Vísir - 04.02.1957, Blaðsíða 4

Vísir - 04.02.1957, Blaðsíða 4
4 VÍÖIR Mánudaginn 4. febrúar 1957 Jósef Vissarionovisj Stalín, hálofaður alla sína daga af Ijísovét-blaðamönnum og stjórn- f málaskörungum sem hinn „vitri ' kennari og faðir“, „ástvinur alls mannkyns" hefir nú fáum ár- ' um eftir andlát sitt allt í einu orðið að „erkiklaufa og morð- ingja“. — „Von og ljós og sam- vizka veraldar", sem hundruð- um milljóna hefir verið kennt að virða, dá og heiðra sem „hinn dýrlegasta allra, sem í þennan heim eru bornir með hreinu hjarta“, hefir skyndilega verið afheiðraður og fordæmdur af fyrrverandi félögum sínum og starfsbræðrum, sem nú telja hann hafa verið hégómlega, fá- fróða bleyðu, tortrygginn og grimmdarsegg, skapstyggan harðstjóra, kolbrjálað fúlmenni og óhemju. Tiltölulega fáum utan Rúss- iands hefir verið fullkunnugt um það, live hátt Stalín var hossað og hafinn upp til guðdómlegra hæða af hinum sömu meðseku glæpabræðrum sínum, sem und- anfarið haía rifið hann í sig og íordæmt hann niður fyrir allar hellur. Goðsagan um Stalín var spunnin úr þeim óhreina lopa blygðunarlauss skriðdýrsháttar, sem aðeins getur sprottið og blómgast i niðamyrkri einræð- issins. Áðeins eitt verkefni. Myndir af honum birtust auð- vitað hvarvetna. I Rússlandi var t.d. ein verksmiðja, sem hafði það eitt verkefni að steypa gips- myndir af Stalín .... Við mynni Volgu — Donskipaskurðsins stóð 35 smálesta koparstytta af Stalín. Og í neðanjarðar járn- braut Moskvuborgar stóð geysi- mikið Stalínslikneski úr mis- iitum marmara. Yfirx’itari ungverska komm- únistaflokksins fyi'irskipaði, að mynd af Stalín skyldi fyrirfinn- ást í hveri'i sjúkrastofu, og hann rökstuddi þessa skipun sína með svoíelldum orðum: „Samtenging Sála hinna sjúku við sál Stalins *er afar mikilvæg og áriðandi.“ Mnniirinn á Lenin Og Stalín. Þótt borgin Leningrad væri ekki skírð í höfuðið á Lenín fyrr en að honum látnum, þá var hver borgin eítir aði’a lögð að íótum Stalíns í lifanda lífi, rp.a. Stalíngrad, Stalínabad, Stalinis, Stalínissi, Stalínka, Stalínógorsk, tvær Stalínsk, tvær Stalíns- koye, þrjár Stalínski, og fjórar bæir nefndir Stalínó, og auk þess götur og stræti, samvinnu- bú, búðir og óteljandi brýr, skip o.fl. Or öllum áttum hins viðienda þi’ælaveldis flæddu lofgerðar- rollur og skrum-klausur hinna tryggu, laíhræddu og tækifæris- sinnuðu, svo að slíkar og því- likar höfðu aidrei áður heyrst né sést í menntaheimi. Það varð að fastri venju að ljúka öllum umræðum á mannfundum, hvort sem um verkleg efni, búnaðar- mál eða annað var að ræða, með hástemdri hi-yllingu eða lofgerð- ai'skrumi á þessa leið: „Heilla og heiðurs um langa aevi, og margra, margra gleöi- ríkra ára óskum við vorum vitra stjórnanda, vorum eigin elskaða félaga Stalin!" Og þessari lof- gerð var síðan haldið áfram langa hríð með hrópum og þrum- andi lófataki. Kenndi öðrum að fljúga. ...... Á síðari árum Stalíns varð það sjaldgæfara með ári hvei’ju, að hann væri ávarpaður eða nefndur blátt áfi'am „féiagi Stalín". Hið ástfólgna nafn hlaut auðvitað gullna umgerð og glæsi- lega t.d. hið bjarta blys allrar þróunar mannkynsins, eða skap- ai’i hins hamingjusama lífs, eða kvöldið, en hann gekk framhjá höll Stalíns í Kreml: „Þegar ljósin slokkna, fer Hann að hátta. Það er nærri því ótrúlegt, að Hann sofi eins og hver annar .... Og í hvert sinn sem sólin rís yfir Moskvu, vix’ð- ist mér að það sé Hann, er snýr snerlinum og kveikir ljósin." — Stalín var sólin, og „hitageislar hans vermdu allar þjóðir jarð- HÁLFGUÐINN 99 „Samvizka yeraidar46 eða brjálaður múgmorðingi 66 Fleytt hærra á holskeflum skrums og smjaðms en nokkrum dauðlegum fyrr og síðar. Steypt af stalli af vinum sínum og dáendum — eftir að þeir liöfðu aðstoðað liann út úr lífinu — dæmdur og fordæmdur sem „fáfróður og kolbrjálaður glæpa- maður og mesta mannhrak“. En virðist nú muni verða vakinn upp á ný til að tengja saman möskvaslitin í glæpaneti sínu. hinn ástkæri og umhyggjusami, eða hinn voldugi örn, sem kennir örnunum að fljúga, o.s.frv. Svimandi háloftsflugi í skjalli og skrumi náðu þó Ummæli menntamanna sumra, rithöfunda og skálda. Sagði t.d. einn þ'eirra m.a., að stafurinn í mætti vera hreykinn af því að hafa fengið að standa í nafni Stalíns! Annar fullyrti hátíðlega, að rödd Stálíns „væri eins og þroskaður vínvið- ur, sem spi’ottið hefði í sólarhlíð- um.“ Óg eitt skáldið kvakaði dátt og sagði: „Nætúrgalinn syngur hinúm mikla garðyrkju- manni dýrðin, dýrðin!“ Stalín og Sökx-ates. Hin stærstu og merkustu Sovét-tímarit stigu einnig dans- inn frammi fyrir hásætinu...... Eitt þeii'ra skákaði Stalín við hliðina á Sókrates á hæsta há- tindi mannvits og gáfna. Hann var hugsanasnillingur: ....... vissulega hinn allra mesti hugs- úðui’," og háskólamaður einn taldi hann mesta foringja og brauti’yðjanda vísinda allra alda og þjóða.“ Það var auðvitað Stalín, sem vann styrjöldina miklu. Hann — meðan hann lifði — hann einn var „krýndur lárberjasveig sig- ui’sins", það var „Kérnaðarfréeði- lega skipulags — snilli hans, sem stökkti voldugum fjandmönnum á flótta af rússneskri grund, og eins og Molotov komst að orði: „Það var Stalín sjálfur, sem stjórnaði sigri lands vors.“ Á sjötugsafmæli Stalíns ávarp- aði Æðstaráðið U. S. S. R. hann sem „hinn æðsta og mesta her- foringja alli'a alda og allra þjóða“. Ljósið og bylgjur liafsins. Brjálæðislegar tilraunir voru; til að stækka Stalín sem mest, ekki aðeins líkamlega (hann var aðeins 5 fet og 4 þml. eða um 162 sm.), lieldúr einnig eins og Moskvu-útvarpið komst að orði: .... óendanlegur éins og ljósið og bylgjur" hafsins." Það var þ'ví ólíkt einfaldara og barnalegrá, er Moskvu-útvarpið lét sk'óla- dreng segja við sjálfan sig eitt ar.“ Hann var sjálfur Guð: „Þú ert annað nafn ódauðleikans!" hrópaði útvarpið i Prag. Þeir dyrkúðu' liann áður. Menn þeir sem nú stjórna Sovétveldi og áfheiðruðu Stalín fýrir skömmu og foi'dæmdu hdnn og öll hans verk, eru hinir sömu sem áður dýrkuðú hann og sungu honum lof og dýrð með geysilegu málskrúði. Búlganín hrópaði hástöfum: „Húrra! Lengi lifi foringi vor og meistari, hinn mikli Stalín!" Og Malenkov bætti við: „Þakklátir afkomend- ur seinni tíma munu vegsama hann og syngja nafni hans dýi'ð- in, dýi’ðin!" Þeir sem undanfarið hafa verið aðalþátttakendur í niðuiiægingu Stalins og fordæmingu, höfðu áður skriðið marflatir fyrir fót- um hans og smjaðrað hressilega: „Lengi lifi hinn vitri foringi flokksins og þjóðarinnar, frum- írömúðurinn og skipulagsmeist- ari alli’a sigra, félagi Stalín!“ tónaði Krúsjeff fyrir messu, og Mikoyan svaraði: „Foringi vor og kennari, hinn ágæti bygging- armeistari- kommúnismans, vor elskulegi félagi Stalín, — dýrð sé hinum mikla Stalín!“ Hirðfífla-blómvöndurinn. 1 tilefni af sjötugsafmæli þessa hágöfga, glæsigullna framtíðar- frömuðar mannkynsins náði skjall-, skrum- og lofgerðarfram- leiðslan hámarki sínu. Nægir að bregða upp afburða hirðfífla- blómvendi þeim, sem miðstjórn Kommúnistaflokksins og æðsta- ráð Sovétr. bar fram og hélt hátt á loft við þetta tækifæri: — „Allar ættir framtiðarinnar munu vegsama nafn þitt. Hjörtu milljóna verkamanna um heim allan . eru sprengþrungin af brennandi elsku til hins mikla meistarar vísindanna, hins mikla i byggingarmeistara kommún- mans, kennara og leiðsögu- manns, bezta vinarins.........“ Meðal undirrita'ðra voru: Krú sjeff, Búlganín og Mikoyan! Og svo dó Hann. (Kæfður und- ir'kodda á sjúkrabeð sínu — að rnargendurtekinni sögn!). Steypidemba opin- berrar sorgar. Með tilliti til þess, er síðar gerðist, var hin heljarmikla seypi-demba opinberrar sorg- ar algerlega ósæmilega svívirði- leg. Enn einu sinni opnaði mið- stjórnin og æðstaráðið alla krana. Dánarfréttin var tilkynnt með grátstaf í kverkum: „Hjarta vors vitra foringja og kennára h'efir hætt að slá. Ódauðlegt nafn Stalíns mun lifa að eilífu í hjörtum Sovétþjóð- anna og allra manna á framfara- braut heimsins." Margir voru einnig þeir blóm- sveigir, sem einstaklingar lögðu á líkbörurnar hins ódauðlega. Og mörg tárin hrukku úr krókódíla- augunum um þær muhdir: „Vertu sæll, elsku vinur“, and- varpaði Malenkov. „ídag erum vér gagnteknir af ógurlegri sorg . . . Allt hans líf, geislum merlað háleitra hugsjóna, er oss lifandi glæsileg fyrirmynd," sagði Mólo- tvo grátandi. RæðiU’nar sem skóku floldtinn. í síðastliðnum febrúar spruttu svo upp ræður þær, sem hristu og skóku flokkinn háskalega og gerðu alheimi hverft við, en með þeim hófst niðurrifið og herferð- in rriikla gegn minningu Staljns. Nú sögðu sömu mennirnir, sem áður höíðu kallað Stalín vitran, eilífan, mikinn og áskæran, að hann hefði unnið þjóð sinni al- varlega háskalegt mein. Og nú lásu þeir Krúsév, Malenkov og fleiri „elsku vininúm" látna óþveginn textann, og Mikoyan bætti bætti við hörðum ásökun- um á „hinn kæra foringja og meistara.“ — Og þeir spöruðu ekki púðrið! Nokkrum dögum síðar hélt Krúsév svo hina frægu leyndar- ræðu, sem síðan seytlaði út til sendiherra erlendra ríkja og - dreifðist þannig um heim allan. Þar birti Krúsév félögum sínum og flokksbræðrum þann sann- leika, sem öllum frjálsum þjóð- um var löngú kunnur, að Stalín hefði verið einn allra mesti glæpamaður veraldarsögunnar. dýrkun. — Dýrkun einstaklings ins, sem aldrei skjátlaðist, ryður braut dýrkun flokks, sem aldrei getur skjátlast. Hver man nú Hitler? Frá fréttaritara Vísis. Stokkh’ólmi í des. — Svo virðist sem liin uppvax- andi kynslóð hafi annað hvort gleymt Hitler eða aldrei heyrt hann nefndan á nafn. Fyrir nokkru voru sjóliða- efni kvödd til skyldustarfa í Karlskrona og í svörum þeirra við ýmsum spurningum jkom m. a. í Ijós, að aðeins 12 af hundraði höfðu hugmynd um hver Hitler var (eða 100 af um 800). — Piltarnir eru tví- tugir, 41 af hundraði kannað- ist við Quisling. Sjö manns drepnir — óvart! Nýlega var framið rán í smá- bæ einum í1 Mexíkó, og forðaði ræninghin sér undan lögreglunnl inn í danssal. Lögreglan hóf skothríð á ræn- ingjann, og biðu 7 dansmenn bana, en tíu særðust — þeirra á meðal konur og börn. Ræn- inginn komst hínsvegar undan. Goð falla af salli og detta í mola. En upp úr rykinu vottar þegar fyrir brúninni á nýrri Miklar niðurgreiðshir hjá Frökkum. Franska stjórnin ver um 70 milljörðiun franka (uni 3250 milljónir ísl. kr.) árlega til að halda niðri verðlagi á nauðsynj- uni. Eru niðurgréiðslur þessar framkvæmdar til þess að koma í veg fyrir hækkun vísitölunnar og þar af leiðandi hækkun launa. Þá er vinyrkjubændum gefnir eftir skattar, sem nema um 20 milljörðum franka. ★ Böggull með tímasprengju fannst á þrepi ráðhússins í Coventry í lok síðustu viku. Talið er, að þar hafi IRA verið að' verki. ne»<Y' * „Hvernig á að sleppa, þegai- taki hefur verið náð á manni?“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.