Vísir - 04.02.1957, Blaðsíða 6

Vísir - 04.02.1957, Blaðsíða 6
Yisnt iSS D A G B L A D Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur) Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Handknattieikur: Skemmtilegir leikir á laugardagskvöld. Er nií aili í lagl? Er hægt að taia um góða fjár- málastjórn, þegar efnahags- ^ kerfi þjóðarinnar er hel- | sjúkt? Eða þarf Hermann ] Jónasson ekki anr.að en að í tylla sér á ráðherrastól, til þess að öll mein læknist af j sjálfu sér, og ekki sjái át að efnahagslífið hafi nokkru sinni verið sjúkt, hvað þá helsjúkt? Þessu og ýmsu þvílíku munu menn hafa velt fyrir sér á laugardag- inn, þegar þeim hafði bcrizt Tíminn i hendur. Aðalfrétt blaðsins er með fyrirsögn, ] sem hljóðar svo: „Fjármála- 7 ráðherra hafði forgöngu um ' skattalækkun, er góð fjár- fjármálastjórn gerði mögu- lega.“ Þegar menn lesa slíka fyrir- sögn í helzta blaði stjórnar- innar, hljóta menn að velta því fyrir sér, hvort fram- sóknarmenn telji, að þeir sé nú búnir að lækna efna- 1 hagsmeinin til fulls á þess- ; um sex mánuðum, sem rík- isstjórn Hermanns Jónsson og félaea hans hefur setið að 1 völdum? Eða var ástandið ' ekki eins slæmt og Hermann Jónasson vildi fá almenningi T i landinu til að trúa, þegar 1 hann hóf krossförina til að koma sér í sæti forsætisráð- herra? Mörgum mun veitast erfitt að samræma ummæli þau, sem Tíminn hafði eftir fjármálaráðherranum á laugardaginn, þeim fullyrð- ingum, sem forsætisráð- herrann núverandi lét sér um munn fara fyrir svo sem einum meðgöngutima. — Einnig má spyrja: Kom hin góða fjármálastjórn fyrst til skjalanr.a, þegar framsókn- armenn áttu bæði fjármála- og forsætisráðherra, eða hafði hennar einnig gætt í tíð síðustu stjórncr? Þegar Tíminn skrifar þannig eftir fyrri fullyrðinear fram- sóknarmanna um fjármálin og efnahaginn, hlýtur sú spurning að vakna hjá mörg- um: Telja þeir Timamenn, að lesendur þeirra sé svo skvni skroppnir, að þeir muni ekki og geri því ekki samanburð á fullyrðingum framsóknar nú og á síðasta ári? Þeir verða að viðundri með þessum málflutningi og gera engum greiða með hon- um nema þeim, sem þeir ætla einmitt að ófrægja í aueum almennings með lionum. Ein bbkkingin enn. Vitanlega þykjast stjórnar- flokkarnir gera vel, þegar ] þeir bera fram frumvarp til 1 laga um lækkun á tekju- ]. skatti af lágtekjum. Það á að vera ein af hinum ,,já- kvæðu“ ráðst.öfunum rikis- stjórnarinnar, til að vega upp á móti hinum „nei- kvæðu“ — hinni dul- búnu gengislækkun hennar. En hversu miklu, hversu mörgum milljónum skyldi stjórnin ætla að skila aftur ] af þeim fjórðungi milljarðs, sem hún tekur í ár með nýjum tollum. I>að er tiltölulega litil fjárhæð, sem tekin er af láglauna- mönnum með tekjuskattin- um, þótt hann hafi verið j ’ þeim þungbær. Lækkun ] stjórnarinnar á þessum ] skatti nemur hví ekki neinni 1 ógnarfúlgu. Hún skilar al- menningi 5 millj. aðeins. ] Engin leið er að gera sér ; grein fyrir því; hversu mikið sama fólk verður að greiða T af neyzlusköttum þeim, sem ríkisstjórnin hefur lagt á, en ' víát er áð það er margfalt meiri upphæð, því ^að skatt- t arnir leggjast nokkurn veg- inn jafnt á. aila. Stjórnin er því enn að reyna að slá ryki í augu almennings, þegar hún heldur því frani, að hún bæti lágtekjumönnum upp nýju skattana með því að lækka á þeim tekjuskattinn. /Eviskeið núverandi ríkis- stjórnar hefur verið sann- kallaður blékkingaferill, og blekkingarnar voru raunar byrjaðar löngu áður en hún var mynduð. Þær voru und- irstaða þess, að stjórnar- flokkunum tókst að ná því íylgi, sem raun varð á. Það má vel vera, að þessum fiokkum takist að blekkja nokkurn hluta þjóðarinnar áfram, og surnir munu sennilega láta blekkjast alla tið af þeim, en hitt er líka alvæg eins vist, að margir munu vrakna' við vondan draum, þótt þeir hafi sofnað vært við þær fullyrðingar framsóknarmar.na, krata og kommúnista, að hún yrði öllu borgið, þegar þessir flokkar væru komnir í sljóra. Langlundargeð ís- londinga er mikið, en þélr kurma ^kki við að vera hafð- ir að fíflum. Fyrstu leikir þessa móts hafa greinilega sýnt þær framfarir, sem íslenzkir handknattleiks- menn hafa tekið á síðastliðnu ári. | Breiddin hefur aukizt að miklum mun, einkum í yngri flokkunum. Er það væntanlega gleðilegur vottur þess, að við íslendingar látum að okkur kveða i þessari grein áður en langt um líður. Leikirnir s. 1.* 1 laugardagskvöld voru yfirleitt fjörugir og vel leiknir, hraði og knattmeðferð meiri en áð- j ur, enda ber markafjöldinn þess glöggt vitni. Úrslit í einstökum leikjum urðu þessi: 2. fl. kv.: Ármann A — Ár- mann B, 6:3. Mfl. kv.: F.H. — K.R., 4:22. 3. fl. k. B-lið: Fram — K.R., 10:16. 2. fl. k. K.R. — Valur, 14:13. 1. fl. k.: Þróttur — Ármann, 9:13. í 2. fl. kvenna áttust við tvö lið frá Ármanni og varð leik- urinn því ekki eins skemmti- legur sem skyldi. Ármenning- ar hafa undanfarin ár átt góð kvennalið og leikur þessi sýndi, að þá skorti ekki góðan efnivið. Að vísu eiga þær mikið eftir að læra í knattmeðferð og sam- leik, en þær voru frískár, lipr- ' ar og' leikglaðar. í leikhléi var staðan 3:1 A liðinu í hag. I Markafjöldinn í leik K.R. og F.H. í mfl. kvenna er líklega . einstæður hér á landi meðal kvennaleikja. K.R.-ingar tóku þegar í stað leikinn T sínar hendur og höfðu náð að skora 17 mörk, áður en hafnfirzku stúlkurnar settu sitt fyfsta, þar af 10 í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir yfirbufði K.R.-inga tókst Hafn- firðingum að skapa sér mörg góð marktækifæri, en þau fóru flest forgörðum fyrir tilverkn- að Geirlaugar markvarðar K. R. Samleikur K.R.-liðsins var góð- ur, hraður og ákveðinn, og fékk vörn F. H. líít við ráðið. Má telja K.R. líklegt til stórræða í þessu móti. Sérstaka athvgli vakti miðframherji þeirra, Gerða Jónsdóttir, er skoraði 13 möfk i leiknum. Auk hennar skoruðu fyrir K.R.: Inga Magn- úsdóttir (4), Aldís Einarsdóttir (2), Maria Guðmundsdóttir (2) og Hrönn Pétursdóttir (1). Mörkum F.H. skiptu jafnt á milli sin þær Sigríður Guð- mundsdóttir og Elísabet Þórar- insdóttir. Leikur B-liða Fram og K.R. í 3. fl. karla var lengi framan af mjög jafn og tvísýnn. í leik- hléi var staðan 6:5 fyrir K.R., en um rniðjan siðari hálfleik tókst þeim að auka marka- muninn verulega og sigruðu örugglega. Bæði þessi lið sýndu greinilega þá briidd, sem er að myndast í handknattleiknum. Fram-liðið er mjög jafnt, en sigur K.R. byggist að miklu leyti á nokkrum einstaklingum, éinkum fýrifjiðanum. j Viðureign K.R. og Vals í 2. fl. karla var mjög skemmtileg. Framan af fyrri' hálileik skoruðu liðin til skiptis, en i síðari hluto hans náðu K.R.- ingar yfirhöndinni. Lauk hálf- leiknum 10:6 þeim í hag. En í síðari hálfleik áttu þeir í vök að verjast gegn ágangi Vals- manna. Tókst K.R.-ingum naumlega að halda velli með eins marks mun. Lið Þróttar og Armanns í 1. fl. voru ósamstillt, þó að þau væru skipuð mörgum góðum einstaklingum, svo sem Snorra Ólafssyni í Ármanni og Guð- mundi Axelssyni og Guðmundi Gústafssyni í Þrótti. Leikurinn vai- tilþrifalítill og daufur. í leikhléi var staðan 8:3 fyrir Ár- mann en leiknum lauk með sigri þeirra 13:9. 2 stór shrii'- stofuh rrhorffi til leigu í Lækjargötu 8. ■ TT'"nl í síma 82764. Eyþór Þorláksson og Elly Vilhjálmsdóttir. Orion kvintettínn Hljómleikar í Austurbæjarbíói, briðju- aagskvöld kl. 11,30. ORION kvintettinn ★ Eílý Vilhjáms dæg- urlagasöngkona. í ★ Haukur Morthcns dægurlagasöngvari ★ Sigríður Hannes- dóttir, gamanvísna- söngkona , skemmta ★ Kynnir: Ölafur Stephensen. Aðgöngumiðasala í Hljóð- færahúsinu, Hljóðfæra- verzl. Sigríðar Helgadóttur í Lækjargötu 2 og Vestur- veri og Austurbæjarbiói. Mánudaginn 4. febrúar 1957 - „Þröstur", sem í s. 1. viku sendi Bergmáli pistil um hreinlætismál skrifar nú öðra sinni í gamni og alvöru um þessi mál. Ekki held ég að allt eigi að takast í aP vöra, er hann segir í þessu bréfi, en eitthvað finnst honum að. Hann segir: ,,í smágrein, sem ég sendi Bergmáli fyrir fáúm dögum skrifaði ég um heilbrigðisnefiid Reykjavíkur og þá um það sér- staklega hverju hún hefði áorkað í bættum hreinlætisháttum hér í bænum. Sagði ég þá, að nefndin hefði átt nokkurn þátt í því að gjörbreyta öllum verzlunarhátt- um í bænum, s\'o að nú séu þær bæði fallegar og hreinar. Sömu- leiðis nefndi ég og það, að öllu sælgæti hafi nú verið pakkað í sellofanumbúðir, sem reynst hafi mjög haldgóðar. Nýjar tillögur. • Nú langar mig til þess að koma með nokkrar tillögur, sem ég beini til háttvirtrar heilbrigð- isnefndar og ég álít að verða myndi, ef þær yrðu teknar til greina, til svipaðs gagns til bættrar heilsuverndar í bænum, og annað, sem þegar hefir verið gert. 1 fyrsta lagi skuli allar matvörur innpakkaðar (helzt i plasti) hverju nafni sem nefn- ast, kartöflur og gulrætur ekki undanskildar (en sumir eta þær hráar), allt kjöt, sem selt er í kjötbúðum skal sömuleiðis inn- pakkað á sama hátt. Og skal húsmæðrum óheimilt að taka það úr'umbúðunum fyrr en það nefir soðið a. m. k. klukku- stund. Ættu þá allar bakteríur að vera steindauðar og þvi ó- hætt að neyta þess! Sótthreinsunin. 1 öðra lagi skulu allar verzl- anir skjidaðar til að hafa skál með sterkum sótthreinsandi legi í, og skal allt afgreiðslufólk þvo sér úr ’henni eftir hverja af- greiðslu eins og tíðkast á rakara stofum. 1 því santbandi mætti minna á, að heilbrigðisnefnd sté stórt skref, er hún lét sauma fyrir alla vasa á vinnu- sloppum rakara og hárgreiðslu- meyja til þess að koma i veg fyrir að þar væru faldar óhrein- i ar greiður. — í þriðja lagi skulu vera tvær sogdælur fyrir of- an dyrnar i hverri verzlun, önn- ur sogar bakteríufyllta loftið út, en hln dælir hreinu lofti inn. Nokkrar fleiri tillögur gæti ég reyndar komið með, en þessar ; verða að duga í bili. I , - Áuklð siarfslið. Ekki er hægt að ætlast til þess að svo fámennt lið, sem starfar að heilbrigðiseftirliti hér í bæ, geti annað þessu öllu, svo að vel fari. Legg ég því til að ráð- inn verði læknir til viðbótar á- samt 10 mönnum til aðstoðar. Læknirinn skal vera sérfræðing- . ur í bakteriusjúkdómum, en að- stoðarmenn hafi lækni.svottorð frá háls-, nef- og eymalækni um að ilmtaugar séú í lagi. Ein- hverjum mun nú detta í hug, að af þessu yrði mikill kostnaðar- auki fyrir bæinn, en þeim vildjL ég benda á, að útsvör hafa stór- lækkað þrátt fyrir risastökk í framkvæmdum. Lika gæti komið til mála að hætta við byggingu bæjarsjúkrahússins, þar sem litil þörf yrði fyrir það, þegar þessu stórauknu lireinlætisaðgerðir væru komnar í framkvæmd. Þær ættu að fyrirbyggja flesta sjúkdóma. Bara áð drepa allar bakteriur, hvar sem þær fínnast ’yrir, það er lóðið. Þröstur.” - kr.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.