Vísir - 11.03.1957, Blaðsíða 3

Vísir - 11.03.1957, Blaðsíða 3
Mánudaginn 11. marz 1957 VÍSIB 3 Þanrrig er nú umliorfs að Árbæ. Allar rúður eru brotnar o|g húsin að grotna mður. — (Ljósm.: P. Thomsen.) Hilyrlægliig Arbæjar, Harasi er að grotna niður fyrir augum bæjarbúa. Þegar ég hafði lesið greinina irm Glaúmbæ í Skagafírði, í Vísi nú f>TÍr skömmu, og séð þar myncl af vel hirtum sveita- bæ, þar sem komið hefur verið upp gagnmerku byggð.arsafni Skagfirðinga eins og segir í greininni,. datt mér í hug annar sveitarbær hér undir handar- jaðri okkar Reykvíkinga, en það er Árbær, sem nú er kominn i eyði fyrir nokkru, og hvernig að honum ér nú búið. Árbær er hreint ekki óljkur Glaumbæ í Skagafirði þegar litið er á íramþil hans eftir myndinni að dæma, aðeins þil- stafnar fram á hlaðið einum eða tveimur færri á Árbæ. Árbær hefur verið, eftir því sem nú verður séð. stílhreinn og þjóð- legur sveitarbær, hvar sem á er lítið, bæði úti og inni, og hefði sannarlega átt vel við að honum hefði verið vel við haldið, og hann gerður að byggðarsafni eins og Glaumbær i Skagafirði. Árbær á sér merka sögu enda þannig í sveit settur. Um langan aldur var Árbær áningarstaður, hvildar og gististaður manna úr .sveitum austan fjals, og raunar miklu víðar að úr sveitum hér sunnanlands, meðan lestaferðir iíðkuðust, og sveitamenn komu með afurðir sínar, og sóttu nauðsynjar til heimila sinna á hestum til Reykjavíkur. Og margir eldri Reykvíkingar muna, að það þótti góður út- reiðartúr að fara upp að Árbæ, ef höfuðstaðarbúar vildu reyna gæðinga sina, og komast upp í sveit. Var Árbær þá eftirsóttur', greiðasölustaður og Margrét þ.jóð'kunn húsfreyja, nærgæt- in, og veitul í mat og drykk, við ferðamenn, hvort þeir voru lar^gt eða skammt að komnir. Oft hefi ég séð á það minnzt í dagblöðunum hér, að æskilegt, og sjálfsagt væri að Árbæ yrði haldið við í þeirri mynd, sem hann var þegar hann var yfir- gefinn sem mannabústaður. Mættu þá þarna allir sjá sviphreinan, velhirtan, og vel búinn sveitabæ, í fallegu um- hverfi, með útsýni af bæjarhlað- inu, sem einna fegurst er i ná- grenni Reykjavíkur. Einnig minnir mig að ég hafi séð í blöðum félgög hér í höfuðstaðn- um — Fegrunarfélagið og Reykvíkingafélagið A- örðuð við endurreisn Árbæjar, og bið ég afsökunar ef ekki er rétt með íarið. Einn góðviðrisdag nú nýlega gerði ég ferð niína upp að Árbæ til að sjá með eigin augum ástand bæjarhúsana, og alls um- hverfis þar, því mig hafði lengi langað til þess að leggja orð í belg með þeim mönnum sem halda vilja uppi virðingu þessa háttvirta sveitabæjar hér í næsta nági-enni Reykjavíkur, og telja það sjálfsagða ræktar- semi við nútíð og fortíð, að lialda honum vel við, og hafa þar allt, sem þar á að vera, í röð og reglu utan húss ng innan, En hvað er svo þarna að sjá nú í dag? Því er fljótt svarað. Ömurleika og niðurlægingu á helgum og þjóðlegum minjum. og algert afskiptaleysi um það hvernig þessi bær með sína merku sögu brotnar og grotnar niður. Eins og ástand Árbæjar er í dag get ég ekki séð, að bæjar- húsunum verði með noltkru móti bjargað héðan af, en ef það væri ætlunin, og vilji nógu margia fengist fyrir því, og þá náttúrulega ekki sist ráðamanna Reykjavíkur, að Árbær yrði endurreistur, og gerður að minja- og byggðasafni, þyrfti að bregða skjótt við, og taka mynd af honum, og gera teiknlngu af húsaskipan hans og herbergja, eins og hægt er að gera sér grein fyrir að hún hafi verið, og endurbyggja hann svo í sinni mynd úr varanlegu efni, og ætla honum svo hæfilegt umhverfi, tún og traðir, eins og það nú er, en vel og snoturlega girt, þvi þarna ris úíborgin i kring með tið og tíma. Ég héíd að flestum Reykvík- ingum rynni til rifja niðurlæg- ing Árbæjar, þeiri’a sem gerðu sér ferð þangað upp eftir nú í góða veðrinu, og sæju með eigin augum ástand staðarins eins og það er í dag, og að þá myndu 1 fást nógu margir, og mér færari menn, til að taka til hendinni um skriftir, og annað í þessu máli, sem vænlegt yrði til góðs árangurs um farsælar aðgerðir í framtíðinni. Kjartan Ólafsson, brunav. Henry Ambrose Pinger, ka- þólskur biskup í Kína, var ný- lega lálinn laus eftir að bafa setið 5 ár í fangelsum konun- únista. Hann var hafður í lialdi í fjögur ár, áður en liann var leiddur fyrir réít og ásakaður, en þá var eitt helzta ákæru- atriðið, að haim var „kaþólskur prestúr“. Bindíndismaður bruggar bezta whiskyið — heinta. Fleskaii kosfar 8 sh. <og 6 d. Þjóð gaf því nafnið sitt. — Skáldin lofa bað « ljóðuni sín- um. Ameríkumenn greiða doll- ara fyrir bað, en bindftidismað- urinn Toplin, sem reyndar er jár*brautarstarfsmaður að at- vinnu, var dæmdur í sekt fyrir að framleiða bað! Toplin fann upp sína eigin aðferð til að búa til fyrsta flokks whisky, eins gott whisky og Skotar einir geta framleitt. Fyrst ætlaði hann að brugga bjór. Hann hefur mjög mikið yndi af því að fást við allt, sem er efnafræðilegt. Hann bjó sér til bruggunaráhöld og út kom bjór. „Eg gaf vinum mínum að bi-agða á honum,“ sagði Toplin í réttinum, „og þeir sögðu hann hörku góðan. Því næst hugðist. ég brugga vín — borð- vín. Eg ætlaði að búa það til úr kartöflum. Eg lét það gerj- ast í einar þrjár vikur. Sjálf- uin þótti mér það ekki gott á bragðið svo mér datt í hug að láta það fara í gegnum eiming- a.rtæki, sem ég bjó mér til og sjá hvað úr þessu yrði.“ Toplin hafði sett um 35 lítra i gerjun. „Eg las nokkrai; bækur um whisky-framleiðslu og eg vissi hvað whisky var. Eg fann brátt að það sem kom úr eimingar- tækinu var algjörlega hreint. Eg bragðaði á því, en þar sem ég hef ekkert vit á áfengum drykkjum tók eg nokkrar flöskur af því, sem eg hafði eimað og gaf það vinum mín- urn. Þeir sögðu mér að það væri framúrskarandi gott. Alit, sem eg notaði til framleiðslunnar gat hver maður, kona og jafn- vel barn keypt í búðum, en eg hef aldrei kynnt mér löggjöf- ina um framleiðslu eða sölu áfengis í þessu landi. Mér var ekki ijóst að eg var að búa til whisky fyrr en mér var sagt, að það væri allra bezta whisky, sem eg hafði bruggað. Saksóknarinn sagði í réttin- um, að whiskíið hans Toplins væri 84.1% að styrkleika, en venjulegt skozkt whisky er að- eins 65%. Ennfremur upplýsti saksóknarinn, að Toplins- whisky væri eins gott og hvaða whisky annað, sem selt væri í Skotlandi. Toplin lýsti því yfir að hann gæti framleitt Toplin-whisky fyrir 8 shillinga og 6 penoe flöskuna, en í búðum kostar whisky-flaskan 35 sh. Toplin var dæmdur í 18 sterlingspunda sekt fyrir brot á mörgum lagagreinum. — En hann segist ekki ætla að skýra frá leyndarmÉRi sínu, þó að hann verði að eyðileggja bruggunartækin. „Þeir mega vera fegnir whisky-bruggar- arnir,“ segir Toplin, „að ég varð að hætta núna, þeir geta þá haldið áfram að okra á slæmu whiskyi. Tækin mín kostuðu aðeins smápening. Eg er viss um að bruggararnir mundu gleypa við formúlunni minni og aðferðinni, ef eg byði þeim hana.“ — Og hver veit nema Toplin whisky komi á markaðinn einn daginn! Sambandsþing íslenzkra sveitafélaga. Fulltrúaráðsfundur Sambands íslenzkra sveitarfélaga var sett- ur í Reykjavík í gær. Fundinn sitja stjórn sam- bandsins og fulltrúar úr öllum landsfjórðungum. Fyrir fundinum liggja mál, auk innri málefna sambands- ins, og eru þessi helzt: 1. Samtök sveitarfélaga um kaup og rekstur nýtízku tækja til varanlegrar gatnagerðar. 2. Samræming á launakjörum fastra starfsmanna sveitarfé- laga. 3. Stofnun innheimtu- og endurskoðunarskrifstofu er starfi á vegum sveitarfélag- anna. 4. Endurskoðun sveitar- stjórnarlaganna. 5. Breyting á lögum Bjargráðasjóðs íslands o. fl. — Gert er ráð fyrir að fund- urinn standi til mánudags næst komandi. Útflutningnr á skozkum tweed-efnum \rarð meiri en nokkurn tíma áður 1956, — jókst um 1.5 millj. stpd. upp í 12.530.000 stpd. Einn fjórði framleiðslunnar fór til Norðurlanda og Vestur- Evrópulanda. — Fyrir út- flutninginn til Kanada og Bandaríkjanna fongust 18 millj, dollara cða 3 millj. .dollara meira en 1955. SS.ll. C1iiiiiiiiigla«im CiiruSiam: Yairtrúafcir meðal Móhameðstrúarmannna. stúdentarnir væri beininga- menn, þá voru þeir samt allir menntaðir, höfðu farið víða um landið og áreiðanlega séð kristna menn í hafnarborgum svo þúsundum skipti... Við urðum nú heldur von- betri og afréðum að senda Aii til næsta mannabústaðar til að kaupa matvæli. Var það sann- arlega heppilegt, að við skyld- um taka þetta ráð því að fyrir b-ragðið fengum við þarna góða máltíð, en það áttu að líða nokkrir dagar, þangað til við gætum borðað okkur metta aftur, Þegar komið var fram hjá N’Zala tók við brött brelcka niður á sléttuna handan við fjallgarðinn. Sagði Mohameð- el-Hosein, að íbúar sléttuimar væri herskáir mjög og gengi alltaf vopnaðir og lægi vegurinn til Tarudant um rnörg þorp þeirra. Hann gerði þó ekki ráð fyrir þvi, að það yrði miklum vandkvæðum bundið að kom- ast gegnum þau, en taldi að okkur mundi frekar stafa hætta af ræningjum og slíkum ó- þjóðalýð. Þeir hefði hið mesta yndi af að ræna Mára (því að sjálfir voru þeir Berbar) og hikuðu ekki við að drepa hvern kristin mann, sem á vegi þeirra yrði, því að þeir þurftu ekki að óttast yfirvöldin eins og fólkið -handan við fjöllin, þar sem lögleysur voru ekki eins algengar. Að iokum sagði Mo- hameð þó: ,.Við erum í hendi Allah. Ef eitthvað kemur fjrr- ir, þá skuluð þið láta mig hafa orðið fyrir okkur, því að það er ekki að ástæðulausu, að eg er kallaður slyngasti essreki hér um slóðir." Augu hans skutu gneistum, er hann sagði þetta, hökutoppurinn gekk sitt á hvað, andlitið skældist allt af hlátri og hann baðaði út öllum öngum af eintómri kátínu. Márar hafa hið mesta gaman af að leika á menn (eins oc sumir þeir, sem kristnir kall- ast) hann gat ekki hugsað sér neitt skemmtilegra en að gabba heila borg með því að telja henni trú um að vantrúarmað - ur væri í rauninni helgur mað,- ur frá Fez. Þegar við spurðunt hann hvað við ættum að gera, ef einhver kæmi upp um mig á leiðinni, var svar hans alitaf á sömu leið, svo að eg hætti loks að spyrja, því að eg sá, að hann var hvergi hræddur, og auk þess var eg nú sjálíur orð- inn sannfærður um að við vær- um búnir að sigrast á verstu erfiðleikunum Ali kom aftur klyfjaður brauði og kjöti, eggj- um og ávöxtum og við settumst niður til að njóta síðustu mál- tíðar okkar sem frjálsir menn í laitdi kaidsins í Gundaffi, Ali sagði okkur, að kaidinn hegð- aði sér eins og hann væri sold- án, og hefði hann verið látinn bíða í liálfa klukkustund ásamt öðrum ferðamönnum, áður en honum veittist leyfi til að kaupa vistirnar. Þegar við vorurn búnir að snæða morgunverðinn héldum við áfram ferðinni og vorum í bezta skapi. Riðum við fyrst í klukkustund eftir grýttri* sléttu- og beygðum þá fyrir smáhæð. Birtist þá skyndilega fyrir framan okkur mannlaust hús, en í háifrar mílu fjarlægð á hægri hönd var gríðarmikill kastali. Umhverfis hann voru fagrir garðar, vaxnir trjám og

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.