Vísir - 11.03.1957, Blaðsíða 6
ffSB
Mánudaginn 11. marz 195?
‘VX8IK.
D A G B L A Ð
Ritstjóri: Hersteinn Pálsson.
Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson.
Skrifstofur: Ingólfsstræti 3.
AígreiSsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (finun Mnur)
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSffi R.F.
Lausasala kr. 1,50.
Félagsprentsmiðjan h.f.
18 drepnir vegaa bökar, er út kom
í öiru tandi 14 árum áðnr.
Trúarofstæki Indverja bryzt út
í Ijósum loga.
Nýjar verðhækkamr.
Tilkynnt var fyrir helgina, að
póst- og símagjöld mundu
hækka á næstunni og nem-
ur hækkunin engu smáræðd
fullum þriðjungi á sum-
um sviðum. Var á það bent í
í þessu sambandi, að mikill
» halli væri á rekstri pósts og
; síma, og því væri nauðsyn-
i legt að hækka gjöldin til
muna til að draga úr hallan-
um. Auk þess stendur sím-
inn í miklum stórræðum hér
i bænum, þar sem unnið er
að mikilli stækkun sjálf-
virku stöðvarinnar, og kost-
ar hún að sjálfsögðu mikið
fé, en kostnaður verður auk
þess meiri en ella vegna
hinna nýju álagna ríkis-
stjórnarinnar,
Hér kemur það enn fram, sem
bent var á hér í blaðinu í
síðustu viku, að það er ekki
sama hver þarf á auknu fé
i að halda, hver vill fá að
hækka verð á vöru sinni eða
þjónustu. Ef ríkið eða fyrir-
tæki þess og stofnanir hafa
þörf fyrir aukið fé, virðist
ekki standa á því, að hægt sé
að lieimta meii'a af við-!
skiptamönnum. Áfengið hef-
ir verið hækkað tóbakið
sömuleiðis, útvarpið tekur
meira fyrir auglýsingar, og
nú koma pósturinn og sím-
inn líka. Þarna virðist engin
fyrirstaða, því að það er rík-
ið, sem þarf að taka meira fé
af þegnunum.
Það mætti spyrja í þessu sam-
bandi, hvort allar þessar
hækkanir hefðu verið leyið- |
ar, ef um einstaklinga eða
fyrirtæki þeirra hefði verið
að r棫a. Ætli þeim hefði þá I
ekki berið bent á, að þeir
yrðu að bera hluta af byrð- J
unum, eins og Þjóðviljinn
mundi kalla það? Það er'
mjög hætt við því. En vitan- I
lega gegnir öðru máli, þegar '
ríkið á í hlut og væntanlega
kemur hún því einnig svo
fyrir, að þetta komi ekki
fram í vísitöluimi. Ekki má
hún hækka, þótt allt annað
rjúki upp úr öllu valdi.
Óbilgirni Nassers.
Forsætisráðherra Kanada hefir
iátið svo um mælt, að svo
geti farið, að nauðsynlegt
verði að beita Egypta valdi,
til þess að fá þá til að opna
Suezskurðinn eða leyfa öll-
um þjóðum frjálsar sigling-
ar um hann. Síðan hefir
Nasser, einræðisherra
Egypta, látið svo um mælt,
að Egyptar muni ekki leyfa
Israelsmönnum afnot af
skurðinum, og er því fjarri
því að Suez-deilan hafi ver-
ið leyst, enda þótt Israels-
menn hafi flutt allt herlið
sitt af þeim svæðum, sem
þeir hertóku í árás sinni á
síðasta ári, strönd Akaba-
flóa og Gazaræmunni.
Nasser mun hafa haldið því
fram, að Egyptar hefðu full-
an rétt til að meina Israels-
mönnum siglingar um Suez-
skurð samkvæmt sáttmálan-
um um skurðinn frá 1838, en ^
þar er þeim heimilað að|
banna siglingar skipa frá
íjandsamlegum þjóðurn.j
Hinsvegar er það eitt af;
markmiðum Sameinuðu
þjóðanna að koma í veg fyr-
ir, að traðkað sé rétti nokk-
urrar þjóðar. Þær skárust í
leikinn, þegar ráðizt var á
Egypta og viðleitni þeirra
.hefir borið þann árangur, að
allir innrásarherir eru nú
á brott af egpyzkri grund.j
Þær geta því varla horft upp
á það aðgerðarlausar, að,
Egyptar haldi áfram á þeirri
braut sem varð til þess, að
árás var gerð á þá. Þá væri
allt þeirra amstur unnið fyrir,
gýg, og þasr mundu setja svo
niður í augum heimsins, að
óvíst er, hvort þær mundu
eiga sér viðreisnarvon fvrst,
um sinn.
Fjrir meira en 14 árum kom
út bók í Bandaríkjunum, sem
hét ,,Ævisögur tvúarleiðtoga“.
Þessi bók hafði verið til sölu
í verzlunum í Indlandi í meira
en ár, þegar allt ætlaði vitlaust
að verða út af henni. Ástæðan
var sú, að Mohameðstrúav-
mannablað í ríkinu Uttar
Pradesh, sem er í Mið-Indlandi,
hélt því fram. að í bókinni væri
spámaðurinn MohameS óvirtur.
Setning ein í bókinni var talin
svívirðileg, og var hún á þessa
leið: „Mohameð gaf upp öndina
í faðmi yngstu og fegurstu hjá-
konu sinnar, sannfærður um. að
hann mundi vakna til nýs lífs
í faðmi enn fegurri konu.“
Þessi setning var tekin upp í
blað eitt, og ekki þurfti meira
til. Samstundis voru hafnar
kröfugöngur og þess krafizt,
að bókin yrði gerð upptæk, og
árangurinn varð sá. að til átaka
kom milli Mohameðstrúar-
manna annars vegar og lög-
reglu eða Hindúa hinsvegar.
Þegar síðast var vitað, höfðu 18
menn verið drepnir vegna þess-
arrar 14 ára gömlu bókar, en
100 slasazt og 1000 verið hand-
teknir.
Nehru fannst rétt að taka til
máls út af þessu og lét hann svo
um mælt, að það hefði veríð
hin mesta heimska að gefa bók-
ina út á Indlandi. Blöð ind-
verskra kommúnista voru
heldur ekki sein á sér, því að
þau bentu á það hvernig
Bandaríkjamenn reyndu aö
svívirða minningu, sem væri
helg í augum hundrað milljóna
víða um heim. Spöruðu blöð
þeirra á Indlandi ekki að æsa
múginn, enda lítill vandi, þar
se mum 40 millj. Mohameðs-
trúarmanna eru búsettir á Ind-
landi.
Bókin hefir nú verið bönnuð
í Indlandi. en það hefir þó ekki
nægt til að koma alveg í veg
fyrir óeirðir, sem blossa upp
við og við. En hið versta er
liðið hjá, að því er menn ætla.
Færeysk sjómannastofa
í Reykjavík.
Frá fréttaritara Vísis.
Færeyjum, í marz.
Ákveðið Jhefir verið að reisa
sjóinannastofu fyrir Færeyinga
í Reykjavik.
Ýms félög í Færeyjum hafa
lofað fjárframlögum í þessu
skyni og fjárveitinganefnd hef-
ir lagt til við færeyska þingið,
að greiddar verði úr landskass-
anum 25 þúsund krónur til sjó-
mannastofunnar, sem verður
eign færeysku kirkjunnar og
undir stjórn hennar.
Eins og kunnugt er. hefir
Reykjavíloubær veitt Færey-
ingum leyfi fyrir lóð ókeypis
við Skúlagötu, þar sem fyrir-
hugað er að reisa sjómanna-
stofuna.
Á íslandi eru nú á annað þús-
und Færeyingar við framleiðslu
störf og er því full þörf á því,
að þeii- hafi þar einhvern stað,
er þeir geti komið saman og
þar sem þeir njóta nauðsyn-
legrar fyrirgreiðslu.
RHgerðasafn Richards Becks.
Stór og myndarleg bák, gefin út í tilefni
sextugsafmælis lians í vor.
Afmæii Hvatar.
í kvöld minnist Sjálfstæðis-
kvennafélagið Hvöt tuttugu
ára afmælis síns. Félagið var
stofnað í febrúar-mánuði
1937, er eitt helzta, ef ekki
elzta, stjórnmálafélag
kvemia. Og enginn vafi leik-
ur á því, að það er áhrifa-
mest af þeim félögum, sem
konur hafa stofnað til af-
skipta af stjórnmálum.
Starfsemin hefir ætíð verið
öflug, forustan traust og fg-
lagskonur yfii’leitt ekki legið
á iiði sínu fyrir félag og
ílokk þegar á hefir þurft að
halda.
Vísir leyfir sér að færa Hvöt
hugheilar afmælisóskir af
þessu tilefni. Félagið hefir
verið Sjálfstaíðisflokknum
mikill styrkur á liðnum
Hinn 9. júní n. k. veröur
prófessor Richard Beck, sex-
tugur. Um nálega 3 tugi ára
hefur hann verið einn helzti út-
vöríur íslands í Vesturheimi og
kynnt þjóð vora, málefni henn-
ar og menningu þar vestra með
óþreytandi elju. Hér heima
hefur hann ferðast oftsinnis,
kynnzt hér fjölda manns og
hvarvetna getið sér vinsældir.
Ritgerðir hans og ræður um
íslenzka menn, mál og menn-
ingu, eru orðnar geysimargar.
Er þær að finna víðs vegar í
blöðum og tímaritum. bæði
austan hafs og vestan, en margt
er þó óprentað í fórum hans.
í tilefni af afmæli hans. hafa
nokkrir vinir hans og velunn-
endur ákveðið að gefa út mynd-
arlegt úrval þessara ritgerða,
og kemur bókin út á afmælis-
degi dr. Becks. í bókinni eru
starfsferli, og á vafaiaust
eftir að leggja frám drjúgan
skerf í þeirri baráttu, sem
framundan er.
bæði erindi og greinar, og flest-
ar þeirra um íslenzka rithöf-
unda og fræðimenn austan hafs
og vestan.
Með>al annars eru þættir um
þessa menn: Svein Björnsson,
forseta íslands, skáldin Stephan
G. Stephansson, Þorstein Þ.
Þorsteinsson, Þorskabít Þor-
björn Bjarnason, Sigurð Júl.
Jóhannesson Sigurð á Arnar-
vatni, svo enn fremur um Sig-
urð skólameistara Guðmunds-
son og Hjört Thordai'son. hinn
nafnkunna vísindamann, auk
margra annarra.
I Fremst í bókinni er ritgerð
um Richard Beck, eftir séra
Benjamín Kristjánsson á Lauga
landi, og afmælisósk ásamt
nöfnum allra áskrifenda. Bók-
in er prentuð í Prentverki
Odds Björnssonar, á mynda-
pappír, með mörgum myndum
og til hennai* vandað á allan
hátt. Verð kr. 200.00.
j Þar sem forráðamenn útgáf-
urmar geta ekki náð persónu-
jlega til allra þeirra mörgu, sem
,,Húsfreyja“ hefur skrífað
Vísi á þessa leið:
„Ég las mér til ánægju frétta-
bréf írá Hamborg, sem birt var
í Vísi s. 1. föstudag, á kvenna-
síðunni, þar sem íslenzk kona
búsett í Hamborg, segir frá
reynslu sinni. Út af þessu hefur
mér dottið í hug, að gaman væri
ef hægt væri að fá álit íslenzkra
kvenna, sem búsettar eru er-
lendis, á ýmsu, sem þær og aðrir
eiga þar við að búa. Slíkt gæti
bæði verið fróðlegt og nýbreyti-
legt.
Nýtni.
Ég hygg, að þá myndi koma í
ljós hið sama og hjá hinni ís-
lenzku konu í Hamborg, sem
^ segir fólk þar almennt nægju -
samara og sparsamaí-a en hér.
Ég dvaldi erlendis á minum
I yngri árum, bæði í Danmörku
1 og vestur i Kanada, og kom .víð-
ar, og ég held, að yfirleitt haldi
fólk miklu betur á en hér —
r.ú orðið, — en það var sú tiðin,
að hér varð að skera viö nögl
til að komast af, og margt af
eldra fólkinu þekkir jafnvel sult
og klæðaleysi, frá sinum
bernskudögum. Á þeim timum.
varð að reyna að fara veg nýtn-
innar í öilu. Hörð lífsreynsla
kenndi mönnum það.
Heilbrigð skynsemi.
Nú ei u tímarnir breyttir, og
fjöldi heimila í löndum eins og
íslandi, Bandaríkjunum, Kanada
j (ég nefni þessi lönd af ásettu
ráði) býr við velmegun og þæg-
indi, sem menn vart drevmdi
| um fyrir nokkrum áratugum. —
; I styrjaldarlöndum Evrópu hefir
það gengið hægara að menn
fengju nýtizku heimilistæki, og
eru ýmsar orsakir til þess en
vafalaust kemur þeita þar líka.
En það sem hvarvetna, nema á
íslandi, er talið lifsnauðsyn,
þrátt fyrir tækni og velgengni,
er að halda áfram í lieiðrí hinar
gömlu dygðir, sparsemina og
nýtnina. Heilbrigð skynsemi
segir mönnum, að þetta sé holl-
ast.
Allur er vai’inn
góður.
í fyrsta lagi geta iiomið erfið-
ir timar. Þá er betra að hafa
vanist nýtni og sparsemi, að
geta neitað sér um liiutina, jafri-
vel þótt maður geti keypt þá.
1 öðru lagi er það þroskandi
fyrir hvern lieimilisföður ög
hverja húsmóður, að fara gæti-
lega í öllum fjármálúm, og loks
' .
er þetta stórkostlega mikilvægt
1 uppeldisatriði. Það er börnum.
, og unglingum hollara að alast
> upp á heimiii þar sem nýtni er
í hávegum liöfð, en þeim sem
alin eru upp við bruðl og ófor-
sjálni verður hættara, er þau
fara að eiga með sig sjálf? Hús-
freyja.
heiðra vilja Richard Beck á af -
mæli þessu, vænta þeir þess,
að þeir, sem gerast vilja áskrif -
endur að bókinni og rita undir
afmæliskveðju til höfundarins
sendi nöfn sín til Árna Bjarn,-
arsonar bókaútgefanda, Akur-
eyri.
Akureyri, 1. febr. 1957.
I útgáfunefnd:
Aage Schiöth, Siglufirði,
Árni Bjarnarson^ Akureyri,
| Árni G. Eylands, Rej'kjavík
Benjamín Kristjánss., Laugal.,
Sigurður O. Björnss. Akureyri,
| Steindór Steindórss., Akureyri,
Þórarinn Björnsson, Akureyri,
J Þorkell Jóhannesson, Rvík * 1
, Þorsteinn M. Jónssn, Reykjavík.