Vísir - 13.03.1957, Blaðsíða 1

Vísir - 13.03.1957, Blaðsíða 1
12 bls. 12 bls. 4". arg. Miðvikudaginn 13. marz 1957 61. tbl. vcfir yfir' á Brefl&M]. A,m.k. 4 millj. verkkusar ef skipa- smiðir hefja verkfall í vikunni. Verkamálaráðherra Bret- lands ræðir ; dag við Ieiðtoga vclsmiðjao^ skipasmiðja, í von um, að það geti orðið til þess að afstýrt yrði verkfalli, sem vofir yfir í öllum skipasmíða- stöðvum landsins. Krefjast menn, sem í skipa- smiðastöðvunurn vinna 10% kauphækkunar. Eru menn þessir í um 40 veikalýösfélög- um, og eru samtals um 3 millj. en 1 millj. manna í öðrum starfsgreinum mundi verða að hætta vinnu, ef verkfall yrði við skipasmíðarnar. Alls er tal- ið að verkfallið mundi ná til eins fimmta vinnandi lýðs á Bretlandi, og verða mesta og alvarlegasta verkfall frá árinu 1936, er allsherjarverkfallið var háð. Óskað er eftir, að málið verði lagt í gerð, en því hafa leið- togar smiðanna neitað, enn sem komið er, a. m. k. Einn af aðalleiðtogum þeirra sagði í gærkvöldi, að verkfall virtist óhjákvæmilegt en nú er eftir að vita hvort eitthvað gerist á fundi þeim, sem verkamála- ráðherrann heldur í dag með leiðtogum verkamanna. Blöðin hvetja eindregið til þess, að málið verði lagt í gerð, og blaðið Times telur það blátt áfram skyldu beggja aðila að fallast á það. Telur blaðið sann- gjarnt, að verkamenn fengju a. m. k. 3% aukningu vegna aukinnar dýrtíðar, og ættu vinnuveitendur ekki að neita að verða við slíkri kauphækkun. Glasgow Herald segii", að allir muni bíða tjón af verkfalli, og það yi ði stórkost.legt áfall fyrir efnahags cg atvinnulif Bret- lands. Að eins blað jafnaðarmanna, Daily Herald, hefur aðra af- síöðu og reynir að kenna stjórn- inni um, :i-5 svo sé komið í land- inu, að verkfall eins og þetta sé ekki aðeins réttlætanlegt, heldur hafi ástandið i landinu blátt áfram knúið verkamenn til þess að bera fram kröfur sínar. — Manchester Guardian telur það „veikleikamerki", að smiðirnir vilji ekki fallast á, að málið verði lagt í gerð. Frá Alþingi: rfáls gjaldeyrir til erlendra sjómanna iiam 16,9 inlllj. kr. á sL árL Aykin skattfríðúndli sjósnaoiina eru eðlileg og saisngrjörn. Undanfarna daga hafa farið fram umræður á Alþingi um skattafrádrátt handa fiskimönnum. — Björn Ólafsson lagði til að tillaga ríkisstjórnarinnar vaeri hækkuð um helming. — Stjórnarliðið, með kommúnista í broddi fylkingar, felldi jbá tillögu. Við 3. umræðu Iagði Björn enn til, að frádrátturinn yrði hækkaður. Sú tiilaga var einnig felld. Hér er skýrt frá ræðu B.O. við síðustu umræðu frv. í neðri deiíd. LéEegur afli- Akranesbáta. Afli Akranesbáta var mis- jafn í gær frá 2—11 lestir. — Heildaraflinn var 120 -lestir og 100 í fyrradag. Það er hvergi r.eitt að hafa, segja sjómennirnir, einn og einn bátur fær sæmilegan róður, en helmingurinn fiskar varla fyr- ir beitu og olíu. Bcðvar er að fara á net. — Handfærabátar eru ekki byrj- aðir ennþá, enda ei útlitið ekki glæsilegt. Skákeínvígift: Pilnik gafst upp eftir 105 leiki. Annarri einvígisskák þeirra Hermans Pilniks og Friðriks Ólafssonar lauk í gær með sigri Friðriks. Gafst Pilnik upp eftir 105 leiki og hafði skákin þá farið tvisvar í bið. Þriðja einvígisskákin verður tefld í kvöld og hefst hún kl. 8 í Sjómannaskólanum. Hefur Pilnik þá hvítt. Miklir samgönguerfi&leikár á Austfjörðum vegna snjóa. Vöruþurrð fyrirsjáanleg ef farmannaverk- fallið stendur lengi enn. Eskifirði í gær. Yfir vetrarmánuðina er tog- araútgerðin undirstaða at- vinnulífsins á Austfjörðum, þar eð allir hinir stærri bátar fara til suðvesturlandsins á vetrarvertíð. . Togararnir Austfirðingur og Vöttur, sem gerðir eru út sam- eiginlega frá Eskifirði, Reyðar- firði og Fáskrúðsfirði leggja afla sinn til. vinnslu á þessum höfnum, og má segja áð frem- ur vel hafi gengið með útgerð þeirra. Vöttur kom í byrjun þessarar viku með 210 lestir, sem hann lagði upp á Fáskrúðsfirði. Austfirðingur er væntanlegur úr veiðiför í vikulokin-og mun leggja aflann á land á Eski- firðl Færð er nú erfið hér eystra. Olía og vörur hafa verið fluttar yf ir Fagradal til Héraðs á sleð- um, sem dregnir eru af jarð- ýtum. Ófært hefur^ verið milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar í meira en viku og er það mjög sjaldgæft að sú leið sé ófær svo lengi. Snjór er að vísu ekki mikill, en víða eru stói'ir skaf 1- ar, sem loka veginum og hefur fennt jafnharðan í traðir. Farið er að bera á vöruþurrð, vegna þess áð nú um nærri þriggja vikna skeið hafa engir vöruflutningar verið hingað með strandferðaskipununv en aðrar leiðir lokaðar Ef verk- fallið stendur lengi enn má bú- ast við að ýmsar vörutegundir gangi hér alveg til þurrðar. ;01ía er þó nóg hér á Eskifirði Iþví m. s. Kyndill kom hingað | um daginn og fyllti olíugeym- 'ana. Gantallar konu leitað í nótt og dag. I nótt og í dag er verið að leita að roskinni konu, sem fór heiman að frá sér í fyrrakvöld, en ekki komið heim síðan og ekkert til hennar spurzt. Kona þessi heitir Guðný Pét- ursdóttir, 67 ára gömul og er til heimilis að Hverfisgötu 92. Hún er geðveil og það er ekki nýlunda hjá henni að fara út seint að kvöldi eða einhvem- tíma nætur,;. en hún hefur jafnan komið heim aftur að morgni. í gærmorgun kom hún þó ekki heim og í gærkveldi var leit liafin. í leitinni tóku þátt auk lögreglumanna menn úr Flugbjörgunarsveitinni og var leitað með sporhundinum. í morgun fór Guðmundur Pét- ursson frá Slysavarnafélaginu með flokk leitarmanna en síð- ast er vitað var hafði sú leit ekki borið árangur. Hér fer á eftir útdráttur úr ræðu Björn Ólafssonar um frv. ríkisstjórnarinnar um aukinn skattfrádrátt handa skipverjum á fiskiskipum. Lágreíst tillaga. B. Ó. gat þess í byrjun ræðu smnar, að stjórnarliðið hafi sýnilega fellt með mikilli á- nægju tillögu hans um aukin skattfríðindi fyrir fiskimenn. Framsögumaður meiri hlutans, Edvarð Sigurðsson hafði sagt, að skattfríðindin væri staðfest- ing á samkomulagi milli ríkis- stjórnarinnar og tiltekinna verkalýðsfélaga. Sagði B. Ó. að heldur væri nú lágreist tillagan sem kommúnistaforingjarnir hefði sætt sig við um fríðindi fiskimönnunum til handa. Yfirboðstillaga? B. Ó. mælti síðan á þessa leið: Háttv. framsögumaður sagð'i að, tillaga mín væri „yfir- boðstillaga". Líklega hefir hann ekki gert sér grein fyrir hversu fríðindin eru mikil, sem hann heldur svo fast við. Fyrir háseta á togara sem vinnur á sjónum í 10 mánuði er frádrátt- ur samtals kr. 2.800,—. Og fyrir háseta á mótorbát, sem vinnur ;6 mán.% en frádráttur kr. 2087.—. Kemur nokkrum til hugar að það sé sérstök hvöt fyrir unga menn að stunda sjó- mennsku allt árið fyrir þenna smásálarlega frádrátt? Er hægt að tala um „yfirboð" þótt lagt sé til að þessi smámunalegu fríðindi séu. hækkuð? Fiskimennirnir eru eins og aðrir skattgreiðendur að • því jleyti, að þeir vilja gjarna ,halda einhverju eftir af kaup- inu umfram það, sem þeir þurfa til að draga fram lífið. Kemur þá nokkrum til hugar að fríð- indi, sem engin eru, hvetji menn til sjómennskunnar? í hvaða skyni er þetta gert? Ef þetta er gert í því skyni, að viðurkenna, að starf sjó- manna sé erfiðara og hættu- legra en önnur störf þjóðfélags- Framhald á 6. síðu. i Færeyinga í ár óseEdur. Frá fréttaritara Vísis. — Færeyjum í febrúar. — Engir f isksölusamningar hafa verið gerðir enn um jþann afla, sem færeysk skip veiða á þessu ári. Veiðarnar Jhafa líka gengið mjög illa. í desember komu ekki á land í Færeyjum nema 100 lestir og í janúar var aflinn enn minni. Nokkuð hefur verið flutt út af fyrra árs afla. 15. febrúar lestaði flutningaskipið Ulla Dan 600 lestir af saltfiski til Bilbao. Einnig var annað skip væntanlegt til að taka 10 til 12 þúsund einingar (pakka, tunnur og kassa) af fiski til Brazilíu. Engar samgöngur við Akureyri. Allir vegir ófærir og ekki flogið heldur sökum dimmviðris. Frá fréttaritara Vísis. Akur^eyri í morgun. Allar Ieiðir eru í þann veg- inn að lokast frá Akureyri og mjólkurleyst eir þar yflirvof- andi ef ekki rætist úr. Mjólkurbílar sem fóru frá Akureyri í gær og fyrradag til þess að sækja mjólk urðu flest- ir að snúa til baka sökum ó- færðar, og eru þetta þó stórir og sterkir marghjóla bílar. Sumir voru allt að 12 klukku- stundir úr næstu sveitum til Akureyrar. Bíll, sem ;kom frá Garðsvík á Svalbarðsströnd var 9 klukkustundir á leiðinni inn á Akureyri en ýta sem fór á undan var 14 stundir. Eina leiðin, sem enn er slark- fær stærstu bílum er vegurinn inn í Arnarneshrepp. Annars má heita að ófært sé um allt héraðið. Að undanförnu hefur verið hvasst og skafrenningur mik- ill. Við það fylltust allar trað- ir á vegunum og ruðningar og skóf þar saman í þétta skafla. Er orðið mjög erfitt að ýta þessu upp úr tröðunum að nýju því víða voru þær orðn- ar djúpar fyrir. í dag er veður hægt og frost- lítið en dimmt í lofti og drunga- legt. Síðustu tvo dagana hefur ekki verið unnt að fljúga til Akureyrar sökum dimmviðris. Þannig er Akureyri sem stend- ot: einangruð og. útilokuð^ írá öllum samgöngum á sjó, í lofti og á landi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.