Vísir - 04.02.1957, Blaðsíða 10

Vísir - 04.02.1957, Blaðsíða 10
10 VÍSIR Mánudaginn 4. febrúar 1957 £DBSO\ iVIARSHALL: ■ ■■■ Víkinyutim 42 ABBSai 9 i .!] *» '3 — Auðvitað. — Hlekkjuðum eða ekki? — Ég var bundinn á höndum og fótum, þégar þú fleygðir mér í voginn, en ef ég læt þig vera í hlekkjum, sekkurðu strax til botns og drukknar. Það mundu prestarnir kalla miskunn- saman dauðdaga. — Hvað hefur þú með presta að gera? Vjö erum báðir heiðnir. Er þak yfir turninum. — Ég endurtók þessa spurningu fyrir Aeila. Nei, þakið er löngu fallið. — Það er ekkert þak á því, sagði ég. — Jæja, hver er þá úrskurður þinn spurði Ragnar. Rödd hans var hérumbil brotin, en enda þótt ég hataði hann af öllu hjarta mínu, lét ég sem ég vissi það ekki og lét sem ég sæi ekki svitadropana á enni. hans. í stað þess horfði ég í augu hans, sem voru blá, en ákaflega nístandi. — Ég mun ekki auðsýna þér nokkra miskunn, það máttu reiða þig á. Hitt er ekki ósanngjarnt, að ungur víkingur óski þess, að gamall víkingur deyi í orustu, jafnvel þótt sá gamli víkingur sé mesti óvinur hans. — Ég spurði Aeella, hvort hann ætti gamait eða brotið sverð. Hann svaraði ekki strax, en allt í einu hrópaði Enid: — Jesús minn! og stundi þungan. Því næst sagði hún við mig: — Það er gamalt sverð í dyngju minni, sem afi móður minn- ar átti, Ogilvy af Seafield. Meðalkaflinn er úr tré og það er ryðgað. Konungurinn, Aella, hefur borið það stöku Sinnum, en nú hefur hann lagt það fyrir róða. En hvað ætlarðu að gera með það? — Ég ætla að rétta Ragnari bað niður í gryfjuna, svo að hann geti notað það í sinni síðustu orustu. — Ég hef nú reyndar geymt það til notkunar í öðru skyni, en það má ef til vill nota það til þessa hka. Ein af þernum mínum mun sækja það. Eftir stundarkorn var þetta gamla vopn fengið mér í hendur. Sverðið var úr bláu, spönsku stáli og mér virtist það enn þá gott í orustu. — Mér lízt vel á þetta sverð, sagði ég — og vildi gjarnan kaupa það, ef ég á þá fyrir því. — Ég vil ekki selja það, en ég skal gefa þér það, þegar Ragnar er búinn að nota það. — Ég get látið ná í það fyrir þig, Ogier, þegar fjarar, sagði Aella. Því næst gengum við út á grasflöt, sem lá út að fljótinu. j Fyrir framan flötina var múr. Þar var þaklaus turn og var, gat á hlið hans. Ég leit inn um gatið og sá ofan í grængolandi pytt, en turnveggirnir voru mosavaxnir innan. Ég sá móta fyrir ails konar kvikindum á botninum. — Komdu fast fram að opinu, Ragnar, sagði ég. — Ég er fangi þinn og hlýði, sagði hann. — Þú munt teygja þig upp eftir sverðinu þegar ormarnir fara að ráðast á þig, sagði ég. — Já, mér mun gefast tóm til þess, sagði Ragnar. — Aella! Villtu biðja hermenn þina að höggva af honum hlekkina? — Já, og varðmenn mínir munu standa á bak við hann með spjótin til reiðu. — Þess mun ekki þurfa. — Nei, áreiðanlega ekki, sagði Ragnar. — Það eru örlög mín, að þú sigrir mig. Eftir um tíu mínútur var búið að höggva af honum hlekk- ina. Allir, sem á horfðu voru rólegir. Augu kvennanna leiftruðu. Síðast stóðum við Ragnar tveir saman. — Vertu sæll, Ragnar loðbrók, sagði ég lágt. — Vertu sæll, Ogier'Gyrfalcon, sagði hann. — Kitti! Hrintu honum niður, sagði ég, því að Ragnar hafði látið vikapilt sinn, Otto Walleya, fleygja mér í voginn. — Óðinn! Óðinn! hrópaði Ragnar. En Kitti hikaði. Varir hennar titruðu og hún þrýsti höndunum að andliti sér. —- Nei, þú þarft ekki að bera ábyrgð á þessu, sagði ég, því að ég ber ábyrgðina. — Því næst hrópaði ég Óðinn! Óðinn! og ýtti við honum, svo að hann féll ofan í gryfjuna. — Það heyrðist mikið skvamp, þegar hann kom niður. Ég kraup niður og rétti honum sverðið. Og um leið og hann greip um hjöltu sverðsins, reyndi hann að hrifsa mig til sín. En ég var við því búinn og sleit mig af honum. Svo rak ég upp skellihlátur. Hann hlaut að hafa nóg að hugsa um núna. Hann hallaði sér aftur á bak og' hjó í allar áttir. Allt í einu hætti hann að höggva og notaði sverðið eins og spjót. Innan skamms var vatnið orðið blóðlitað, bæði af blóði hans og blóði dýranna. Allt í einu heyrði ég söng yfir höfði mér. Hann varð stöðugt unaðslegri og unaðslegri. Þetta var söngur konu, sem var yfirjarðnesk að fegurð og hafði gullið hár. Augu hennar voru himinblá og varirnar blóðrauðar.. Hún reið fannhvítum gæð- ingi. Þegar liún kom að turninum, stöðvaði hún færleikinn, seildist niður og hóf upp hina föllnu hetju úr blóðlituðu vatni ormagryfjunnar. Því næst hóf færleikurinn sig til flugs á ný og konan hóf aftur söng sinn. Fákurinn fór hraðar en vindurinn. Gullið hár konunnar var eins og logandi eldur og silfurtaumarnir leiftruðu eins og stjörnur. Svo var eins og loftið bergmálaði af margrödduðum söng. X. KAFLI. ÉG MUN KOMA AFTUR Ég hugsaði sem svo að nú væri ferðalagi lokið, og nú væri mál til komið að hefja nýtt ferðalag. .Ég vaknaði upp af hugarórum mínum og var staddur í hinni miklu höll Aella, konungs Norðimbralands. Hann stóð þar meðal aðalsmanna sinna, hinna sömu og áður. Godwin stóð þar hjá honum í hvíta kuflinum sínum og horfði á hann áhyggjufullur á svip. Enid, móðir hans var að reyna að taia við frúrnar og hló, en ég' sá, að hún var föi og dró andann ótt og títt. Milli mín og þeirra var autt svæði. Aðeins einn af hirðinni hafði komið yfir um til mín. Hann virtist á einhvern hátt vera áhangandi hirðinni, sennilega af lágum stigum e'ða ferðamaður frá framandi landi, sem ef til vill lifði á því að flytja kvæði. Elann var að tala við Morgana á máli, sem ég hafði aldrei heyrt áður, en ég gerði ráð fyrir að væri Welska. Enda þótt Bertha stæði hjá þeim, virtist hún ekki hlusta á mál þeirra, en hinsvegar virti hún Aella fyrir sér með vaxandi eftirvænt- ingu. Kitti stóð fast hjá mér og hafði vakandi augu með öllu, sem gerðist. Mér virtist í fyrstu hún vera, eins og hún átti að sér, en svo tók ég eftir þvi, að hún var lítið eitt fölari, en hún var vön að vera og að sérhver taug hennar var spennt. Heyrnarlausi og tungulausi maðurinn hafði sezt á bekk og beið þegjandi eftir því, hvað gerðist. Nú ætla ég að fara ásamt prinsessunni og förunautum mxii- um, sagði ég. — Við eigum langa ferð fyrir höndum. — Hvert er ferðinni heitið Ogier, spurði Aella og reynd: að vera kurteis. — Við ætlum að fara til vissrar eyjar. J í ý; r r=M=0 k*v*ö*l*ti*v*ö»k«ii*n*n*i Maður var sendur á fund Gabriele d’Annunzio til þess að biðja hann að koma til Sikil- eyjar og lesa þar upp úr ritum sínum í smábæ einum. Rithöfundurinn tók þessu fá- lega. Kvað ferðina vera of tíma- fi'eka og kostnaðarsama fyrir sig, en auk þess ættu væntan- legir hlustendur að kaupa bæk- ur sínar. Þá hefðu þeir ekkert með það að gera að heyra sig lesa upp úr þeim. „En það er bara enginn þeirra lesandi,“ sagði sendimaðurinn. Franska landamæralögreglan er að yfirheyra Rússa sem er á leið inn í landið. Hann er spurð- ur: „Hvar eruð þér fæddur?“ „í St. Pétursborg.“ „Hvar bjugguð þér í fyrri heimsstyr j öldinni? “ „í Petrograd“. „Hvar hafið þér búið síðan?“ „í Leningrad.11 „Og hvar mynduð þér vilia búa núna?“ ,,í St. Pétursborg'.“ Stráksi hafði lesið auglýsingu um lausa sendisveinsstöðu. Hann labbaði sig inn til forstjór- ans án þess að knýja á dyr og spurði án nokkurra mála- lenginga hvort hann fengi stöð- una. ,,Eg' held þér ættuð fyrst að taka ofan húfuna og byrja síðan að tala,“ sagði forstjórinn, sem fanst drengurinn haga sér næsta ókurteislega. „Því þá það?“ spurði stráksi undrandi. „Veljið þér kannske sendisveina eftir höfuðlagi?“ * Hann var látinn í ,,steininn“ og' fangavörðurinn skipaði hon- um að fara í bað. „Þarf eg þess endilega?“ maldaði fanginn í móinn. „Hvers vegna viljið þér það ekki? Hvenær fóruð þér í bað síðast?“ „Aldrei. Eg hefi, skal eg segja vður aldrei komið í tugthús f. & SunouífkA TARZAN- 2282 -Xvi.ní' Það var áreiðanlegí að Sam hafði niyrt þá alla þrjá til þtss að ná ein- kennisfötum og skilríkum eins jpeirra. í v.asa einkennisbúninganna fann hann skilríkin vafin irrn í olíuborinn dúk. — Þar stóð að hinir þrír ættu að flytjast frá herbúðunum í Sidi- bei-Abbés til Sibut. Nöfn þeirra John Shea og Drake voru einkennd á hvorú bréfi fyrir sig en bréf Pierre Bois var horfið. Nú var það hið nýja nafn Sams.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.