Vísir - 13.03.1957, Blaðsíða 6

Vísir - 13.03.1957, Blaðsíða 6
VÍSIR Miðvikudaginn 13. marz 1957 wisir D A G B L A Ð Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. AfgreiSslá: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur) Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F, Lausasala kr. 1,50. Félagsprentsmiðjan h.f. Sanngjörn krafa. Samband smásöluverzlana og Verzlunarráðar íslands hafa gert ályktun um hin nýju verðlagsákvæði^ sem geng;'. í gildi fyrir skemmstu, og var þessi ályktun birt hér í blaðinu í fyrradag. Er þar bent á, að samkvæmt gild- andi lögum eigi au miða all- ar verðlagsákvarðanir við þörf þeirra fyrirtækja sem hafa vel skipulagðan og hag- kvæman rekstur, en með hinum nýju ákvæðum ríkis- stjórnarinnar sé engan veg- inn farið samkvæmt þessum fyrirmælum, heldur sé þau þverbrotin. Þau hljóti að leiða af sér taprckstur, enda mun til þess ætlast af þeim, scm um þessi mál fjalla í ríkisstjórninni og fyrir hana — kommúnistum. Ofangreind samtök fara síðan fram á það að breytt verði um stefnu í þessum máluin. Það virðist ekki nema sann- gjörn krafa, að farið verði að lögum i þessu sem öðru, og ætti ekki að þurfa að benda yfirvöldunum á það, hvernig þau beita valdi sínu. En hér er þess að gæta, að það eru kommúnistar, sem fara með þessi mál og þeim er annað sýnna en að fara að landslögum, ef nauðsyn er að brjóta þau, til þess að koma hinum þokkalegu hugðarefnum þeirra í fram- kvæmd. Kommúnistar ætla fyrst og íremst að ganga af kaup- mannastéttinni dauðri, en þeir athuga ekki, að þeir hæfa aðra um leið með höggi sínu. Fyrir því verða allir þeir, sem við verzlun starfa, en ekki kaupmenn einir. Fyrir því verða allir skatt- borgarar, er verða að greiða þá skatta, sem teknir hafa verið af verzluninni hingað til. en ekki verða af henni teknir, þegar hún hættir að bera sig. Og loks verða allir neytendur fyrir afleiðingum ráðsmennsku kommúnista, þegar þær birtast í minna og lélegra vöruvali — og hærra verði að auki. Heíldverzlanir neyðast til að fækka starfsfólki. yéfmæli frá Fél. esI. stór- kaupmeinna. Almennur fundur í félagi ísl. stórkaupmanna, haldinn 12. marz 1957, mótmælir harðlega hinum ósanngjörnu ákvæðum, sem sett voru af Innflutnings- skrifstofunni hinn 14. febrúar s. i. um verðlagningu vara i heildsölu og krefst. þess að þau verði endurskoðuð og leiðrétt, þar sem ekki hefir verið tekið tillit til raunveruiegg j’ekstrar- kostnaðar heildverzlana. Afleiðing þessara ráðstafana hlýtur að verða sú, að taprekst- ur vofi yfir hjá fjölda heild- verzlana. Vöruúrval verður tak- markaðra þar sem fyrirsjáan- legt er, að ekki muni vera hægt að flytja inn ’sumar vöruteg- undir vegna hinnar lágu álagn- ingar og samdráttur almennt i mun verða í allri verzlun. Allt j útlit er því fyrir að heildverzl- I anir verði tilneyddar að segja upp starfsfólki. J Fundurinn ítrekar því kröfu sína um ieiðréttingu á heild- söluáiagningunni og leggur jafn- framt áherzlu á þá skoðun sina, j að frjáls verzlun og frjáls sam- keppni sé alh'i þjóðinni hagstæð- ust, því hún sé bezta tryggingin fyrir nægu og góðu vöruúrvali og hagstæðu verðiagi i landinu. 'ári er talið að hér vinni á flot- anum 1000—1100 færeysltir 'sjómenn. Vinna greidd í frjálsum gjaldeyri. Þjóðarbúið stynur undir gjaldeyrisskorti. En þó greiðir það tugi milljóna í frjálsum gjaldeyri út úr landinu til þess! jað sá atvinnuvegur geti starf- að sem er uppistaðan í gjald- | eju'isöfluninni. Þetta er öfug- | streymi sem ekki verður komist hjá að lagfæra. Á síðasta ári var yfirfært í frjálsum gjaldeyri 16.9 millj. ísl. króna til útlendra sjó- manna. (Það eru talsvert meiri friðindi en ísl. fiskimennirnir hafa. því þessi gjaldeyrir hefir miklu meiri kaupmátt en sam- svarandi ísl. kr.) Vafalaust verður yfirfærsla á þessu ári talsvert meiri til útlendra fiskimanna en var í fyrra. Sjó- mönnum þessum fer fjölgandi írá ári til árs. Bragð er að. Tíminn hefir verið næsta fá- máll um verzlunarmálin og verðlagsákvæði kommúnista síðustu vikurnar. Má af því marka, hve hræddir fram- sóknarmenn eru við komm- únista, að þeir þora ekki að styggja þá mcð því að nefna þessi mál á nafn. Þó hrökk það upp úr blaðinu á sunnu- í daginn, að „kaupfélagsstjór- ar víða um land eru mjög óánægðir með verðlags- ákvæði innflutningsskrif- stofunnar“. Það leikur varla á tveim tung- um, að talsverðrar óánægju hlýtur að gæta hjá kaup- félagsstjórunum^ úr því að hún fær að komast að hjá Tímanum. er hefir hingað til verið heldur deigur, þeg- ar kommúnistar hafa verið sein uppivöðslusamastir. Og Tíminn er emi deigur í þessu efni því að hann lét sér al- veg nægja að geta aceins um óánægjuna, en gat þess ekki, hvort fyrirsvarsmenn kaup- félaganna innan ríkisstjórn- arinnar mundu grípa til ein- hverra ráðstafana til þess að fá leiðréttingu. þessu sambandi er einnig vert að minnast þess, að fram- sóknarmenn og blöð þeirra hafa jafnan talað um fyrir- myndarrekstur kaupfélag- anna — bezta verðlagseftir- litið — en ef kaupfélags- stjórar eru óánægðir virðist mega telja það bera vott um það, að ekki sé einu sinni tekið tillit til þessarar rök- semdar íramsóknarmanna við ákvörðun ákvæðanna, og mun það mála sannast. Svartur markaiur á ný. Það er ljóst, að verzlunin hlýtur að dragast saman vegna að- gerða kommúnista, og munu þeir ekki harma það. En það er ósennilegt. að fylgismenn þeirra fagni þeim afleiðing- um, sem hljóta óhjákvæmi- lega að fylgja í kjölfarið — vöruþurrð, sem af mun spretta svartur markaður. • eins og áður, þegar við- skiptastefna haftaflokkanna fekk að ráða. | Kommúnistar lækka verðið á pappírnum, en hækka það í rauninni með því áð stuðla að svörtum markaði og öðru slíku braski. Þeir halda vísi- tölunni óbreyttri á pappírn- um, en hækka hana í raun og veru. Skyldu Dagsbrún- armenn fagna þeirri ráðs- Skattfríðíndi — Framh. af 1. síðu ins — þá veröur ekki sagt að viðurkenningin sé mjög höfð- ingleg. En ef þetta er gert til þess að fá unga menn til að starfa á fiskiflotanum — þá eru þessi skattfríðindi lítilmótlcgt kák, sem engin áhrif hefir til þess að losna við erlendu sjómenn- ina af flotanum. Fyrir íslendinga verður það að teljast þjóðarhneisa og þjóð- félagsmein, ef fáir aðrir en út- lendingar fáist til að stunda að- alatvinnuveg þeirra, atvinnu- veginn sem allt ^jóðarbúið hvílir á um öflun erlends gjald- cyris. Ef hægt er að stöðva þessa óheilla þróun rne'ð skattafríð- indum, sem í senn kostar þjóð- arbúið litla fórn en er annars vegar eðlileg viðurkenning á erfiði og hættu sjómennskunn- ar, þá er það skammsýni og smásálarskapur af hætfulegustu tegund, ef fríðindin eru skorin svo við nögl, að enginn sjó- maður virðir þau viðlits Erlendir sjómenn á flotanum. Eftir þvi sem næst verður komist, unnu 843 færeyskir sjómenn á fiskiflotanum síð- asta ár. Þetta samsvarar því, að helmingur togaraflota lands- manna hafi verið gerður út á síðasta ári eingöngu með er- Iendum áhöfnum. Þetta er mikið alvörumál, sem þjóðin gerir sér ekki ennþá fulla grein fyrir. íslendingar geta ekki lengur rekið aðalat- vinnuveg sinn nema með hjálp útlendra sjómanna. Á þessu mennsku þeirra — ofan á kaupbindingu og dulbúna gengislækkun? Leiðin til lagfæringa. J Þetta verður ekki lagfært nema íslenzkir menn hafi hvöt til að stunda þenna atvinnu- J veg. Störf fiskimannanna eru erfiðari og hættulegri en nokkura annara þegna þjóðfé- lagsins. Þess vegna getur varla talist mjög óeclilegt þótt menn sækist eftir auðveldari og hættuminni störfum í landi, sem ekki eru ver borgúð. Það þarf því fjörugt ímynd- unarafl til þess að láta sér koma til hugar, að tvö þúsund lcróna frádráttur í skatti geti j fengið menn til að breyta um i skoðun í þessu efni. Leiðin í þessu máli, er að veita fiskimönnum skattiríð- indi sem þeir meta og geta verið þeim hvöt til að stunda þenna atvinnuveg. Það er eðli- j legt og sanngjarnt að sjómenn- j irnir hafi sérstöðu í skattamál- | um vegna atvinnu sinnar og þau fríðindi sem þeim eru veitt mega ekki markast af smásál- arskap og skilningsleysi. í lok ræðu sinnar bar B. Ó. fram tillögu um það að sjómenn fengi 30% frádrátt af álögcum tekjuskatti. ,,Vinir“ hinna vinnandi stétta felldu tillöguna með 11 atkvæðum á rnóti 10 atkvæðum Sjálfstæðismanna. Ýmsir halda því fram að er- lendu sjómennirnir greiði lægri skatta en þeir islenzku. Það er atriði sem vert er að taka til athugunar. En varla verður nokkuð til bóta gert í þessu máli að tilhlutun kommúnista og þeirra fylgifiska. Enda hafa þeir sýnt hugarfar sitt í máli því sem hér hefir verið skýrt fár. Kaéarstjórnin stoinar fangabúðir. Kælarstjórnin ungvei*ska lief- ur opnað að nýju fangabúðir fyrir utan Budapest. Þessar fangabúðir voru sein- ast í notkun í valdatíð Rakosi. Áframhald er á fjöldahandtök- Eftir tæp tvö ár eru tvær aldir liðnar frá fæðingu skozka þjóðskáldsins Roberts Burns, og er þegar hafinn undirbúnigur að því í Skotlandi, að minnast þess, af ásthug og virðingu, og m. a. mun safnað þýðingum á ljóðum Burns á aðrar tungur, og þvi, sem um hann hefur verið ritað, en það er félagsskapur í Skot- landi, sem hefur að markmiði, að halda minningu Burns í heiðri, sem vinnur að þessu, og er Bergmáli kunnugt um, að írá félaginu hafa borist hingað fyrirspurnir hér að lútandi. Fagnaðarefni. Fagnaðarefni má það vel vera Islendingum, að til eru á ís- lenzku máli ágætar þýðingar á nokkrum fegurstu ljóðum Burns, þýðingar, sem þjóðin heíur tekið ástfóstri við. Þjóð- skáldin Steingrímur og Matt- ! hías urðu til þess að kynna Is- | lendingum ljóð Burns, og sum þeirra eru sungin fram á þenn- an dag eins og hugum kærustu ljóð íslenzkra skálda, t. d. „Við- kvæm lund, min vinan kæra“, í þýðingu Steingríms, en hann þýddi einnig „Ó, stæðir þú áheiði í hrið“ og „Hví skal ei bera höfuð hátt“ og nokkur önnúr kunn kvæði Burns. Árni Pálsson bókavörður þýddi hið heims- kunna og fagra ljóð Burns, „Auld Lang Syne“ (Gömul kynni) og einnig þýddi Magnús Ásgeirsson ljóð eftir Burns. Ljóð Burns sungin og lesin i útvarp. Þjóðin var minnt á þessar gersemar vel og eftirminnilega hinn 27. febrúar s. 1., er útvarp- að var nokkrum ljóðum Burns, sem kunnir skozkir söngvarar höfðu sungið iim á plötu án undirleiks: Jaínframt sagði Baldur Pálmason frá skáldinu i st.uttu máli og flutti nauðsyn- legar skýringar, og las ljóð eftir Burns í íslenzkum þýðingum, eftir ofannefnda ljóðaþýðendur. Var svo þetta endurtekið s. 1. laugardag, með nokkrum breyt- ingum, m. a. útvai'pað af bandi lestri Lárusar Pálssonar á þýð- ingu Steingríms á „Hvi skal ei bera höfuð hátt.“ Tókst allt prýðilega í bæði skiptin og munu þeir án eía mai'gir, sem eru þakklátir útvarpinu og flyt.i- anda, fyrir þessa menningarlegu nýbreytni. Væri æskilegt, aö haldið væri áfram á þessari braut og fleiri heimskunn skáld kynnt með þessum hætti. Tekið fyrSr flótta- mannastraumimt? I>að þótti í frásögur færandi íyrir nokkrn, að eina nóttina kom ekki einasti flóttamaðiu- l'rá Ungverjalandi til Austur- rikis. Þegar ílóttamannastraumui'- inn var mestur komu 6000 á sólarhring. — Bandaríkst viku- rit birtir fregn um það frá Vin. „eftir árðeiðanlegum heimild- um“, að ungvei'zkir landamæra- verðir fái verðlaun sem svari til 200 dollara fyrir hvem ílótta- mann sem þeir skjóti, er þeir reyna að komast yfir landamær- in. um og er búist við að þær nái hámarki rétt fyrir 15. þ. m„ en Kadarstjórnin virðist dauð- skelkuð við byltingartilraun, á degi byltingarinnar 1948.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.