur komi að fullum notum, svo maður tali nú ekki um þann möguleika að slík fjárframlög séu sett garðyrkjunni til höfuðs. Ævintvr H. C. Aodersen ♦ Litli Kláus og Stóri Kláus. Nr. 8. Þegar Litli Kláus var kominn heim af tur með alla; þessa peninga, sendi hann strákinn yfir til Stóra Kláusar til þess að fá lánaðj skeffumálið aftur. ,,Hvað er þetta,“ sagði Stórii Kláus. ,,Var eg ekki búinn| að drepa hann?“ Og svo fór hann með skeffumálið til Litla Kláusar. „Það var hún amma mín, en ekki ég, sem þú drapst,“ sagði Litli Kláus. „Nú er eg búinn að selja hana og fékk fyrir hana heila skeffu af pen- ingum.“ „Það var sannar- lega vel borgað,“ sagði Stóri Kláus, sem flýtti sér nú heim eins og hann gat, náði í öxi og drap ömmu sína, kom henni fyrir í vagninum, ók síðan til borgarinnar til lyísalans og spurði, hvort hann vildi kaupa dauðan kvenmann. „Hvar hafið þér fengið hana?“ spurði lyfsalinn. „Þetta er hún amma mín, ég drap hana sjálfur til þess að fá fyrir hana heila skeffu af pemngum.“ „Guð hjálpi okkur!“ hrópaði lyfsálinn skelfingu lostinn. 1 „Þér segið þetta verra en það er. Segið ekki neitt slíkt, því annars kunnið í þér að týna lífinu.“ — Og nú sagði lyfsalinn honum hversu voðalegt athæfi hann hafði framið, og hversu vondur maður Stóri Kláus var. Stóri Kláus varð þá svo hræddur að hann stökk upp í vagninn, sló í hestana og ók heim eins hratt og hestarnir gátu hlaupið og lyfsalinn og fólkið hélt að Stóri Kláus vjæri vitlaus og lét hann fara hvert sem hann vildn Framh.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.