Vísir - 15.02.1957, Blaðsíða 10

Vísir - 15.02.1957, Blaðsíða 10
'fí 5W •'J - Bw •:;o ':rA 10 VÍSIR Föstudaginn 15. febrúar 1957 52 ii IGIIBRgaBaiaEBBOaiBEBIBIDlDIIBa — Ertu orSinn heyrnarlaus? Það er Ogier Gyrfalcon. — Því trúi ég ekki. Menn hans lýftu árum úr sæ. — Það er satt, Björn! hrópaði ég. — Og Kitti er með mér. — Hvaðan kemurðu? Ég hélt, að bú værir drukknaður fyrir löngu. Bróðir minn, Hasting, getur hefnt sín sjálfur. Ég á ekki í neinum útistöðum við þig. Sagðirðu, að gula konan væri með þér? — Já. — Heyrði hún kannske hrafnagarg á ströndinni, eins og einu sinni. Hún hefur öðlast meiri mátt, síðan þú sást hana seinast. Ef þú villt skal eg fylgja þér aftur á staðinn, sem þú komst frá. Björn hugsaði sig lengi um. Hann var fremur seinn í hugsun, en mjög vel fær maðui'. — Sigurður! Ég ætla að koma um borð til þín og drekka með Ogier, sagði hann. Hann kom yfir um til okkar og augu hans leiftruðu. Þegar við höfðum drukkið um hríð vildi hann veðja. Hann veðjaði fimmtán shillingum móti tíu. Það átti að binda fyrir augu mér, meðan skip hans færi í hvarf út í þokuna. Siðan átti ég að finna stefnuna og leggja af stað til balca, en gefa Sægamminum merki og ætlaði hann þá að elta okkur. Nú var komið alveg stillilogn og ekki útlit á að þokunni létti í bráð. Hann efaðist um, að ég tæki þessu veðmáli, og þegar ég varð þess var, lagði ég mína síðustu tíu shillinga í lófa Sigurðar. Nú var bundið fyrir augu méi'. Þegar bandið var tekið frá •aftur, var þokan kolsvört og við sáum aðeins móta fyrir næstu skipurn. Það hsifði samt frétst um flota Björns að verið væri að gera galdra á skipi Sigurðar. Og þegar Kitti hafði gefið merki sitt, komu öll skipin á eftir okkur. Þegar við höf'ðum róið I um hálftíma vorum við komin að Snakebird. Án þes.; að segja orð, borgaði Björn mér fimmtán shillinga. — Vilt þú og þitt fólk bíða hér hjá Sigurði, meðan ég tala viö Hasting? spurði Björn. • — Hvað ætlarðu að segja honum? — Þú spyrð djarflega, en þú hefur líka rétt til þess. Þess vegna er bezt ég tali við þig, áður en ég fer til hans. Getur galdur Kitti verkað á nóttunni? —■ Á hvaða tíma sólarhrings sem er, uppi við jströnd og úti á reginhafi og í hvaða veðri sem er. —- Mér datt í hug, að ef þú vildir vera leiðsögumaður minn, skyldi ég veðja um það við Hasting, hvor okkar yrði fljótari tii eyjarinnar Oleron. Við mundum sigla beint, en hann færi með ströndum fram. Ef ég sigra, skal ég borga þér vel. — Hvert er ferðinni heitið? — Til Bordeaux. Og ef veður leyfir, alla leið til Pyrenea- fjalla. — Haraldur Noregskonungur rændi alla þessa strönd árið sem leið, svo að uppskeran verður lítil. Hvers vegna ferðu ekki beint til eyjanna við Bretonskagann. — Þaðan geturðu farið austur til Oleron. Þar hefur enginn Norðmaður komið í fimmtán ár. Björn starði á mig og strauk hökuna. — Þá yrði maðui' að fara yfir Biscayaflóann, áttatíu sjó- mí!na vegarlengd frá landi. — Því ekki það? — Hamingjan góða! Því næst fór hann að brjóta heilan um þetta og byrjaði svo að semja við mig, eins og frísneskur skinnakaupmaður. — Hvað viltu fá fyi'ir það, Ogier, að leiðbeina flota mínum til Bretoneyja á þessu skipi. Ég mundi ekki þora að láta þig fara á þessari skel, sem þú ert á. — Ég gat ekki barizt brosi yfir þessari umhyggju fyrir lífi mínu. Ég var henni svo óvanur. — Mín skel er traustari en margur drekinn, og ef þú vilt lána mér tvo trausta ræðara. vil ég heldur vera í mínum bát. En ég fer fram á pund af gulli og fullkomna vernd fyrir óvin- um mínum. —• Þá er bezt ég tali við Hasting strax og bokunni léttir. Ég vil taka loforð af honum áður en hann fréttir, hvað er á seyði. Kvöldgolan feykti burt þokunni. Það var kominn byr til Bretoneyja. Hasting sást ekki þann'cteg og ekki heldur daginn eftir. En þegar sól reis á þriðja degi, sáum við skip hans. Skip hans lagðist við hliðina á okkar. — Ogier Gyrfalcon? Ég leit upp og sá andlit Hastings. Hann var náfölur og var það lítil huggun fyrir mig og örin níu voru rauðleit og gerðu andlitið Ijótt. Ég hélt, að hann mundi brosa, til að sýna mér hið ljóta ör á vörinni, en hann gerði mér þann heiður að verai alvarlegur. — Viltu koma um borð til mín. Ég á góðan mjöð, sem ég keypti í Boulogne og ég hefði gaman af að tala við þig. ■ — Ég býst við, að það sé rýmra i Elddrekanum en í Leik- j fangi Óðins. Ég var undrandi á hugrekki minu, þesar ég klifraði um borð að allri skipshöfninni áhorfandi. Við settumst á bekk hvor andspænis öðrum og drukkum mjöð úr silfurbikurum, en falleg stúlka skenkti ckkur. j — Nóttina, sem þið flýðuð, dreymdi mig Morgana, hóf Hast- ing máls. — Þá ákallaðir þú Óðin og það truflaði draum minn. Ég hljóp út og sá til þín. Ég þurfti ekki að gá að Morgana. Ég vissi, að hún var farinn. Hann bjóst ekki við neinni athugasemd og ég gerði enga. — Áður en lagt var af stað í eftirförina, fann einn af möhn- um mínum lik Gorms. Draþst þú hann, Ogier? — Nei, Berta gerði það. — Hann sagði mér það, reyndar, en hann var svo Íyginn, að ég trúði honum varla. — Sagði Gormur þér það? sþui'ði ég eftir stundárþögn. — Já, hann birtist mér í draumi og sagði mér það. Þótt, einkennilegt sé, skeði þetta fyrir örfáum mánuðum síðan. Hann sagði, að einhver hefði hvatt sig brott frá Hel, en hann mátti ekki segja, hver það hefði verið, og ég gerði fyrsí ráð fyrir, að það hefði verið. Judit. Hann kom líka með þau skilaboð, að ég' mætti ekki hefna mín á þér. Ég undraðist samt hvernig Judit;! sem er i Paradís, gæti komið skilaboðum til Gorms, sem var í Plelju. Það gat ef til vill verið hugsanlegt, en ég sá enga skyn- semi í því. — Það sé ég ekki heldur. — Þegar ég kom að strönd Fríslands, hafði enginn af varð- mönnum mínurn séð þig fará fram hjá. Þess vegna lagði ég gildru fyrir þig við höfnina hjá Flushing. En sú bið varð löng 1 og þú komst eekki. I — Ég fór norðar. — Ég hefði gert ráð fyrir því, ef ég hefði vita'ð, að Kitti íataði í myrkri. — Kitti öðlaðist þá gáfu löngu seinna. Hasting hafði horft út á sjóinn. Svo leit hann á mig og sagði: — Er það sem mér sýnist, að þú hafir farið yfir hafið á lítilli skútu. — Já, skútu, sem fór fram úr þér í Kattegat. — Ogier! Ertu mikill skipstjóri, eða ertu fífl. Jafnvel Ragnar hefði aldrei farið yfir Norðursjóinn, nema til að elta þig, eða þá að hann hefði villzt út á hafið. Hvei'nig öðlaðist Kitti þessa gáfu? Gafstu hönd þína fyrir hana? — Hún lærði þetta hjá mikilli völvu. — Moi'gana? Hún er mikil völva Ogier! Viltu svara einni spurningu minni? I«ai J iú ii Hópur ungra Egypta skoraði á Nagib einvaldsheri-a að hlut- ast til um það við feður þar 1 landi að þeir lækkuðu vei'ð á dætrum sínum svo sem verð hefði verið lækkað á ýmsum nauðsynjavörum eins og t. d. sykri, brauði og kjöti. Töldu hinir ungu nxenn að það væri nær ógerningur að kvænast á meðan feðrunum liðist að okra á dætrunum. •k Hinn frægi eðlisfræðingur A. Murkel prófessor var þrátt fyr- ir ungan aldur alræmdur fyrir það hvað hann var viðutan á. stundum. Og þótt lxann þætti ekki djarfur til kvenna né hug- rakkur á því sviði kom samt að því að hann bað Elsu aðstcðar- stúlku sinnar á tilraunastof- unni sér fyrir eiginkonu. Hamingjusönx í hæsta máta flaug Elsa upp um hálsinn á prófessornum og litlu síðar- giftu þau sig. Fyx'stu nóttina í hrúðkaupsferðinni er brúðurin vakin hranalega unx miðja nótt. Þegar hún vaknar er búið að kveikja Ijós í hei'berginu, brúð- guminn risinn upp við dogg í rúminu og horfir fullur skelf- ingar á hana. Loks segir hann fullur vandlætingar: „Hvað er þetta_ uixgfrú Elsa! Hvern fjandann eruð þér að gera hérna í rúminu hjá mér?“ „Haltu þér að Þórmóði,“ sagði móðirin áhyggjufull við dóttur sína á dansleiknum. „Hann er í góðri stöðu, hefir næga pen- inga, og enda þótt hann sé hvoi'ki laglegur né nxjög ung- ur, þá býr hann yfir innri vei-ff- mætunx, sem eru rneira virði en ytra borðið.* „Viltu þá snúa honunx við mamma?" sagði dóttirin og var á sanxri stundu horfin út á dansgólfið með Pétri. ★ „Vildii'ðu ekki að þú værir söngfugl og gætir sungið svona fallega?" spurði amma ganxla dótturson sinn þegar hann var að skoða dýragarðinn. „Nei,“ sagði hinn átta ára gamli dóttui’sonui', „þá vildi eg hedlur vera fíll svo eg gæti sprautað vatni á þig gegnum nefið.“ C. &. SurwuífkA T\UZAN 2292 Dlstr. by United F#ature Syndlcate. In Það varð Arabanum til ólífis að hann réðist fyrst á Tarzan, sem felldi hann samstundis. Stiginn hrópaði apamaðurinn. Aðrir hlupu honum til hjálpar og ýttu og hrintu stiganum frá veggn- um og svo datt stiginn yfir sig og með honum allir sem á honum stóðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.