Vísir - 01.03.1957, Blaðsíða 9

Vísir - 01.03.1957, Blaðsíða 9
Í’östtídág'irm 1. ’marz 1957 — - VlSIF Dauðinn á veguninn: Helzta slysaorsökin er — öku- menn eru óhæfir til aksturs. gvsíiiðísí* ramisokna í isvykalandi. ' Miðað vi'ð bílafjölda eru fjór- um siníiúni fleiri umferðarslys í Þýzkalandi en í Banclaríkjuii- um. Ef miðað er við fjölda um- ferðarslýsanna eingöngu eru T>au, eins og í Bretlandi, 40% 'fleiri en í Bandaríkjunum. Áð- aíástæðan fyrir hinurn tíðu slysufn er talin vera hin öra aukning ökutækjanna. Síðan 1947 hefir umferðin á lang- ferðaleiðum — bílabrautunum — aukizt um 60% og á sveita- vegum um 45%. Sveita- eða innanhéraðsveg- ir í Þýzkalandi eru mjög léleg- ir, og útlendingar, sem ferðast mest á bílabrautunum, gleyma .tíðum að gera ráð fyrir þessu. Það kom fram á umferðar- málaráðstefnu, sem haldin var í Munchen nýlega, að innan- héaaðsvegir í Þýzkalandi eru talöir vera 10 árum á eftir tímanum og götukerfið í borg- . unuix; um 50 árum á éftir. Bílafcraut í Bcrlín. Þegar tekið var til að endur- öyggia hinar hrundu þý'zku borgir eftir striðið, gleymdist oft að gera þær breytingar sem nútima umferðarvandamál krefjast. Þarna var góðu tæki- færi sleppt. Nú eru menn farnir að átta' sig' á þessu og í þýzkum borg- um er nú hafizt handa um að leggja nýjar götur og hring- aksturstorg til að greiða úr um- íerðarflækjunni. í Vestur-Ber- líh er t. d. verið að leggja nýja breiðgötu í gegnum borgina. Þetta er raunar einskonar ,bilabraut‘ í líkingu við bíla- brautirnar sem liggja um þvert og endilangt landið. Engin gat-iamót eru á breiðgötu þess- ari 'g liggur hún ýmist undir eða yfir þvergötunum. Svip- aðar áætlanir hafa verið gerð- ar í Hamborg, Dússeldorf og Essen. Talið er, að leggja þurfi um 1600 km. langar bíiábraútir uni Þýzkaiand sem allra fyrst, ef vegakerfið á að samsvara kröf- um nútímans. Kostnaðurinn við þetta yrði um 30 milljarðar marka. Gífurleg umferð. Innanhéraðsvegirnir eru mjög lélegir eins og áður er sagt. Þeir eru mjóir og venjulega steinlagðir og afar hálir jafn- vel þótt ekki rigni. Gamlir veg- ir eru mjög kúptir, háir um miðjuna og mjög hallandi til beggja hliða. Þeir eru holóttir, ójafnir og á ýmsan hátt hættu- legir. Umíerðin er oft gífurleg. Til dæmis fara 17.500 ökutæki dag- lega um veginn á milli Frank- furt og Wiesbaden. Vegurinn um Ruhr til Essen er sennilega fjölfarnasti vegurinn í Evrópu; um hann fara daglega 24.000 ökutæki, eða að meðaltali 1000 á hverjum klukkutíma. Engin hraðatakmörk gilda í Vestur-Þýzkalandi en þó er nú komin fram tillaga í þinginu í Bonn um að lögfesta hámarks- hraðann: 50 km. á klst. á veg- um i þétttbýlinu og 80 km. á breiðvegum um landsbvggðina. Sérfræðingar telja, að aðal- orsök slysanna sé hið gamal- dags vegakerfi. Ekki sézt þetta þó af skýrslum umferðarlög- reglunnar sem geta einungis um ástæður eins og hálku af isingu og annað því um líkt, en ekki byggingarlag vegarins svo sem hættuíegar beygjur, blind horn eða slæmt viðhald. Sjúkir ökiunenn. Skýrsla sem heilbrigðismála- stofnun ein í Stuttgart hefir birt, hefir vakið mikla athygli. Þar segir, að umferðarslysin eigi ekki fyrst og fremst rót sína að rekja til ölvunar öku- manna heldur miklu fremur til þess, að ökumennirnir séu ó- hæfir til aksturs vegna sjúk- legs ástands, sem valdi því að þeir dragi rangar ályktánir. Andlegt og líkamlegt ástands ökumanns getur af mörgum á- stæðum verið svo sjúkt að hann sé ekki ályktunarfær eða dóm- bær og missi valdið yfir öku- tækinu, þegar á reynir. Margir hafa sofnað við stýrið. Mestu hættutímarnir eru um kl. 2 eftir hádegið, miðnættið og dagmálaleytið. Þeir, sem ferðast mikið á hinum breiðu, beinu bílabraut- um hafa veitt því eftirtekt, að þessir tímar sólarhringsins eru sérstaklega varasamir, enda má þá sjá mikinn fjölda öku- tækja, sem lagt hefir verið meðfram brautunum meðan ökumaðurinn hvílist. Maður, sem hefir ekið 300 km. sam- fleytt, fer. að .þreytast úr því, en þegar ekið hefir verið 700 km. fer ökumaðu'mn beinlínis að yerða hættulegtír öðrum veg farendum. Heilbrigður maður finnur þegar hann fer. að þreyt- ast eii andlega sjúkir menn, eða sem líða af heilatruflunum, gera sér oft ekki grein fyrir þrev t umerkj um. Hér við bætist, að ýms sál- ræn fyrirbrigði eiga sér stað hjá ökumönnum og hafa það í för með sér, að hann verður tillits- laus. Talið er að þýzkir öku- menn séu sérstaklega tillits- lausir. Það þykir merki um velmegun í Þýzkalandi að eiga bíl og bílaeigandinn lí.tur á sig sem mjög virðulega persónu, sem eigi allmikið undir sér. Honum beri því engin skylda til að sýna sérlega tillitssemi náungann, hann er miklu mik- ilvægari en aðrir menn, finnst honum, og hann þarf að kom- ast leiðar sinnar og það eiga aðrir að láta sér skiljast! Þetta fyrirbrigði á rót sína að rekja til ástandsins eftir styrjöldina. Á fyrstu árunum eftir stríðið gátu menn yfirleitt ekki eignast bíl í Þýzkalandi. Þegar allar gáttir opnuðust skyndilega og bílaflóðið hófst, var bíllimi fyrsta táknið um hina ytri vel- megun, sem „þýzkra undrið“ leiddi af sér. Menn gerðu sér ekki grein fyrir því, að vandi fylgir vegsemd hverri og að bíllinn getur verið hið hættu- legasta tæki í höndum tillits- lausra manna. Forustumenn- irnir, svo sem eins og stjórn- málamennirnir, eru hér ekki barnanna beztir. Þó hámarks- hraðinn eigi að vera 80 km. á bílabrautnuin þjóta ráðherra- bílar, sem venjulega eru stórir og þungir Mercedesbílar_ um vegina með 140 km. hraða, eins og sagt hefir verið að fjármála- ráðherrann Scháffer hafi gert. Slikir herrar þykjast vera upp yfir það hafnir, að sýna al- múganum tillitssemi. Jafnvel dr. Adenauer lætur aka séi- með 100 km. hraða eft- ir mjóum vegum. Hvað höfð- ingjarnir hafast að, hinir ætla sér leyfist það. Etíópíukeisari sakar Egypta um undirróður. Æskir 80 millj. dollara efna- hags- og hernaðaraðstoðar. Fregnir frá Acldis Abbeba, höfuðborg Etíópíu (Abessiníu), herma, að Ilaile Selassie keis- ari ,hafi opinberlega sakað Egyptaland um undirróður í landinu meðal Múhammcðstrú- armanna, í þeim tilgangi, að það yrði þessu „koptiska, ikristna koungdæmi að falli.“ Keisarinn sagði að dregið, hefði að vísu úr undirróðri síð- an er átökin urðu við Súez i vetur en .samt væri um áfram- hald á undirróðursstarfsemi að ræða. í nóvember sl. kraíðist stjórn Etíópíu þess, að egypzk- ur hermálaráðunautur, Azis Hilmý væri kallaður heim. Hann var sakaður um að hafa reynt að fá unga Múhammeðs- trúarmenn til þess, að gerast sjálfboðaliðar í egypzka hern- um. Enginn hefir verið sendur í hans stað. Markið, sém stefnt er að. Því er haldið fram af em- bættismnum í Addis Abbeba að lögð hafi verið stund á að vekja óánægju Múhammeðstrúar- manna, með því að telja þeim trú um, að þeir búi við misrétti, en hið fjarlæga mai’k sé að- skilnaður suðausturhéraða Etíópíu, sem eru mjög fjöl- menn í þeim tilgangi, að þau sameinist Somalíu (fyrrv. ít- alska Somalilandi), er það fær sjálfstæði 1960 og þar næst að gera það að egypzku áhrifa- svæði. Haile Selassie er vitan- lega ekki um það, að fá fjand- samlega Somaliu fvrár ná- granna, og hans hugsjón er að Sómalía verði sambandsríki Etíópíu. Óttast Selassie, að Nasser hefji áróður sinn af full- um krafti, þegar hann fær betri tíma til að sinna honum en nú. Beðiö imi hernaðarlega aðstoð Bandaríkja. Haile Selasie ræddi hinn 15. þ. m. við bandaríska sendiherr- ann í Etíópíu, dr. Joseph Si- monson, og brýndi fyrir hon- um og tveimur bandarískum. hershöfðingjum nauðsyn þess, að fá meiri vopn. Hershöfðingj - unum afhenti hann lista yfir það, sem Étíópíu vanhagar um, svo sem þrýstilofts orustuflug- vélar, skriðdreka o. fl. Ekki eru miklar líkur til að keisarinn fái afgreiddan allan „pöntun- arlistann“ en vafalaust er að þessi mál eru til athugunar í. Wahington. Etíópía fær yísi að flota. Bandaríkin hafa fallizt á, að láta Etíópíu fá vísi að flota. Fyi-sta skipið verður kafbáta- spillir, sem verður afhentur í marz. Sjóliðsforingjaefni frá Etíópíu eru nú að læra sjóhern- aðarlistina í Wilhelmhaven i. V.-Þ. — Kaíbátaspillirinn kost- aði 2 millj. dollara og.er gjöf, Flotastöðin verður í Massawa. 37 niillj. dollara fimm árum. Alls hefir Etíópía fengið í efahagsaðstoð 23 millj. dollara og 14 milj. dollara í hernaðar- aðstoð á 5 árum en sú aðstoð, sem keisarinn óskar' nú eftir, nemur livorki meira né minna en 80 millj. doll. • í Lundúnum er hafin smiði 7 hæða bílageymslu. Rúmar byggingin 1000 bifreiðar, cn væri þeiin lagt meðfram gangstéttum, yrði röðin næst- um 4 km. f byggingunni verður viðgerðastöð, ver/l- anir með varahluti, veltinga* stofur og sitt hvað íleira. Ævintýr H. C. Aodersen ♦ Ferðafélagarnir. c 1 tl 1 Nr. 11. Svo sagði prinsessan tröllinu frá því að nú hefði komið nýr biðili og spurði hann þess vegna hvers hún ætti að spyrja hann næsta morgun, þegar hann kæmi Aupp til hallannnar. — •„Heyrðu," sagði tröllið, !„þú ,ættir að spyrja hann léttrar spurningar. Þú skalt hugsa um annan skó- 'inn þinn. Hann getur 'aldrei upp á honum. Láttu svo höggva höfuðið af hon- um, því það ætla ég að borða.“ Tröllið lauk nú upp fjallinu og prinsessan ' flaug heim aftur, en ferða- félaginn flaug á eftir henm og sló hana með hrísvend- inum. Jóhannes vaknaði snemma um morgumnn. Ferðafélaginn sagði honum að sig hefði dreymt athygl- isverðan draum um prins- essuna og annan skóinn hennar og bað Jóhannes þess vegna að spyrja pnns- essuna um það, hvort hún væn ekki að hugsa um skóinn sirin. En þetta var nú einmtt það, sem ferða- félaginn hafði heyrt tröllið segja við prinsessuna um nóttina, en hann vildi ekki segja Jóhannesi frá því. Svo kysstust þeir og Jó- hannes fór til hallannnar. SaJurinn var alveg fullur af fólki. Dómararnir sátu í I hægindastólunum sínum og j höfðu dúnkodda undir j höfðinu, því þeir þurftu að hugsa svo mikið. Gamli! konungunnn þurrkaði séifl um augun á hvítum vasa-* klút. Nú gekk prinsessan inn í salinn. Hún var mikhl fallegri, en í gær og heils* aði öllum vingjarnlega, erí tók í hönd Jóhannesar og sagði: „Komdu blessaðun og sæll.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.